Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987 51 Sigurveig Stein- grímsdóttir - Minning Eitt af því besta í lífi hverrar manneskju er góð móðir, nú vil ég er ég kveð tengdamóður mína, Sig- urveigu Steingrímsdóttur, segja að það er ekki síður mikilvægt og sannarlega lán að eignast góða tengdamóður. Ég læt hugann líða. Það var sumar og árið var 1961. Sólin skein og það var gott að vera til. Ung stúlka sunnan úr Hafnar- firði hélt til sumarvinnu í Hvalfirði. Hún var dökk á brún og brá og ég verð að viðurkenna að hjartað tók að hoppa í bijósti mínu. Hún vann í söluskála bróður míns og ég bauðst til að hjálpa henni við öll frágangsverk. Við notuðum sumar- ið til að kynnast og fljótlega fann ég hvað hún og móðir hennar voru nánar og ég fór að hlakka til að hitta þess konu sem svo mjög átti hug dóttur sinnar. Haustið kom og ég var kynntur fyrir móðurinni sem við kveðjum hér í dag. Þvílík mann- eskja, þvflík móðir, þvílík kona. Hún tók mér sem sínum kærasta syni, umvafði mig og gladdi á alla lund. Tíminn leið enn. Við eignuðumst dóttur, hún hlaut nafn móðurömmu sinnar, Sigurveigar. Veit ég vart fallegra samband ömmu og ömmu- bams. Þær voru samrýndar þannig að allt kynslóðabil hvarf og sam- verustundir þeirra voru ljúfar og fullar af gleði. Því bið ég að dagurinn í dag geymi að eilífu minningu þess liðna og minningu minnar góðu tengda- móður. Kári Þórisson Sunnudaginn 8. mars lést á Sól- vangi Sigurveig Steingrímsdóttir. Hún var dóttir hjónanna Ólafíu Hallgrímsdóttur, sem fædd var á Lónakoti í Hraunum 1885, og hefði því orðið 100 ára fyrir um tveim árum síðan, og manns hennar, Steingríms Torfasonar, sem fæddur var í Hafnarfirði 1882. Sjálf var hún fædd 26. september árið 1906 og átti því áttræðisafmæli á sl. hausti. Einn af hinum sterkari þáttum í öllu fari Siwu, eins og hún var kölluð af ættmennum og vinum, var meðvitundin um ætt og skyldleika, sem hún rætki fádæma vel. Því vil ég hér með nokkrum orðum, um leið og hennar er minnst, minnast foreldra hennar. Ólafía og Steingrímur gengu í hjónaband átjánda febrúar árið 1904 og bjuggu í Hafnarfírði allan sinn búskap, að undanskildum tveim fyrstu árunum, sem þau bjuggu í Reykjavík. Steingrímur lauk gagnfræða- og k 'nnaraprófi frá Flensborgarskóla og vann í eitt ár við klæðaverksmiðjuna Iðunni í Reylq'avík. Árið 1906, er hann svo hefír lokið kennaraprófi, fæðist Sig- urveig og þá um haustið fer hann að starfa sem kennari í Hafnar- fírði, til ársins 1911. Eftir það rak hann verslun og margskonar við- skipti í Hafnarfirði til dauðadags, árið 1946. Auk þessa var hann af- kastamikill í hverskonar félagsmál- um, m.a. formaður Sjúkrasamlags- ins og sóknamefndar Þjóðkirkju- safnaðarins á þeim tímum er unnið var að byggingu Hafnaifyarðar- kirkju. Hann var ritari bæjarstjóm- ar, 1921—23, í bæjarstjórn, 1920—23, í hafnarnefnd, skóla- nefnd og vatnsveitunefnd. í öllum félagsmálum og störfum að þeim var Ölafía hans stoð og stytta, til dæmis var hún ein af stofnendum Kvenfélags Hafnar- ijarðarkirkju og átti sæti í stjóm þess um árabil. Bæði unnu þau hjón ötullega að bindindísstarfi í Hafnar- fírði. Þau eignuðust 7 böm og eru nú þijú þeirra á lífi. Sigurveig fylgdist vel með í starfí foreldra sinna og giftist hún Jó- hannesi Gunnarssyni 1927. Hann var kaupmaður í Hafnarfirði allt til dauðadags, 1951. Jóhannes hóf verslun með tengdaföður sínum, en síðar ráku þeir hvor sitt fyrirtæki. Sigurveig var sérstaklega trygg- ur vinur vina sinna og ættrækin vel. Er þar skemmst að minnast áttræðisafmælisins, er hún þrátt fyrir sjúkrahúsvist sína gat ekki hugsað sér annað en komast heim og halda að minnsta kosti systkin- um og bömum, ásamt mökum, veislu að góðum og gömlum sið. Böm þeirra Sigurveigar og Jó- hannesar eru: Ólafur, býr í Hafnar- firði; Hólmfríður, býr í Mosfells- sveit; Ólafía, býr í Hafnarfírði; Gunnar, býr í Hafnarfirði; og Guð- rún, býr í Reykjavík. Eftir lát manns síns rak Sigur- veig fyrirtæki hans um nokkurt árabil og fór síðan út í rekstur eig- in fyrirtækis. Auk þess starfaði hún á nokkmm stöðum er hún veitti t.d. mötuneyti forstöðu. Til allra sinna starfa gekk hún af einstakri prúðmennsku og trúnaði, sem alls staðar skapaði henni traust hjá við- skiptavinum hennar. Hún var áhugasöm um sálarrannsóknir og fullviss um líf eftir þetta og góða heimkomu til eiginmanns, foreldra, systkina og vina. Það má því segja um hana hið foma: „Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur." Hvfli hún í friði. Mágur Birting afmælis- og minningargreina Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar framort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla,. að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. iÖllllÖ skrífstotupiýði Nú hefur aldeilis hlaupið á snœrið hjá skrifstofufólki. Þreytan er horfin og bakverkurinn líka - þökk sé nýja Dauphin skrifborðsstólnunn. Þeir sem setjast í stól frá Dauphin kynnast ótrúlegri hönnun. Stólbakið heldur hryggsúlunni í réttri stöðu, líkaminn verður afslappaður og vinnan verður auðveldari í stól frá Dauphin. í Skrifbæ eru Dauphin skrifborðsstólarnirí fjöl- breyttu úrvali, litafjöldinn er mikill og verðið er frá kr. 7.570, - stgr. Dauphin - stílhreinlr stólar, sannkölluð skrlfstofuprýði. DQUpHIN HVERFISGOTU 103 SIMI 25999 Askur, abakki, beyki (rautt og ljóst), eik (ljós og rauð), mahogny, ramin, tekk, ösp (White wood) í ýmsum stærðum til afgreiðslu úr vörugeymslu okkar á Smiðjuvegi 9, Kópavogi TIMBURLAND SMIÐJUVEGUR 9 - 200 KÓPA VOGUR - SÍMI46699
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.