Morgunblaðið - 18.02.1987, Síða 49

Morgunblaðið - 18.02.1987, Síða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 Minning: Jóhanna Thorlacius Fædd 28. október 1921 Dáin 10. febrúar 1987 í dag fer fram frá Dómkirkjunni jarðarför frú Jóhönnu Thorlacius, er andaðist í Landakotsspítalanum þann 10. þ.m. Jóhanna eða Hanna, eins og hún var alltaf kölluð meðal vina og kunningja, fæddist í Reykjavík 21. október 1921. Foreldrar hennar voru þau hjónin Gunnlaugur J. Fossberg vélstjóri og síðar kaup- maður og kona hans Jóhanna, fædd Thorarensen. Var Hanna yngst bama þeirra hjóna en þau eignuð- ust 3 dætur. Er Helga ein eftir á lífi af þeim systrum, auk kjördóttur- innar Rögnu Fossberg, sem er starfsmaður hjá sjónvarpinu. Árið 1951 varð Hanna fyrir því áfalli, að elsta systir hennar, Ragna Carven, dó af slysförum ásamt eig- inmanni og dóttur á Jamaica. Var það mikil raun og eftirsjá fyrir hana og fjölskylduna. Þegar Hanna var 16 ára fór hún til eins vetrar dvalar í klausturskóla í Belgíu. Meðal annars til að læra frönsku. Hún hafði alla tíð mikinn áhuga á tungumálum, sérstaklega franskri tungu, og nam það mál síðar í tómstundum. Eftir heimkom- una hóf hún nám við Menntaskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1941. Að þessu námi loknu hóf hún störf á skrif- stofu G.J. Fossberg, vélaverzlun, og vann þar til hún fór til náms í Bandaríkjunum, en þar var hún við nám og störf árin 1943—45. Þegar hún kom heim hóf hún aftur störf á skrifstofunni og vann þar þangað til hún giftist Magnúsi Thorlacius, hæstaréttarlögmanni, árið 1957. Þau hjónin Magnús og Hanna eignuðust 4 börn. Það elsta var stúlka, en hún lifði aðeins skamma stund eftir fæðingu. Hin eru Einar Örn, lögfræðingur, Jóhanna Mar- grét, jarðfræðingur, og Anna Ragna, menntaskólanemi. Hanna missti mann sinn í árslok 1978 eftir harða og langvarandi baráttu við alvarlegan sjúkdóm. Allan þann tíma naut hann ástríkr- ar umhyggju eiginkonu sinnar, sem með óbilandi kjarki stóð við hlið hans til hinstu stundar. Móðir hennar háöldruð, er bjó í sama húsi, andaðist. rúmum þremur mánuðum síðar. Annaðist Hanna hana með einstakri umhyggju í veikindum hennar á meðan fært var. Lét hún ekki móður sína frá sér fara, fyrr en engra annarra kosta var völ. Andaðist móðir henn- ar rúmlega einum sólarhring eftir að hún var lögð inn á sjúkrahús. Hanna sýndi á þessum sorgarstund- um einstætt sálarþrek, sem ekki er öllum gefið. Hlaut hún fyrir það þakklæti og virðingu aðstandenda og þeirra sem til þekktu. Á þriðja áratugnum var hann efstur á Reykjavíkurlista Fram- sóknarmana i þingkosningum, en náði ekki kosningu. Samt var hann ánægður, hann hafði fengið fleiri atkvæði en hann bjóst við. Mikið vann hann bak við tjöldin, ég man hann sitjandi við borðstofuborðið á kvöldin, skrifandi fundargerðir og ræður fyrir aðra. Hann var krítiser- aður og stundum sagði hann: „Æ, æ, nú hefí ég gert vitleysu," en oftar en ekki reyndi hann að bæta fyrir slíkt. Þau hjónin voru gestris- in og heimilið var mannmargt. Oft þurftum við krakkamir að ganga úr rúmi, en þá oftast fyrir aufúsu- gestum eins og t.d. hinum skemmti- lega Kristjáni í Einholti. Mér fínnst vinir hafa haft mikil áhrif á líf foreldra minna og mér finnst ég þakka þeim, þegar ég nefni þá, og vil því nefna fleiri: Kristínu og Hallbjöm Halldórsson, Guðrúnu og Helga Benediktsson, Guðrúnu og Helga Ingvarsson, Sól- veigu og Eystein, Þórarin og hans Tímafólk, Sesselju Tómasdóttur, Sigrúnu Ragnars og Kristínu frá Yztafelli, öll