Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987
53
Hinn 9. mars síðastliðinn andað-
ist Jakob Gíslason fyrrverandi
orkumálastjóri, tæplega áttatíu og
fimm ára að aldri. Með honum er
horfinn einn af brautryðjendunum
í þeirri orkuvæðingu íslenska þjóð-
félagsins, sem staðið hefur yfir í
meira en hálfa öld.
Ég ætla ekki að rekja æviferil
Jakobs. Það munu aðrir gera. Ég
átti því láni að fagna að ráðast til
starfa hjá stofnun þeirri, er hann
veitti forstöðu, skömmu eftir að ég
lauk prófi og fór að leita mér að
atvinnu. Ég minnist þess frá fyrstu
árunum að hafa oft þurft að sitja
á fundum, sem hann stjómaði. Ekki
man ég lengur um hvað þeir fundir
Qölluðu, en það sem situr eftir í
huga mínum sem óreynds funda-
manns á þeim tíma, er stjóm Jakobs
á þeim. Mönnum hætti oft til að
gleyma sér og fara að rabba um
einhver dægurmál í stað fundarefn-
isins, en það hélst engum uppi lengi
hjá Jakobi. Með lipurð og lagni
sveigði hann alltaf umræðumar
aftur inn í réttan farveg. Jakob
hafði alla tíð mikinn áhuga á stjóm-
unarmálum og var aðalhvatamður
að stofnun Stjómunarfélags íslands
og formaður þess fyrstu árin og
síðar heiðursfélagi.
Jakob var óvenju víðsýnn stjóm-
andi. Hann hafði næman skilning
á gildi rannsóknarstarfsemi í þágu
nýtingar orkulinda landsins. Undir
yfirstjórn hans þróaðist öflug starf-
semi bæði á sviði vatnsorkurann-
sókna óg jarðhitarannsókna hjá
Raforkumálaskrifstofunni og síðan
arftaka hennar, Orkustofnun. Þetta
var einkar mikilvægt á sviði jarð-
hitarannsókna, þar sem fáar fyrir-
myndir var hægt að sækja út fyrir
landsteinana. Þegar orkukreppan
skall á snemma á áttunda áratugn-
um, rétt eftir að Jakob lét af
störfum sem orkumálastjóri fyrir
aldurs sakir, var stofnunin því vel
í stakk búin til að takast á við þau
verkefni, sem við blöstu til að auka
nýtingu innlendra orkulinda til hús-
hitunar í stað olíu.
Jakob hlaut margskonar viður-
kenningu fyrir þátt sinn í eflingu
rannsókna á orkulindum landsins.
Hann var kjörinn heiðursfélagi í
Vísindafélagi íslendinga 1962 og
heiðursfélagi í Jarðfræðafélagi Is-
lands. Á sl. ári var hann sæmdur
nafnbót heiðursdoktors við Háskóla
íslands.
Eftir að Jakob hætti störfum sem
orkumálastjóri mátti oft sjá hann á
ferðinni í húsakynnum Orkustofn-
unar. Þá var hann að sinna einu
af sínum mörgu áhugamálum, en
það var í orðanefnd rafmagnsverk-
fræðinga. Þar vann hann lengi
mikið og merkt starf, sem síðan
hefur verið haldið áfram af öðrum.
Um leið og ég minnist ánægju-
legs samstarfs við Jakob í tvo
áratugi sendum við hjónin Sigríði,
bömunum og öðrum aðstandendum
samúðarkveðjur.
Guðmundur Pálmason
Kveðja frá samferðamanni
Þegar hugsjónamaðurinn Jakob
Gíslason fyrrverandi orkumálastjóri
er kvaddur, fer ekki hjá því, að
samferðamenn hans horfi til baka
og rifji upp kynni og samstarf við
þennan sérstæða persónuleika.
Þrátt fyrir hógværð og hlédrægni
var hann á sinn hátt flestum félags-
lyndari. Hann hafði mörg áhuga-
mmál og átti þvi samleið um lengri
eða skemmri tíma með flölda manns
á ýmsum sviðum, þar sem hann var
oft kallaður til forystu.
Þótt orkumálin væru kjaminn í
annasömu dagsverki Jakobs, var
honum gefið að horfa til margra
átta í senn. Hann vildi leggja hverju
máli lið, sem horfði til framfara
fyrir land og þjóð. Einkum var hon-
um hugleikið að leita leiða til að
auka eigin þekkingu og samferða-
manna sinna til að takast á við ný
og áður lítt þekkt verkefni á nýrri
tækniöld. Honum var ljóst, að hefð-
bundin skólaganga svaraði ekki
kröfum tímans og þörfum atvinnu-
lífsins, þegar kom fram á miðja
öldina. Einkum átti þetta við um
verkmenningu landsmanna, skipu-
lagstækni, stjómun og rekstur
fyrirtækja. Honum var keppikefli,
að íslendingar yrðu ekki eftirbátar
annarra þjóða í verkmenningu og
framleiðni.
