Morgunblaðið - 17.03.1987, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987
ERLENT
Bjóða Norðmenn Sovétmönn-
um aukinn selveiðikvóta?
Reuter
Froskagöng
Umhverfisverndarsinnar vígðu á föstudag fyrstu froskagöngin
á Bretlandi. Göngin liggja undir hraðbraut eina. Ekið er yfir
um 150 þúsund froska á ári hverju á hraðbrautum á Englandi.
Froskurinn á myndinni gægist hér yfir barminn á skilti, sem
hangir yfir göngunum.
Sao Paulo. Reuter.
FIDEL Castro, Kúbuleiðtogi,
fagnaði í gær þeirri ákvörðun
Brazilíumanna að fresta vaxta-
greiðslum af lánum i erlendum
einkabönkum. „Hér er um að
ræða sögulega ákvörðun," sagði
hann í viðtaU við brazilíska tíma-
ritið Veja.
„Það ber vott um hugrekki að
láta hagsmuni þjóðarinnar sitja í
fyrirrúmi,“ sagði Castro en 20.
febrúar sl. ákváðu stjómvöld í Braz-
ilíu sð fresta vaxtagreiðslum af 68
milljarða dala skuld í erlendum
einkabönkum til að ganga ekki um
of á gjaldeyriseign þjóðarinnar og
treysta samningsstöðuna gagnvart
útlendum lánardrottnum.
Castro sagði, að þriðja heims
ríkin gætu ekki greitt skuldir sínar
og að lánardrottnamir ættu að af-
skrifa þær. „Við skulum huga að
því, að nú er ekki lengur um það
rætt, að vanþróaðar þjóðir greiði
niður höfuðstólinn, aðeins vextina,
og nú er svo komið, að mörg em
ófær um það einnig.“
manna við Jan Mayen er 4500 dýr,
en Norðmenn mega veiða 21.500.
Vísindamenn áætla fjölda sela í
norðurhöfum um fjórar milljónir.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
yfir að ráða tæplega 8 millj. norskra
króna (um 40 millj. ísl. kr.) fjárveit-
ingu vegna selveiða á þessu ári. I
norska selveiðiflotanum em sex
skip, og er veiðigeta þeirra
10-12.000 dýr á ári, að sögn Trond
Wold.
Fagnar frestun á vaxtagreiðslum
Bretland:
Roy Jenkins rekt-
or Oxfordháskóla
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
ROY Jenkins, fyrrverandi fjár-
málaráðherra og einn af stofn-
endum Jafnaðarmannaflokksins,
var kjörinn rektor Oxfordhá-
skóla síðastliðinn laugardag.
Hann heldur embættinu til
dauðadags.
Stockton lávarður, eða Harold
MacMillan, var kjörinn rektor Ox-
fordháskóla árið 1960. Embætti
rektors við Oxford er valdalaust og
felst aðallega í að vera viðstaddur
samkomur fyrir skólans hönd og
afhenda gráður og nafnbætur.
Joy Jenkins hlaut 3249 atkvæði,
Blake lávarður varð í öðm sæti með
2674 atkvæði og Edward Heath,
fyrmm leiðtogi Ihaldsflokksins og
forsætisráðherra, fékk 2348 at-
kvæði. Mark Payne læknir, sem
einnig gaf kost á sér, hlaut 38 at-
kvæði. Atkvæðisrétt hafa allir
fyrrverandi nemendur skólans, sem
lokið hafa prófí og keypt sér MA-
próf. En til að greiða atkvæði þurfa
þeir að fara til Oxford dagana, sem
kosið er, því að ekki er heimilt að
greiða atkvæði í pósti. 8390 kusu,
mun fleiri en fyrir tæpum þtjátíu
ámm. Roy Jenkins er 193. rektor
háskólans, og einn af forverum
hans í embætti var Oliver Cromwell.
Ymsum þótti miður, hvað stjórn-
mál blönduðust inn í kosningabar-
áttuna til þessa embættis nú, en
fyrir þijátíu ámm var hún engu
Roy Jenkis með rektorshempuna
á herðum.
minni og fór þá að mestu fram í
bréfadálkum The Times. í sam-
felldri sjö alda sögu þessa embættis
hafa úrslitin ævinlega verið tilkynnt
á latínu. En nú var hefðin rofín og
þau lesin á ensku. Fáir skildu latín-
una fyrir þremur áratugum; enn
færri hefðu gert það nú.
Fidel Castro Kúbuleiðtogi:
Ósló. Norinform.
NORÐMENN ættu að bjóða Sov-
étmönnum aukinn selveiðikvóta
í kringum Jan Mayen i ákveðinn
tima, að áliti Einars Hepsöe,
formanns norsku sjómannasam-
takanna, eða a.m.k. á meðan
Norðmenn eru að byggja upp
selveiðiflota sinn og afla nýrra
markaða.
Trond Wold, blaðafulltrúi norska
sjávarútvegsráðuneytisins, segir, að
þessi tillaga sé allrar athygli verð.
