Morgunblaðið - 13.03.1987, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.03.1987, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1987 Um Völuspá eftir Þorstein Guðjónsson Um Völuspá hefur það sagt verið að hún sé frægasta kvæði, sem ort hefur verið á Norðurlöndum, fyrr eða síðar. Ræður það af líkindum, að margt hafi verið um hana ritað, sumt af því af snilld og vizku, og er í því sambandi ekki mikið á sig lagt að nefna Völuspárbók Sigurðar Nordals, því að sú tilnefning hefur allra fylgi, og það með réttu. En hinu áttu ég naumast von á, að heyra skemmtilegar og áhugaverð- ar umræður um þetta sama kvæði í sjónvarpi íslenzka ríkisins á árinu 1987. Gísli Sigurðsson bókmennta- fræðingur atti þar kappi við frk. Helgu Kress, á vettvangi þeim sem nefndur er Geisli, og hafði hann í öllum höndum við sér mun eldri og reyndari manneskju og gefur þetta ekki all-litlar vonir um æskuna. Um það, hvort Völuspá sé ort af karlmanni eða kvenmanni, mætti margt færa fram, hvort sem það nægði til úrskurðar eða ekki, enda ætla ég ekki að reyna slíkt hér. En hitt þykist ég vel geta reynt, að sýna fram á, í dálítið sérstöku ljósi, hvers eðlis það er, þegar farið er að tala um völvuna í kvæðinu. Það er alls ekki sjálfgefið, eins og sumir virðast ætla, að þar sem minnzt er á völvu, sé skáldið að tala um sjálft sig. Slíkt nær raunar engri átt. Völvur voru jafnan spá- konur, en hattemi þeirra er vel lýst í frásögninni af Þorbjörgu lítilvölvu í Grænlendingasögu. En allt það sem fannst í mannheimi átti sér hliðstæðu í heimum goða, álfa og undra. Einnig þar vom völvur að starfí, og til þeirra leitað. Má til samanburðar nefna kvæðið Gróu- galdur (Fjölsvinsmál), þar sem enn berar kemur í ljós að leitað er til framliðinnar konu þegar mikið ligg- ur við. Nöfnin Völu-Spá og Gróu- Galdur em hliðstæð og fela það sama í sér. En þar sem kvæðið hefst á orðun- um „Hljóðs bið ek“ og síðan segir í annarri vísu: „Ek man jötna . ..“, þá er það ekki skáldið sjálft, sem á það „ég“, heldur hin látna völva, sem yrkir í gegnum skáldið. Þetta sést betur, þegar þessari „ég-til- fínningu" er fylgt út í gegnum kvæðið. Sú tilfínning verður ýmist Þarna er um að ræða eitt hið allra merkileg- asta einkenni á hinu ó viðj afnanlegasta kvæði. Jafnvel Dante kemst hvergi á þetta stig í Himinhendum sínum (Divina Comedia) og ekki heldur hann Egill okkar Skalla- grímsson, sem er bara að tala um sjálfan sig á okkar jarðnesku og hversdagslegu vísu, þegar hann segir Ek (ég), og er þó út af fyr- ir sig merkilegt, hvern- ig hann segir það. veikari, og þá segir kvæðið „hún“ um völvuna (,,hon“), sbr. „sal sér hon standa" eða „Veit hon Heim- Þorsteinn Guðjónsson dallar, hljóð of fólgið", en þegar sambandið verður sterkara og til- fínningamagnið ákafara, kemur jafnan fram Ek: „Ek sá Baldri. . . örlög fólgin". Eða með öðrum orðum, skáldið, sem segir „hún“ og talar þannig í þriðju persónu um völvuna, er ekki hún sjálf. En þegar Ek kemur fram eru þau bæði orðin að einni per- sónu, lífstarfsíleiðslan komin á mjög hátt stig, og er þar að verki hinn svonefndi furor propheticus; óð- snilld, skáldflug, sem hrífur skáldið með hinni fullkomnari veru, sem innblæs hann (Samanber kvæðið Leiðsla eftir Matthías Jochumsson). Þama er um að ræða eitt hið allra merkilegasta einkenni á hinu óviðjafnanlegasta kvæði. Jafnvel Dante kemst