Þessi viðhorf Jakobs rifjast upp,
nú þegar hann er kvaddur. Það var
í kringum 1960, sem fundum okkar
bar saman til að ræða hugmynd
hans um að stofna félag til að örva
stjómendur íslenzkra fyrirtælqa til
að tileinka sér nýjungar í vinnu-
brögðum og rekstrarháttum. Orðið
stjómun var, þegar hér var komið
sögu, enn vel geymt í Orðabók Sig-
fúsar Blöndal.
Sjálfur hafði ég nokkmm ámm
áður lokið námi í iðnaðarverkfræði
og tekist á hendur að veita Iðnaðar-
málastofnun íslands forstöðu. Þótt
aldarfjórðungur skildi okkur Jakob
að í ámm varð það engin hindmn
þess, að við næðum saman um sam-
eiginlegt hugðarefni. Það er fáum
gefið að vera vakandi og áhugasam-
ir fram á efri ár. Þessum eðliskost-
um Jakobs kynntist ég vel í margra
ára samstarfi. Einmitt af þessari
ástæðu átti hann auðvelt með að
starfa með sér yngri mönnum. Sú
virðing sem Jakob naut og þau
áhrif sem hann hafði á samstarfs-
menn sína, eldri sem yngri, varð
hveiju því málefni til framdráttar,
sem hann beitti sér fyrir.
Og þannig varð það með Stjóm-
unarfélag íslands, sem stofnað var
24. janúar 1961. Þótt efasemda
gætti hjá einstaka mönnum um til-
gang og hlutverk þessa nýja félags,
kom fljótt í ljós, að það átti mikinn
hljómgrunn meðal stjómenda í at-
vinnulífinu. Fjöldi áhugasamra
manna fylkti liði undir merkjum
félagsins, en fyrstu stjóm þess skip-
uðu auk Jakobs, sem var nánast
sjálfkjörinn formaður, þeir Gunnar
J. Friðriksson, Gísli V. Einarsson,
Eyjólfur Jónsson og undirritaður.
Ámi Þ. Ámason var fyrsti fram-
kvæmdastjóri félagsins. Náið
samstarf var milli Stjómunarfélags-
is og Iðnaðarmálastofnunar um
langt árabil og var félagið lengi vel
til húsa hjá stofnuninni.
Saga Stjómunarfélagsins verður
ekki rakin við þetta tækifæri. Fé-
lagið hefur átt því láni að fagna,
að þar hafa jafnan valizt til forystu
víðsýnir og hæfir formenn og
stjómendur að ógleymdum atorku-
sömum framkvæmdastjómm og er
svo enn.
Erfitt er að meta til fulls þau
áhrif, sem Stjómunarfélagið hefur
haft á íslenzkt atvinnulíf og þjóð-
félag. Nú þegar félagið hefur löngu
slitið bamsskónum og hefur miðlað
þúsundum íslenzkra stjómenda í
atvinnulífinu hagnýtri fræðslu og
nýjungum á sviði stjómunar, fer
ekki hjá því, að áhrifa þess gæti
orðið víða. Ekki má heldur gleyma
áhrifum félagsins á æðri mennta-
stofnanir, og fjölda ungs fólks, sem
hefur valið námsbrautir heima og
erlendis á sviði stjómunar. Kyn-
slóðaskipti hafa mjög víða átt sér
stað meðal stjórnenda í íslenzkum
atvinnufyrirtækjum á þeim tíma,
sem Stjómunarfélagið hefur starf-
að. Tel ég ekki ofsagt, að Stjómun-
arfélagið hafi lagt gmnninn að
varanlegri breytingu í íslenzkum
atvinnurekstri. Það hefur skapað
nýjan skilning á hlutverki stjóm-
andans í atvinnulífinu, það hefur
beint og óbeint stuðlað að því, að
íslendingar hafa eignazt stóran hóp
fólks með hagnýta og fræðilega
menntun í stjómun fyrirtækja og
síðast en ekki sízt miðlað þekkingu
til mikils fjölda stjómenda og
starfsmanna, sem óhugsandi er að
atvinnureksturinn geti verið án á
öld upplýsinga og tölvutækni.
