Morgunblaðið - 13.03.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.03.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1987 Svipmyndir úr borginni/óiafur Ormsson Sunnudagstúr að áliðnum vetri Það voru tæpar sjö vikur til al- þingiskosninga sunnudaginn 8. mars síðastliðinn og í tilefni dagsins fór ég á flakk um borgina, skömmu eftir hádegi, veðrið frábært, sólskin og sæmilega hlýtt og óvenju góð stemmning í borginni. Á Pítunni við Skipholt var örtröð. Heilu fjöl- skyldumar komnar á staðinn. Þeir eldri snæddu pítur eða hamborgara með frönskum kartöflum, sósu og salat, á meðan krakkamir höfðu komið sér fyrir framan við sjón- varpsskerminn og horfðu hugfangin á Stmmpana skemmta á Stöð 2. ■^>au lifðu sig inn í ævintýrin og litu ekki við pítum eða hamborgumm, það var þá helst sleikibijóstsykri eða karamellum. Að lokinni máltíð á Pítunni leit ég inn í myndbanda- leigu kvikmyndahúsanna sem er í næsta húsi. Þar var mörg gersemin í hillum og einnig innan um hroll- vekjur og annað msl. Inn á myndbandaleiguna kom virðuleg frú í ljósum loðfeldi sem kostar varla undir fimmtíu þúsundum króna og var með í hendi stóran plastpoka og hvolfdi úr honum á búðarborðið. Tilsýndar sá ég að hún var að skila af sér vikuskammtinum og það vom svo til eintómar hroll- ■^Kkjur og spennumyndir. Hún gekk um milli rekkanna, valdi nokkrar spennumyndir, leit ekki við gaman- myndum hvað þá hugljúfum ástar- myndum. Kom með fullt fangið að búðarborðinu og viðskiptin gengu hratt fyrir sig og ömgglega og svo gekk hún út af staðnum og yfir í amerískan fólksbíl, opnaði hurðina bílstjóramegin og þá hljóp út úr bílnum lítill loðinn hundur, ljós á litinn, og hún tók hann upp og fleygði honum inn í aftursæti bif- jX-iðarinnar og ók síðan á brott á slíkum hraða að bfllinn hvarf á svip- stundu. Ég gekk út í Nóatún og þaðan áfram urn Lönguhlíðina og þar stóð Gylfi Gíslason, myndlistarmaður, í strætisvagnaskýli og beið greinlega eftir strætisvagni, afslappaður að sjá og ekkert að flýta sér. Ég tók stóran hring, gekk áfram upp í Hlíðar, um Eskihlíðina og þar varð á vegi mínum maður sem ég sagði frá í svipmyndagrein 27. jan- úar síðastliðinn. Hann var þá að bíða eftir lánsloforði frá húsnæðis- málastjóm og nú er það komið. Hann ók þama um á BMW, vestur- þýskum glæsivagni, sem hann hefur átt í ein tvö ár og var að skoða blokkimar við Eskihlíðina, þar sem hann hefur hug á að kaupa. Hann hefur mestan áhuga á íbúð í fjölbýl- ishúsi, efst við Eskihlíðina. Hann opnaði bílrúðuna þegar hann kom auga á mig og af svip hans var greinilegt að það lá vel á honum. — Það er komið lánsloforðið frá húsnæðismálastjóm. Ég á að fá á þriðju milljón og get nú loks flutt úr leiguhúsnæðinu með vorinu. Ég er auðvitað ánægður. Þetta tók ekkert lengri tíma en ég bjóst við. Ég sendi inn umsókn í október síðastliðnum og svarið kom núna í lok febrúar. Ekki skil ég þessa óánægju. Þeir eru að skrifa um það í Helgarpóstinum að kerfið sé hrun- ið. Það er ekki að spyija að því blaði sem finnur að öllu, sagði hann og spurði síðan á hvaða leið ég væri. Ég sagðist vera á göngu í góða verðrinu og væri eiginlega á leið niður í miðborg Reykjavíkur. Kvaðst ætla að skoða sýningu Sig- urðar Eyþórssonar, myndlistar- manns, í Gallerí Gangskör. — Já. Ég skal skutla þér niður í miðborg. Kannski ég líti á sýning- una. Ég keypti einu sinni mynd af Sigurði á sýningu sem hann hélt í Ásmundarsal að mig minnir árið 1984. Ég þáði boðið. Hann ók fyrst fram og til baka um Eskihlíðina og Blönduhlíðina