Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÍ), ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987 4 - Nýr kjarasamningur Starf smannaf élags Reykjavíkurborgar: Lágmarkslaun hækka um 25% Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar undirritaði nýjan kjara- samning við viðsemjendur sína, Reykjavíkurborg, aðfararnótt sunnudagsins. Samkvæmt samningnum hækka lágmarkslaun hlut- fallslega meira en önnur laun eða um allt að 25%, en önnur laun minna og hæstu laun minnst eða um 2,29%. Samningurinn gildir í rúm tvö ár, frá 1. febrúar í ár til 1. mars árið 1989. Atkvæði verða greidd um samninginn á fimmtudag og föstudag. Almennur félags- fundur um samningana verður á miðvikudag, en félagar í Starfs- mannafélagi Reykjavíkur eru á bilinu 2.500 til 2.600. Samkvæmt samningnum hækka byijunarlaun í öllum störfum um 16%. Þá fellur neðsti launaflokkur- inn úr gildi og jafngildir það 3% hækkun. Röðun í launaflokka fyrir nokkra starfshópa, fóstrur, sjúkra- liða, vagnstjóra og gæslukonur, er lokið og gefur það 6% hækkun til viðbótar. Röðun annarra starfshópa í launaflokka á að vera lokið fyrir miðjan júlí í ár. Þá kemur 2% hækk- un frá 1. febrúar á öll laun vegna áfangahækkunar almennra launa 1. mars síðastliðinn. í stað uppsagnarákvæða á samn- ingstímanum eru ákvæði í samn- ingnum um kjaranefnd, þar sem ríkissáttasemjari skipar oddamann. Sömu verðbólguviðmiðanir eru í samningnum og eru í samningi ASÍ og VSÍ frá því í desember og sömu áfangahækkanir á þessu ári, 1,5% 1. júní og 1,5% 1. október. Þá hækka laun á næsta ári um 2% 1. mars, 1,5% 1. júní og 1,5% 1. októ- ber. „Miðað við þá stöðu sem samn- ingaviðræðumar voru komnar í, að vísa þessu til ríkissáttasemjara ef ekki semdist, og það að við eru komnir tvo og hálfan mánuð fram á samningstímann, þá tel ég að þessi samningur sé mjög vel viðun- andi,“ sagði Haraldur Hannesson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. „Um leið og deila er komin til sáttasemjara er skammt í verkfall og verði þessi samningur ekki sam- þykktur blasir ekki annað við en það að afla sér verkfallsheimildar," sagði Haraldur ennfremur. Hann sagðist frekar eiga von á því að samningurinn hefði áhrif á samn- ingaviðræður ríkisstarfsmanna og sagði að hann teldi að sú launa- stigabreyting, sem ákvæði eru um í samningnum, væri mjög jákvæð, en mikil vinna hefði verið lögð í það SKIPADEILD Sambandsins tel- ur ekki þörf á að lækka flutn- ingsgjöld fyrirtækisins eins og Eimskip hefur gert, þar sem sú lækkun, 3,5% að meðaltali, sé löngu komin til framkvæmda í að hækka lægstu laun sérstaklega, án þess að það eyðilegði launastig- ann. Það væri meginefni þessa kjarasamnings að hækka lægstu laun. „Verði þessi kjarasamningur ekki samþykktur, er framundan mjög hörð barátta fyrir nýjum kjara- samningi," sagði Haraldur að lokum. samningum við viðskiptavini Skipadeildarinnar þótt skráður taxti sem enn sá sami. „VIÐ teljum að þessi lækkun á flutningsgjöldum hafi þegar átt sér stað hjá okkur. Eimskip segist hafa afnumið tvo hæstu gjaldflokkana en þeir hafa ekki verið notaðir hjá okkur um langan tíma. Og 3,5% lækkun á þessum töxtum hefur í raun ekkert að segja því allir sem flytja með okkur eru með sérsamn- inga sem gefur þeim hagstæðari lriör en þama er um að ræða," sagði Omar Jóhannsson frmkvæmdastjóri Skipadeildar Sambandsins í samtali við Morgunblaðið. Ómar sagði að samkeppnin und- anfarið hefði gert það að verkum að flutningsgjöld skipafélaganna væru í raun lægri en segfir til um í skráðum gjaldflokkum hjá verð- lagsstjóra því gerðir væru sérsamn- ingar við flesta þá sem þurfa á flutningum að halda. Patreksfj örður: Hús eyði- leggst í eldsvoða Patreksfirði. Morgunblaðið/Brynjar Ragnarsson Orninn var hinn vígalegasti þar sem hann tyllti sér á staur í nágrenni Hafnarfjarðar á sunnudaginn. Ernir end- urheimta gömul óðul ÖRNINN, sem starfsmenn Náttúrufræðistofnunar ís- lands þrifu grút af í byijun febrúar, sást á vappi við Hafnarfjörð á sunnudag. Öminn, sem er á fyrsta ári, hefur sést