Það er því ekki fjarri lagi, að
hugsjónir Jakobs Gíslasonar og
annarra stofnenda Stjómunarfé-
lagsins hafí rætzt. En hvaða augum
leit Jakob starfíð og lífshamingj-
una? í setningarræðu á ráðstefnu
um starfsmannamál 1962 sagði
hann m.a.: „Störf okkar og vinna,
em einn meginþáttur lífs okkar og
lífsinnihalds. Lítum við í eigin barm
og spyijum hvers virði störf okkar
em okkur sjálfum, þá hljótum við
vissulega að viðurkenna, að starfið
og vinnan er okkur ekki einhliða
peningaleg tekjulind, störf okkar
em hálft okkar líf, sjálf framkvæmd
þeirra er snar þáttur lífshamingju
okkar, gmndvöllur sjálfsvirðingar
og trúar á tilgang lífsins. Að stuðla
að lífshamingju einstaklingsins með
því að veita honum hin fullkomn-
ustu starfsskilyrði, er því veigamik-
ill og göfugur þáttur í stjóm og
meðferð starfsmannamála og til
mikils menningarauka, ef vel tekst
hjá vorri þjóð.
Að sjálfsögðu skiptir ekki síður
máli að líta á hina hliðina, nefnilega
nýtingu á vinnutíma, starfskröftum
og hæfileikum hins starfandi fólks
í þágu þeirra fyrirtækja og atvinnu-
vega, sem það starfar við, með hag
og afkomu fyrirtækja og atvinnu-
rekstrar fyrir augum. En í því
sambandi má raunar fullyrða, að
hið fyrra næst ekki að fullu nema
hið síðara náist einiiig. Til lengdar
getur naumast nokkur maður hald-
ið starfsánægju sinni og sjálfsvirð-
ingu nema finna það hjá sjálfum
sér, að hann vinnur vel og dyggi-
lega og skilar frá sér verki, sem
hann veit að verða muni fyrirtæki
hans og öðmm að góðu gagni, og
gerir hann verðugan þeirra launa,
er hann hlýtur fyrir það."
Sú lífsskoðun, sem þama kemur
fram, lýsir Jakobi e.t.v. bétur en
gert verður með mörgum orðum.
Þótt samskipti okkar Jakobs hafi
um langt árabil verið mikil og
ánægjuleg innan Stjómunarfélags-
ins, störfuðum við einnig saman
innan Verkfræðingafélagsins,
Rannsóknaráðs, Sambands ísl. raf-
veitna og iðnþróunarráðs. Ég hef
því margs að minnast frá liðnum
árum frá samstarfinu við þennan
látna félaga. Þær minningar geymi
ég í þakklátum huga. Meðal þeirra
er nokkurra daga samvera í Róma-
borg í október 1962, þegar Jakob
ásamt sinni glaðværu og heilsteyptu
eiginkonu, Sigriði Ásmundsdóttur,
og við Helga sóttum Evrópuráð-
stefnu um stjómunarmál. Var
jafnan síðan vingott milli okkar
hjóna og endurfundir hveiju sinni
ánægjuefni.
Á kveðjustundu sendum við
Helga þér, kæra Sigríður, og fjöl-
skyldunni allri innilegar samúðar-
kveðjur.
Sveinn Björnsson
„Allt orkar tvímælis þá gjört er,“
og svo hlýtur að hafa verið um sum
verk Jakobs Gíslasonar á löngum
embættisferli. Þó er það svo, að
eftir 41 árs kynni af mági mínum
minnist ég ekki að hafa nokkurn
tíma efast um ágæti orða hans eða
verka. Hann hugsaði mikið, talaði
lágt og ekki að óþörfu, fram-
kvæmdi hljóðlega. Slíkum mönnum
vinnst oftast vel, og svo var um
hann. Þrátt fyrir hógværðina náði
hann langt, hlotnaðist mörg viður-
kenning og var metinn að verðleik-
um. Þó náði hann lengst sem
maður, óvenju grandvar og dreng-
lundaður íslendingur. Þeir munu
sakna hans mest sem þekktu hann
best.
Tryggvi Ásmundsson
Kveðja fráStjórnunarfélagi
íslands
Það eru margir sem hafa lagt
mikið og óeigingjarnt starf af mörk-
um í þágu Stjómunarfélags íslands
í þann rúma aldarfjórðung, sem það
hefur starfað. Á engan er hallað
að nefna þar fyrstan dr. Jakob
Gíslason fyrrverandi orkumála-
stjóra.
Jakob var aðalhvatamaður að
stofnun Stjómunarfélagsins, sem
stofnsett var 24. janúar 1961. Hann
var jafnframt kosinn fyrsti formað-
ur stjómar og leiddi störf þess til
ársins 1973. Þannig var Jakob
stjórnarformaður í tólf ár, eða ná-
lægt því helming þess tíma sem
félagið hefur starfað. Einnig var
hann lengi í stjóm eftir að hann
hætti formennsku.
