Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 46
Sýnd kl. S — 7.0S — 9.05 — 11.15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987
- ’JRJ
Áhyggjur vegna
þróunar námslána
ÍSLENSKIR námsmenn í Skot-
landi hafa endurreist félagsskap
sinn þar í landi, en starfsemi
félagsins hefur leg’ið niðri um
árabil. Nýr stofnfundur félagsins
var haldinn í Edinborg nú í lok
febrúar. Á stofnfundinum komu
fram miklar áhyggjur náms-
manna varðandi framvindu
málefna Lánasjóðs íslenskra
námsmanna og samþykkti fund-
urinn eftirfarandi ályktun:
„Stofnfundur Félags íslenskra
námsmanna í Skotlandi átelur harð-
lega hugmyndir og vinnubrögð
menntamálaráðherra varðandi
breytingar á lögum lánasjóðsins.
Verði hugmyndir ráðherra að veru-
leika mun það stórlega skerða
jafnrétti til náms og valda því að
námsmenn verða að hverfa heim
frá námi erlendis. Það er álit fund-
armanna að núverandi lög séu
viðunandi og að það horfi öfugt
við, nú þegar menntun er almennt
viðurkennd sem mikilsvirkt hag-
vaxtarafl, að skerða frekar fyrir-
greiðslu til svo arðbærrar fjárfest-
ingar sem menntun er. Hugmyndir
og öll framganga menntamálaráð-
herra í málefnum LÍN bera vitni
um skammsýni og hljóta að skoðast
sem tilraunir sem miða að því að
fóma hagsmunum heils kjarahóps,
sem ekki eru burðugir, fyrir mis-
skilda lýðhylli.
Fundurinn krefur stjómmála-
menn skýrra svara um afstöðu
þeirra til málefna LÍN fyrir kom-
andi kosningar, svo námsmenn geti
greitt atkvæði í næstu þingkosning-
um á grundvelli þeirra svara.“
(Fréttatilkynning.)
Félag
námsmanna
í Skotlandi
endurreist
Topp spennumynd —
Clint Eastwood í toppformi
í toppmyndinni
Heartbreak Ridge.
BÍÓHÚSIÐ
Sími: 13800
Hin stórkostlega mynd
Samtíningur
og eftiröpun
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Furðuveröld Jóa (Making
Contact). Sýnd i Laugarásbíói.
Stjörnugjöf: ★ '/2
Þýsk/bandarísk. Leikstjóri:
Roland Emmerich. Handrit:
Hans J. Haller, Thomas Lechner
og Roland Emmerich. Framleið-
andi: Peter Huschka fyrir
Filmverlag der Autoren Miinch-
en. Kvikmyndataka: Egon
Werdin. Tónlist: Hubert Bart-
holomae. Helstu hlutverk:
Joshua Morrell, Tammy Shields,
Jerry Hall, Sean Johnson, Mathi-
as Kraus og Ghristine Göbbels.
Furðuveröld Jóa er hin undarleg-
asta samsuða og eftiröpun þýð-
verskra kvikmyndgerðarmanna á
verkum Steven Spielbergs og fleiri.
Þeir hafa hiklaust farið út í svo
augljósar og óforskammaðar eftir-
hermur á myndum eins og E.T.
sérstaklega en einnig Goonies og
Poltergeist (ogjafnvel fleiri), að það
vekur furðu manns and- og metnað-
arleysið. Og enn meiri er furða
manns vegna þess að myndin er
síst af öllu paródía á nefndar mynd-
ir, eins og búast mætti við, heldur
háalvarleg ævintýramynd.
Það er nú svo með eftirhermur
að þær eru næstum undantekning-
FRUMSÝNIR NÝJU
CLIIMT EASTWOOD
MYNDINA
Já hún er komin aftur þessi stórkostlega mynd sem sett hefur allt á
annan endann í gegnum árin bæði hérlendis og erlendis. í London
hefur Rocky Horror Picture Show verið sýnd samfleytt í sama kvik-
myndahúsinu í 3 ár.
Rocky Horror er mynd sem allir mæla með. Láttu sjá þig.
Aðalhlutverk: Tim Curry, Susan Sarandon, Barry Bostwick, Richard O’Brien
Leikstjórl: Jim Sharman.
Sýnd kl. 5 — 7 — 9 — 11.