Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÍ), ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987
4 -
Nýr kjarasamningur Starf smannaf élags Reykjavíkurborgar:
Lágmarkslaun hækka um 25%
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar undirritaði nýjan kjara-
samning við viðsemjendur sína, Reykjavíkurborg, aðfararnótt
sunnudagsins. Samkvæmt samningnum hækka lágmarkslaun hlut-
fallslega meira en önnur laun eða um allt að 25%, en önnur laun
minna og hæstu laun minnst eða um 2,29%. Samningurinn gildir í
rúm tvö ár, frá 1. febrúar í ár til 1. mars árið 1989. Atkvæði verða
greidd um samninginn á fimmtudag og föstudag. Almennur félags-
fundur um samningana verður á miðvikudag, en félagar í Starfs-
mannafélagi Reykjavíkur eru á bilinu 2.500 til 2.600.
Samkvæmt samningnum hækka
byijunarlaun í öllum störfum um
16%. Þá fellur neðsti launaflokkur-
inn úr gildi og jafngildir það 3%
hækkun. Röðun í launaflokka fyrir
nokkra starfshópa, fóstrur, sjúkra-
liða, vagnstjóra og gæslukonur, er
lokið og gefur það 6% hækkun til
viðbótar. Röðun annarra starfshópa
í launaflokka á að vera lokið fyrir
miðjan júlí í ár. Þá kemur 2% hækk-
un frá 1. febrúar á öll laun vegna
áfangahækkunar almennra launa
1. mars síðastliðinn.
í stað uppsagnarákvæða á samn-
ingstímanum eru ákvæði í samn-
ingnum um kjaranefnd, þar sem
ríkissáttasemjari skipar oddamann.
Sömu verðbólguviðmiðanir eru í
samningnum og eru í samningi ASÍ
og VSÍ frá því í desember og sömu
áfangahækkanir á þessu ári, 1,5%
1. júní og 1,5% 1. október. Þá
hækka laun á næsta ári um 2% 1.
mars, 1,5% 1. júní og 1,5% 1. októ-
ber.
„Miðað við þá stöðu sem samn-
ingaviðræðumar voru komnar í, að
vísa þessu til ríkissáttasemjara ef
ekki semdist, og það að við eru
komnir tvo og hálfan mánuð fram
á samningstímann, þá tel ég að
þessi samningur sé mjög vel viðun-
andi,“ sagði Haraldur Hannesson,
formaður Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar.
„Um leið og deila er komin til
sáttasemjara er skammt í verkfall
og verði þessi samningur ekki sam-
þykktur blasir ekki annað við en
það að afla sér verkfallsheimildar,"
sagði Haraldur ennfremur. Hann
sagðist frekar eiga von á því að
samningurinn hefði áhrif á samn-
ingaviðræður ríkisstarfsmanna og
sagði að hann teldi að sú launa-
stigabreyting, sem ákvæði eru um
í samningnum, væri mjög jákvæð,
en mikil vinna hefði verið lögð í það
SKIPADEILD Sambandsins tel-
ur ekki þörf á að lækka flutn-
ingsgjöld fyrirtækisins eins og
Eimskip hefur gert, þar sem sú
lækkun, 3,5% að meðaltali, sé
löngu komin til framkvæmda í
að hækka lægstu laun sérstaklega,
án þess að það eyðilegði launastig-
ann. Það væri meginefni þessa
kjarasamnings að hækka lægstu
laun.
„Verði þessi kjarasamningur ekki
samþykktur, er framundan mjög
hörð barátta fyrir nýjum kjara-
samningi," sagði Haraldur að
lokum.
samningum við viðskiptavini
Skipadeildarinnar þótt skráður
taxti sem enn sá sami.
„VIÐ teljum að þessi lækkun á
flutningsgjöldum hafi þegar átt sér
stað hjá okkur. Eimskip segist hafa
afnumið tvo hæstu gjaldflokkana
en þeir hafa ekki verið notaðir hjá
okkur um langan tíma. Og 3,5%
lækkun á þessum töxtum hefur í
raun ekkert að segja því allir sem
flytja með okkur eru með sérsamn-
inga sem gefur þeim hagstæðari
lriör en þama er um að ræða," sagði
Omar Jóhannsson frmkvæmdastjóri
Skipadeildar Sambandsins í samtali
við Morgunblaðið.
Ómar sagði að samkeppnin und-
anfarið hefði gert það að verkum
að flutningsgjöld skipafélaganna
væru í raun lægri en segfir til um
í skráðum gjaldflokkum hjá verð-
lagsstjóra því gerðir væru sérsamn-
ingar við flesta þá sem þurfa á
flutningum að halda.
Patreksfj örður:
Hús eyði-
leggst í
eldsvoða
Patreksfirði.
Morgunblaðið/Brynjar Ragnarsson
Orninn var hinn vígalegasti þar
sem hann tyllti sér á staur í
nágrenni Hafnarfjarðar á
sunnudaginn.
Ernir end-
urheimta
gömul óðul
ÖRNINN, sem starfsmenn
Náttúrufræðistofnunar ís-
lands þrifu grút af í byijun
febrúar, sást á vappi við
Hafnarfjörð á sunnudag.
