Morgunblaðið - 13.03.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.03.1987, Blaðsíða 42
5 42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1987 Jónas E. Jónas- son — Minning Fæddur 2. október 1962 Dáinn 1. mars 1987 Við urðum harmi slegin er við fengum þá sorgarfregn að kvöldi 1. mars að vinur okkar, Jónas, hefði látist af slysförum fyrr um daginn. Jónas fæddist í Vestmannaeyjum þann 2. október 1962, sonur hjón- anna Úrsulu Guðmundsdóttur og Jónasar Guðmundssonar. Ólst hann upp ásamt eldri systkinum sínum á Illugagötu 11 þar í bæ. í gosinu fluttust þau upp á land og bjó hann í foreldrahúsum þar til hann kynnt- ist eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Jóhannesdóttur, árið 1981. Ingunni dóttur Rúnu gekk hann í föðurstað, Ingunn var þá á öðru ári. Ári síðar eignast þau aðra dóttur, Úrsulu Lindu, og reyndist hann þeim einstakur faðir. 12. maí 1984 giftust þau Jónas og Rúna. Tengdaforeldrar Jónasar voru Ing- unn Ingvarsdóttir og Jóhann Þórarinsson og reyndust þau þeim Jónasi og Rúnu ávallt vel og var hann þeim sem sonur. Jónas var góður drengur og við minnumst þess hve gott var að koma á heimili þeirra í Köldukinn 29, og voru móttökur ætíð hlýjar og var oft glatt á hjalla. Jónas var ávallt hress og kátur og gaman að vera í návist hans. Hann var tryggur vinur og alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd og sýna góðvild á ýmsan hátt. Svo nú er höggvið stórt skarð í vinahóp okkar. Samband Jónasar og Rúnu var mjög náið og gott og fjölskyldulíf til fyrirmyndar. í dag kveðrjum við góðan vin og vottum foreldrum hans, tengdafor- eldrum, systkinum og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Elsku Rúna okkar, Ingunn og Úrsúla Linda, við biðjum góðan guð að styrkja ykkur og blessa í ykkar miklu sorg. Minningin um góðan vin mun ávallt lifa. Agla og Gunni, Ágústa og Jónas, Líney og Arnar, Vala og Halii, Guðrún og Jói. Kveðja frá frændsystkinum „Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sji Hann mun láta réttlæti þitt renna upp sem ljós og rétt þinn sem hábjartan dag.“ (Davíðss. 37 vers. 5-6) í dag verður lagður til hinstu hvflu elskulegur frændi okkar og föðurbróðir, Jónas Ewald. Við systkinin urðum harmi slegin er okkur var sagt að elsku frændi væri dáinn. Við minnumst Jónasar með trega í hjarta, og tilhugsunin um að fá aldrei að sjá elsku frænda oftar er óbærileg. Jónas geislaði af lífsgleði og var alltaf tilbúinn að gantast við okkur systkinin er hann kom heim til okkar. Við systkinin geymum í hjörtum okkar minning- una um þær stundir er hann kom heim með pabba í hádegismat, og hann hljóp með okkur út í fótbolta og aðra boltaleiki. Blessuð sé minning hans. Við vottum elsku Rúnu og frænk- um okkar Ingunni og Úrsúlu Lindu okkar dýpstu samúð og biðjum góð- an Guð að styrkja þau í sorg sinni. Megi góður Guð styrkja afa og ömmu og alla þá er eiga um sárt að binda í sorgum sínum. Guðmar, Karen og Ómar í dag, þegar birta vorsins er framundan, kveðjum við Jónas Jón- asson sem iést í hörmulegu um- ferðarslysi aðeins 24 ára gamall. Okkar fyrstu kynni af Jónasi voru í gegnum frænku okkar, Guðrúnu, sem nú sér á bak eiginmanni sínum eftir aðeins fjögurra ára hjónaband. Þegar Guðrún og Jónas kynntust átti Guðrún eina dóttur, Ingunni, sem þá var á fyrsta ári og gekk Jónas henni í föðurstað. Þau eign- uðust síðan eina dóttur, Úrsúlu Lindu, og var aðdáunarvert að fylgjast með hve vel Jónas rækti föðurskyldur sínar. Guðrún og Jónas hófu búskap á heimili foreldra hennar og var sam- band hans við tengdaforeldra sína strax mjög kært og það breyttist ekki er Guðrún og Jónas fluttu, ásamt dætrum, í eigin íbúð. Með hlýlegri framkomu