Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 13
r MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987 VETRARFERÐIN _______Tónlist Jón Ásgeirsson Líklega er Vetrarferðin eftir Schubert eitt mesta söngskáldverk tónlistarsögunnar og á Schubert samt margt gott að leggja með sér. í söngvum hans má heyra glitra á einfalt alþýðulagið, sem alskapað hljómar mönnum eins og þeir hefðu kunnað það áður en það barst þeim til eyma. í annan stað á hann það til að leika sér með tónles, gætt sérstæðum galdri leikrænnar túlk- unar, sem á tímum Schuberts var nær óþekkt í sönglagagerð. Það er eins og lagablómið sé samgróið textanum, sprottið upp af einni rót og undirleikurinn sé náttúrulegt umhverfí þess. Þar í er fólginn gald- urinn að túlka Schubert, að láta tónmálið tala án allrar tildur- mennsku, því tónlistin sjálf ber í sér það, sem þarf að leika og búa til í flutningi sönglag eftir flest önnur tónskáld. í stað þess að túlka og leika, þurfa listamenn sem flytja Schubert að leita inn í sjálf tón- verkin, eins og sá sem vill læra erlent tungumál til hlýtar, verður að búa í viðkomandi málumhverfí. Það er ekki allra að takast á við Vetrarferðina og það var því sérlega ánægjulegt hversu Kristni Sig- mundssyni og Jónasi Ingimundar- syni tókst til, því ekki er að öðrum vikið þó staðhæft sé, að þessir tón- leikar Tónlistarfélagsins séu ein- hveijir vönduðustu söngtónleikar sem íslenskir tónlistarmenn hafa boðið upp á. Söngurinn hljómfagur, túlkunin mjög látlaus og samleikur píanóleikarans tær og stílhreinn. í raun er það skaði ef þessum ágætu listamönnum tekst ekki að nýta alla þá undirbúningsvinnu, sem hér hefur verið unnin með því að flytja verkið víðar. Það er vandi að velja sér besta lagið af þessum tuttugu og fjórum söngvum. Öll voru þau „hið besta flutt" en Wasserflut, sem er feiknalega vandmeðfarið var mjög áhrifamikið. Þá var Auf dem Flusse fallega flutt, en undirleikur- inn í því lagi var hreint frábær hjá Jónasi. Ef eitthvað mætti fínna að var hraðavalið oft við hægari mörk- in en það var einmitt í hægu lögunum sem flutningurinn var samt áhrifamestur, eins og t.d. í Der greise Kopf og í síðasta laginu, Der Leiermann, sem er eitt af ein- kennilegustu lögum Schuberts og mjög erfítt að flytja vel. Kristinn beitti röddinni þannig að hljómanin varð á einhvem hátt Qarræn, sem getur orkað tvímælis, sérstaklega vegna þess að í þessu ljóði er sér- lega mikil mannhlýja og útrétt hönd umhyggjunnar. Allt um það þá er þessi konsert með þvi fallegasta sem íslenskir listamenn hafa boðið upp á, og vonandi fá hlustendur að heyra þá flytja meira af Schubert, því sannarlega hafa þeir hitt á tón- inn. Kristinn Sigmundsson syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Morgunblaíið/Þorkell Þorkelsson . stjóm Meistarafélags Akraness um að fresta afgreiðslu málsins svo lögfræðingur þess gæti kynnt sér hvemig staðið hafí verið á málum, en sú tillaga féll á jöfnum atkvæð- um. Þijú útboð hafa farið fram vegna þessara bygginga. í fyrsta útboði sem náði til jarðvegsskipta var tilboð frá Trésm. G.M. 1.000,00 hærra en lægsta boð, og var því lægsta tekið. í næsta útboði sem náði til uppsteypu og frágangs þaks var tilboð frá Trésm. G.M. 10.000 kr. hærra en lægsta boð sem var um 11 milljónir, aftur var samþykkt að taka lægsta boði. Verktaki sá sem þá var lægstur var Trésm. Fjölnir, annað þeirra fyrirtækja sem nú vom næstlægst, og meirihluti bæjarstjómar leggur til að samið verði við. Í framhaldi af útboði upp- steypu og þaks hófust framkvæmd- ir um mánaðamót nóv,— des. ’86 án þess að fyrir lægi samningur um verkið vegna skorts á verk- tryggingu frá verktaka. Samningur um verkið er síðan ekki samþykktur í bæjarstjóm fyrr en um miðjan febrúar ’87, þar sem verktrygging- una vantaði, eða um 2'h mánuði