gerðu þau lífið á Ás- vallagötu 52 litríkara. Ég var næstelst fímm bama og elsta dóttirin. Frá því að ég man fékk ég svo oft að fara með pabba, kannski til að létta á hjá mömmu. Hann gekk hratt, venjulega raul- andi, með hattinn í hendinni. En hann var sífellt að láta hann upp svo að hann gæti tekið ofan. Honum fylgdi gleði í mínum augum. í tutt- ugu og sex ár skrifaði hann mér ljóslifandi og skemmtileg bréf, svo mér fannst ég stöðugt fá að fara með. Ég læt eitt fylgja, en hann skrifaði það á 71. afmælisdeginum slnum: Reykjavík, 15. febrúar 1958. Elsku Adda og Henry. Þau eru ekki lengi að líða árin, þegar hér er komið, eða svo orkar tíminn á mig þegar hér er komið. Var með Kjarval í allt gærkvöld. Höfðum ekki sést alllengi, aðeins ræðst við í síma. Var Kjarval hvort tveggja hlýr og skemmtilegur, bók- staflega í sínu besta homi. Ellegar gestrisnin þama á hans yfírfullu vinnustofu. Einhveiju var Kjarval búinn að víkja mér þegar hann kom með sveskjur í sykurvatni, kvaðst eiga stóran poka af sveskjum og hafa þennan hátt á, að láta þær liggja í sykurvatni, en síðan fylgdi mikill trépijónn, sem maður lagði í gegnum hveija sveskju um sig og kom í munn sér. Ekki snerta varirn- ar prjóninn, svo allt er nú með ráði gjört og hygieniskt. En sykurvatnið skuli ég drekka með. Smábita af osti kom hann með og eitthvað var það fleira, sem hann var að víkja mér, sem við sátum og ræddum um heima og geima. Seinast kom hann með kaffí á hitaflösku. Ég kom til Kjarvals rúmlega sex og tilkynnti hann mér þá að hann ætti von á Guðna Þórðarsyni blaðamanni kl. 9 og færi þá með hann niður í Austur- stræti, sína gömlu vinnustofu þar. En hans aðal aðsetur er nú á Njáls- götunni við Barónsstíg. Blöskraði mér hve mikið Kjarval á af myndum I Austurstræti, og er hann auðsjá- anlega farinn að vinna þar aftur — það þýðir að hann er farinn að hafa flóafrið fyrir „afætunum" — rónunum. En hann gefur þeim aldr- ei fé á Njálsgötunni, var skapað aðhald um að venja ekki slíka „bæj- arhrafna" að þeim bæ. Kristján Jónsson, sem á Kiddabúðimar, er stjúpsonur Bjargmundar bróður Kjarvals. Heiðurskonan móðir Kristjáns þolir illa menn undir áhrif- um áfengis, en einmitt slíkir menn áttu einatt góðvild að mæta af hendi Kjarvals. Eins og þið vitið hafa Kristín og Hallbjöm verið árvissir gestir á bænum þennan dag, en nú liggur Kristín lærbrotin á Landakoti og það síðan æðilöngu fyrir jól. Þess vegna tók Mamma sig til og færði henni afmæliskaffíð upp á spítala ásamt hinni kunnu rússnesku pönnuköku. Og svo var Mamma að heiman búin þannig hvað áhöld snertir, að allir sjúklingamir sem annars höfðu heilsu til komust í krásina og jafnvel meiri hluti gest- anna sem þama vom í heimsókn. Kvað Kristín slíka afmælisveislu ekki mundi strax gleymast. Samstarfsfólkið á skrifstofunni sendi hlýlegt skeyti og þakkaði samstarf „sem aldrei bar skugga á“! „Hilda færði afa —“ o.s.frv., o.s.frv. Bréfíð endar: „Fremur má telja aflatregt I flestum verstöðvum, en gæftir bæta þar nokkuð um, þær hafa verið góðar. Þetta em kvöld- fréttir á afmælisdegi. Verið öll blessuð. Guðbr. Magn." Ég hugsa til hans og mömmu með ást og þakklæti. Hallfríður Guðbrands- dóttir Schneider Guðrún L. Þórólfs- dóttir Minning Eftir andlát móður sinnar varð Hanna stjórnarformaður fyrirtæk- isins og fórst það starf vel úr hendi. Hún fór aftur að vinna á skrifstof- unni og vann þar til hinstu stundar. Öll sín störf rækti hún af ósérhlífni og dugnaði. í starfí mínu við fyrir- tækið skapaðist okkar