Morgunblaðið - 18.02.1987, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987
51
MORFÍS-keppnin
magnast enn
■ ér á síðunni hefur áður verið
n sagt frá MORFÍS-keppninni,
en þar keppa framhaldskólarnir {
ræðumennsku og málsnilld.
Síðastliðinn fimmtudag reyndu
lið Framtíðarinnar, í Menntaskólan-
um t Reykjavík, og Fjölbrautaskóla
Suðumesja með sér, og fóru leikar
þattnig að Menntaskólanemar báru
sigur úr býtum. Var lið Framtíðar-
innar með 1377 stig, en Fjöibraut
með 1270, þannig að iiðin skildu
107 stig.
Rætt var um hvort mótefnamæla
skyldi alta landsmenn með tilliti til
alnæmis eður ei. Voru Mennskæl-
ingjar mótefnamælingunni fylgj-
andi, en Fjölbrautaskólanemar ekki.
Ræðumaður kvöldsins var kjör-
inn Illugi Gunnarsson, en hann
hlaut alls 474 stig. Að sögn hans
verður úrslitakeppnin háð hinn 7.
mars, en þá mæta þeir félagar liði
Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Frek-
ari undanúrslit verða ekki, því að
lið Menntaskólans í Hamrahlíð
hætti keppni eftir orðahnippingar í
kjölfar keppni þeirra við Verziunar-
skólanema, en þeir töldu liðstjóra
M.H. hafa beitt bellibrögðum í
keppninni. Var sú krafa gerð að
liðsstjórinn, Helgi Hjörvar, sæti hjá
í næstu umferð, eða keppni skólans
við Verzió endurtekin. Hættu
„M.H.-ingar“ þá frekar keppni en
að sæta því.
Illugi sagðist vona að komast
mætti hjá deilum og uppákomum
sem þessum í framtíðinni. Nú þegar
hefði MORFÍS skilað of miklum
árangri til þess að honum mætti
spilla með þessum hætti.
Þær reglur gilda um bikar þann,
sem í boði er, að vinni lið sama
skóia hann þrjú ár í röð, fái það
hann til eignar. Að lokinni síðustu
keppni færði Fjölbrautaskóli Suður-
nesja Framtíðinni gjöf, en það var
málning, sem nota á til þess að
mála skáp þann, sem Framtíðin
hyggst láta smíða undir bikara sína,
vinni félagið úrslitakeppnina.
'' tr.
Hafi verið mikil fyrirferð á ræðumönnunum, var hún ekki minni á stuðningsmönnum liðanna, sem létu
rækilega í sér heyra milli þess sem liðsmenn létu dæluna ganga í pontu.
■■■■'**' '' éSmjtpgh/SÍÍh fr
1 ^ ‘v*- - ) JslÉIÍfÍlli&
Athugasemd
Vegna viðtals við Birgi Viðar
Halldórsson á þessum stað sl.
laugardag, vill Gunnlaugur
Rögnvaldsson, rallökumaður, að
eftirfarandi komi fram:
„Það var aldrei fastmælum
bundið að ég yrði aðstoðaröku-
maður Birgis í keppni þeirri, sem
hann hugðist taka þátt í í Belgíu.
Rætt hafði verið um að ég yrði
honum innan handar, yrði ég
ekki bundinn annars staðar.
Þessa helgi var ég að keppa í
Austurríki og Tékkó-Slóvakíu
og um það var Birgi fyllilega
kunnugt með nægilegum fyrir-
vara.“
COSPER
— Hefurðu pantað það sem þú vildir?
Eigum flestar gerðir
nýrra Lada-bíla til af-
greiðslu með stuttum
fyrirvara
Opið virka :dága:9j^1:8
laugardaga lD—16
BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR
Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línui
SAFIR
135 PÖS.
STATION