Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐEÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987
27
Fegurðardrottn-
ing Suðurlands kos-
in í Hveragerði
Hveragerði.
FEGURÐARDROTTNING Suðurlands var valin úr hópi sjö fríðra
meyja í glæsilegu samkvæmi i Hótel Ork í Hveragerði laugardaginn
14. mars. Sjö manna dómnefnd valdi sem fegurðardrottningu Fjólu
Grétarsdóttur, Reykjum í Ölfusi. Ljósmyndafyrirsæta var kosin Linda
Ósk Jónsdóttir, Þjóðólfshaga í Rangárvallasýslu og vinsælasta stúlk-
an meðal keppenda reyndist vera Ragnhildur Krisljánsdóttir á
Eyrarbakka. Hólmfríður Karlsdóttir fyrrverandi Ungfrú Alheimur
krýndi sigurvegarann.
Það er handknattleiksdeild Ung-
mennafélags Hveragerðis og Ölfus
sem á heiðurinn af þessu framtaki.
Á s!. hausti efndi deildin til for-
keppni á Hótel Örk þar sem fram
komu um 20 stúlkur og voru þar
valdar þær sjö sem nú kepptu til
úrslita. Þær eru Auður Heiðars-
dóttir bankastarfsmaður, Ema S.
Gunnarsdóttir afgreiðslustúlka,
Ejóla Grétarsdóttir nemi, Guðríður
Bjamey Kristjánsdóttir nemi, Hulda
Soffla Hermannsdóttir afgreiðslu-
stúlka, Linda Ósk Jónsdóttir
búnaðarstörf og Ragnhildur Krist-
jánsdóttir nemi.
Keppendumir komu fram í bleik-
um sundfötum og síðar í glæsileg-
um kvöldkjólum sem allir höfðu
verið sérsaumaðir fyrir þetta sér-
staka tilefni.
Stúlkumar fengu allar blóm og
gjaflr, m.a. fékk sigurvegarinn ut-
anlandsferð og einnig ávann hún
sér rétt til þátttöku í keppninni um
titilinn Ungfrú ísland.
Fjóla Grétarsdóttir er 18 ára
gömul, dóttir hjónanna Guðrúnar
Guðmundsdóttur íþróttakennara og
Grétars J. Unnsteinssonar skóla-
stjóra Garðyrkjuskóla ríkisins á
Reykjum í Ölfusi. Fjóla stundar nú
nám við Menntaskólann í Hamra-
hlíð og lýkur þar námi að ári liðnu.
Fjóla var kosin blómadrottning í
Hveragerði árið 1984.
Framkvæmd keppninnar var í
Morgunblaðið/Sigrún
Ungfrú Suðurland, Fjóla Grét-
arsdóttir.
fullu samráði við Fegurðarsam-
keppni Islands. Ekkert var til
sparað til að gera þessa hátíð sem
best úr garði og liggur óefað mikil
vinna þar að baki.
Verðbólga síðustu þriggja mánaða 23,2%:
„Markmiðum ríkisstjómar-
innar ekki stefnt í hættu“
-segir Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra
ÞORSTEINN Pálsson fjármála-
ráðherra segir að markmiðum
ríkisstjórnarinnar varðandi
verðbólgustig á þessu ári, sé ekki
stefnt í hættu, þótt verðbólga
siðustu þriggja mánuða mælist
nú 23,2% á ársgrundvelli, sam-
kvæmt útreikningum Hagstof-
unnar. Steingrímur Hermanns-
son forsætisráðherra tekur í
sama streng og Þorsteinn, en
segist vissulega vilja hafa séð
læg^ri verðbólgutölu nú.