á milli sérstök vinátta, gagnkvæm virðing og traust, sem aldrei bar skugga á. Stend ég í mikilli þakkarskuld við Hönnu fyrir það einstaka traust, sem hún og fjölskylda hennar hafa auðsýnt mér á löngum starfsferli hjá fyrirtækinu. Hefur það orðið mér ómetanlegur styrkur í starfí mínu í þágu þess. Hanna varð fyrir því áfalli að fá blóðtappa árið 1983 og lamaðist. Hún náði ekki fullum bata á lömun- inni, en með þrautseigju og þjálfun náði hún þeim árangri að geta haf- ið aftur störf á skrifstofunni. Hún veiktist aftur í nóvember 1986 og þá af slæmri lungnabólgu en fékk undraverðan bata, sem hún þakkaði sérstaklega góðri umönnun á Landakotsspítala. Það var bjart yfír hjá henni tvo síðustu mánuðina, heilsan fór dagbatnandi og hún settist á skólabekk í janúar 1987 til að læra þýsku í öldungadeild MH. Við urðum samferða heim frá vinnu síðasta daginn sem hún lifði og er ég kvaddi hana var hún hress og ekkert virtist ama að. Ekki datt mér þá í hug, að það væri í síðasta sinn, sem ég sæi hana á lífí. Um nóttina fékk hún heilablæðingu og andaðist um hádegisbilið daginn eftir. Um leið og ég kveð Hönnu, með söknuði, þakka ég henni fyrir sam- verustundimar og bið henni Guðs blessunar á þeirri leið, sem hún hefír nú lagt út á. Bömum hennar og öðrum ástvinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Bjarni R. Jónsson Fædd 17. ágúst 1924 Dáin 8. febrúar 1987 Þegar ég heyrði lát Guðrúnar Lilju vinkonu minnar lét ég hugann reika liðna áratugi og varð nú ljóst hversu stórt skarð var höggvið í vinahópinn. Hún hefur nú lokið starfsdegi sínum blessuðum af fjöl- skyldu hennar og vinum. í huga þeirra er þekktu hana best býr nú bæði söknuður og þakk- læti. Söknuður vegna þess að nú er hún horfín sem vafði þau ástúð og hlýju. Þakklæti fyrir að nú er þrautagöngu hennar lokið. Hún gengur nú inn í kyrrðina, kærleika Guðs. Foreldrar Lilju voru þau hjónin Þórólfur Jónsson og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir, Litlu-Árvík. Lilja var ljögurra ára þegar móð- ir hennar lést, þau voru þá sex systkinin, en Lilju var komið I fóst- ur til skólastjórahjóna á Finnboga- stöðum, þeirra Guðmundar Þ. Guðmundssonar og konu hans Guð- rúnar Sæmundsdóttur. Þar lifði hún sín bemskuár ásamt einni systur, Sæunni Gunnarsdóttur. Fósturfaðir hennar lést þegar Lilja var 14 ára. Þá fluttust þær mæðgur til Akureyrar. Lilja lauk þar gagnfræðaprófi, en fór svo að vinna á ritsímanum þar. Hér koma þáttaskil í lífi Lilju. Þegar hún var 18 ára fluttist hún til Reykjavíkur. Þegar hingað kem- ur fer hún í húsmæðraskóla og lýkur þaðan prófí. Þaðan liggur leiðin á Ritsímann, þar hóf hún starf og tók jafnframt utanskóla og með vinnu Loftskeytaskólann. Henni gekk allt nám mjög vel og hefði kosið, ef aðstæður hefðu leyft, að fara í menntaskóla. En það varð aðeins stór draumur. Árið 1952 gekk Lilja að eiga Hauk Jónsson lögfræðing, mikinn mannkostamann, ættaðan frá Hafrafelli í Skutulsfirði. Hann reyndist henni vel frá upphafí og í gegnum margra áratuga veikindi. Þau eignuðust þtjá syni. Þeir eru Heimir, fæddur 1952, tölvufræð- ingur, giftur og á tvo syni, Ragnar, fæddur 1957, menntaskólakennari og Jón Haukur, fæddur 1959, og er hann að ljúka lögfræðinámi. Hann er giftur og á eina dóttur. Árið 1955 fékk Lilja lömunar- veikina og var eftir það heilsulítil, stundum mjög þungt haldin árum saman. En hún bar veikindi sín vel og útilokaði aldrei vonina um að henni batnaði. Það var gott að vera með henni. Stundirnar voru bara of fáar. Árið 1980 