Morgunblaðið - 13.03.1987, Side 2

Morgunblaðið - 13.03.1987, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1987 Vaka vann fulltrúa af vinstrí mönnum VAKA, félagf lýðrœðissinnaðra stúdenta, fékk 868 atkvæði, eða 43,14% greiddra atkvæða í kosningum til stúdentaráðs í gær. Félag vinstri manna fékk 756 atkvæði, eða 37,58%, og Félag umbótasinn- aðra stúdenta fékk 388 atkvæði, eða 19,28%. Á kjörskrá voru 4.427. Alls kusu 2.124, eða 47,98%. f fyrra var kjörsókn mun minni, 37,85%. „Þetta er stórsigur fyrir Vöku,“ sagði Eyjólfur Sveinsson, formaður Vöku, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann sagði þetta mesta fjölda atkvæða, sem félagið hafi nokkurn tíma fengið. í stúdentaráði sitja 30 manns. Kosið er árlega um helming þess Qölda. Vaka fékk sjö fulltrúa kjörna og vann þar með einn mann frá því í fyrra. Félag vinstri manna fékk sex fulltrúa kjöma og tapaði þar með einum manni. Félag umbóta- sinnaðra stúdenta fékk tvo menn í stúdentaráð og heldur því sínum hlut. í háskólaráði sitja íjórir fulltrúar stúdenta og er kosið um tvo árlega. Vaka fékk einn með 41,39% og vinstri menn einn með 38,48%. Fé- lag umbótasinna náði ekki inn manni í Háskólaráð, en fékk 20,13% greiddra atkvæða. „Úrslitin em mikill sigur fyrir Vökumenn og er hér um að ræða mestu fylgisaukningu Vöku milli ára síðan 1938,“ sagði Eyjólfur. „Þennan mikla sigur þökkum við öflugri hagsmunabaráttu í vetur og skynsömum málflutningi. Hann hafa stúdentar greinilega kunnað að meta. Við höfum sett á oddinn það sjónarmið að stúdentar verði að standa sameiginlega að hags- munamálum sínum og láta ekki landsmálapólitík verða til að riðla röðum sínum," sagði Eyjólfur að lokum. Kostið til Stúdentaráðs i gær. Kosningar til Stúdentaráðs í gær: Morgunblaðið/Einar Falur Slökkviliðsmennimir dæla úr Mána GK í Grindavíkurhöfn i gær. Morgunbiaðið/Kr.Ben. Grindavík: Vélbáturinn Máni GK næstum sokkinn Grindavík. VÉLBÁTURINN Máni GK frá Grindavík fékk á sig krappa kviku á djúpsundinu út af Grindavík á leið í róður rétt fyr- ir klukkan 8 i gærmorgun. Rifa kom á bátinn niður við kjöl stjómborðsmegin og flæddi sjór inn í lúkarinn. Skipstjórinn, Jón Elli Guðjónsson, snéri bátnum umsvifalaust til hafnar og náði hryggju. Menn úr slökkviliði Grindavikur vom mættir með kraftmiklar dælur og tókst að bjarga bátnum. Að sögn Jóns Ella skipstjóra munaði mestu um að strákamir voru frammí að fá sér kaffísopa og létu strax vita að sjór flæddi inn í lúkarinn. „Sennilega hefði getað farið illa ef þeir hefðu verið sofandi því báturinn hefði ekki þolað nema 10-15 mínútur í viðbót þar sem sjór var kominn upp að vélaröxli og ekki hafðist undan að dæla þegar við komum að bryggju. í lestinni var sjór orðinn 130 sentimetra hár og þilið á milli lestar og vélarúms gat gefíð sig hvenær sem var,“ sagði Jón Elli og tók Jóhann Hjalta- son 1. vélstjóri undir þessi orð. Siglingin í land tók 15 mínútur og var boðum komið til slökkviliðs Grindavíkur sem mætti með dælubfl á bryggjuna í sömu mund og bátur- inn lagðist að. Tókst á skömmum tíma að afstýra hættuástandi. Þétta á bátinn svo hægt sé að sigla hon- um í slipp til frekari viðgerða. Vélbáturinn Máni GK er um 70 tonna trébátur í ejgu Hraðfrysti- húss Grindavíkur. Á bátnum er sjö manna áhöfn en í þessum róðri vantaði einn. Annar bátur átti einnig í erfið- leikum. Þorsteinn Gíslason GK varð rafmagnslaus þegar komið var að fyrstu trossu svo honum var snúið í land og stýrði skipstjórinn Halldór Þorláksson með handrattinu. - Kr.Ben. Enn hagkvæmast að nota hraunhitann Vestmannaeyjum. NEFND sérfræðinga sem iðn- aðarráðherra skipaði til