Öminn, sem er á fyrsta ári,
hefur sést af og til á þessum
slóðum síðan í haust. í byrjun
febrúar náðist hann og var þá
illa haldinn, því hann var allur
útataður í grút. Þegar hann
hafði verið þrifinn hjá Náttúm-
fræðistofnun var honum sleppt
og ber hann síðan merki á hægri
fæti. Að sögn Kristjáns Skarp-
héðinssonar dýrafræðings em
emir famir að sjást æ oftar hin
síðari ár. Hann sagði að í ná-
grenni Hafnarfjarðar hefðu þeir
oft sést margir saman upp úr
aldamótunum. Þeir héldu þá til
þar sem nú em sorphaugar
Hafnfirðinga og sagði Kristinn
líklegt að þeir væm að endur-
heimta gömul óðul, enda nóg
æti á haugunum. Nú em um
40 amarpör í landinu og fer
þeim fjölgandi, þótt hægt gangi.
Flutningsgj öldin
lækkuð fyrir löngn
- segir Omar Jóhannsson fram-
kvæmdastjóri Skipadeildar SÍS
I/EÐURHORFUR í DAG:
YFIRLIT á hádegi f gœr: Yfir vestanverðu Grænlandi er 1038 milli-
bara hæð. Skammt suðvestur af Vestmannaeyjum er 1004 millibara
smálægð á leiö austsuðaustur. Önnur lægö, um 1000 millibara
djúp, er skammt norðvestur af Skotlandi á leið suðaustur.
SPÁ: Allhvöss (7 vindstig) norðan- og norðaustanátt á landinu.
Líklega að mestu úrkomulaust sunnanlands en él eða snjókoma í
öðrum landshlutum. Frost verður á bilinu -2 til -8 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
MIÐVIKUDAGUR: Norðanátt og talsvert frost um allt land. Él norð-
anlands og austan en bjart veður um sunnan- og vestanvert landið.
FIMMTUDAGUR: Áframhaldandi norðanátt og kalt í veðri. Vestan-
lands verður þó hægviðri og þykknar líklega upp sfðdegis, vindur
snýst í austur og fer að snjóa meö kvöldinu.
TÁKN:
!► Heiðskírt
m
m
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
1Q Hrtastig:
10 gráður á Celsíus
— Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 ígær að ísl. tima
hlti vsóur
Akureyri -3 alskýjað
Reykjavfk 0 snjókoma
Bergen 1 lóttskýjað
Helsinki -4 þokumóða
Jan Mayen -14 renningur
Kaupmannah. -1 snjókoma
Narssarssuaq -9 léttskýjað
Nuuk -12 iéttskýjað
Osló -1 snjókoma
Stokkhólmur -1 þokumóða
Þórshöfn 1 alskýjað
Algarve 19 þokumóða
Amsterdam 4 úrk.fgr.
Aþena 9 skýjað
Barcelona 12 mlstur
Berlln 2 snjókoma
Chicago -1 léttskýjað
Glasgow vantar
Feneyjar 6 þokumóða
Frankfurt 2 snjóél
Hamborg 0 snjókoma
Las Palmas 24 skýjað
London 7 skýjað
LosAngeles 10 heiðskfrt
Lúxemborg 1 snjóél
Madrid 12 mlstur
Malaga 1S mistur
Mallorca 14 léttskýjað
Miami 17 léttskýjað
Montreal -8 alskýjað
NewYork -1 léttskýjað
París 4 haglél
Róm 9 þokumóða
Vln 4 skýjað
Washlngton 2 slydda
Winnipeg -1 snjókoma
Rafbúð Jónasar Þór við Aðal-
stræti 73 eyðilagðist í eldi á
laugardagsmorgun.
Slökkvilið Patreksfjarðar var tilæ-
kynnt um eldinn um kl. 6 Suðvest-
an strekkingsvindur var þegar
eldurinn kom upp. Nærliggjandi
íbúðarhús voru ekki í teljandi
hættu en mikinn reyk og neista-
flug lagði yfír þau. Húsið brann
nánast til kaldra kola og allt sem
í því var. í húsinu var rafbúð, raf-
vélaverkstæði og afgreiðsla fyrir
vöruflutningabíl. Er því um veru-
legt tjón að ræða. Eldsupptök eru
ókunn en unnið er að rannsókn
málsÍnS' - Fréttaritari.
N áttúrufræðing-
ar boða verkfall
FÉLAG náttúrufræðinga hefur
boðað boðað verkfall frá og með
þriðjudeginum 31. mars næst-
komandi.
Atkvæði meðal félagsmanna,
sem starfa hjá ríkinu, voru greidd
í síðustu viku og talning fór fram
á laugardaginn. 266 voru á kjör-
skrá og 244 greiddu atkvæði, sem
er tæplega 92% kjörsókn. Atkvæði
með verkfalli greiddu 172, 60 voru
á móti, auðir seðlar voru 10 og
ógildir 2.
Magnús Ágústsson fyrrver-
andi héraðslæknir látínn
MAGNÚS Ágústsson fyrrverandi
héraðslæknir lést í Borgarspítal-
anum sl. laugardag.
Magnús var fæddur 11. febrúar
1901 í Birtingaholti, sonur hjón-
anna Ágústs Helgasonar og
Móeiðar Skúladóttur.
Magnús var starfandi héraðs-
læknir í Borgarflarðarhéraði í 18
ár og síðar í Hveragerðishéraði í
yfír 30 ár.
Sl. 2 ár var hann búsettur í
Reykjavík ásamt eftirlifandi eigin-
konu sinni Magneu Jóhannesdóttur.
Þau eignuðust þijú böm, Guðrúnu,
Jóhannes og Skúla.
Magnús Ágústsson