hvergi á þetta stig í Himinhendum sínum (Divina come- dia) og ekki heldur hann Egill okkar Skallagrímsson, sem er bara að tala um sjálfan sig á okkar jarð- nesku og hversdagslegu vísu, þegar hann segir Ek (ég), og er þó út af fyrir sig merkilegt, hvemig hann segir það. Þessu má ekki gleyma, þegar verið er að minnast á Völuspá, og er spumingin um kynferði höfund- arins óháð þessu. Höfundur gæti þess vegna verið hvort sem er, karl- maður eða kona, en það er hin framliðna Völva sem hefur inn- blásið skáldið, sennilega á sam- bandsfundi skömmu fyrir kristni- töku, og þykir mér þar tilgáta Sigurðar Nordals um Haga á Barðaströnd sízt ólíklegri en annað — nema Þingvelli við Oxará mætti einnig nefna. En þó að óvissa sé enn um slíkt landfræðilegt atriði og um höfund- inn er enginn vafí um innbláturinn og eðli hans, og njótum við þar að fræðimanns, sem jafnvel enn lengra komst en Sigurður Nordal í skiln- ingi sínum á eðli manns og lífs, en það var Helgi Pjeturss — eini mað- urinn sem hefur á fullnægjandi hátt borið saman Völuspá okkar og Opinberunarbók Biblíunnar — en þau tvö rit em vissulega hliðstæð. Höfundur erskrifstofumaður í Kópavogi. Máttarstólpar þjóðfélagsins Brandi brugðið Athugasemd frá stjórn Læknafélags íslands vegna greinar Arna Johnsen um lyfjakostnað eftirHelgaK. Hjálmsson Ég var að hlusta á fréttir héma um daginn og hjó þá eftir því að verðlagningarskömmtunarskrif- stofa landbúnaðarins sæti á rökstól- um. Verið væri að fjalla um hækkun á verði landbúnaðarafurða til neyt- enda, til þess að framleiðendur þessara afurða fengju meira í sinn hlut. Ekki skal ég hafa á móti því, að blessaðir bændumir fái meira fyrir sinn snúð, því svo sannarlega er verkamaðurinn verðugur launa sinna. Einhvern veginn fínnst mér þó að það hljóti að vera til önnur leið til þess að ná þessu marki heldur en aðeins að hækka mjólkina og lambaketið. Og til þess að fresta fullri hækkun, eins og það er kall- að, þá á bara að auka niðurgreiðsl- umar pínulítið. Raunar sé ég sáralítinn mun á því hvort þessu sé hellt út í verðlagið umbúðalaust eða farið bakdyramegin í formi nið- urgreiðslna. Raunar hefí ég alla tíð verið þeirrar skoðunar, að niður- greiðslur geri ekkert annað en að viðhalda óhagkvæmum rekstri. Stundum dettur manni jafnvel í hug að þær standi í vegi fyrir fram- þróuninni. En undir því held ég að bændur vilji ekki sitja í raun og veru. Þeir eru framsæknr menn eins og aðrir. Raunar furðar mig á að þeir sjálfír skuli ekki fyrir löngu vera búnir að reka af sér slyðruorð- ið og hafna algjörlega niður- greiðslukerfinu. Er ekki kominn tími til, að bænd- ur taki á sig rögg og slíti sig úr viðjum þeirra verðmyndunar- hlekkja, sem þeir hafa ánetjast. Og stuðli þannig að frjálsri verðmynd- un og framleiði sína vöru á sem hagkvæmastan hátt og geri hana úr garði eins og neytandinn óskar helst að hafa hana? Gera framleiðsl- una gimilegri og freista mín og þín til þess að kaupa þessa vöru. Til- reiða sína framleiðslu þannig að salan aukist, gera hana eftirsóttari í gæðum og verði. Hætta skömmt- unarskrifstofukerfínu, láta markað- inn ráða, og nota þetta sígilda sem heitir framboð og eftirspum. Bændur þurfa að skapa eftir- spum með betri vöru og auka framboðið samkvæmt því. Ekki auka framboðið og hækka verðið eða bjarga fyrir hom með auknum niðurgreiðslum. Ég hefí aldrei getað áttað mig á því, hver tilgangurinn sé með því að framleiða vöm í stómm stíl án þess að hafa markað fyrir hana. Það er skynsamlegra að átta sig á því hver markaðurinn sé og fram- leiða síðan fyrir hann og á því verði, sem hann vill greiða. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að allt í kringum okkur er gildandi lögmál hins fijálsa markaðar. Það er framboð og eftir- spum, sem ákveður það verð sem fæst fyrir þá vöm, sem við emm að bjóða. Þess vegna vöknuðu aðrir mátt- arstólpar þjóðfélagsins upp við vondan draum núna um daginn þegar dugnaðurinn við að veiða stjómlaust kom þeim sjálfum í koll með því að ausa og yfírfylla físk- markaðinn, þannig að verðið hrapaði niður um helming. Og hvað skeður? Forsvarsmenn frelsisins veina upp og hrópa á sölu og mark- aðsstýringu. Ég vil ekki trúa því, að einstakl- ingsfrelsið til athafna í þessu efni sem öðm sé ekki það hagkvæmasta þegar til lengri tíma er litið. Aðeins þarf þeim, sem starfa samkvæmt því, að vera ljóst að þeir era ábyrg- ir gerða sinna í einu og öllu og bera úr býtum eins og til er sáð. Þetta ábyrgðarleysi, sem hér hefur sést, er þeim mun hrikalegra, sem markaðurinn héma heima og erlendis beinlínis hrópar á þetta eftirsótta hráefni. Þess vegna verða þeir skilyrðislaust sjálfir að súpa af þessu seyðið. Miðstýring í þessu efni sem öðm kallar aðeins á and- varaleysi og óhagkvæmni og ríkis- afskipti. Menn verða að aga sig sjálfír samkvæmt lögmálum mark- aðarins án þess að hrópa á hjálp ríkisins þegar verðið hrynur vegna offramboðs. Það gilda sömu markaðslögmál varðandi báða þessa þætti, fískveið- ar og landbúnað, sem báðir em framleiðsla á hráefni til matvæla og jafnframt máttarstólpar þjóð- félags okkar. Ef opinbemm afskipt- um verður hætt og fijáls verðmyndun og markaður og ekki Helgi K. Hjálmsson Ég vil ekki trúa því, að einstakling-sfrelsið til athafna í þessu efni sem öðru sé ekki það hagkvæmasta þegar til lengri tíma er litið. síst íslenskt hugvit og útsjónarsemi einstaklingsins fær að ráða, þá munu þessir máttarstólpar þjóð- félagsins, sem nú standa á brauð- fótum, vegna ofstjómunar, marka sér þann farveg, sem mun efla þá öllum til hagsbóta, neytendum jaftit sem framleiðendum. Höfundur er viðskiptafræðingvr ogforstjóri Tollvörugeymslunnar. Grein þingmannsins er hluti af greinargerð með tillögu hans og þriggja annarra þingmanna til þingsályktunar um afnám þess sem þeir kalla einokunarsölu á lyfjum. Hún er sýnilega rituð meira af kappi en forsjá og óvarlega er farið með tölur og gripið til vafasamra for- sendna, oft rangra. Þingmaðurinn slær því föstu að sökudólgamir í lyfjakostnaðarmálum séu apótekar- ar, jafnvel lyfjafræðingar yfírleitt, sem er ómakleg fullyrðing. Leitt er til þess að vita að jafnónákvæm umfjöllun lyfjakostnaðar skuli leiða til þess að úfar hafa risið milli lyfja- fræðinga og landlæknis. Vonandi hverfa þeir fljótlega. Menn í vígaham, þingmenn sem aðrir, gæta ekki ávallt lags. í grein sinni heggur þingmaðurinn til lækna og gefur til kynna að þeir séu að ýmsu leyti handbendi apó- tekara í lyfjakostnaðarmálum. í greininni segir m.a.: „011 lyQa- fyrirtækin em eins konar ferða- skrifstofur fyrir lækna og aðra sem sinna lyfjadreifíngu." Þetta kann að virðast smellin framsetning við fyrstu sýn en sem fullyrðing er hún að sjlfsögðu röng. Rétt er að ára- tugum saman hafa lyfjaaðilar