Morgunblaðið - 13.03.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.03.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1987 J ást er ... að njóta straumkastsins saman. TM R*g U.S. Pat. Otl.-all rijhts laserved «1983 Los Angeles Times Syndicate Þetta er svart. Sóttu held- ur hlustunarpípurnar! Með morgunkaffínu Hvaða ég ætla að verða þegar ég er orðin stór? Dæmigert kyntákn! HÖGNI HREKKVÍSI Verndum sérstætt and- rúmsloft Þingholtanna Kona i „latínuhverfinu" skrifar: Mig langar aðeins að íhuga gildi kaupmannsins á hominu. Fyrir þá sem eru bíllausir er verslun hans nærri nauðsyn. Leigubíll í stór- markað étur hagnaðinn, ef einhver er, og hvað er þá eftir annað en fyrirhöfnin? Ekki er það ánægjan, svo ópersónulegar sem þessar stóru vörugeymslur eru. Verslun kaupmannsins á hominu er aftur á móti, að öðmm þræði svona nokkurs konar hverfismið- stöð, þótt ekki sé það formlegt hlutverk hennar. Ég hef búið í þessum gamalgróna hverfí stóran hlusta ævinnar. Mér finnst þessi borgarhluti vera svo sérstakur að þegar maður gengur um strætin, þá fínnst manni þessi gömlu hús næstum hafa sitt per- ónulega svipmót. Sum em dapurleg og þreytt, önnur em komin í spari- fötin og hafa fengið sína andlitslyft- Jón Valur Smárason eigandi Vesturbæjarvídeó hringdi: Brotist var inn í Vesturbæj- arvideó aðfaranótt föstudags og m.a. tekin Panasonic A-2 video- myndavél. Þekkja má vélina á því að plastið utan um linsuna er brot- ið, en nýtt plast er ekki hægt að fá á landinu. Innbrotsþjófamir hafa farið inn um gluggann Hofsvallagötumegin og virðist einhver hafa komið að ingu. Búið er að snyrta garða og blómin kinka glaðlega kolli til veg- farandans. Ég man þá tíð, þegar bakarí var á einu hominu, krambúð á öðm, fískbúð o.s.frv. Bakarí höfum við fengið aftur í nýju húsi, sem fellur vel að umhverfínu, og skemmtilega, litla veitingastaði. Það fór fyrir mér eins og mörgum öðmm að það verkaði á mig sem hnefahögg í andlitið þegar ég heyrði um dóm Hæstaréttar yfír fíkniefna- sölunum um daginn. Það hefur oft heyrst, að á bak- við þessa stóra fíkniefnainnflytjend- ur, standi áhrifamiklir menn, sem geta kippt í rétta spotta þegar mik- ið liggur við, og ósjálfrátt dettur þeim því þeir hafa greinilega þurft að skila hluta af þýfínu eftir og flýja á hlaupum. Ef einhver hefur séð þennan at- burð er hann beðinn um að hafa samband við mig. Einnig er fólk beðið um að hafa samband ef ein- hver er að bjóða til sölu videó- myndavélina. Símamir hjá mér em 28121 og 28277. Nú langar mig að skora á ykkur í hverfínu að sameinast um að vemda og viðhalda þessu sérstæða andrúmslofti Þingholtanna. „Kaup- maðurinn á hominu," er óumdeilan- lega hluti af þessu umhverfí. Látum það því ekki henda að við missum „hverfísmiðstöðina" okkar og versl- um í Þingholti. manni í hug, að eitthvað gæti verið til í þessu, þegar menn, sem em meiri glæpamenn en morðingjar, em á þennan hátt boðnir sem fyrst aftur út í samfélagið til byija sama leikinn aftur. Er ekki eitthvað und- arlegt við æðsta dómsvald okkar þegar haldið er hlífðarskildi yfír kynferðisglæpamönnum og eitur- lyfjasölum. Við eigum mjög duglega lög- gæslumenn sem gera margt gott við erfiðar aðstæður og má merki- legt heita að þeir skuli ekki missa móðinn þegar næstum má segja að efstu þrep dómsvaldsins vinni á móti þeim. En eitt ættu þessir háu herrar að athuga, að þeir eiga böm og bamaböm, sem em í sömu hættu og aðrir og ætli þeir hefðu ekki viljað breita öðmvísi þegar þeir höfðu tækifæri til, ef þeir ættu eft- ir að sjá þessa glæpamenn smápína lífíð úr bömum þeirra? Vonandi kemur það ekki fyrir þá, en því miður kemur það fyrir marga aðra að þurfa að horfa upp á það. Ellilífeyrisþegi Varð einhver vitni að inn- brotinu í Vesturbæjarvídeó? Hnefahögg í andlitið Víkverji skrifar Víkveiji sagði á þriðjudaginn sögu af skorti á þjónustu og kurteisi í fari þeirra, sem almenn- ingur þarf að leita til. Margoft