sinni ávann Jónas sér traust og virðingu okkar allra í fjölskyldunni frá fyrstu kynnum. Orð duga skammt á slíkri sorgar- stundu en við biðjum guð að gefa Guðrúnu ogdætrunum styrk, einnig foreldrum, tengdaforeldrum og öðr- um aðstandendum. Guð blessi ykkur öll. Far þú í friði, friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem. Aldís, Björn, Helga, Bjarni, Eygló og Elísa. „Ég er á langferð um lífsins haf og löngum breytinga kenni. Mér stefiiu frelsarinn góður gaf. Ég glaður fer eftir henni. Mig ber að dýrðlegum ljósum löndum, þar lífsins tré gróa á fógrum ströndum við sumaryl og sólardýrð." H.T. Mig setti hljóða þegar Helena tengdadóttir mín hringdi snemma morguns þann 2. mars og sagði: Jónas bróðir er dáinn! Ég sat lengi hljóð og gegnum huga minn streymdu minningamar um kynni mín af þessum góða og ljúfa dreng. Hann var ekki hár í loftinu, aðeins 9 ára, þegar hann kom í heimsókn vestur á Snæfells- nes til mín með systur sinni og systurdóttur, Sonju, sem þá var aðeins tveggja ára, en á milli þeirra var gott og kært samband. Þó margir væru í heimili og húsakynni ekki stór og hann kæmi úr allt öðru umhverfi féll hann strax inn í okkar hóp og var eins og einn af mínum bömum. Segi ég þetta hér því það lýsir svo vel hvemig hann var af guði gerður. Og alltaf síðan var eins og við ættum dálítið hvort í öðru og vænt þótti mér um þegar hann lét skíra litlu dóttur sína, þá fékk ég að eiga hlutdeild í gleði Fædd 26. september 1912 Dáin 5. mars 1987 í dag verður til moldar borin frá Akraneskirkju Ingibjörg Jónasdótt- ir, en hún andaðist að morgni 5. mars á Vífílsstaðaspítala. Ingibjörg, eða Lilla eins og hún var vanalega nefnd í daglegu tali, var fædd og uppalin hér á Akranesi. Foreldrar hennar vom hjónin Jónas Sigur- geirsson, sem látinn er fyrir mörgum árum, og Helga Þórðar- dóttir, sem lifír dóttur sína og er á tíræðisaldri. Hún er nú á öldrunar- deild Sjúkrahúss Akraness. Jónas og Helga bjuggu hér á Akranesi í húsi sem nefnt var Vina- minni og voru þau ætíð kennd við það hús eins og algengt var áður en skipulagðar götur komu hér. Það er búið að rífa þetta hús fyrir nokk- uð mörgum ámm, en í staðinn er búið að byggja þar veglegt safnað- arheimili, sem ber nafnið Vina- minni. þeirra og lýsir þetta betur en mörg orð hlýju hans í minn garð. Elsku Rúna og litlu dætumar og aliir aðrir ástvinir, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Vin minn kveð ég í þeirri fullvissu að honum sé ætlað stærra hlutverk hinum megin á ströndinni. „Lát akker falla! Ég er í höfn. Ég er með frelsara mínum. Far vel, þú æðandi, dimma diöfn, vor drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akker í Ægi falla, ég alla vinina heyri kalla, semfyrirurðuhingaðheim. H.T. Guðrún Danelíusdóttir í dag kveðjum við hinstu kveðju ástkæran bróður og mág. Hvert okkar hefði gmnað það er við vökn- uðum að morgni sunnudags 1. mars að okkur ætti eftir að berast sú hörmulega fregn síðla dags, að bróðir okkar og mágur hefði látist í bflslysi. Það var ekki svartsýnis- maður á ferð þar sem Jónas fór, lífsgleðin ljómaði af honum og til- hlökkunin var mikil að fara í fyrstu alvömferðina á nýja bflnum á sunnudaginn. Guðsvegir em órann- sakanlegir og sannarlega vitum við ekki hvenær okkar tími er kominn. Jónas fæddist í Vestmannaeyj- um, sonur hjónanna Ursulu og Jónasar Guðmundssonar húsa- smíðameistara. Hann gekk æsku- spor sín í Eyjum ásamt góðum hópi leikfélaga á Illugagötunni og eigum við systkinin ljúfar minningar frá þeim tíma, er við geymum í hjörtum okkar. í gosinu fluttist Jónas ásamt fyölskyldu sinni til Reykjavíkur. Fyrstu mánuðina dvaldist hann hjá Skúla og Þóm Björgu í Hraun- bænum í