Morgunblaðið - 13.03.1987, Síða 22

Morgunblaðið - 13.03.1987, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1987 Verkfall byggingarmanna: Undanþágur eru ekki veittar nema í neyðartilfellum NOKKRAR undanþágnbeiðnir hafa borist Trésmíðafélagi Reykjavíkur að sögn Gylfa Más Guðjónssonar og öllum verið vísað frá nema tveimur. Gylfi Már sagði í viðtali við Morgunblaðið að ró- legt væri á verkfallsvaktinni og varia hægt að tala um verkfalls- brot þó borið hafi á að nokkurs misskilnings gætti í einstöku tU- fellum. „Við viljum ógjaman að fólk verði fyrir skaða vegna verkfallsins, en höfum stöðvað alla vinnu sem við teljum ekki lífsnauðsynlega. Við veitum ekki undanþágur nema í neyðartilfellum," sagði Gylfí Már, „ en samt höfum við ástæðu til að ætla að verkfallið hafi í för með sér erfíðleika fyrir marga aðila og mætti þar nefna t.d. flugstöðvarbygging- una, nýja útvarpshúsið og Hag- kaupshúsið í Kringlunni." Ríkisspítalamir sóttu um þijár undanþágur og fengu _ eina sam- þykkta að sögn Davíðs Á. Gunnars- sonar, forstjóra Ríkisspítalanna. Sú var vegna smiðs sem smíðar blýmót fyrir sjúklinga sem em í geislameð- ferð á Krabbameinsdeild Landspítal- ans. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, yfirmaður Vamamáladeildar, var spurður hvort líkur væru á að vegna verkfallsins yrði að fresta vígslu flugstöðvarbyggingarinnar á Keflavík sem fyrirhuguð er 14. apríl. Hann sagðist ekkert vilja um það segja á þessu stigi málsins, það yrði að bíða og sjá hvemig málin þróuðust á næstu dögum. Hvað byggingu nýja útvarps- hússins varðar fengust þær upplýs- ingar hjá Herði Vilhjálmssjmi, formannir bygginganefndar nýja útvarpshússins, að verkfall bygging- armanna hefði lítil áhrif hvað varðaði flutning hljóðvarpsins því innréttingum í þeim hluta hússins væri að mestu lokið. „Útsendingu verður ekki hægt að flytja fyrr en viku af maí, vegna seinkunar á hljóð- borðum, svo þetta er ekki svo mjög bagalegt fyrir okkur. Stefht er að því að flytja endanlega starfsemi útvarpsins af Skúlagötu 4 í nýja húsið fyrir miðjan maí. Hins vegar á eftir að ganga að mestu leyti frá innréttingum í þeim hluta hússins sem sjónvarpið flytur í og þar liggja nú allar framkvæmdir niðri, sagði Hörður. Hjá fréttaritara Morgunblaðsins í Grindavík fengust þær upplýsingar að þar hefðu menn ekki lagt niður störf fyrr en verkfallsverðir frá Keflavík komu á staðinn og stöðvuðu vinnu. Á Selfossi liggur öll vinna niðri og beiðnum um undanþágur hefur verið synjað. Þar eins og ann- ars staðar, telja menn að líkur séu á löngu verkfalli ef ekki semst fyrir eða um helgina. Morgunblaðið/Ól.K.M. Undirbúningsnefnd Skógræktarþings, frá vinstri: Sveinbjöm Dagfinnsson, Amór Snorrason, Hulda Valtýsdóttir, Snorri Sigurðsson og Sigurður Blöndal. Skógræktarþing á Hótel Sögn um aðra helgi: Viljum hvelja til stórra átaka í skógræktarmálum - segir Signrður Blöndal skógræktarstj óri „VIÐ höfum reynslu, þekkingu og vissu fyrir því að hér er hægt að rækta skóg, ekki aðeins til yndisauka heldur einnig til nytja og stórkostlegra hagsbóta fyrir land og þjóð. Við viljum því hvetja til stórra átaka í þessum efnum og tilgangurinn með þessu þingi er meðal annars sá að vekja upp umræðu og jafnvel þjóðarvakningu um íslenska skógrækt," sagði Sigurður Blöndal, sógræktarstjóri