lést Haukur úr krabba- meini. Ég hefi engin orð til að lýsa því áfalli sem fjölskylda verður fyr- ir þegar slíkt gerist. Ég held að þá hafí fyrst reynt á reisn Lilju og fjöl- skyldan staðið þéttar saman. Lilja var róleg þó henni væri mjög brugð- ið. En slétt yfirborð hylur oft lamandi kvíða. Ég kynntist Lilju fyrir um það bil 45 árum. Þá bjuggum við í sama húsi úm margra ára skeið. Við átt- um oft mjög góðar stundir saman og urðum góðar vinkonur sem síðan hefur haldist. Ég kynntist vel mann- kostum hennar, hún var vel gefín, fróð og skemmtileg. Þama í húsinu bjuggu líka tveir bræður hennar, en maðurinn minn og Ólafur bróðir hennar voru góðir vinir. Það var oft glatt á hjalla hjá okkur. Allt dagfar Lilju var skemmti- legt, hún var glöð í viðræðum og hafði margt til mála að leggja bæði um menn og málefni, sem lýsti góðri greind og næmri tilfinningu fyrir þvf sem betur mætti fara. Þá gat hún verið þægilega kímin ef því var að skipta. Nú þegar ég kveð vinkonu mína, Lilju Þórólfsdóttur, vil ég þakka henni ógleymanlegar samveru- stundir. Astvinum hennar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð styrki á sorgarstund. Krístín Guðmundsdóttir Haildóra G. HaUgríms dóttir — Minning Fædd 29. júlí 1914 Dáin 9. febrúar 1987 Fagna þú sál mín. Allt er eitt í Drottni, eilíft og fagurt - dauðinn er sætur blundur. Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni' og þrotni, veit ég, að geymast handar stærri undur, þótt stórtré vor í byljum jarðar brotni, biður vor allra um síðir Edenslundur. J.J. Smári I dag kveðjum við húsmóðurina á Þinghólsbraut 25 í Kópavogi, Halldóru Guðrúnu Hallgrímsdóttur. Hún andaðist á Vífílsstöðum 9. þ.m. eftir margra ára vanheilsu, en nokkurra mánaða Iegu þar. Hall- dóra fæddist á Húsavík og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru Jónína Guðrún Þórðardóttir og Hallgrímur Jónsson. Hún átti einn bróður, Kristján að nafni, sem lést ungur maður. Hún fór sem ung stúlka í at- vinnuleit til Siglufjarðar og þar kynntist hún manni sínum, Stefáni Þorleifssyni hljómlistarmanni. Þau gengu í hjónaband á nýársdag 1940. Mjög fljótlega fluttu þau suð- ur á land til Hafnarfjarðar og þar bjuggu þau í nokkur ár, en um 1950 flytja þau í Kópavog, fyrst á Neðstutröð 2, síðan byggðu þau sér hús á Þinghólsbraut, þar sem þau hafa átt heima síðan. Þau eignuð- ust fjórar dætur sem allar hafa stofnaö sín heimili, bamabörnin eru 10 og langömmubörnin 3. Allur þessi hópur veitti þeim ömmu og afa ómældar ánægjustundir. Hall- dóra var mikil myndarhúsmóðir, það lék allt I hennar höndum, hún saumaði marga fallega flíkina. Við byrjuðum saman í saumaklúbbi fyr- ir um 30 árum og héldum lengi saman, en svo fækkaði fundunum, það var ýmislegt sem kom til, veik- indi og eitt og annað eins og gengur. En mikið var nú oft skemmtilegt þegar við komum sam- an. Gleðin og gáskinn voru í heiðri höfð. Það var oft mikið hlegið og spjallað og ekki má gleyma vinn- unni, því við vorum allar sívinnandi. Það er margs að minnast frá þessum stundum sem voru oft bráð- skemmtilegar. Og ekki má gleyma því þegar við tókum okkur til og söfnuðum í „pung“ og buðum körl- unum okkar út að skemmta sér með okkur. Ekki var Halldóra síst með kátínuna því hún var létt í lund og sá oft spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Hún var laus við að tala um það sem miður fór. Við sendum Stefáni og allri hans fjölskyldu innilegar samúðarkveðj- ur. Saumaklúbburinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.