Þegar minnst var tuttugu ára
afmælis félagsins í janúar 1981 var
Jakob gerður að heiðursfélaga í
Stjómunarfélaginu. Hann er fyrsti
og eini heiðursfélagi þess.
Brennandi áhugi Jakobs á stjóm-
unarmálum kom fram í öðrum
störfum hans. Sérstaklega er minnt
á störf hans í ýmsum opinberum
nefndum, sem fjölluðu um stjómun-
ar- og hagræðingarmál. Stjómun-
armál voru Jakobi hugsjónarmál.
Hann gaf mikið af sjálfum sér og
sinnti þessum málum af einlægni
og alvöru. Markmiðið var að stuðla
að árangursríkari stjómun fyrir-
tækja og stofnana í landinu, bæði
með því að endurbæta fræðilegar
og mannlegar aðferðir. Um fyrstu
fundi félagsins sagði Jakob í við-
tali, sem birt var í Stjómunar-
fræðslunni, 1. tbl. 1981: „Manni
fannst þetta stöðugar vakninga-
samkomur fyrstu árin.“ Þegar litið
er til baka yfír liðinn aldarfjórðung
er augljóst að miklar framfarir hafa
orðið í stjómun á íslandi. Framlag
Jakobs til þessara mála verður seint
fullmetið.
Stjómunarfélag íslands vottar
dr. Jakobi Gíslasyni á kveðjustund
virðingu og þakkir fyrir gæfurík
störf og sendir aðstandendum hans
innilegar samúðarkveðjur.
Þórður Friðjónsson
Legsteinar
ýmsar gerðir
Marmorex
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
Blómastofa
FriÖjinns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið ötl kvöld
tíl kl. 22,- eínnig um helgar.
Skreytingar við öll tllefni.
Gjafavörur.
SVAR
MITT
eftir Billy Graham
Illska heimsins
o g trúin
Eg þrái af einlægu hjarta að trúa eins og þú, en mér er
það algjörlega um megn. Það sem hindrar mig er öll skelf
ingin í heiminum, eins og glæpir og ódáðaverk. Eg get
ekki trúað því, að Guði þyki vænt um mig, þegar eg sé
allt það, sem er öfugt og snúið í heiminum og virðist benda
til þess að Guð láti sér nokkum veginn á sama standa.
Já, ef eg sæi ekki annað en fyrirsagnimar í blöðunum dag
eftir dag mundi eg líka láta hugfallast. Illskan í heiminum
er mikil. Og meira en það: Ef við erum einlæg, sjáum við að
illskan er líka í hjörtum okkar sjálfra.
En í ljósi þessa verður elska Guðs ennþá dásamlegri í mínum
augum. Hugsaðu þig um andartak. Segjum sem svo að þú
eigir vin. Hann fer alltaf að óskum þínum, og það er gott að
vera í návist hans. Það væri auðvelt að láta sér þykja vænt
um slíkan mann, er ekki svo?
En hugsum okkur annan mann, sem kemur illa fram við
þig og er sífellt til vandræða og jafnvel hatar þig. Hvað fynd-
ist þér ef þér þætti samt sem áður vænt um þennan mann?
Væri það ekki að vissu leyti enn meiri kærleikur en í fyrra
tilvikinu, vegna þess að maðurinn væri ekki elsku verður?
Guð elskar okkur ekki vegna þess að við séum laus við
synd og elskum hann ávallt eins og okkur ber. Nei, hann el-
skar okkur þrátt fyrir syndir okkar.
Já, öll illskan sem þú sérð í kringum þig (og jafnvel innra
með þér) stafar í raun og veru af því, að við höfum risið upp
gegn Guði. Við höfum ákveðið að stjórna lífi okkar sjálf, Guð
á ekki að koma þar nærri. En þegar Guði er úthýst, verður
ekki komist hjá ófriði. Samt elskar Guð okkur og hann vill að
við hverfum aftur til hans og kynnumst þeim friði sem hann
einn getur veitt.
Hvemig má þetta verða? Það getur orðið, vegna þess að
Guð sendi son sinn í heiminn til að frelsa okkur og leiða okk-
ur aftur til sín. Biblían segir: „Guð auðsýnir kærleika sinn til
vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn, meðan vér enn vorum
í syndum vorum“ (Róm. 5,8).
Þetta er sönnunin, sem þú þarfnast. Guð elskar þig og sönn-
unin er að Kristur var fús til að deyja fyrir þig. Þú getur
öðlast reynslu af þessum kærleika og lært að elska Guð með
því að fela sjálfan þig Jesú Kristi.