og við þá götu kom hann allt í einu auga á hús sem hann sagði eiginlega vera drauma- húsið en líklega engin íbúð þar til sölu. Allt háttarlag og tal var þann- ig að það var greinilega gaman að lifa og hann sagði konuna svo bjart- sýna, eins og hún hefði verið í erfiðu skapi á meðan beðið var eft- ir lánsloforðinu. Það varð ekkert úr því að hann skoðaði með mér sýningu Sigurðar Eyþórssonar. í Lækjargötunni hitti hann fast- eignasala á hlaupum og stöðvaði hann áður en hann hvarf fyrir hús- hom. Á tali þeirra heyrði ég að fasteignasalinn væri einmitt búinn að finna fyrir hann íbúð við Blöndu- hlíðina, sem hann taldi líklegt að hann hefði áhuga á að skoða. Þeir fóru saman yfír að fasteignasölunni handan við götuna. Á sýningu Sigurðar Eyþórssonar var nokkuð af fólki þegar ég kom þar um miðjan dag. Myndlistarmað- urinn er enn á kunnum slóðum. í Galleríi Gangskör eru tuttugu og fjögur verk og öll unnin í anda hinna gömlu meistara. Þar var eldri kona sem gætir sýningarinnar og hafði orð á því við mig að sér fyndist margt vel gert hjá Sigurði og kvað hún stöðuga og jafna aðsókn frá því að sýningin hófst 28. febrúar síðastliðinn. — Hann á það skilið að það gangi vel hjá honum. Mér sýnist hann bláfátækur og efnilegur er hann. Hann hefur mikla hæfileika, það finnst mér, sagði konan og var greinilega hliðholl ungum myndlist- armanni sem hefur þegar sýnt að hann getur gert góða hluti. Eftir að hafa skoðað sýningu Sigurðar Eyþórssonar gekk ég upp Bókhlöðustíginn og þaðan um Þing- holtsstræti og Spítalastíg og upp Freyjugötu og hitti á homi Freyju- götu og Baldursgötu gamlan vin sem var óvenju bjartsýnn á tilver- una, sem hann er reyndar alltaf, Jóhann Þórhallsson, starfsmann Pósts og síma og fyrrverandi kenn- ara. Hann var með húfu á höfði sem er einna líkust þeim húfum sem hestamenn eru með á meiriháttar hestamannamótum og í loðfóðruð- um kuldajakka. Kannski að koma af hestbaki. Ég spurði hann að vísu ekki um það. Jóhann Þórhallsson er fjölhæfiir maður sem gæti þess vegna tekið upp á því að umgang- ast hesta á fögrum sunnudegi... Brids Arnór Ragnarsson Framhaldsskóla- mótið 1987 Bridssamband íslands gengst fyrir hinu árlega framhaldsskóla- móti í brids, sveitakeppni, helgina 41.-22. mars nk. Spilað verður í igtúni 9 (nýja húsnæðinu, gengið inn að austan) og hefst keppni kl. 12 á hádegi. Framhaldsskólamótið er opið öll- um skólum landsins á framhalds- stigi sama hvaða nafni þeir nefnast. Fyrirkomulag ræðst af þátttöku hveiju sinni en reynt verður að láta sveitimar spila allar v/alla, leyfi þátttakan það. Annars verður spilað eftir Monrad-fyrirkomulagi. Keppn- isstjóri verður Hermann Lárusson. Keppnisgjaldi verður haldið í lág- marki (að venju) og ræðst einnig af þátttöku. Sökum lítils fyrirvara á tilkynningu á mótshaldi verður fi-estur til að tilkynna þátttöku til JÍ 16 á föstudeginum 20. mars. Eftir þann tíma er ekki hægt að bæta við sveitum til keppni. Allar nánari upplýsingar um mótið, auk þess að sjá um skrán- ingu, annast Ólafur Lárusson hjá Bridssambandi íslands í s. 91-689360 Nv. meistarar er sveit Menntask. á Laugarvatni. Opna stórmótið á Akureyri Minnt er á skráningu í Opna stór- mótið á Akureyri sem haldið verður -um aðra helgi, 21.