Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJTJDAGUR 17. MARZ 1987
15
Eldri félagar úr Skólahljómsveit Kópavogs á hljómleikunum.
Ljósmynd Þorkell Þorkelsson
Skólahljómsveit Kópavogs 20 ára
Tónllst
Egill Friðleifsson
Skólahljómsveit Kópavogs
efndi til tónleika í Háskólabíói sl.
laugardag. Tilefnið var 20 ára
afmæli hljómsveitarinnar, en árið
1967 hóf Björn Guðjónsson að
kenna ungum Kópavogsbúum
lúðrablástur og hefur ótrauður
haldið því starfi áfram og getur
nú litið ánægður um öxl og glaðst
yfir góðum árangri. Sá, sem þess-
ar línur ritar, man vel eftir því
er Skólahljómsveit Kópavogs var
að stíga sín fyrstu spor. Eftir
aðeins fárra mánaða starf vakti
hún verulega athygli fyrir góðan
blástur. Má segja að hún hafi
verið í fararbroddi íslenskra skóla-
hljómsveita síðan og öðrum
hvatning til dáða. Ekki veit ég
hve mörgum ungmennum Bjöm
Guðjónsson hefur komið til mú-
síkalsks þroska á þessum tíma,
en þeir hljóta að skipta hundruð-
um. Það er því ekki lítið sem hann
hefur komið í verk þessa tvo ára-
tugi á akri tónlistarinnar enda
þekktur fyrir dugnað og ósér-
hlífni. Það er rós í hnappagati
hvers bæjarfélags að hafa slíkan
mann í þjónustu sinni og geta
Kópavogsbúar verið stoltir af
skólahljómsveitinni, sem svo oft
hefur komið fram við hin margvís-
legu tækifæri, bæði í heimabæ
sínum og víða annars staðar.
Raunar voru tónleikamir í Há-
skólabíói í þremur hlutum. Fyrst
lék hin eiginlega skólahljómsveit.
Þar hljómuðu hressilegir marsar
frísklega blásnir af glöðum ung-
mennum, sem nú skörtuðu nýjum
einkennisbúningum í fjörlegum
litum. Þar mátti m.a. heyra nýja
útsetningu á laginu úr myndinni
„Brúin yfir Kwai-fljót“ lipurlega
gerða af Páli P. Pálssyni og var
hér ágætlega flutt. Þá heyrðum
við í Jassbandi Kópavogs undir
stjóm Arna Schevings, sem hóf
leik sinn með því að blása mjúk-
lega frægan foxtrott ættaðan frá
San Francisco (snarstefjað skauf-
halaskokk á máli Hallgríms
Helgasonar) og lét vel í eyrum
eins og annað sem þeir léku. Að
lokum lék svo Homaflokkur
Kópavogs undir stjóm Björns
nokkur vel valin lög, en bæði Jass-
bandið og Hornaflokkurinn eru
afleggjarar skólahljómsveitarinn-
ar og var öllum flokknum vel tekið
og Bjöm hylltur að verðleikum.
Tónleikamir voru vel sóttir, en
kynnir var Jón Múli Ámason,
launkíminn að vanda.
Til hafningju með afmælið
Skólahljómsveit Kópavogs og
bestu þakkir fyrir marga ánægju-
stund.
f
rVoLVO 240 Á SÉR
ÐEINS EINN KEPPINAUT
ELDRI VOLVO 240
HAFIÐ SAMBAND VIÐ SÖLUMENNINA OG LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA
Opið í Volvosal. Skeifunni 15. alla virka daga frá 9-18 og á laugardögum frá 10-16.
• SAMKVÆMT NIÐURSTÓÐU KANNANA SÆNSKA BÍLGREINASAMBANDSINS
VOLVO 240 DL
Verð frá kr.
646.000.-
Vió lánum ollt oó 50%.
Tökum notoóo bíla
upp / nýjo.
SKEIFUNNI 15, SlMI: 91-35200.