á fundi með fréttamönnum, þar sem fyrirhugað Skógræktarþing, sem haldið verður á Hótel Sögu laugardaginn 21. mars n.k., var kynnt. Það er Skógræktarfélag íslands og Skógrækt ríkisins sem standa að þinginu, sem er hið fyrsta sem þess- ir aðilar efna til á þessum vettvangi. Ákvörðun um Skógræktarþing var tekin í framhaldi af samþykkt aðal- fundar Skógræktarfélags íslands síðastliðið haust og hefur rúmlega 20 aðilum, félögum, samtökum og stofnunum verið boðið til þáttöku. Hér er um að ræða aðila, sem á ýmsan hátt tengjast íslenskri skóg- rækt, svo sem áhugamannasamtök um endurheimt gróðurlendis, rann- sókna- og menntastofnanir og opinberir aðilar er ráða fjárveiting- um til landgræðslu- og skógræktar- starfa og tekur dagskrá þingsins mið af því. Þingið hefst á laugardagsmórgun með setningarræðu Huldu Valtýs- dóttur formanns Skógræktarfélags íslands, að viðstöddum forseta Is- lands, Vigdísi Finnbogadóttur. Þá mun sænski prófessorinn Morten Bendz fyltja erindi sem hann nefnir „ísland, vanþróað skógræktaland". Morten Bendz hefur undanfarið unn- ið að skipulagi skógræktarmála í ýmsum þróunarlöndum og hefur hann meðal annars oft komið hingað til lands og er því vel kunnugur aðstæðum hér. Því næst mun Sig- urður Blöndal skógræktarstjóri flytja erindi um möguleika og mark- mið skógræktar á Islandi. Að loknu matarhlé gerir Magnús Pétursson hagsýslustjóri grein fyrir hinni þjóðhagslegu hlið skógræktar og neftiist erindi hans „Skógrækt og þjóðarhagur". Þinginu lýkur með ávarpi Matthíasar Jóhannessen rit- stjóra. Á milli erindaflutnings verður skotið inn kvikmynd um sænsku skógræktina, hringborðsumræðu undir stjóm Ama Gunnarssonar rit- stjóra og hljómlistarflutningi. Um kvöldið verður svo kvöldverðarhóf að Hótel Sögu. Þingið er opið öllum sem hafa áhuga á landgræðslu- og skógrækt og er það haldið í fram- haldi af starfsmannafundi skóg- ræktar ríkisins og fulltrúafundi Skógræktarfélags íslands. Aðstandendur þingsins sögðu á fundi með fréttamönnum að áhugi og skilningur á skógrækt hefði greinilega aukist hér á landi á und- anfömum ámm og því væri nú rétti tíminn til að hvetja til stórra átaka í þeim efnum. Þinginu væri meðal annars ætlað að verða upphaf þeirr- ar baráttu með aukinni og opnari umræðu um þessi mál. í kjölfar sam- dráttar í hefðbundnum búgreinum hefðu augu manna opnast enn betur fyrir möguleikum skógræktar hér á landi og þeirri þjóðhagslegu hag- kvæmni sem af henni gæti leitt. „Okkur fínnst blása byr, en þó ekki nægilega mikill til að feykja seðla- búntum upp úr ríkiskassanum til okkar. Það segir sig sjálft að við gemm ekki neina stórkostlega hluti fyrir þær 50 milljónir sem við höfum úr að spila. Með auknu fjármagni gætum við hins vegar gert stórátak, sem myndi skila sér margfalt til baka í framtíðinni. Um þetta og ýmislegt annað varðandi íslenska skógrækt verður fjallað á þinginu". Umboðsmaður Alþingis verður borgurum til varnar - segir Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings Pétur Sigurðsson Þorvaldur Garðar Kristjánsson „Það er hlutverk umboðs- manns Alþingis að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitar- félaga og hann á að gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft,“ sagði Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, forseti