eftir að verk hófst." Þannig að þú lítur svo á að bæjar- stjóm Akraness hafí mismunað tilbjóðendum í þessum verkum? „Bæjarstjóm hefur mismunað til- bjóðendum í þann hluta verksins, eins og nú, þar sem í verklýsingu með því útboði segir að skila þurfí inn verktryggingu áður en verk heflist. í málflutningi meirihluta bæjarstjómar kemur fram brýn þörf á því að kennsla geti hafíst næstkomandi haust í þessum 2. áfanga skólans. Þau fyrirtæki sem meirihluti bæjarstjómar leggur nú til að samið verði við höfðu með höndum skólabyggingu fyrir Akra- nesbæ á síðasta ári, það verk dróst um 3 mánuði án þess að meirihluti hefði áhyggjur af því að skólastarf tefðist. Annað þeirra fyrirtækja, sem nú er lagt til að samið verði við og það fyrirtæki sem nú hefur með höndum uppsteypu II. áfanga Grundarskóla, á enn ólokið verki í Reykholtsskóla sem mjög er orðið á eftir áætlun. Einnig er fyrirsjáan- leg seinkun á uppsteypu B-áfanga Grundarskóla sem sami aðili á að skila af sér 15. mars nk. Tilboð Trésm. G.M. í B-hlutann nú var sent inn með lokaðri tilboðs- skrá samkvæmt verklýsingu, en samkvæmt upplýsingum fengnum af bæjarstjómarfundi sl. þriðju- dagskvöld, hefur sú tilboðsskrá ekki enn verið opnuð, þannig að enginn veit það nema verktaki hvort tilboð- ið er hærra eða lægra, þar sem einingarverð í viðkomandi verk- þætti gæti verið annað en tilboð segir til um. Akranesbær er því að kasta frá sér milljónum, án þess að vita þó hve mörgum." Þú segir að pólitískar og persónu- legar ástæður liggi að baki ákvörð- un meirihluta bæjarstjómar. Hvemig skýrirðu það? „Það er ljóst að forkólfur annars þess fyrirtækis sem var næstlægst í þessu útboði hefur unnið dyggilega við kosningasmölun hjá Framsókn- arflokki hér í bæ og er manni því fyrst í huga hvort Akranesbær sé tilbúinn að borga eina milljón og tvöhundruðþúsund fyrir það, en afstaða Alþýðubandalags er fyrst og fremst persónuleg en jafn sið- laus ef ekki verri. Það skein í gegn á bæjarstjómar- fundi sl. þriðjudag vankunnátta fulltrúa Framsóknar og Alþýðu- bandalags í framkvæmdanefnd Gmndarskóla á útboðsmálum og verklegum framkvæmdum. T.d. þá upplýsti Andrés ' Ólafsson fulltrúi FVamsóknar að það væri ekki víst að leyfilegt væri að opna lokaða tilboðsskrá sem fylgdi með tilboði þrátt fyrir að verídýsing segði svo um, jafnvel þó það tilboð væri lægst. Við útboð á uppsteypu Gmndarskóla skilaði Trésm. G.M. einni lokaðri tilboðsskrá, hún var opnuð þá ásamt lægsta boði enda munaði aðeins kr. 10.000 þrátt fyr- ir það er tilboðsskrá lægsta tilboðs nú ekki opnuð, þó að muni um 1 milljón á lægsta og næstlægsta boði. Guðbjartur Hannesson fulltrúi Alþýðubandalagsins upplýsti á fundi bæjarstjómar að ef um lokað tilboð væri að undangengnu forvali verktaka að ræða þá væri það ókostur að þurfa að vera bundinn af því að taka lægsta tilboði, ég spyr því: Hvemig geta svona menn komist í gegnum stjómun heils bæjarfélags svo vel fari? Ef fyrst á að velja verktaka fyrirfram sem uppfylla sett skilyrði og verkkaupi hefur sætt sig við, en því næst að vilja samt ráða hver hreppir hnoss- ið. Er þetta ekki þverskurður af hugsunarhætti einræðisins? Það er enginn vafi, að skattgreiðendur á Akranesi verði látnir greiða fyrir gerræðisleg vinnubrögð bæjarftill- trúa Framsóknar og Alþýðubanda- lags, þar sem persónur og pólitískar skoðanir einstaklinga sem hafa hagsmuna að gæta sitja í fyrirrúmi fyrir fijálsri og eðlilegri samkeppni og bæjarfulltrúar Framsóknar og Alþýðubandalags em famir að vega að æm manna og afkomu fyrir- tækja til að réttlæta sína misjörð. Eftir stendur að Akranesbær borg- ar brúsann kr. 1.200.000,“ sagði Emil Guðmundsson að lokum. - J.G. íslenskarBrrruður! - því það er stutt úr bökunarofnunum okkar á borðíð tíl þín. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.