þess að kanna leiðir til orkuöflunar til húshitunar í Vestmannaeyj- um hefur komist að þeirri niðurstöðu, að enn um sinn sé hagkvæmast að byggja á hraunhitanum. Það er álit nefndarinnar að breyta verði um aðferð við vinnslu hans vegna þeirrar kólnunar sem orðið hefur á hrauninu undan- farin ár. Telur nefndin líklegt að dæla megi heitu vatni af botni hraunsins á um 100 metra dýpi í allmörg ár. Eftir að hafa kannað marga möguleika til orkuöflunar taldi nefndin að nýting á heitu vatni og sjó úr hrauninu yrði langhag- kvæmasti kosturinn næstu árin. Telur nefndin áríðandi að sann- prófa þá leið sem fyrst með því að bora þijár holur í gegnum hraunið og dæla úr þeim vatni í nokkum tíma. Leggur nefndin til að gerðar verði tilraunaboranir og tilheyrandi prófanir. Áætlaður kostnaður við við slíka könnun er um 4 milljónir króna. Nefnd þessi var skipuð í nóvem- berlok 1986 og í henni áttu sæti Guðmundur Pálmason formaður, Eiríkur Bogason, Sigmund Jó- hannsson, Sveinbjöm Bjömsson, Wilhelm V. Steindórsson og Öm Helgason. Nefndin skoðaði flestar þær leiðir til orkuöflunar sem eru tæknilega á því stigi að treysta megi á öryggi þeirra til húshitun- ar. Má þar nefna áframhaldandi nýtingu hraunhitans með gufu- vinnslu eða heitu vatni úr bor- holum, rafhitun í rafskautakatli, brennslu svartolíu og dieselolíu, brennslu kola, sorpbrennslu og nýtingu vindorku. Kannaðir voru möguleikar á flutningi á heitu vatni úr landi. Sú leið sem nefndinni sýndist álitlegust er að nýta hraunhitann áfram með breyttri vinnsluaðferð svo lengi sem hagkvæmt reynist. Orkuþörf til húshitunar í Vest- mannaeyjum er alls um 60 gWh/ári, þar af er grunnorka um 30 gWh/ári. Þegar hraunhitinn dvínar telur nefndin að bæta megi hann upp með rafskautakatli, kolakatli, varmadælum eða nýt- ingu varma frá sorpbrennslustöð. - hkj. Gagntilboð HÍKí gær Samninganefndir Hins íslenska kennarafélags og ríkisins funduðu í tæpa tvo tima í gær og lögðu kennarar Byggingarmenn og vinnu- veitendur: Ekkert sam- komulag í sjónmáli „EKKI er útlit fyrir að samkomu- lag sé í sjónmáli í deilu bygging- armanna og viðsenyenda þeirra að svo stöddu,“ sagði Guðlaugur Þorvaldsson, rikissáttasenýari, i samtali við Morgunblaðið seint í gærkvöldi. Fundur deiluaðila hófst kl. 17.00 í gær og stóð enn er Morgunblaðið fór í prentun. Guðlaugur vildi ekki tjá sig um ágreiningsatriði þar sem aðilar ákváðu í gær að loka algjör- lega að sér og ræða ekki við fjölmiðla. Hann sagði þó að það væri ekki bara eitt ágreiningsat- riði, heldur allt sem bæri í milli. þar fram gagntilboð, en þeir voru óánægðir með tilboð ríkisins í fyrradag. í gærkvöldi funduðu síðan undimefndir beggja aðila, þeir Kristján Thorlacius formaður HÍK og Heimir Pálsson vara- formaður og þeir Indriði H. Þorláksson formaður samninga- nefndar ríkisins og Sigurður Helgason frá menntamálaráðu- neytinu. Þóra Kristín Jónsdóttir, sem sæti á í samninganefnd HÍK, sagðist í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi ekki vilja tjá sig um efnisatriði gagntilboðs- ins, en í því væri farið fram á verulegar kauptaxtahækkanir enda væm launahækkanir aðal- atriðið í samningunum nú. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur HÍK gert kröfu um 45.000 króna lágmarkslaun. „Persónulega er ég mjög svartsýn á samkomulag fýrir boðað kennaraverkfall, 16. mars. Ég tel þurfa meiriháttar kraftaverk ef viðunandi samn- ingar eiga að nást fyrir þann tíma og ef stjómmálamenn halda að það sé nóg að hækka okkur um einn til tvo launa- flokka, þá er það mikill misskiln- ingur," sagði Þóra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.