félagsskap bræðranna Gúdda og Gumma þar sem þeir stunduðu nám saman. Fyrstu árin í borginni vom ungum dreng erfið þar sem flutningar milli dvalarstaða vom tíðir, þar til foreldrar okkar byggðu hús við Holtsbúð í Garðabæ. Hann dvaldist í foreldrahúsum þar til hann kynntist ástkærri eiginkonu sinni, Guðrúnu Jóhannsdóttur, en hún er dóttir sæmdarhjónanna Jó- hanns Þórarinssonar og Ingunnar Ingvarsdóttur. En á heimili þeirra dvöldust Jónas og Rúna fyrst um sinn þar til þau stofnuðu sitt fallega og hlýlega heimili í Köldukinn 29 í Hafnarfirði. Þau giftu sig 12. maí 1984, og áttu eina dóttur saman, Úrsúlu Lindu, en Guðrún átti fyrir dótturina Ingunni, sem Jónas gekk í föðurstað. Hans fyrstu störf vom til sjós með Halldóri mági sínum og um tíma starfaði hann hjá Richardi bróður sínum við þjónsstörf, þar til hann hóf nám í húsasmíði undir handleiðslu föðurins, en við þá iðn Þau Jónas og Helga eignuðust fjórar dætur og var Lilla þeirra elst. Hún giftist Sveini Guðmundssyni frá Kúlu f Innri-Akraneshreppi, en hann lést 6. maí 1982. Næst kom Viktoría, sem gift var Hallgrími Hanssyni húsasmíðameistara og vom þau búsett í Reykjavík, en hún er látin fyrir mörgum ámm. Þriðja dóttirin hét Aðalheiður, sem lést bam að aldri. Yngst er Rannveig, hún er gift Vilhjálmi Vilmundarsyni yfírtollþjóni og em þau búsett í Reykjavík. Við hjónin kynntumst fyrst þeim heiðurshjónum Lillu og Svenna, eins og hann var kallaður í daglegu tali, um 1947 og var það okkur mikil gæfa. Þau bjuggu þá á Skagabraut 7, en það hús hafði Svenni byggt af miklum dugnaði en af litlum efn- um á kreppuárunum fyrir seinni heimsstyijöldina. Þessi kynni leiddu til þess að 1955 'hófum við bygg- ingu á parhúsi í Stekkjarholti 6, þar sem við bjuggum saman. í 23 starfaði hann eftir það með Ómari bróður sínum og góðum félögum, Áma og Gulla, í Súðarvogi. Við geymum minninguna um góðan og hjartahlýjan dreng í hjörtum vomm. Blessuð sé minning hans. Elsku Rúna, Ursúla Linda og Ingunn, megi algóður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. „Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyriryður mun upp lokið verða. Því að hver sá sem öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upplokið verða. (Matt. 7.7—8) Helena, Halldór, Ómar, Kristin, Richard Elskulegur frændi og móður- bróðir var skyndilega tekinn frá okkur. Hann lést af slysförum sunnudaginn 1. mars 1987. Jónas var sonur Ursulu og Jónas- ar Guðmundssonar byggingameist- ara í Vestmannaeyjum, þar sem afí okkar átti sitt eigið fyrirtæki. Amma okkar er af þýskum ættum. Jónas ólst upp í Vestmannaeyjum til 10 ára aldurs. Þá kom gos í Vestmannaeyjum og fluttumst við þá öll upp á fastalandið. Það var mikil raun fyrir ungan dreng, því að æskuvina og leikfélaga saknaði hann mikið og samheldni barna við Illugagötu var einstæð. Fótbolti átti hug hans allan. Meðan afí og amma voru að byggja sér nýtt heimili í Garðabæ fluttist Jónas Ewald heim til okkar í Holtsbúð 12 í Garðabæ, og í sömu götu byggðu afí og amma sér hús. Við ólumst upp sem systkin og fað- ir okkar kallaði hann alltaf fóstur- son sinn. Oft var hann stoð og ár án þess að nokkum tíma félli skuggi á. Við unnum öll fyögur að byggingu á húsinu því peningar voru af skomum skammti og byggðist það því fyrst og fremst á vinnuframlagi okkar allra. Þó höfðu þau LiIIa og Svenni dálítið forskot fram yfír okkur því þau áttu húsið sitt til að selja þótt það væm ekki stórir fjármunir, en þó var það svo að ekki kom annað til mála af þeirra hendi en að við fylgdumst að og þegar við fluttum inn í september 1956 vom íbúðimar á nákvæmlega sama byggingarstigi, þannig vildu þau hafa það. Lilla og Svenni höfðu mjög gam- an