Morgunblaðið - 13.03.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.03.1987, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1987 Ferðahátíð í Þórscafé; Tommy Hunt skemmtir í síðasta sinn FERÐASKRIFSTOFAN Saga efnir til ferðahátíðar í veitingahúsinu Þórscafé næstkomandi sunnudags- kvöld. Þar verða meðal annars kynntar ferðir til Costa del Sol, Tyrklands og Túnis, spilað ferðabingó og þar mun bandaríski söngv- arinn og grínistinn Tommy Hunt koma fram á sinni síðustu skemmtun hér á landi í bili, en hann hefur skemmt gestum Þórscafé undanfarna tvo mánuði við góðar undirtektir. Húsið opnar klukkan 19.00 og er gestum sem koma fyrir klukkan 20.00 boðið upp á sérstakan lyst- auka. Auk Tommy Hunt munu grínistinn Ómar Ragnarsson og söngvarinn Ragnar Bjamason skemmta gestum :neð söng og gamanmálum. Guðlaugur Tryggvi Karlsson verður veislustjóri og mun hann jafnframt stjóma ferðabingói þar sem í boði verða sólarlandaferðir til Costa del Sol. Síðan verður stiginn dans fram eftir nóttu við undirleik Santos sextettsins og söngkonunnar Guð- rúnar Gunnarsdóttur. (Fréttatiikynning) Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Jón Finnsson RE hefur verið fengsæll síðan hann hóf veiðar fyrir rúmum mánuði. Aflinn er þegar orðinn um 12.000 lestir Loðna veidd við Heimaey LOÐNUVEIÐIN er nú á svæðinu frá Vest- mannaeyjum að Reykjanesi. Loðnan er mjög nálægt Eyjum og á miðvikudag fékk Bergur VE 350 lestir, 5 mínútna stím frá höfninni. Hrognavinnsla gengur vel og liklega hafa hátt í 3.000 lestir þegar verið frystar, þar af um helmingur í Vestmanna- eyjum. Talið er að hrognavinnsla getið staðið í viku til 10 daga enn. Auk þeirra skipa, sem áður er getið, til- kynntu eftirtalin um afla á miðvikudag: Sighvatur Bjamason VE 550, Guðrún Þor- kelsdóttir SU 500, Magnús NK 400, Bergur VE 250, Huginn VE 570, Beitir NK 1.050, Dagfari ÞH 450, Gígja VE 750 og Jón Finnns- son RE 900. Síðdegis á fimntudag höfðu eftirtalin skip tilkynnt um afla: Víkurberg GK 500, Erling KE 600 og Bjami Ólafsson AK 350 lestir. Utankj örstaða fundur hafinn -ekki eru þó allir listar komnir fram HEIMILT var að hefja atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á miðviku- daginn að sögn Olafs Walters Stefánssonar skrifstofustjóra dómsmálaráðuneytisins. Má reyndar ákveða utankjörstaðafund 8 vikum fyrir kjördag, en að þessu sinni var kjördagur ekki ákveðinn með svo löngum fyrirvara og Ólafur sagði að um síðustu helgi hefði verið búið að senda kjörgögnin út. Það er hjá borgarfógetaembætt- inu í Reykjavík sem kosningin fer fram og hjá sýslumönnum úti á landi. Ólafur sagði að þótt ekki lægi ljóst fyrir að öll framboð væru kom- in fram, þá væri samt sem áður hægt að byija að kjósa, þar sem óhætt væri að nefna stjómmála- samtökin sem maður hygðist kjósa fullu nafni, ef viðkomandi samtök hefðu enn ekki fengið listabókstaf. Nú væri búið að auglýsa þá lista- bókstafí sem voru í kjöri við síðustu kosningar, en nýir hópar ættu sem GENGIS- SKRANING Nr. 49 -12. mars 1987 Kr. Kr. Toll- Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala gengi Doilari 39,300 39,420 39,290 St.pund 62,619 62,810 61,135 Kan.dollari 29,756 29,847 29,478 Dönskkr. 5,6073 5,6244 5,7128 Norsk kr. 5,6251 5,6423 5,6431 Sænsk kr. 6,0709 6,0894 6,0929 Fi.mark 8,6355 8,6618 8,7021 Fr.franki 6,3362 6,3555 6,4675 Belg. franki 1,0181 1,0212 1,0400 Sv.franki 25,1681 25,2450 25,5911 Hoil. evllini 18,6627 18,7197 19,0617 V-þ. mark 21,0724 21,1367 21,5294 Ít.líra 0,02967 0,02976 0,03028 Austurr. sch. 2,9985 3,0077 3,0612 Port. escudo 0,2756 0,2764 0,2783 Sp.peseti 0,3014 0,3024 0,3056 Jap.ven 0,25578 0,25656 0,25613 írsktpund 56,454 56,627 57,422 SDR (Sérst.) 