Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ1987 Horsham- skreiðin seld SAMIÐ hefur verið um sölu á 35.000 pökkum af skreið, sem óseldir voru af 60.000 pakka farmi, sem fór utan i ágústmán- uði síðastliðnum til Lagos í Nígeríu. Þessi útflutningur fór fyrir rétt á sinum tíma en sam- komulag hefur náðst og málið tekið úr réttinum. Bjami V. Magnússon, fram- kvæmdastjóri íslenzku umboðssöl- unnar og útflytjandi skreiðarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að samið hefði verið um málið utan réttar þann 6. marz síðastliðinn og jafnframt um sölu skreiðarinnar. Málið hefði síðan verið tekið úr rétti þann 10. Hann sagðist búast við að skreiðin færi inn á markaðinn í Nýir nemendur árlega í Iþrótta- kennaraskólann Selfossi. SVERRIR Hermannsson menntamálaráðherra tilkynnti við vígslu nýs íþróttahúss á Laugarvatni að nemendur yrðu teknir áriega inn í íþróttaskól- ann og yrði forsvarsmönnum skólans falið að vinna að mál- inu. Nýir nemendur hafa komið annað hvert ár í skólann síðan 1972. Ámi Guðmundsson skólastjóri sagði að hægt væri að byija strax í haust að taka inn nýja nemend- ur eftir fyrirmælum ráðherra. Sig.Jóns. Sjá bls. 60 frásögn af vígslu íþróttahússins á Laugar- vatni. V erzlunarskólinn: þessari viku. Markaðsverð væri því miður lágt, en skreiðin væri seld á gangverði og skilaverð til framleið- enda heima því ekki lakara en hægt væri að ná við þessar aðstæð- ur. Framleiðendur fengju sitt og ætti það að duga fyrir kostnaði við framleiðsluna, þannig að ekki yrði fjárhagslegt tap hjá þeim. Bjami vildi að öðru leyti ekki tjá sig nánar um það í hveiju lausn málsins væri fólgin og hvert verðið fyrir skreiðina væri. Borað í hraunið í Eyjum ÁKVEÐIÐ hefur verið að bora niður í nýja hraunið í Vest- mannaeyjum til að freista þess að afla vatns fyrir hitaveitu Vest- manneyinga og á að veija um fjórum milljónum króna til verksins. Orkuöflunamefnd undir forsæti Guðmundar Pálmasonar jarðeðlis- fræðings lagði til að boraðar yrðu nokkar 100 metra djúpar holur til að ganga úr skugga um hvort þessi orkuöflunarmöguleiki sé raunhæf- ur. Kennarar íhuga tilboð skólanefndar Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðbjartur Örn Einarsson háseti á Hásteini i rúmi sinu í Sjúkrahúsi Suðurlands ásamt foreldrum sínum, Guðrúnu Guðbjartsdóttur og Einari Guðbjartssyni. Eg var hræddur um að þetta væri mitt síðasta — segir Guðbjartur Orn Einarsson sem tók út af línubát frá Stokkseyri Selfossi. „ÉG VAR hræddur um að drag- ast niður með drekanum og að þetta væri mitt siðasta að fara þama niður,“ sagði Guðbjartur Óm Einarsson, 17 ára háseti á Hásteini ÁR 8, en hann féil útbyrðis i línuróðri rétt utan við Stokkseyri um fimmleytið á sunnudag. Guðbjartur stóð aftur á og var í þann mund að kasta línuhönk út fyrir borðstokkinn þegar hann festist í henni og kipptist út fyrir. Hann dróst niður með línunni þar til hann losnaði og var nokkrar mínútur í sjónum. Skipveijar á Hásteini höfðu snör handtök við að ná Guðbjarti um borð áður en honum yrði meint af. „Ég hélt á færinu í hönk og ætlaði að kasta því út fyrir. Þá fór drekinn og ég var með hand- legginn inni í hönkinni og vissi ekki fyrr en ég fór aftur með og skutlaðist út í og á bólakaf. Ein- hvem veginn tókst mér að losna úr færinu og ég synti á móti bátn- um sem bakkaði að mér. Svo var kastað til mín björgunarhring og ég dreginn um borð. Mér fannst þetta allt í lagi eftir að ég losnaði við línuna, það var óþægileg til- finning að vera fastur í henni í kafí. Það kom mér reyndar á óvart hvað mér gekk vel að synda í gallanum eftir að mér skaut upp,“ sagði Guðbjartur um atburðinn. Mjög gott veður var þegar þetta vildi til og sléttur sjór. Bátnum var siglt inn til Stokkseyrar og sjúkrabíll fenginn frá Selfossi sem flutti Guðbjart í Sjúkrahús Suður- lands. Hann er mjög bólginn á vinstri handlegg en varð annars ekki meint af volkinu. Guðbjartur er sonur Einars Guðbjartssonar á Fróða frá Stokkseyri, en Einar kastaði sér í sjóinn við annan mann til bjarg- ar skipsfélaga, sem tók út af bátnum í byijun febrúar. Guð- bjartur byijaði á sjónum haustið 1985 og er þetta önnur vertíðin hans. „Þetta kennir manni að at- huga vel að allt sé í lagi áður en maður byijar að leggja eða gera eitthvað annað," sagði Guðbjartur og kvaðst fara á sjóinn aftur þeg- ar hann hefði náð sér í handleggn- um. Sig. Jóns. Þorskverð lækkar í