hafa menn bölsótast yfir kerfinu og lýst opinberlega þeim hremmingum, sem þeir lenda í, þegar þeir þurfa á einhverri þjónustu að halda. Og skýrsla, sem gerð var á síðasta ári, um kerfið og starfsmenn þess tók í mörgu undir slíkar lýsingar. Satt að segja gengu niðurstöður hennar út á það, að hrein hugarfarsbreyt- ing yrði að verða hjá þeim, sem í kerfínu starfa, til þess að fólk fái þar þá þjónustu, sem því ber. Frásögn Víkveija á þriðjudaginn fer saman við þessa skýrslu. En Víkveiji hefur líka upplifað annað og er sjálfsagt að geta þess sem gott er, þótt ekki væri annað en undantekningin sem sannar regl- una !. XXX annig vom málavextir, að Víkveiji þurfti að leita til Fast- eignamats ríkisins. Viðskipti Víkveija vom svokölluð makaskipti og mátti því ætla, að bæði Víkveija og þeim, sem hann átti viðskiptin við, dygði eitt eintak samningsins til að fá tilskyldar kvittanir fas- teignamatsins. Lögfræðingur sá, sem útbjó samninginn, fullyrti hins vegar, að gagnvart kerfínu dygðu ekki svo skynsamleg og pappírs- sparandi vinnubrögð. Til þess að fá nú tvær kvittanir skyldu Víkveiji og viðskiptaaðili hans fyrir alla muni trítla með sitt hvort eintakið af sama samningnum. Af eigin reynslu og hafandi lesið framangreinda skýrslu um opinbera þjónustu og starfsmenn hennar átti Víkveiji auðvelt með að trúa þessu. En af einhverri ástæðu, sennilegast þeirri að upplifa eitthvað til þess að skrifa um hér, ákvað Víkveiji að biðja um tvær kvittanir út á eitt samningseintak. Og afgreiðsl- ustúlkan sagði það sjálfsagt mál. Víkveiji taldi sig auðvitað hafa misskilið stúlkuna og vitnaði til lög- fræðingsins í trausti þess að tekið yrði mark á orðum slíks manns á þessum stað. En þessi afgreiðsl- ustúlka var óforbetranleg. Hún bara brosti og útbjó tvær kvittanir eins og hún gerði ekkert annað en afhenda tvær kvittanir út á einn samning. Og rúsínan í pylsuendan- um var svo að skjóta því að Víkveija, að reyndar hefði lögfræð- ingurinn sjálfíir átt að útvega þessar kvittanir en ekki láta Víkvetja og viðskiptavin hans um það. Víkveiji er staðráðinn í því að fara í fasteignamatið eftir svona mánuð og athuga, hvort þessi stúlka heldur vinnu sinni í kerfínu. Þá væri því nú viðbjargandi. XXX En á meðan veltir Víkveiji fyrir sér öðrum hlut úr þessum við- skiptum. Hvemig stendur á því, að svona skipti eru kölluð makaskipti, enda þótt makamir fylgi hreint ekki með? XXX Bjargvætturinn heitir vinsæll sjónvarpsþáttur á Stöð 2. Þetta orð datt Víkveija í hug þegar hann heyrði af framgöngu Alberts Guð- mundssonar s.l. laugardag. Þannig var mál með vexti að tvær franskar konur voru hér á ferðalagi og áttu að halda utan s.l. sunnudagsmorgun. Á laugardaginn uppgötvaðist að önnur þeirra hafði týnt vegabréfínu. Voru nú góð ráð dýr því útilokað er að komast inn í Frakkland án vegabréfs. Konumar sném sér til franska sendiráðsins, sem kvaðst ekki geta hjálpað upp á sakimar þennan dag og bað kon- umar að koma á mánudaginn. Það var útilokað, því konumar voru með apex-flugmiða, sem aðeins gilti þennan tiltekna dag. íslenzkir vinir hinna frönsku kvenna sáu nú aðeins eitt ráð í stöð- unni, að leita til Alberts Guðmunds- sonar iðnaðarráðherra. í Albert náðist klukkan hálf fimm á laugar- daginn og var hann strax tilbúinn að hjálpa konunum. Hann náði sam- bandi við franska sendiherrann, sem aftur kallaði út starfsmenn sína. Á meðan útvegaði Alb^rt ljós- myndara og ók sjálfur með konum- ar á ljósmjmdastofuna. Þaðan var haldið niður í sendiráð og klukkan hálf sjö var allt klappað og klárt. Frönsku konumar áttu ekki orð yfír þessa miklu hjálpsemi, sem þær höfðu orðið aðnjótandi hjá íslenzk- um ráðherra. Hinir íslenzku vinir kvenanna vom mjög afsakandi yfir því að hafa truflað Albert frá Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Albert kvað þetta ekkert mál, hér hefði hans vissulega verið þörf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.