—22. mars. Spila- mennska hefst kl. 10 árdegis á laugardeginum. Spilað er í Félags- borg. Skráningu annast stjóm félagsins nyrðra og Ólafur Lárusson hjá BSÍ, sem mun sjá um keppnis- stjóm mótsins. Verðlaun í mótinu nema yfir 100.000 kr. auk þess sem spilað er um silfurstig. Mótið er opið öllu bridsáhugafólki. Frá Hjónaklúbbnum Að flómm umferðum loknum í sveitakeppninni er staða efstu sveita þannig: Sv. Steinunnar Snorradóttur 80 Sv. Ásthildar Sigurgisladóttur 7 4 Sv. Guðrúnar Reynisdóttur 72 Sv. V algerðar Eiríksdóttur 71 Sv. Sigríðar Ingibergsdóttur 70 Sv. Drafnar Guðmundsdóttur 66 Sv. Ólafar Jónsdóttur 66 Sv. Svövu Ásgeirsdóttur 65 Bridsfélag- Akureyrar Eftir þijár lotur af fjómm í Sjóvá-sveitahraðkeppni félagsins er staða efstu sveita orðin þessi: Sv. Gunnars Berg 720 Sv. S.S. Byggis 714 Sv. Hauks Harðarsonar 703 Sv. Áma Bjamasonar 701 Sv. Sjóvá Akureyri 698 Sv. Stefáns Vilhjálmssonar 674 Sv. Stefáns Sveinbjömssonar 673 Sv. Rögnvalds Ólafssonar 672 Sv. Braga Bergmanns 661 Sjóvá-keppninni lýkur næsta Bridsfélag kvenna þriðjudag en síðan hefst einmenn- ingskeppni félagsins, sem jafnframt er fírmakeppni. Spilað er í Félags- Hin árlega parakeppni Brids- borg. félagsins hófst sl. mánudag með þátttöku 34 para. Spilað er í þrem- ur riðlum. Eftir 1. kvöldið er staða Bridsfélag efstu para þessi: Hafnarfjarðar Lilja Petersen Sl. mánudag, 9.3., var spiluð — Jón Sigurðsson 139 þriðja umferðin í Barómeter- Lovísa Eyþórsdóttir tvímenningi félagsins og er staðan — Garðar Sigurðsson 137 fyrir seinustu umferð eftirfarandi: Nanna Ágústsdóttir Einar Sigurðsson — — Sigurður Ámundason 128 Björgvin Víglundsson 113 Þorgerður Þórarinsdóttir Bjami Jóhannsson — — Ólafur Als 127 Magnús Jóhannsson 97 Guðrún Jörgensen Þórarinn Sófusson - — Þorsteinn Kristjánsson 125 Friðþjófur Einarsson 93 Júlíana ísebam Guðni Þorsteinsson - -— Öm Isebam 124 Halldór Einarsson 91 Árnína Guðlaugsdóttir Hulda Hjálmarsd. — — Bragi Erlendsson 123 Þórarinn Andrewsson 72 Sigríður Pálsdóttir Bjöm Halldórsson - — Óskar Karlsson 118 Hrólfur Hjaltason 70 Gunnþómnn Erlingsdóttir — Jón Stefánsson 116 Sigrún Pétursdóttir — Sveinn Sigurgeirsson 114 Soffía Theodórsdóttir — Eggert Benónýsson 114 Stjómin vill minna á árshátíð Bridsfélags kvenna, sem haldin verður í Skíðaskálanum næsta laug- ardag, 14. mars. Mæting verður á Umferðarmiðstöðinni kl. 11 f.h. á laugardagsmorgni. Félagskonur em hvattar til að mæta á árshátíð- ina. Barómeter-tvímenningnum lýkur nk. mánudag og að honum loknum hefst Butler-tvímenningur sem mun taka þijú til íjögur kvöld, eftir þátt- töku. o INNLETMT Á dagskránni voru fjölbreytt skemmtiatriði m.a. söngur. Miklaholtshreppur: Fólk úr fimm hrepp- um á góufagnað IBUAR Kolbeinstaðahrepps efndu nýlega til góðs mannfagn- aðar. Fólki úr fimm hreppum var boðið til Góufagnaðar í félags- heimilinu Lindártungu. Mikill fjöldi fólks mætti, bæði ungir og aldnir. Á dagskránni vom fjölbreytt heimatilbúin skemmtiatriði, góðar veitingar og menningarblær sem setti sinn svip á þessa ágætu sam- komu. Sá siður er hér að þrír hreppar, Kolbeinstaðahreppur, Eyjahreppur og Miklaholtshreppur, hafa til skiptis séð um að hafa þorrablót eða góufagnað sitt árið hver. Nú féll það í hlut Kolbeinstaðahrepps að sjá um þetta. Hin fjölbreyttu heimatilbúnu skemmtiatriði vom frábær. Söngur, grín og gaman sem kom fólki í gott skap. Bmgðið var upp ýmsum myndum úr lífi líðandi stundar og sett var á svið baðstofulíf frá fyrri tímum. Sýnt var hvemig tóvinna fór fram í lífí alþýðunnar á fyrri hluta þessarar aldar, kveðnar rímur og sitthvað fleira. Mikill og ágætur söngur ásamt góðum kveðskap ort- um af heimamönnum. Síðan var dansað af lífi og lyst við músík frá hljómsveitinni Seðlar frá Borgar- nesi. - Páll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.