„Þetta breytir ekki að neinu
marki, spánni um verðbólgu frá
upphafí til loka ársins," sagði Þor-
steinn í samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði að verðbólgan á árinu
yrði mjög nálægt þeim markmiðum
sem ríkisstjórnin hefði sett sér, eða
um 10%. „Þarna koma auðvitað inn
áhrif af þessum gengissveiflum sem
urðu í bytjun ársins," sagði fjár-
málaráðherra, „en þetta breytir
ekki að neinu marki þeim viðmiðun-
um sem menn höfðu sett sér frá
upphafi til loka árs.“
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði í samtali við
Morgunblaðið: „Þegar samningam-
ir voru gerðir þá var því spáð að
verðbólga myndi fara heldur upp á
við, en síðan ætti hún að fara niður
aftur. Mér er tjáð, að með því að
greiða niður þá hækkun sem átti
að verða á landbúnaðarvörum nú,
að við eigum ekki að vera í hættu,
en mér þykir þetta vissulega of
mikið og hefði viljað að verðbólga
hefði aukist minna.“
Björk Sigurðardóttir og Kristrún H. Björnsdóttir.
Stúlkumar komu fram í sundbolum.
Hófst dagskrá kvöldsins með því
að boðið var upp á hanastél, síðan
var matur fram borinn, þá kom að
skemmtidagskrá sem var tískusýn-
ing, ferðakynning Útsýnar, hár-
greiðslusýning og skemmtiefni
fluttu þeir Sigurgeir H. Friðþjófsson
og Jóhannes Kristjánsson.
Hátt á sjöunda hundrað manns
var mætt í samkvæmið, þar af voru
375 við borðhaldið. Formaður hand-
knattleiksdeildar UFHÖ er Birgir
S. Birgisson og var hann fram-
kvæmdastjóri fegurðarsamkeppn-
innar ásamt Sturlu S. Þórðarsyni,
en kynnir var Steindór Gestsson.
- Sigrún.
Kennurum hefur verið
boðin 18-20% hækkun
- segir Indriði H. Þorláksson, sem er fyrir samninganefnd ríkisins
„í NÓTT vom hér mjög vænleg-
ar viðræður að því er flestir
töldu, meðal annars okkar við-
semjendur. Þeir gerðu okkur þá
grein fyrir ákveðnum hugmynd-
um, sem vom ekki víðsfjarri
hugmyndum okkar, en fljótlega
eftir að fundur hófst í dag lögðu
þeir fram endurskoðaða kröfu-
gerð, sem fól í sér vemlegar
hækkanir frá því sem áður hafði
verið rætt um,“ sagði Indriði H.
Þorláksson, deildarstjóri i fjár-
málaráðuneytinu, sem fer með
samningamálin við kennara fyrir
hönd fjármálaráðherra, eftir að
upp úr viðræðum slitnaði i gær-
kveldi.
„Við sannfærðum okkur um að
þetta væru engin mistök, heldur að
það væri ætlan kennara að hækka
kröfur sínar og í ljósi þess tjáðum
við ríkissáttasemjara að við teldum
ekki til neins að halda áfram við-
ræðum að sinni, en við ítrekuðum
og fórum ítarlega í gegnum þau
tilboð, sem við höfum gert kennur-
um, og gerðum grein fyrir því að
við værum reiðubúnir til þess að
mæta til fundar á þeim grundvelli
og halda áfram viðræðum í þeim
anda, sem ríkti hér í nótt,“ sagði
Indriði.
Hann sagði að viðræður við kenn-
ara á grundvelli núverandi krafna
þeirra væru útilokaðar og að vinnu-
brögð sem þessi væru ekki rétta
leiðin til þess að ná samningum.
Kröfur kennara jafngiltu tæplega
50% launahækkun miðað við
tveggja ára samning. „Við höfum
gert kennurum tilboð með hliðsjón
af þeim samningum, sem bestir
hafa verið gerðir undanfarið. Til-
boðið felur í sér 18-20% hækkun
að meðaltali. Hækkun á fostum
mánaðarlaunum yrði 2-3% meiri og
reyndar á byrjendalaunum um og
yfir 30% á þessu tveggja ára samn-
ingstímabili. Við töldum því að við
værum komnir mjög langt til móts
við þá, en þeir hörfa undan og við
höfum ekki þrek til að elta þá
uppi,“ sagði Indriði.