49,5033 49,6546 49,7206 ECU.Evrópum. 43,8627 43,9967 44,5313 fyrst að leggja inn beiðnir fyrir listabókstaf, þannig að þeir sætu við sama borð og þeir gömlu. „Þó er ekki útilokað að kjósa þessa nýju lista utan kjörstaðar," sagði Ólafur, „því í staðinn fyrir að skrifa listabókstaf, þá er heimilt að til- greina á seðlinum nafnið á stjóm- málasamtökunum. “ Ólafur sagði að ef menn kysu stjómmálasamtök sem ekki byðu síðan fram í kjördæmi viðkomandi, þá yrðu atkvæði þeirra dæmd ógild. Utankjörfundaratkvæði í sveitar- stjómarkosningunum í fyrrá voru 12.562, sem jafngilti 9,1% þeirra sem kusu. í alþingiskosningunum 1983 greiddu atkvæði utan kjör- fundar 11.010, sem voru 8,3% Morgunblaðið/RAX Einungis tveir höfðu kosið utan kjörfundar hjá borgarfógeta- embættinu í Reykjavík, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins kom þar við á miðvikudaginn. Hér sýnir Jón Sigurgeirsson, fulltrúi hjá embættinu bók þá sem nöfn þeirra sem kjósa utan kjörfundar eru skráð í. þeirra sem greiddu atkvæði. Ólafur sagði að búast mætti við því að þátttaka yrði eitthvað meiri nú, þar sem fleiri sem búsettir væru erlend- is nú, hefðu kosningarétt, en það væru um 3.500 manns. Námskeið í hugeflisþjálfun ÞRÍDRANGUR stendur fyrir kvöldnámskeiði í hugeflisþjálfun að Hótel Loftleiðum föstudaginn 13. mars nk. Hugeflisþjálfun kennir aðferðir til að auka sköp- unarhæfni, minnisgetu og hæfi- leikann til að finna úrlausn vandamála. A námskeiðinu verða virkjaðir ónotaðir möguleikar einstaklingsins með djúpslökun, sjálfsseíjun og notkun ímyndunaraflsins til að yfír- vinna lífsvenjur eins og reykingar og ofát. Jafnframt verða kenndar aðferðir til að bæta sjálfsímynd, efla sjálfstraust og yfírvinna nei- kvæða sjálfsgagmýni. Hugeflis- þjálfun byggir m.a. á aðferðum búlgarska vísindamannsins dr. Georgi Lozanov. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Garðar Garðarsson. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri Þrídrangs frá upphafí og hefur leið- beint og túlkað á ýmsum námskeið- um um heildræn málefni. Nánari upplýsingar eru veittar að Tryggvagötu 18. (Fréttatilkynning) Seyðisfjörður: Frumsýning’ á gam- anleiknum Síldin kemur og síldin fer Seyðisfirdi. LEIKFÉLAG Seyðisfjarðar hef- ur undanfarnar vikur æft leikrit- ið Síldin kemur og síldin fer eftir systurnar Iðunni og Kristínu Steinsdætur en þær eru báðar fæddar og uppaldar hér á Seyðis- firði. Frumsýning á leikritinu fer fram í félagsheimilinu Herðu- breið í kvöld, 13. mars, og verða báðir höfundar viðstaddir frum- sýninguna. Sunnudaginn 15. mars verða síðan tvær sýningar. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. Um 40 manns hafa tekið þátt í þessari uppfærslu. Leikmynd gerði Ingiríður Harðar- dóttir, Hlín Agnarsdóttir, Oddný Stefánsdóttir og Þóra Guðmunds- dóttir. Síldin kemur og síldin fer er léttur gamanleikur með söngvum sem gerist að mestu leyti á síldar- plani á árunum 1960-1965 og gæti því alveg eins hafa gerst hér á Seyðisfirði. Ekki er fyrirhugað að fara í leik- ferðir um nágrannabyggðarlögin vegna þess hve viðamikil sýningin er, heldur verða sýningar hér næstu helgar. Flugleiðir ætla að bjóða upp á sérstakar leikhúsferðir til, Seyðis- fjarðar í tengslum við sýninguna, einnig verða sætaferðir úr nærliggj- andi byggðarlögum. Hótel Snæfell býður upp á gistingu. — Garðar Rúnar Frá æfingu Leikfélags Seyðisfjarðar á gamanleiknum Síldin kemur og síldin fer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.