Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 58
W"- MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987 y ©1986 Univtrul Pr*tt Syndtcat* „ \>ob er looo to.l-1 þamou niðrl 1" s Þú ættir að hjálpa mér meðan þú getur, því á næsta ári lýk ég barna- prófinu! Með morgimkaffinu Ef þetta heppnast verð- um við heimsfrægir. — Prófaðu aðeins i þetta skipti! HÖGNI HREKKVISI „ HANJN ER. svo EIROARLAUS. " Unnar Þór telur að ekki sé við kennara að sakast í kennaradeilunni heldur þá sem sitja I ráðherrastólum. Við ráðherrana að sak- ast en ekki kennara Háttvirtur Sigurgeir Orri, Það er vægast sagt reiðarslag að lesa annað eins og það sem þú taldir þig hafa ástæðu til þess að koma á framfæri í Velvakanda þann 10. mars sl. og langar mig til þess að koma að fáeinum athugasemd- um. Þú minntist á að kennarastéttinn beitti „valdníðslu“ við að koma fram hinum mjög svo eigingjömu og sjálfselskuviðhorfum sínum, og að félagar þínir í hópi nemenda — eins og þú svo smekklega orðaðir það — „sleiktu á þeim rassinn og biðust til að blæða fyrir þá til að þeir fengju sínu fram“. Lengra er ekki öllu hægt að ganga í kjánaskap. Þú hefur kannski ekki leitt hugann að því að þessum hræðilegu var- mennum í kennarastétt þyki það leitt að valda svo alvarlegri röskun á námi fólks? En hvað heldur þú Víkverji vintýrin gerast enn í sjávar- útvegi okkar. Það hefur alla tíð verið svo, að ungir og eignalaus- ir dugnaðarmenn hafa byijað sjómennsku, með tvær hendur tóm- ar, gerzt skipstjórar, eignast hlut í bát með öðrum, farið í land og byggt upp stórveldi í sjávarútvegi og fiskiðnaði. Það er til marks um þann frumkraft, sem í sjávarútveg- inum - og þjóðinni - býr, að þetta gerist enn. Dæmi um þetta má sjá á Akureyri, þar sem ungir sjómenn hafa byggt upp öflugt útgerðarfyr- irtæki, sem gerir út Akureyrina og fært út kvíarnar til Hafnarfjarðar. Og í Morgunblaðinu í gær var at- hygli vakin á miklum athafna- manni, sem hljótt hefur verið um fram til þessa. Sigurjón Helgason í Rækjunesi er þessa stundina með um 200 manns í vinnu hjá sér. Fróðir menn segja Víkveija, að fyrirtæki hans sé íjárhagslega eitt öflugasta fyrir- tæki í sjávarútvegi í landinu í dag. Hvemig gerist þetta? Siguijón seg- ir í sammtali við Morgunblaðið í fyrradag:“Staðreyndin er, að vel- gengni fyrirtækisins Rækjuness/ Björgvins hf. hefur byggst á þrotlausri vinnu ásamt því, að arður hefur ekki verið tekinn út úr fyrir- að hægt sé að gera annað til að knýja fram kjarabætur en einmitt það að fara í verkfall? Kannski að leita til hins óskeikula kjaradóms? Reyndar er það furðulegt hvað kennarar (og reyndar aðrir ríkis- starfsmenn ef því er að skipta) hafa sýnt mikla þolinmæði gegn hinu trénaða íslenska ríkisvaldi. Hefur þú leitt hugann að því að lágmarkslaun kennara, sem losa eitthvað yfir 40.000 á mánuði ná varla upp í byijunarlaun ófaglærða verkamanna á hinum Norðurlönd- unum, og ef þú tekur það með í reikninginn að þessi laun em fyrir starf sem tekur 7-9 ár að mennta sig upp í ef menntaskólanám er tekið með þá ætti nú að fara að verða auðvelt að sjá hvar hundurinn er grafinn. Þeir sem við er að sak- ast sitja ekki á kennarastofum heldur í (rúmlega 100.000 króna) tækinu heldur notaður til að byggja það upp. Fyrir tíu árum átti fyrir- tækið tvo báta. Nú á það sjö báta, þar á meðal nýtt glæsilegt skip, sem við fengum í haust. Gamli bragginn er nú horfinn og risið vandað fisk- verkunarhús á þeim grunni. Allar vélar hafa verið endumýjaðar og vinnum við hér hörpudisk, rækju og freðfisk eftir því, sem aflast." Vinna og aftur vinna. Það er ekkert, sem kemur í stað vinnu, þegar um er að tefla uppbyggingu á myndarlegum fyrirtækjum eða árangur í starfi yfirleitt. XXXXX Loksins er veturinn kominn! Það var tími til kominn. Þar sem Víkveiji situr við tölvuna árla að morgni mánudags má sjá hvítar snjóflyksurnar svífa hægt og tign- arlega til jarðar. Sumt fólk kvartar undan veðurfari hér og skorti á hlýindum, þótt að vísu hafi verið nóg af þeim á þessum vetri. En veður af þessu tagi er einmitt það, sem gerir norðurslóðir heillandi. Mikið lifandis skelfing hlýtur að vera leiðinlegt að búa í löndum, þar sem heitt er allan ársins hring. Það var gaman að lesa viðtal,. ráðherraembættum. Þeir menn ættu að gera sér grein fyrir því hversu mikilvægt kennarastarfið er og hversu slæm áhrif verkfall kenn- ara kemur til með að hafa, þá væri von til að þeir sæju kennurum fyrir mannsæmandi launum svo að til verkfalls þyrfti ekki að koma. Ef þú reyndir nú að hugsa svo- lítið sjálfstætt um þetta og líta á málin út frá sjónarmiði kennara eða hins almenna launamanns en ekki láta áróður óvandaðra stjómmála- manna hafa áhrif á þig hlytir þú að sjá hversu staðhæfulausar full- yrðingar þínar eru. Það ætti jú að vera takmark þitt, því þú ert jú nemandi til þess að ná þér í þekk- ingu og aukin þroska ekki satt? Með kveðju, Unnar Þór Birgisson, nemi við FSU sem birtist hér í blaðinu í fyrradag um unga fjallgöngumenn, sem lentu í hinum verstu hrakningum á Eyja- fyallajökli. Að þeim loknum, sagði sá, sem við var rætt: fjallaklifur er fíkn! XXXXX Víkveiji vorkenndi þeim stjórn- málamönnum, sem kallaðir voru í sjónvarpsþátt um menningarmál á sunnudagskvöld. Ríkisfjölmiðlarnir eru sí og æ að tala við sömu menn- ina, pólitíkusa, og það er eins og ekkert annað fólk sé til í landinu. Það hlýtur að vera leiðinlegt fyrir mennina sjálfa að vera að gefa þessar sömu innantómu yfirlýsing- ar, sem alltof oft eru ekkert annað en orð. Fólk er byijað að fá nóg af þessu. Það er orðið tímabært fyrir sjónvarpsstöðvarnar að leita fanga annars staðar. Tíðni viðtala við stjómmálamenn í sjónvarpi er í engu samræmi við hlut þeirra í samfélagi okkar. Hann er miklu minni en ætla mætti af því, hversu mjög kastljósi sjónvarpsvélanna er beint að þeim. Auk þess er þetta hættulegt fyrjr mennina sjálfa. Þjóðin verður svo fljótt leið á þeim! skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.