Hull og Grimsby SKÓLANEFND Verzlunarskóla íslands svaraði í gær gagntilboði kennara við skólann um nýjan kjarasamning og tóku kennarar sér frest til morgundagsins til þess að íhuga tilboðið. Kennarar við Verzlunarskólann eru félagar í Hinu íslenska kennara- félagi, en semja ekki við ríkisvaldið heldur skólanefnd skólans, þar sem Verzlunarskólinn er sjálfseignar- stofnun. Þeir hafa ekki boðað verkfall og var því kennsla í gær við skólann með óbreyttu sniði. Ifyrir skömmu gerði skólanefndin kennurum kauptilboð um mánaðar- laun á bilinu 71-86 þúsund gegn því að ákvæði um kennsluskyldu yrðu felld niður. Kennarar höfnuðu þessu tilboði og settu fram kröfu um óbreytta kennsluskyldu og að launin hækkuðu minna. Þessu svar- aði skólanefndin í gær og hafa kennarar nú svarið til íhugunar, eins og fyrr sagði. VERÐ á ferskum þorski í Hull og Grimsby lækkaði nokkuð i gær frá því, sem var bezt í síðustu viku. Gott verð fékkst þó á mánudag fyrir kola og ýsu. Meðalverð fyrir þorskinn var í síðustu viku 71,68 krónur, en nú á mánudag 55,31. Verðið hefur þvi lækkað um 16 krónur rúmar. Verð á karfa í Þýzkalandi er svipað. Snorri Sturluson RE seldi 211 lestir, mest karfa og ufsa í Bremer- haven á mánudag. Heildarverð var 12 milljónir króna, meðalverð 56,64. Skafti SK selur í Þýzkalandi á miðvikudag og alls verða seldar þar um 200 lestir af gámafiski héð- an í vikunni. Tvö fiskiskip seldu afla sinn í Þýzkalandi í síðustu viku. Ögri fékk að meðaltali 56,81 krónu á kíló og Engey 53,53. Skarðsvík SH selur afla sinn í Englandi í þessari viku, eitt skipa héðan. Hins vegar er talsvert af gámafiski héðan á markaðnum. Á mánudag hafði LÍÚ upplýsingar um sölu 454 lesta í Hull og Grimsby. Heildarverð var 26,5 milljónir króna, meðalverð 58,44. Ifyrirþorsk fékkst að meðaltali 55,31 króna, 76,89 fyrir ýsu, 34,80 fyrir ufsa, 43,10 fyrir karfa og 71,24 fyrir kola. í síðustu viku voru seldar 418 lestir af gámafiski héðan í Hull og Grimsby að verðmæti 29,4 milljónir króna. Meðalverð 70,29. Fyrir þorsk fengust að meðaltali 71,68 krónur, 78,51 fyrir ýsu, 40,71 fyrir ufsa, 42,43 fyrir karfa og 73,08 fyrir koía. V egaframkvæmdir í Reykjaneskjördæmi: Nýr vegur um Amameshæð Nýr vegur og slitlag í Kjós Fyrirhugaðar eru miklar vegaframkvæmdir við Hafnarfjarðar- veg um Kópavogslæk og Arnarneshæð. Byggður verður vegur á þessu svæði með gatnamótamannvirlg' um árin 1988 og 1989. Arn- arneshæð verður sprengd niður. Hafnarfjarðarvegur verður á þessu niðursprengda svæði í gjá en Amamesvegur á brú yfir gjána. Þessu fyrirhugaða stórverkefni heyrir til ný brú á Kópa- vogslæk fyrir eystri akbraut Hafnarfjarðarvegar. Þessi vegar- kafli, sem rúmlega tuttugu þúsund bíhir fara um á degi hveijum, hefur einna mestu slysatíðni á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið ræddi við Matt- hías Á. Mathiesen, fyrsta þing- mann Reyknesinga, og Helga Hallgrímsson, verkífræðing hjá Vegagerð ríkisins, um fyrirhugað- ar vegaframkvæmdir í Reykjanes- kjördæmi næstu ár, 1987-1989. Matthías sagði þingmenn Reyk- nesinga hafa komið sér saman um röðun vegaframkvæmda í kjördæminu greint árabil, saman- ber breytingartillögur við vega- áætlun, sem lagðar vóru fram á Alþingi í dag. Auk fyrmefndra framkvæmda á Hafnarfjararðvegi verður ráðist í tvö önnur stórverk- efni: í fyrsta lagi er ráðgert að Ijúka við endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á Vesturlandsveg í Kjós og Hvalfirði, frá Fossá inn fyrir bæinn Eyri. Á Vesturlands- veg, frá Laxá að Hvammi, verður einnig lagt slitlag. Legu sfðar nefnda vegarkaflans verður lítt breytt. I annan stað verður á þessu ári lagt nýtt „teppi" á Reykjanes- veg, milli Breiðholts og Vífílsstaða og komið upp lýsingu. Á næsta ári verður „teppi" lagt á vegar- kaflann frá Vífílsstöðum í Hafnarfjörð og hann „lýstur". Dagleg umferð um þennan veg er 7 og 8 þúsund bflar. Á þessu framkvæmdatímabili er og fyrirhugað að ljúka hring- vegi um Álftanes. Þingvallavegi yfír Mosfellsheiði verður lokið, með bundnu slitlagi, árið 1988. Á árabilinu 1987-89 eru og fyrirhugaðar allnokkrar fram- kvæmdir við lýsingu vega: Vesturlandsvegur milli Reykja- víkur og Mosfellssveitar (að Lágafelli). Hluti Bessastaðavegar og Álftanesvegar. Reykjanesbraut ofan Hafnar- fjarðar. Reykjanesbraut í Njarðvík. Vegurinn milli Grindavíkur og Þórkötlustaðahverfís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.