Hann sagðist vera svartsýnn á
að það fyndist fljótlega eðlilegt
framhald á samningaviðræðunum,
því þegar svona lagað gerðist í
upphafi verkfalls, væri erfítt að
fínna viðræðugrundvöll að nýju.
Horfumar væru því ekki vænlegar.
„Það þarf að stór-
bæta kjör kennara“
segir Gunnlaugur Ástgeirsson
„Samninganefnd rikisins lét
okkur bíða i fimm tima eftir svari
og þeirra svar var að þeir sæju
ekki ástæðu til þess að halda við-
ræðum lengur áfram. Þó nefndin
hafi aðeins komið til móts við
okkur, þá er hún ennþá i megin-
atriðum innan þess tilboðs, sem
við höfum verið að ræða undan-
farna 4-5 daga og hún vill
greinilega ekkert færa sig frá
þvi, þannig að það virðist ekki
vera grundvöllur fyrir frekari
viðræðum í bili,“ sagði Gunn-
laugur Ástgeirsson, sem sæti á í
stjórn og samninganefnd Hins
íslenska kennarafélags, eftir að
upp úr viðræðum slitnaði í gær-
kveldi.
Gunnlaugur sagði að það hefði
verið sama kröfugerðin, sem lögð
var fram á fundinum seinnipartinn
í gær og félagið hefði verið með,
þó með smávægilegum breytingum,
sem einkum væru nánari útfærsla
á atriðum sem alla tíð hefðu verið
inni í kröfugerð HÍK. Þetta hefði
því ekki átt að koma samninga-
nefnd ríkisins á óvart. Hann sagði
að viðræður hefðu gengið nokkuð
í fyrrinótt, en í rauninni hefði lítið
verið komið til móts við kennara,
heldur hefðu þeir fengið að sjá sama
tilboðið með ýmsum tilbrigðum.
Viðbætumar hefðu þó verið nokkr-
ar, en ekki nándar nærri nógar til
þess að saman gengi.
Gunnlaugur taldi að kröfugerð
kennara jafngilti 30% raunhækkun
á þeim tveimur árum, sem talað
hefur verið um að samningurinn
gildi. Aðspurður um hvort það væri
ekki talsvert meira en það sem sam-
ist hefði um almennt í kjarasamn-
ingum í vetur, sagði Gunnlaugur:
„Það fer nú ýmsum sögum af því
hvað hefur verið í þessum samning-
um undanfarið. Þar er ýmislegt sem
liggur þar á bak við. Það sem við
erum að reyna að gera er ná fram
einhveijuin leiðréttingum á kjörum
kennara. Það er vitað mál að launa-
staða þeirra er mjög slæm og
margir skólamenn hafa haft það á
orði að skólakerfið þoli þetta ekki
mikið lengur. Við erum að reyna
að snúa þessari þróun eitthvað við
og teljum að þau tilboð sem við
höfum fengið frá ríkinu nægi alls
ekki til þess, sérstaklega í ljósi þess
ef samið er til langs tíma. Grund-
vallarforsenda okkar fyrir því að
semja til langs tíma er að það eigi
sér stað einhver breyting á launa-
stöðu kennara á þessu tímabili“.
Hann sagði erfitt að_ segja um
hvert framhaldið yrði: „Ég vona að
fjármálaráðherra geri sér það ljóst
að það er nauðsynlegt að hann
hækki tilboð sín til þess að hægt
sé að ná þessu saman og að hann
geri sér einnig grein fyrir því að
þarna er um það að ræða að reyna
að snúa þessari þróun í skólakerfinu
við. Það er mergurinn málsins í
þessum samningum. OECD skýrsl-
an ber vitni um að skólakerfíð hér
er í verulegri hættu og til þess að
snúa þróuninni við þarf að stórbæta
kjör kennara og það er það sem
við erum að reyna að ná fram í
þessum samningum," sagði Gunn-
laugur ennfremur.