Morgunblaðið - 13.03.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.03.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1987 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjömuspekingur. Mig langar til að biðja þig um að útbúa einskonar stjömukort fyrir mig. Ég hef mikinn áhuga á þ.h. málum. Ég er fædd 17.7. ’71 kl. 9.20 (fyrir hádegi) í Reykjavík. Með fyr- irfram þökk.“ Svar: Þú hefur S61 og Venus í Krabba, Tungl og Miðhimin í Nauti, Merkúr í Ljóni, Mars í Vatnsbera og Meyju Rísandi. Tilfinningarík Sól í Krabba táknar að þú sért mikil tilfinningamann- eskja, sért næm á umhverfi þitt og fólk. Þú binst þeim sterkum böndum sem á ann- að borð verða þér kær. Þú þarft því öryggi og varan- leika í iíf þitt. Þessu fylgir að þú ert íhaldssöm og getur átt erfitt með að breyta til. Föst fyrir Tungl í Nauti táknar að þú ert tilfínningalega fost fyrir, róleg og að öllu jöfnu frið- söm. Eigi að síður ertu kraftmikil og þarft töluverða hreyfíngu í líf þitt. íþróttir og útivera eru t.a.m. æskileg fyrir þig. Skapstór Það síðasttalda kemur m.a. til af því að þú ert skapstór og átt til að vera of viðkvæm fyrir sjálfri þér, halda t.d. að aðrir séu að ráðast á þig eða ætli að særa þig. Því er gott fyrir þig að fá útrás fyrir þessa orku, setja hana út í umhverfíð á jákvæðan hátt. ÁkveÖin Merkúr í Ljóni táknar að þú sért stolt og ákveðin i hugs- un. Þú vilt að aðrir virði hugmyndir þínar og taki eftir því sem þú stgir. Þér getur hætt til að halda að þú ein hafir rétt fyrir þér. Segja má að þú eigir til að vera of þijósk í hugsun. Öryggi ogspenna Venus í Krabba táknar að þú vilt öryggi og varanleika í sambönd þín, vilt djúp til- finningaleg sambönd. Úranus á Venus táknar að þú þarft eigi að síður spennu í tilfínningamálin. Þú átt því til að laðast að sérstöku og sjálfstæðu fólki. Hópsamvinna Mars í Vatnsbera táknar að þér fellur vel að vinna með öðrum í hópstarfí. Þér leiðist hins vegar að vinna með sjálfri þér. Högvœr Meyja Rísandi táknar að þú sért frekar hógvær í fram- komu og vilt vera skipulögð og hafa umhverfí þitt í röð og reglu. Meyjarþátturinn gefur þér nákvæmni og tölu- verða sjálfsagnrýni. Það sem þú gerir verður að vera vel gert. Hagsýn Þegar á heildina er litið má segja að þú sért yfirveguð og í góðu eðlistægur jafn- vægi. Þörf fyr.i öryggi er áberandi svo og íhaldssemi. Kort þitt gefur til kynna ró- lyndi en eigi að síður innri kraft. Þú ert skynsöm og jarðbundin, vilt fást við hag- aýt mál og vinna störf sem gefa góða afkomu. Þrátt fyr- ir íhaldssemi og öryggisþörf hefur þú löngun til að ferðast og sjá þig um ( heiminum. Einhver dvöl og búseta er- lendis gæti því t.d. átt vel við þig svo framarlega sem allt er vel skipulagt og ör- GARPUR aeEI/MSKIPI HÖRJO) HElMS TEKST öARPI AE> LEIKA 'A VÉL/MENNINi.. GRETTIR EG ET OF MUOP AF pVl B6 ER PAPUR OG éG ER DAPOJ^ AF |pVi E<3 ÉT OF MlKlp> TOMMI OG JENNI ir y **/ o f ^ ' Y AJ b* —1 i i A o ■/ jt UOSKA FERDINAND SMAFOLK I PREAMEP About THAT LITTLE REP MAIREP 6IRL A6AIN LAST NI6HT... ~l/~ NOL), ILL BE THINKIN6 ABOUT HER ALL PAY, ANP BE PEPKE55EP... I THINK I KNOD HOD YOU FEEL,CHARLIE BKODN.. YOU'P LIKE TO CKY, BUT YOU'RE TOO MACHO.. Mig dreymdi litlu rauð- hærðu stelpuna aftur í nótt... Nú verð ég að hugsa um hana í allan dag og verð leiður____ Ég held ég skilji tilfinning- ar þínar, Kalli Bjarna. Þig langar til að gráta, en þú ert of mikið karlmenni til þess____ xr. Er ÉG karlmenni? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Norður opnar á 15—17 punkta grandi og suður verður sagnhafi í flórum hjörtum eftir að hafa sýnt 5—5 í hálitunum. Hverju viltu spila út frá vestur- hendinni? Norður 4K108 4Á84 ♦ 985 ♦ ÁG97 Þetta vandamál blasti við vesturspilurum í undanúrslita- leikjum HM í sveitakeppni. Á tveimur borðum var útspilið tígull, en hinir spilaramir völdu laufás og lítið tromp. Norður ♦ Á6 ▼ K63 ♦ ÁD64 ♦ K542 Vestur ♦ K108 ♦ Á84 ♦ 985 ♦ ÁG97 Austur ♦ G75 ♦ 72 ♦ KG1032 ♦ 1063 Suður ♦ D9432 ♦ DG1095 ♦ 7 ♦ D8 Tígulútspilið gefur sagnhafa góða möguleika. Báðir drápu upp á ás og fóru í spaða, tóku ás og spiluðu á drottninguna. Vestur fékk á kónginn og hélt áfram tígulsókninni, lítið úr blindum og stungið heima. Næst var spaði trompaður í blindum. Nú er töluverð hætta á að missa vald á spilinu vegna styttingsins í tígli. Því ákvað annar sagnhafinn að spila næst laufi á drottningu. Vestur drap og spilaði síðasta tíglinum sínum. Hann varð að trompa og spila hjarta. Vestur dúkkaði einu sinni, drap svo á hjartaásinn og spilaði þriðja hjartanu??! Hræðileg vöm. Með því að spila laufi — helst gosanum — neyðist sagnhafí til að trompa lauf heim með síðasta hjartanu. Spilið fer þá tvo niður. Reyndar hefði verið betri spilamennska að láta út laufkóng frekar en drottninguna. Þá hefði drottn- ingin verið innkoma heima. Hinn sagnhafinn fór í trompið og vann spilið rólega. En sá sem fékk úr tromp átti aldrei mögu- leika, því vömin náði að af- trompa blindan og fékk því tvo slagi á spaða. Það sama gerðist eftir laufás út, því auðvitað skipti vestur yfir í tromp. SKAK Umsjón Margeir Pétursson í undanrásum sovézka meist- aramótsins í fyrra kom þessi staða upp í skák meistaranna Dautov, sem hafði hvítt og átti leik, og Moskalenko. T—* m 1 m jg iA SBA! m 'wt' m k i w n b a «'1 8!í£s£m: 26. Rxf7! - Hxf7, 27. Ha7 - Be7, 28. Hxf7 og svartur gafst upp, því endataflið eftir 28. — Dxf7, 29. Hxe7 - Dxb3, 30. axb3 er vonlaust. i. ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.