Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987
er
Nýja íþróttahúsið er mikið mannvirki og stendur neðan gamla íþróttahússins. Morgunblaðið/SigurðurJónsson
Nýtt íþróttahús vígt á Laugarvatni
Verður eitt fullkomnasta íþróttahús á landinu
Selfossi.
NÝTT íþróttahús íþróttakennaraskóia íslands á Laugarvatni var
vígt á laugardaginn við hátíðlega athöfn. Sverrir Hermannsson
menntamálaráðherra lýsti því yfir að með þessu húsi væri kominn
grundvöllur fyrir alhliða íþróttamiðstöð á Laugarvatni, fyrir allt
landið.
mætti vera mikið og blómlegt
íþróttalíf. Hann afhenti gjafír frá
Lionsklúbbi Laugardalshrepps
krónur 50 þúsund og frá íbúum
hreppsins krónur 100 þúsund til
kaupa á hljómflutningstækjum.
Sveinn Bjömsson forseti ISÍ und-
irstrikaði nauðsyn hússins og vísaði
til þess að sérsambönd ÍSI kæmu
örugglega til með að nota þetta
mannvirki mikið í framtíðinni. Hann
afhenti síðan klukku sem gjöf frá
íþróttasambandi íslands.
Diðrik Haraldsson og Dóra
Gunnarsdóttir stjómarmenn í UMFÍ
afhentu mynd frá landsmótinu á
Laugarvatni og fluttu kveðjur ung-
mennafélaga. Jón Hjaltalín
Magnússon færði húsinu að gjöf
10 handbolta frá Handknattleiks-
sambandinu og lagði áherslu á
möguleika hússins fyrir landsliðið í
handknattleik.
Áður en íþróttasýningar hófust
flutti séra Rúnar Þór Egilsson
blessunarorð og óskir um farsæla
starfsemi í húsinu.
Það voru nemendur skólanna á
Laugarvatni sem tóku þátt í íþrótta-
sýningum undir stjóm kennara
íþróttaskólans. Auk þeirra komu
fram íþróttamenn og konur víða að.
Á dagskránni vom fjaðraboltaleik-
ur, badminton, bandý, jassballett,
blak, körfuknattleikur, glíma, júdó,
fímleikar, borðtennis, fijálsíþróttir,
þar á meðal stangarstökk. Loks var
handknattleikur.
í lok vígsluathafnarinnar bauð
menntamálaráðherra öllum upp á
veitingar í Hússtjómarskólanum.
Mlkill fjöldi gesta sótti vígsluat-
höfnina auk heimamanna.
Sig.Jóns.
íþróttahúsið er mjög glæsilegt.
Salurinn er 27x45 metrar og er
unnt að þrískipta honum. með öllum
hliðum salarins em svalir sem lagð-
ar em gerviefni. Þær er hægt að
nota við hlaup og skokk, þó svo
aðrar íþróttir séu stundaðar í saln-
um. Gert er ráð fyrir útdregnum
áhorfendasætum fyrir 600 áhorf-
endur. Auk þess komast 5-600
áhorfendur fyrir á svölunum
Tveir þrekþjálfunarsalir em í
húsinu, 5x10 og 8x14 metrar og
sérstaklega innréttaðir fyrir hvers-
konar lyftingar. Hægt er að
þrískipta aðalsalnum og er ein
áhaldageymsla fyrir hveija einingu.
Búningsklefamir taka 200 manns
og þegar byggð hefur verið sund-
laug verða þeir nýttir fyrir hana á
toppálagi.
Sýndar vom hinar ýmsu íþrótta-
greinar við vígsluna, undir stjóm
nemenda og kennara íþróttaskól-
ans, þar á meðal stangarstökk en
þessi salur er annar tveggja á
landinu þar sem hægt er að stökkva
á stöng.
Húsið gefur
mikla möguleika
„Þetta er gjörbreyting fyrir
íþróttaskólann. Húsið gefur miklu
meiri möguleika og ég vona að það
verði mikið nýtt af fólki hér í sveit-
unum í kring og að hér verði
æfíngabúðir landsliða, æfíngaleikir
og mót," sagði Ámi Guðmundsson
skólastjóri íþróttakennaraskólans.
„Ég er mjög þakklátur fyrir já-
kvæð viðhorf hjá stjómvöldum.
Menn sjá og skilja gildi íþróttanna
í víðum skilningi og það er ánægju-
Sig.Jóns.
SUMARAÆTLUN 1987
m
Benidorm sumaráætlunin 1987 er komin. Pantaðu tímanlega því sJ.
sumar komust færri með en vildu á Hvítu ströndina á Spáni. Benidorm
býður upp á góða gistingu, frábæra matsölu og skemmtistaði. Aðstaða
til íþróttaiðkunar er einstök, skemmtigarðar og tívolí af bestu gerð.
Auðvitað er líka hægt að njóta lífsins í ró og næði á ströndinni og fara
í skoðunarferðir um nágrennið með fararstjórum Ferðamiðstöðvar-
innar. Benidorm er einn sólríkasti staðurrnn á suðurströnd Spánar,
það mælast 306 sólardagar á ári.
Páskaferð — 2 vikur 15. apríl — Verð frá kr. 27.200.-
APRÍL 15 APRÍL 29 MAÍ 26 ICM J 1 ÚNÍ 6 JÚNÍ 23 JÚLÍ 7 1 [ÚLÍ 4 JÚLÍ 28
ÁGÚST 4 ÁGÚST 18 ÁGÚST 25 SEPTEMBER 8 SEPTEMBER 15 SEPTEMBER 29 OKTÓBER 6 OKTÓBER 20 OKTÓBER 27
Pantaðu strax, dagsetningarnar á brottfarardögunum eru hér í auglýs-
ingunni. Við lánum þér myndband um Benidorm endurgjaldslaust. ■
FEROA.. CetUad
MIÐSTOÐIN TcomI
AÐALSTRÆTI 9 ■ REYKJAVÍK - S. 2 8 1 3 3
m