af að ferðast um landið og fómm við mjög margar skemmtilegar ferðir saman eftir að við höfðum eignast bfla. Við eignuðumst svo- lítinn bústað ásamt þriðja aðila við Vesturhópsvatn og voram þar einn- ig með bát og veitti það okkur mikla ánægju að fara þangað og renna fyrir silung, enda ótaldar þær ferð- ir sem við fómm þangað okkur öllum til mikillar skemmtunar og gleði. Það var mikill og sár missir fyrir Lillu þegar hún missti eiginmann sinn 1982 og varð hún aldrei söm aftur þótt hún léti ekki á því bera, hún var ekki gefín fyrir að bera tilfinningar sínar á torg. Lilla hafði yndi af að ferðast allt sitt líf. Hún var skáti á unga aldri, enda mat Minning: Ingibjörg Jónas- dóttir Akranesi stytta móður okkar, því pabbi er alltaf í siglingum. Hér í Garðabæ gekk Jónas í Gagnfræðaskólann, síðan í Iðnskól- ann í Hafnarfirði. Húsasmíði lærði Jónas hjá föður sínum og byijaði fyrst að vinna með afa I Iðnaðar- banka íslands og síðan með Ómari bróður sínum, sem einnig lærði húsasmíði, hjá afa. Er þetta mikill missir fyrir Ómar, því bræðumir vom mjög samiýndir. Þeir áttu sér sameiginlegan góðan vin, Áma Guðjónsson frá Vestmannaeyjum, og er hann mikill fy'ölskylduvinur. Á verkstæði Áma við Súðarvog var oft glatt á hjalla og unnið mikið. Jónas frændi var ljúfur og góður drengur og augasteinn ömmu, því hann var yngstur hennar bama. Jónas frændi fór á unglingsámm með föður okkar, Halldóri Almars- syni, til sjós. Var faðir okkar þá skipstjóri á ms. Vesturlandi og tók frænda með sem háseta. Jónas hafði hug á að sjá sig um í heimin- um og var þetta kærkomið tæki- færi. Larigar og skemmtilegar ferðir fómm við öll saman. Mamma var þá líka með. Stundum var ferð- inni heitið til Þýskalands, og komum við þá til Lubeck til langafa og langömmu. Elsku Rúna, Úrsúla Linda, Ing- unn, afi og amma og allir aðstand- endur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur. Guð geymi elsku frænda. Sonja Margrét og Anna Lena í dag er kvaddur Jónas Jónasson sem um nokkurra ára skeið hefur starfað fyrir Iðnaðarbankann við ýmiss konar trésmíðavinnu. Sér- staklega er okkur minnisstæð framganga hans öll við breytingar og viðbyggingu í bankanum á sl. hausti. Hann tók í arf dugnað foreldra sinna og reyndist hlýr og verklaginn samstarfsmaður sem ávallt var reiðubúinn til hjálpar og aðstoðar ef á þurfti að halda. Það er erfitt að sætta sig við að æskumenn skuli kallaðir í þann mund sem þeir eru að ná varan- legri fótfestu í lífínu eftir að hafa stofnað fjölskyldu og eignast hús- næði. En dómi þess sem öllu ræður verður ekki áfrýjað. Við sem eftir lifum skiljum ekki hvers vegna ung- ur maður er kallaður svo skjótt af þessari jörðu. En vitundin um það, að sá sem öllu ræður hefur kallað hann í faðm sinn veitir huggun. Um leið og við kveðjum Jónas hinsta sinni hugsum við með hlýhug til minninga um hann og sendum konu hans, litlu stúlkunum tveim og öðmm ástvinum bestu kveðjur. Starfsfólk Iðnaðarbankans hún skátahreyfinguna mjög mikils. Á síðastliðnu sumri sagði hún okk- ur, að sig langaði mikið til að fara í kringum landið með ferðahópi sem hún var meðlimur í og fór vanalega eina ferð á sumri, en heilsan var farin að bila svo hún treysti sér varla, en löngunin var mikil og hún fór þessa ferð af veikum mætti og sagði hún okkur eftir á að þetta hefði verið sín draumaferð. Lilla var sérlega myndarleg hús- móðir. Fyrir utan hin svokölluðu hefðbundnu húsmóðurstörf hafði hún mikla ánægju af alls konar handavinnu og saumaði mikið út, til dæmis ýmsar fallegar vegg- myndir fyrir utan ýmiss konar pijónaskap. í einkalífi sínu vom Lilla og Svenni mjög samrýnd og 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.