styrkt ýmsa fræðslustarfsemi með- al lækna og annarra heilbrigðis- starfsmanna. Hefur sú fræðsla náð til velflestra sviða heilbrigðisþjón- ustunnar, alls ekki fremur lyfja- sviðsins en annarra, og að sjálfsögðu verið án skuldbindinga af nokkm tagi. Rétt er einnig að á seinni ámm hafa erlendir framleið- endur lyfja í stöku tilviki styrkt lækna og aðra úr hópi heilbrigðis- stétta til að sækja námsstefnur eða ráðstefnur erlendis, að sjálfsögðu einnig án nokkurra skuldbindinga. Þingmaðurinn lætur að því liggja að í gangi sé nokkurs konar sam- særi apótekara og lækna um að halda uppi notkun dýrra lylja sem að sjálfsögðu er gjörsamlega út í hött. Rétt er hins vegar að yfirleitt hafa læknar ekki vel handbærar aðgengilegar upplýsingar um verð einstakra lyíja á hveijum tíma. Fullyrt er að læknar, sem hafa stofur sínar í húsnæði í eigu apó- teka, skrifí út hátt hlutfall lyíjaávís- ana sem renna síðan til leigusala. Rétt er að margir læknar em með stofur sínar í leiguhúsnæði og það hefur vissulega tíðkast lengur en elstu menn muna að þeir hafa m.a. leigt í grennd apóteka. Hins vegar hefur ekki vitnast um úttekt á því að þeir læknar skrifí hlutfallslega fleiri lyfseðla en aðrir. í greininni má ráða að þingmað- urinn telji samskiptatíðni milli lækna og sjúklinga hérlendis helm- ingi meiri en eðlilegt sé talið, en það séu um fem samskipti á ári að meðaltali. Samskiptatíðni íslend- inga við heimilis- og heilsugæslu- lækna hefur nokkuð verið könnuð og reynist hún vera 4—5 samskipti á ári að meðaltali, ekki fjarri því sem þingmaðurinn telur eðlilegt. Það er samdóma álit lækna að almennan lyíjakostnað beri að lækka, m.a. með því að lækka álagninguna. Lyfjainnflutningur og lyijadreifing innanlands em hins vegar flókin mál og vandmeðfarin. Gerðar em strangar kröfur til lyfja um gæði, birgðir, öryggi og fleiri þætti. Læknar em reiðubúnir að taka þátt í markvissum ráðstöfun- um heilbrigðisyfírvalda til að draga úr lyfjakostnaði, en ekki hafa verið færð rök fyrir því að annað fyrir- komulag á smásölu lyfja en nú tíðkast samkvæmt gildandi laga- ákvæðum dragi úr lyfjakostnaði. Ásakanir einar sér á tiltekna starfshópa heilbrigðisþjónustunnar, hvort heldur er frá þingmönnum eða öðmm, leiða ekki til lausnar vandans. Æskulýðsgnðsþj ónusta í Dj úpavogskirkj u Djúpavojfi. Æskulýðsguðsþjónusta var í Djúpavogskirkju á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar 1. marz. Sóknarpresturinn séra Sigurður Ægisson sá um guðsþjónustuna. Piltur ur sjöunda bekk grunnskól- ans, Halldór Björgvin ívarsson, steig í stólinn og flutti ágæta pre- dikun og börn úr gmnnskólanum sungu undir stjórn Haraldar Braga- sonar tónlistarkennara. Um 150 manns, böm og fullomir, sóttu guðsþjónustuna og var kirkjan yfír- full. Djúpavogskirkja var byggð fyrir aldamót og er alltof lítil við stærri athafnir. Á öskudag afhentu fulltrúar úr Lyonsklúbbi Djúpavogs heilsu- gæslustöðinni á Djúpavogi form- lega tæki til mælinga á þrýstingi í miðeyra. Tækið var reyndar tekið í notkuin í haust og hefur þegar komið í mjög góðar þarfír, að sögn Guðrúnar Kristjánsdóttur heilsu- gæslulæknis. Á öskudag gengu böm úr gmnn- skólanum um þorpið í grímubúning- um og sungu fyrir fólk. Þetta heyrir til nýbreytni í þorpinu. Var þeim vel tekið og víða launaður söngur- inn. Ingimar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.