Morgunblaðið - 13.03.1987, Side 23

Morgunblaðið - 13.03.1987, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1987 23 Ráðstefna á vegum SVS: ísland, NATO og oryggi a Noregshafi SAMTÖK um vestræna samvinnu og Boston Foreign Affairs Group frá Bandaríkjunum efna til tveggja daga ráðstefnu á Hótel Sögu um Island, NATO og ör- yggi á Noregshafi og lýkur henni í dag Fulltrúar frá 8 löndum, Bandaríkjunum, Bretlandi, Dan- mörku, Hollandi, íslandi, Japan, Noregi og Vestur-Þýskalandi, sitja ráðstefnuna. Hörður Ein- arsson, formaður Samtaka um vestræna samvinnu, setti ráð- stefnuna í gær og Nicholas Ruwe, sendiherra Banda- ríkjanna, flutti ávarp áður en sérfræðingar hófu að ræða dag- skrármálin. Phillip A. Petersen, starfsmaður bandaríska vamarmálaráðuneytis- ins, flutti erindi um ísland í hemaðaráætlunum Sovétríkjanna, Þórður Ægir Óskarsson, stjóm- málafræðingur og blaðamaður á Tímanum, og Peter Volten, prófess- or frá Hollandi, sögðu álit sitt á erindinu og hófu umræður um það. Eftir hádegið í gær höfðu Theod- ore Neely og Wayne Wright starfs- menn bandaríska flotamálaráðu- neytisins, framsögu um hemaðarumsvif Sovétmanna í Nor- egshafi. Gunnar Gunnarsson starfs- maður öryggismálanefndar, Hans Garde, flotaforingi frá Danmörku, og Teiji Nakamura, flotaforingi frá Japan, sögðu álit sitt á erindinu og hófu umræður um það. Fundarstjóri í gær var Geir H. Haarde, aðstoðarmaður fjármála- ráðherra. í dag hefst ráðstefnan á erindi Tönne Huitfeldt, hershöfðinga frá Noregi, um ísland og vamarstefnu NATO. Þeir Guðmundur Einarsson, alþingismaður, og Sven Groenn- ings, stjómmálafræðingur frá Bandaríkjunum, ræða erindið og hefla umræður um það. Eftir hádegi í dag flytur Bjöm Bjamason, aðstoðarritstjóri Morg- unblaðsins, erindi um stefnu Islands í öryggis- og utanríkismálum en Odmund Hammerstad, fyrrum að- stoðarmaður norska vamarmála- ráðherrans, og Eric Einhom, stjómmálafræðingur frá Banda- ríkjunum, ræða erindið og hefja umræður. Umræðustjóri verður Birgir Ísleifur Gunnarsson alþingismaður. Ætlunin er að gefa erindin á ráðstefnunni út í bók. Morgunblaðið/Bjami Frá ráðstefnunni um ísland, NATO og öryggi á Noregshagfi á Hót- el Sögu í gær. Kaffisala Dóm- kirkjukvenna á Hótel Loftleið- um á sunnudag KIRKJUNEFND kvenna Dóm- kirkjunnar verður með sína árlegu kaffisölu á Hótel Loft- leiðum á sunnudaginn kemur, 15. mars. Kaffisalan hefst kl. 15.00 að lokinni messu í Dóm- kirkjunni. í messunni, sem hefst kl. 14.00, prédikar Aðalheiður Bjamfreðs- dóttir formaður starfsmannafé- lagsins Sóknar, Elín Sigurvins- dóttir syngur einsöng og sr. Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Að messu lokinni verður svo haldið suður á Hótel Loftleiðir þar sem kaffisalan verður að venju í Víkingasalnum. Þeim sem ekki verða á einkabílum skal á það bent, að strætisvagnar fara frá kirkjunni strax eftir messu suður eftir og síðan þangað inn að kirkju aftur síðar. Þær kirkjunefndarkonur eru með þessa kaffisölu til ágóða fyr- ir orgelsjóðinn, en söfnuðurinn er nú að gera lokaátak til að greiða nýja pípuorgelið, sem þegar hefur reynst svo vel og skapað aukna möguleika í öllu tónlistarstarfi við kirkjuna. Auk kaffisölunnar verða þær konumar með dálítið „sölu- horn“, þar sem ýmiss konar páskaföndur verður á boðstólum. Reykvíkingar hafa alla tíð kom- ið vel til móts við hið fómfúsa starf kirkjunefndarinnar. Vona ég, að svo verði enn, að við hitt- umst sem flest á Hótel Loftleiðum á sunnudag eftir messu í Dóm- kirkjunni, og njótum þar ágætra veitinga um leið og við styðjum gott málefni. Þórir Stephensen. Jón