Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987
fclk í
fréttum
Enn um vetrartísku
Hér er eitthvað fyrir pq'ónakön-
ur, sem áhuga hafa á nýjustu
tísku. Sá ljóður er þó á tískunni,
sem hér er sýnd, að hún er eigin-
lega „of ný“ — megi svo að orði
komast. Þetta er nefnilega tíska
næsta vetrar og við vorum að vona
að við gætum farið að kveðja þenn-
an fyrir fullt og allt!
Þessi stúlka er í kjól frá Ninu
Ricci og hér fer saman stílfesta
og frumleiki, án þess að um neina
framúrstefnuflík sé að ræða.
Svart virðist ætla að vera tisku-
liturinn í ár, en yfirleitt er dregið
úr áhrifum litarins með ein-
hveijum hætti — hér eru það
glaðlegir dílar og berar axlir,
sem rífa kjólinn upp úr svart-
nættinu.
Hjá Alistair Blair fékk svart svo
sannarlega að njóta sín. Hér er
svartur silkikjóll frá honum og
hér er allt að því um afturhvarf
til sautjándu aldar að ræða þegar
mjaðmirnar eru annars vegar.
Að minnsta kosti er farið að
styttast í krinólinið. Enn sem
fyrr eru axlir berar og mittið
mjótt.
í lok hverrar tiskusýningar er
sýndur brúðarkjóll og svo er
einnig hér. Þessi er frá Alistair
Blair og er svartur með hvítum
hönskum og hvitu slöri.
Reuter
Hér er komin frönsk tískusýning-
arstúlka, sem er i pijónapeysu,
sem reyndar er heil flik, ein og
sér. Við er trefill, húfa og hvitar
sokkabuxur. Munstrið má fá i
ýmsum mjúkum, en fjörlegum
litum. Klæðin hannaði hinn
þekkti tiskuhönnuður Per Spook,
en hann bendir þó á að með þvi
að fjarlægja húfuna og trefilinn,
megi nota peysuna við hvað sem
er, hvar sem er og hvenær sem
er.
Þessi flik er nú ekki þingmanna-
leið frá gamla góða föðurlandinu
og er nú hér með upp á grín,
enda tilheyrir hún ekki vetr-
artiskunni. Þessi röndótti kjóll
er frá Betty Jackson og gerður
fyrir síðsumar og haust.
Meðan úrslita var beðið tóku liðsmenn skólanna lagið. Frá vinstri eru: Tryggvi G. Árnason, Stefán
Gunnarsson, Sigurður Öm Berhöft, Sveinn Valfells III, Auðunn Atlason, Sigmar Guðmundsson, Birgir
Ármannsson og Ulugi Gunnarsson.
Sigurliðið: Sigmar Guðmundsson,
stjóri, og Sigurður Öm Berahöft.
Hér má sjá Birgi Ármannsson
óska andstæðingum sínum til
hamingju með sigurinn.