sameinaðs þings, en á þriðjudag voru samþykkt lög um umboðsmann Alþingis. Þorvaldur Garðar sagði að um- boðsmaðurinn væri embættismað- ur, sem tæki við kvörtunum á hendur stjómvöldum og stjómsýsl- unarmönnum frá því fólki sem telur að misgert hafí verið við sig. „Um- boðsmaðurinn á að rannsaka þessar kvartanir og kærur. Ef þær reynast á rökum reistar þá gerir hann tillög- ur um á hvem hátt menn skuli fá leiðréttingu sinna mála. Þá hvílir sú skylda á stjómvöldum að taka mál upp að nýju til afgreiðslu og úrskurða í ljósi niðurstöðu rann- sóknar umboðsmannsins. Þannig á umboðsmaðurinn að vera til vamar borgurunum ef þeir yerða fyrir mis- tökum eða vanrækslu stjómvalda." Þovaldur Garðar sagði að þegar umboðsmaðurinn fengi mál til með- ferðar gæti því lokið með tvennum hætti. Annað hvort væri mál látið niður falla ef viðunandi skýring eða leiðrétting fengist hjá stjómvöldum, en ef svo væri ekki gæfí umboðs- maðurinn álit um hvort lög hefðu verið brotin eða gengið gegn góðum stjómsýsluhætti. Kæmist umboðs- maðurinn t.d. að þeirri niðurstöðu að embættismaður hefði brotið af sér í starfí þá gerði hann viðeig- andi yfírvöldum viðvart. „Með þessum hætti er stuðlað að auknu réttaröryggi borgaranna," sagði Þorvaldur Garðar. „Umboðsmann- inum er ætlað að kanna mál með hlutlausum hætti, en ekki að vera málflytjandi almennings gagnvart stjómvöldum. Þess vegna era stjómvöld líklegri til að virða álit hans. Honum ber að gæta sjálf- stæðis gagnvart Alþingi, þótt hann starfí í umboði þess. Auðvitað verð- ur hann þó að fara eftir reglum þeim sem Alþingi setur um störf hans samkvæmt lögunum sem nú hafa verið samþykkt." Lögin um umboðsmann Alþingis taka gildi í bytjun næsta árs. „Þau hafa ekki verið staðfest ennþá, svo ég geri ekki ráð fyrir að umboðs- maðurinn verði kosinn á þeim fáu dögum sem eftir era af þessu þingi. Kosningin fer þó að öllum líkindum fram í byrjun næsta þings, því umboðsmaðurinn verður að hafa nægjanlegan tíma til að undirbúa starf sitt," sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson að lokum. Full þörf á umboðsmanni - segir Pétur Sigurðsson, einn upphafsmanna málsins „ÉG ER mjög ánægður með að íög um umboðsmann Alþingis skuli hafa verið samþykkt, enda er full þörf á,“ sagði Pétur Sig- urðsson, en fyrir fimmtán árum var samþykkt þingsályktunartil- laga frá honum um þetta mál. „Það er skylt að taka það fram að ég hreyfði þessu máli ekki fyrst- ur á þingi, heldur var það Einar heitinn Ágústsson," sagði Pétur. „Hins vegar var tillaga mín sam- þykkt og samkvæmt henni lagði Ólafur Jóhannesson fram stjómar- framvarp um málið. Það gekk hvorki né rak með þetta frumvarp. Ég tók það svo upp síðar, en þá var það heldur ekki samþykkt. Menn mikluðu aðallega fyrir sér kostnaðinn sem fylgir slíku embætti. bEg er því mjög ánægður með að frumvarpið skuli loks hafa verið samþykkt." Pétur sagði að í nágrannalöndun- um væri reynsla af starfí umboðs- manna mjög góð. „Mér sýnist á ýmsu í okkar þjóðfélagi að fólk verði að geta snúið sér til slfks umboðsmanns til að Ieita réttar síns og þá ekki síst gagnvart embættis- mannavaldinu. Auðvitað skiptir miklu hver ræðst til starfans, en við eigum marga hæfa lögmenn sem gætu sinnt þessu með prýði," sagði Pétur Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.