Stefánsson, „Uppstilling með eplum og flösku' F % K.t . :•'«3 £y • I m a l! 1j Suj Va : -131 ' ,v,-W\wfT í Kaupmannahöf n: Tvö málverk seld á uppboði MÁLVERK eftir Jón Stefáns- son og Jón Þorleifsson voru seld á síðari degi listaverkaupp- boðs hjá Ame Bruun Rasmus- sen í Kaupmannahöfn í gær. Mynd eftir Jón Stefánsson „Uppstilling með eplum og flösku" 62x76 cm að stærð, var metin á 45 ti! 55 þúsund danskar krónur, sem jafngildir 254 til 310 þús. ísl.kr. Myndina keypti fulltrúi Klausturhóla á 36 þús.dkr. eða 203 þús. ísl.kr. Málverk Jóns Þorleifssonar af „íslenskum firði“ 80x96 cm að stærð, var metin á 15 til 20 þús. dkr. í sýningarskrá, sem jafngild- ir 85 til 113 þús. ísl.kr. Myndin var slegin frú Thorap fyrir 22 þús.dkr. eða 124 þús. ísl.kr. BI veitir heiðurs- laun i sjötta sinn BRUNABÓTAFÉLAG íslands veitti heiðurslaun sín í gær fyrir árið 1987 og er það sjötta árið sem slík heiðurslauna- veiting fer fram á vegum félagsins. Fimm heiðurslaun voru veitt sex einstaklingum að þessu sinni, en á fimmta tug umsókna barst, að sögn Inga R. Helgasonar forstjóra BÍ. Jóhannes Þorkelsson, efnafræð- ngur í Reykjavík, hlaut heiðurslaun í tvo mánuði til að kynna sér nýj- ungar á sviði mælitækni og rann- sókna á branasýnum þegar granur leikur á að um íkveikju sé að ræða. Ketill Siguijónsson frá Forsæti í Villingaholtshreppi, hlaut heiðurs- laun í tvo mánuði til að ljúka smíði á tíu radda pípuorgeli, sem hann hefur haft í smíðum og er framsmíð á íslandi. Þær María Kristjáns- dóttir, leikstjóri frá Húsavík, og Þórann S. Þorgrímsdóttir, leik- myndateiknari frá Reykjavík, hlutu saman heiðurslaun í þijá mánuði svo þær gætu unnið að handriti og undirbúið kvikmynd, sem þær kalla „Bama-Amdísi“. Sævar Bjamason, alþjóðlegur skákmewistari frá Reykjavík, hlaut heiðurslaun í tvo mánuði til að auðvelda honum að ná stórmeistaratitli með þátttöku í sterkum alþjóðlegum skákmótum og Ævar Petersen, fuglafræðingur, hlaut þriggja mánaða heiðurslaun svo hann geti lokið athugunum sínum á fuglalífí Breiðafjarðareyja og skrásetningu ömefna eyjanna. Heiðurslaun í einn mánuð nema nú um það bil 60.000 krónum, að sögn Inga. Stjóm BÍ ákvað á fundi sínum í byijun árs 1982 að stofna stöðugildi á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík og að starfslaun þess sem ráðinn er, nefnist heiðurslaun Branabótafélags íslands. Megintii- gangur stöðugildisins er sá að gefa einstaklingum kost á að sinna sér- stökum verkefnum, sem til hags og heilla horfa fyrir íslenskt samfélag, hvort sem það er á sviði listam vísinda, menningar, íþrótta eða at- vinnulífs. Þau verkefni koma aðeins til greina sem kostuð era alfarið af einstaklingum, en ekki félaga- samtökum, að sögn Inga. Hæst heiðurslaun hefur Jón Ás- geirsson tónskáld fengið, en það vora heiðurslaun í sex mánuði er hann samdi óperu um Galdra-Loft. Algengast er þó að veita heiðurs- launin í tvo til íjóra mánuði. í stjóm BÍ eiga sæti þeir Stefán Reykjalín formaður, Guðmundur Oddsson og Friðjón Þórðarson. Varamenn eru þeir Jónas Hallgrí- msson, Andrés Valdimarsson og Björgvin Bjamason. Morgunblaðið/RAX Þeir sem heiðurslaunin fengu sitja í fremri röðinni. Frá vinstri: Ævar Petersen, Jóhannes Þorkelsson, Þórunn S. Þorgrímsdóttir, María Kristjánsdóttir, Sævar Bjarnason og Ketill Sigurjónsson. Aftari röðina skipa stjórnarmenn og aðrir fulltrúar frá BÍ. Frá vinstri: Þórður H. Jónsson, Andrés Valdimarsson, Ingi R. Helgason forstjóri, Stefán Reykjalín, Guðmundur Oddsson, Jónas Hallgrímsson, Holmar Pálsson, Pétur Már Jónsson og Friðjón Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.