Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987 er Nýja íþróttahúsið er mikið mannvirki og stendur neðan gamla íþróttahússins. Morgunblaðið/SigurðurJónsson Nýtt íþróttahús vígt á Laugarvatni Verður eitt fullkomnasta íþróttahús á landinu Selfossi. NÝTT íþróttahús íþróttakennaraskóia íslands á Laugarvatni var vígt á laugardaginn við hátíðlega athöfn. Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra lýsti því yfir að með þessu húsi væri kominn grundvöllur fyrir alhliða íþróttamiðstöð á Laugarvatni, fyrir allt landið. mætti vera mikið og blómlegt íþróttalíf. Hann afhenti gjafír frá Lionsklúbbi Laugardalshrepps krónur 50 þúsund og frá íbúum hreppsins krónur 100 þúsund til kaupa á hljómflutningstækjum. Sveinn Bjömsson forseti ISÍ und- irstrikaði nauðsyn hússins og vísaði til þess að sérsambönd ÍSI kæmu örugglega til með að nota þetta mannvirki mikið í framtíðinni. Hann afhenti síðan klukku sem gjöf frá íþróttasambandi íslands. Diðrik Haraldsson og Dóra Gunnarsdóttir stjómarmenn í UMFÍ afhentu mynd frá landsmótinu á Laugarvatni og fluttu kveðjur ung- mennafélaga. Jón Hjaltalín Magnússon færði húsinu að gjöf 10 handbolta frá Handknattleiks- sambandinu og lagði áherslu á möguleika hússins fyrir landsliðið í handknattleik. Áður en íþróttasýningar hófust flutti séra Rúnar Þór Egilsson blessunarorð og óskir um farsæla starfsemi í húsinu. Það voru nemendur skólanna á Laugarvatni sem tóku þátt í íþrótta- sýningum undir stjóm kennara íþróttaskólans. Auk þeirra komu fram íþróttamenn og konur víða að. Á dagskránni vom fjaðraboltaleik- ur, badminton, bandý, jassballett, blak, körfuknattleikur, glíma, júdó, fímleikar, borðtennis, fijálsíþróttir, þar á meðal stangarstökk. Loks var handknattleikur. í lok vígsluathafnarinnar bauð menntamálaráðherra öllum upp á veitingar í Hússtjómarskólanum. Mlkill fjöldi gesta sótti vígsluat- höfnina auk heimamanna. Sig.Jóns. íþróttahúsið er mjög glæsilegt. Salurinn er 27x45 metrar og er unnt að þrískipta honum. með öllum hliðum salarins em svalir sem lagð- ar em gerviefni. Þær er hægt að nota við hlaup og skokk, þó svo aðrar íþróttir séu stundaðar í saln- um. Gert er ráð fyrir útdregnum áhorfendasætum fyrir 600 áhorf- endur. Auk þess komast 5-600 áhorfendur fyrir á svölunum Tveir þrekþjálfunarsalir em í húsinu, 5x10 og 8x14 metrar og sérstaklega innréttaðir fyrir hvers- konar lyftingar. Hægt er að þrískipta aðalsalnum og er ein áhaldageymsla fyrir hveija einingu. Búningsklefamir taka 200 manns og þegar byggð hefur verið sund- laug verða þeir nýttir fyrir hana á toppálagi. Sýndar vom hinar ýmsu íþrótta- greinar við vígsluna, undir stjóm nemenda og kennara íþróttaskól- ans, þar á meðal stangarstökk en þessi salur er annar tveggja á landinu þar sem hægt er að stökkva á stöng. Húsið gefur mikla möguleika „Þetta er gjörbreyting fyrir íþróttaskólann. Húsið gefur miklu meiri möguleika og ég vona að það verði mikið nýtt af fólki hér í sveit- unum í kring og að hér verði æfíngabúðir landsliða, æfíngaleikir og mót," sagði Ámi Guðmundsson skólastjóri íþróttakennaraskólans. „Ég er mjög þakklátur fyrir já- kvæð viðhorf hjá stjómvöldum. Menn sjá og skilja gildi íþróttanna í víðum skilningi og það er ánægju- Sig.Jóns. SUMARAÆTLUN 1987 m Benidorm sumaráætlunin 1987 er komin. Pantaðu tímanlega því sJ. sumar komust færri með en vildu á Hvítu ströndina á Spáni. Benidorm býður upp á góða gistingu, frábæra matsölu og skemmtistaði. Aðstaða til íþróttaiðkunar er einstök, skemmtigarðar og tívolí af bestu gerð. Auðvitað er líka hægt að njóta lífsins í ró og næði á ströndinni og fara í skoðunarferðir um nágrennið með fararstjórum Ferðamiðstöðvar- innar. Benidorm er einn sólríkasti staðurrnn á suðurströnd Spánar, það mælast 306 sólardagar á ári. Páskaferð — 2 vikur 15. apríl — Verð frá kr. 27.200.- APRÍL 15 APRÍL 29 MAÍ 26 ICM J 1 ÚNÍ 6 JÚNÍ 23 JÚLÍ 7 1 [ÚLÍ 4 JÚLÍ 28 ÁGÚST 4 ÁGÚST 18 ÁGÚST 25 SEPTEMBER 8 SEPTEMBER 15 SEPTEMBER 29 OKTÓBER 6 OKTÓBER 20 OKTÓBER 27 Pantaðu strax, dagsetningarnar á brottfarardögunum eru hér í auglýs- ingunni. Við lánum þér myndband um Benidorm endurgjaldslaust. ■ FEROA.. CetUad MIÐSTOÐIN TcomI AÐALSTRÆTI 9 ■ REYKJAVÍK - S. 2 8 1 3 3 m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.