af og til á þessum slóðum síðan í haust. í byrjun febrúar náðist hann og var þá illa haldinn, því hann var allur útataður í grút. Þegar hann hafði verið þrifinn hjá Náttúm- fræðistofnun var honum sleppt og ber hann síðan merki á hægri fæti. Að sögn Kristjáns Skarp- héðinssonar dýrafræðings em emir famir að sjást æ oftar hin síðari ár. Hann sagði að í ná- grenni Hafnarfjarðar hefðu þeir oft sést margir saman upp úr aldamótunum. Þeir héldu þá til þar sem nú em sorphaugar Hafnfirðinga og sagði Kristinn líklegt að þeir væm að endur- heimta gömul óðul, enda nóg æti á haugunum. Nú em um 40 amarpör í landinu og fer þeim fjölgandi, þótt hægt gangi. Flutningsgj öldin lækkuð fyrir löngn - segir Omar Jóhannsson fram- kvæmdastjóri Skipadeildar SÍS I/EÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi f gœr: Yfir vestanverðu Grænlandi er 1038 milli- bara hæð. Skammt suðvestur af Vestmannaeyjum er 1004 millibara smálægð á leiö austsuðaustur. Önnur lægö, um 1000 millibara djúp, er skammt norðvestur af Skotlandi á leið suðaustur. SPÁ: Allhvöss (7 vindstig) norðan- og norðaustanátt á landinu. Líklega að mestu úrkomulaust sunnanlands en él eða snjókoma í öðrum landshlutum. Frost verður á bilinu -2 til -8 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: MIÐVIKUDAGUR: Norðanátt og talsvert frost um allt land. Él norð- anlands og austan en bjart veður um sunnan- og vestanvert landið. FIMMTUDAGUR: Áframhaldandi norðanátt og kalt í veðri. Vestan- lands verður þó hægviðri og þykknar líklega upp sfðdegis, vindur snýst í austur og fer að snjóa meö kvöldinu. TÁKN: !► Heiðskírt m m Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 1Q Hrtastig: 10 gráður á Celsíus — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tima hlti vsóur Akureyri -3 alskýjað Reykjavfk 0 snjókoma Bergen 1 lóttskýjað Helsinki -4 þokumóða Jan Mayen -14 renningur Kaupmannah. -1 snjókoma Narssarssuaq -9 léttskýjað Nuuk -12 iéttskýjað Osló -1 snjókoma Stokkhólmur -1 þokumóða Þórshöfn 1 alskýjað Algarve 19 þokumóða Amsterdam 4 úrk.fgr. Aþena 9 skýjað Barcelona 12 mlstur Berlln 2 snjókoma Chicago -1 léttskýjað Glasgow vantar Feneyjar 6 þokumóða Frankfurt 2 snjóél Hamborg 0 snjókoma Las Palmas 24 skýjað London 7 skýjað LosAngeles 10 heiðskfrt Lúxemborg 1 snjóél Madrid 12 mlstur Malaga 1S mistur Mallorca 14 léttskýjað Miami 17 léttskýjað Montreal -8 alskýjað NewYork -1 léttskýjað París 4 haglél Róm 9 þokumóða Vln 4 skýjað Washlngton 2 slydda Winnipeg -1 snjókoma Rafbúð Jónasar Þór við Aðal- stræti 73 eyðilagðist í eldi á laugardagsmorgun. Slökkvilið Patreksfjarðar var tilæ- kynnt um eldinn um kl. 6 Suðvest- an strekkingsvindur var þegar eldurinn kom upp. Nærliggjandi íbúðarhús voru ekki í teljandi hættu en mikinn reyk og neista- flug lagði yfír þau. Húsið brann nánast til kaldra kola og allt sem í því var. í húsinu var rafbúð, raf- vélaverkstæði og afgreiðsla fyrir vöruflutningabíl. Er því um veru- legt tjón að ræða. Eldsupptök eru ókunn en unnið er að rannsókn málsÍnS' - Fréttaritari. N áttúrufræðing- ar boða verkfall FÉLAG náttúrufræðinga hefur boðað boðað verkfall frá og með þriðjudeginum 31. mars næst- komandi. Atkvæði meðal félagsmanna, sem starfa hjá ríkinu, voru greidd í síðustu viku og talning fór fram á laugardaginn. 266 voru á kjör- skrá og 244 greiddu atkvæði, sem er tæplega 92% kjörsókn. Atkvæði með verkfalli greiddu 172, 60 voru á móti, auðir seðlar voru 10 og ógildir 2. Magnús Ágústsson fyrrver- andi héraðslæknir látínn MAGNÚS Ágústsson fyrrverandi héraðslæknir lést í Borgarspítal- anum sl. laugardag. Magnús var fæddur 11. febrúar 1901 í Birtingaholti, sonur hjón- anna Ágústs Helgasonar og Móeiðar Skúladóttur. Magnús var starfandi héraðs- læknir í Borgarflarðarhéraði í 18 ár og síðar í Hveragerðishéraði í yfír 30 ár. Sl. 2 ár var hann búsettur í Reykjavík ásamt eftirlifandi eigin- konu sinni Magneu Jóhannesdóttur. Þau eignuðust þijú böm, Guðrúnu, Jóhannes og Skúla. Magnús Ágústsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.