Sovétmenn hafa ekki dregið úr sel-
veiðum á þessum áratug í sama
mæli og Norðmenn. Þeir hafa yfír
flota og mannskap að ráða til að
veiða sel og þeir hafa áhuga á að
auka veiðamar.
Selveiðar Norðmanna eru nú í
algeru lágmarki. Á áttunda ára-
tugnum veiddu þeir um 300.000
seli árlega, en á síðasta ári aðeins
20.500 dýr. Um 20.000 þeirra
veiddust á hafsvæðinu austur af
Norður-Grænlandi, en aðeins 500
við Jan Mayen. Selveiðikvóti Sovét-
Karlmenn í Singapore
hvattir lögeggjan:
„Takið ykkur
fleiri konur“
-segir Lee forsætisráðherra, sem
telur það hafa verið hörmuleg mi-
stök að innleiða einkvæni
LEE Kuan Yew, forsætisráð-
herra eyríkisins Singapore, lítur
á þjóð sína, tvær og hálfa milljón
manna, sem eina stóra fjölskyldu
- og sjálfan sig sem almáttugan
fjölskylduföður.
í stjómartíð Lees hafa eyjar-
skeggjar vanist því, að höfuðpaur-
inn skipti sér af smáu sem stóru í
fjölskyldunni og birti t.d. lagafyrir-
mæli um hársídd karla eða gefí út
dagskipan um, að refsivert sé að
hrækja á götum úti.
En það, sem fjölskyldufaðirinn
hefur mestar áhyggjur af nú, er
viðkoma þjóðarinnar. Áður fyrr áttu
Singapore-konur of mörg böm
(„Tvö em nógu mörg,“ sagði foring-
inn þá.), en nú fæðast of fá böm
þar í landi. Nýjustu tilmæli (fyrir-
skipun) Lees er því: „Minnst tvö,
þijú væri betra og allra helst fjög-
ur, ef fólk hefur efni á því.“
Lækkandi fæðingartala í Singa-
pore hefur gert forsætisráðherran-
um myrkt fyrir augum, þegar hann
hefur horft fram á veginn: „Við
verðum að breyta þessu snarlega,
annars blásir hmn við okkur innan
20 ára,“ segir hann.
Þörf fyrir greind börn
Fyrir um 30 áram eignuðust kon-
ur í Singapore 6,4 böm að meðal-
tali, ef marka má opinberar tölur
(Og hér er auðvitað átt við hjóna-
bandsböm, því að Lee er ákaflega
siðavandur). Árið 1970 var talan
komin niður í 3,1 bam á konu og
1985 aðeins 1,6 böm. Eins og kunn-
ugt er þurfa bömin að vera minnst
tvö á fjölskyldu, ef halda á fólks-
ijöldanum í horfínu.
Kínveijar, sem era um þrír fjórðu
hlutar eyjarskeggja, gera ekki
meira en að vera hálfdrættingar
miðað við það, sem vera þyrfti, ef
þeir ættu að gegna þessari við-
komuskyldu sinni. Indveijar, sem
era um 6% þjóðarinnar, era 10%
neðan við óskamark stjómarinnar,
en Malajamir, sem eru um 15%
íbúanna, fara 7% fram úr markinu.
Þannig er fyrirséð, að hlutföll þjóð-
arbrotanna hljóta að raskast
Kínverjum í óhag, ef svo heldur
Börn í Singapore. Lee Kuan Yew forsætisráðherra (á innfelldu myndinni) segir, að landið hafi
þörf fyrir greind börn.
fram sem horfír. Lee Kuan Yew er
Kínverji.
Forsætisráðherrann hefur ein-
falda skýringu á mismunandi
fijósemi þessara þjóðfélagshópa á
reiðum höndum. „Þetta stafar áf
mismunandi menntunarstigi," segir
hann. Hann er sannfærður um, að
heimskar og fátækar konur eignist
of mörg heimsk böm, sem hljóti
fátæktina í vöggugjöf. Menntaðar
konur, sem njóta velgengni, eignast
of fá greind og farsæl böm. En það
era einmitt þau böm, sem landið
hefur þörf fyrir, segir hann.
Lærum af Japönum
Við ættum að læra af Japönum,
segir Lee. Þeir eflast stórlega að
greind með ári hveiju, því að jap-
anska menntakonan fmnur hjá sér
sterkari hvöt til að gegna móður-
hlutverkinu heima fyrir en að
einblína á góð embætti. En Lee
kennir karlmönnunum líka, í hvert
óefni er komið. Margir Singapore-
karla era að hans sögn ragir við
að bindast konum, sem era jafnokar
þeirra á andlega sviðinu eða jafnvel
ofjarlar.
Forsætisráðherrann lækkar
síðan róminn og minnir á, að „í
gamla daga“, þ.e. á tfmum Konfúsí-
usar, hafí vandamál á borð við þetta
verið leyst „með fjölkvæni". Sá sem
átti velgengni að fagna og stóð
öðram framar, átti einnig fleiri kon-
ur. En í Singapore var innleitt
einkvæni. „Það var misráðið og
heimskulegt," segir Lee.