Morgunblaðið - 13.03.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.03.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ1987 íslenskar Brrruður! - því það er stutt úr bökunarofnunum okkar á borðíð tíl þín. Karpov með tvo vinninga í forskot Skák Margeir Pétursson ANATOLY Karpov hefur ör- ugga forystu í einvígi við Andrei Sokolov þar sem teflt er um réttinn til að skora á Gary Kasparov heimsmeistara í sumar. Karpov hefur nú hlotið fjóran og hálfan vinning gegn tveimur og hálfum vinningi So- kolovs, en eftir eru sjö skákir og einvígið því aðeins hálfnað. Sem stendur er því allt útlit fyrir að þeir Karpov og Ka- sparov komi í sumar til með að tefla fjórða heimsmeistaraein- vígi sitt á jafnmörgum árum, en Kasparov hefur lýst því yfir að hann telji nú þegar nóg kom- ið. Einvígi þeirra Karpovs og So- kolovs er mjög óvenjulegt að því leyti að það er fyrsta einvígi tveggja Sovétmanna í heimsmeist- arakeppninni þar sem ailar skák- imar eru tefldar í öðru landi. Einvígið er teflt í Linares á Spáni og hefur þessi útflutningur Sovét- manna á skák fallið í góðan jarðveg hjá spænskum skáká- hugamönnum Það er mikill munur á aldri og reynslu þessara tveggja skák- manna. Karpov er 35 ára gamall og hefur teflt hundruðir skáka í slíkum einvígjum, en Sokolov er aðeins 23 ára. Enn sem komið er ber ekki á öðru en að spádómar langflestra um sigur Karpovs komi til með að rætast. Hann vann aðra og sjöttu skákina með hvítu mönn- unum og á eftir að hafa hvítt í fjórum af sjö síðustu skákunum. Með svörtu hefur Karpov beitt Caro-Kann-vöm og hefur því byij- anaundirbúningur Sokolovs að öllum líkindum komið að litlu haldi, því Karpov hefur örsjaldan áður beitt þeirri byijun. Aðeins í fyrstu skákinni var Karpov í vand- ræðum, en Sokolov missti af öflugum leik, sem hefði tryggt honum hartnær unna stöðu. Síðan þá hefur Karpov tekist að jafna taflið léttilega með svörtu. Þó ekki blási byrlega fyrir So- kolov skyldi þó enginn afskrifa hann. í einvígi hans við Jusupov sl. haust var hann einmitt tveimur vinningum undir þegar aðeins fjór- ar skákir voru eftir. Með dirfsku og heppni tókst honum að vinna þijár skákir í röð og þar með ein- vígið, þó skákskýrendur hafí flestir verið bjnjaðir að velta því fyrir sér hvaða möguleika Jusupov hefði gegn Karpov. Báða sigra sína á Karpov að þakka frábærri endataflstækni. Þrátt fyrir að hann hafí fengið góðar stöður á hvítt hefur honum ekki tekist að snúa á hinn unga andstæðing sinn í miðtafli, það er ekki fyrr en í endatafii að reynslan hefur sagt til sín. Annarri ská- kinni tapaði Sokolov fremur klaufalega, en hápunktur einvígis- ins fram að þessu var sjötta skákin þar sem báðir teflendur náðu að sýna sínar beztu hliðar. Eftir að hafa haft erfíða stöðu í miðtaflinu fómaði Sokolov báðum biskupum sínum, en Karpov náði að verjast með því að láta af hendi hrók. Líklegustu úrslitin voru talin jafn- tefli þegar skákin fór í bið og framan af biðskákinni varðist So- kolov mjög vel. Þar kom þó að í 76. leik varð honum á gróf yfír- sjón, hann tapaði peði ogþá hrundi staðan. Stórkostleg skák, að mörgu leyti dæmigerð fyrir báða teflendur: Anatoli Karpov Hvítt: Karpov Svart: Sokolov Drottningarindversk vörn I. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - b6 4. g3 - Ba6 5. b3 - Bb4+ 6. Bd2 - Be7 7. Rc3 - d5 8. cxd5 — Rxd5 Sokolov er mjög þijóskur í vali sínu á byijunum. Hann hefur í mörg ár haldið tryggð við þetta afbrigði drottningarindversku vamarinnar, þó vitað sé að hvítur nái þægilegri stöðu. 9. Rxd5 - exd5 10. Bg2 - Rd7 II. 0-0 - 0-0 12. Hcl - He8 13. Hel - c5 14. Be3 - Bb7 15. Bh3!? Nýjung Karpovs. Leikurinn knýr svart til að taka á sig stakt peð á d5. Eftir 15. Hc2 hefði ve- rið komin upp sama staðan og í 15. einvígisskák Karpovs og Kasp- arovs árið 1984. 15. - cxd4 16. Bxd4 - Rf6 17. Hc2 - Bb4 18. Hfl - Ba6 19. Rh4 Loksins er breytt út af annarri skákinni. Þar lék Karpov: 19. Bb2 - Bf8 20. Rd4 - Re4 21. Del - Bc5 22. Hdl - Df6 23. Df4 og hvítur fékk heldur þægilegra endatafl. Það er mjög lærdómsríkt að bera saman áætlanir Karpovs í þessum tveimur skákum. í hinni fyrri tefldi hann af varfæmi og kaus að nota riddara sinn til að skorða (blokkera) stakt peð svarts. Nú er riddarinn hins vegar á leið til e3 þar sem hann hefur staka peðið að skotmarki. 19. - Bf8 20. Rf5 - Re4 21. Re3 - Dd6 22. Dcl - Had8 23. Hdl - Dh6 24. Bg2 - Rg5 Það er ekki seinna vænna fyrir svart að fara að leita að mótspili, því Karpov hefur stillt upp góðri stöðu á meðan svarta liðið vinnur ekki vel saman. Það verður að segjast að byijanaval Sokolovs er ekki vel heppnað. 25. Db2 - Rh3+ 26. Kf 1 - Rg5 27. Kgl - Rh3+ 28. Kfl - Rg5 29. h4 Það er mjög skiljanlegt að Karpov taki ekki jafntefli í þessari stöðu þó hann sé yfir í einvíginu. Varla hefur hann þó órað fyrir því hve miklar hættur leynast í stöð- unni. 29. - Re4 Nú hótar svartur 30. — Rxg3+ 31. fxg3 — Hxe3 30. Rg4 - De6 31. Bh3 Vegna hótunarinnar 32. Rf6+ virðist svartur nauðbeygður til Andrei Sokolov frekara undanhalds, en Sokolov lumar á stórkostlegri leið: Með tvöfaldri biskupsfóm tekst honum að ná mótspili: 31. - Ba3!! 32. Dxa3 - Bxe2+! Það er mikilvægt að fóma í réttri röð. Ekki 32. — Rxg3+ 33. Kg2! — De4+ 34. Kxg3 — Dxc2 35. Dcl! em vinningsmöguleikar hvíts meiri en í skákinni. 33. Hxe2 Alls ekki 33. Kxe2?? - Rc3+! 34. Kfl — De4! og hvítur er vam- arlaus. 33. — Rxg3+ 34. Kg2 — Dxe2 35. Dcl - Rh5 36. Kh2! Eftir biskupsfómina hafa báðir fundið beztu leikina. 36. Dg5? — Dxdl 37. Rf6+ - Kh8! gekk nú ekki. 36. - Hd6 37. Dd2 Karpov teflir af öryggi og vill fá fram uppskipti á drottningum. Eftir 37. Hgl?! Hg6 38. Dc7 De4 má svartur vel við una. 37. - Df3 38. Re5! - Df4+ 39. Dxf4 - Rxf4 40. Bd7 - Hd8 41. Bb5 í þessari stöðu fór skákin í bið. Venjulega ættu hrókur og tvö peð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.