Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 41
r
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987
Forsjárlausir bændur
eftir Þorvarð
Júlíusson
Þegar búið verður að skipta um
ríkisstjóm eftir kosningar leyfi ég
mér að vona að tekið verði til við
að moka út — hreinsa flórinn. Fyrst
verður að hreinsa til í landbúnaðar-
ráðuneytinu og síðan að skera
niðurrifsráðið niður við trog og alla
markaðshaldara og flækinga sem á
því óráði hanga. Þetta kostaði 14
milljónir króna árið 1985 en 34 millj-
ónir í fyrra, samkvæmt upplýsingum
Gunnars Guðbjartssonar, sem lét
þess getið, að ekki væri víst að það
væri nóg, þar sem fjölga þyrfti fólki
við niðurskurðinn á bændum og búfé.
Jóhannes er maður nefndur, sem
falið hefur verið að ráðstafa fé niður-
rifs- og eyðingarsjóðsins. í janúar
1986 lét hann svo um mælt í Morgun-
blaðinu að fækka þyrfti bændum um
2000 og skera 245 þúsund ær. Þótti
bændum hann mæla nokkuð digur-
barkalega. En Jón landbúnaðarráð-
herra endurréð piltinn í vetur og
samþykkir með þeirri gjörð framhald
þeirrar stefnu að eyða hundruðum
milljóna í eyðingu sauðQár ásamt
kaupum á minkum og refum, þó fá
eða engin refabú séu farin að skila
arði — en nokkur komin á hausinn.
- Bændur hafa verið minna en for-
sjárlausir síðan Ingólfur Jónsson á
Hellu hætti 1978. Síðan hefur allt
farið niður á við í málefnum bænda.
Það verða að teljast undur og fim,
að meirihluti þingmanna skuli hafa
samþykkt búyvörulögin. Þessir menn
nánast biðja um það að sjá landið í
eyði. Og það er fleira sem þeir verða
sekir um niðurskurð á en bændur
og þeirra búfé. Borgames, Búðardal-
ur, Hólmavík, Borðeyri, Hvamms-
tangi, Blönduós, Sauðárkrókur,
Akureyri, Húsavík, Kópasker og
mörgþorp á Austurlandi fara sömu
leið. Eg efast um að þingmennimir
hafi gert sér grein fyrir afleiðingum
af verkum sínum þegar þeir réttu
upp hönd til að samþykkja þennan
óskapnað seint í maí 1985.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn vill halda
andlitinu verður hann að lýsa því
yfir, að verði hann í stjóm eftir kosn-
ingar verði ólögin afnumin og SÍS
svift einkaleyfi á útflutningi á bú-
vöm.
Því verður ekki trúað, að ekki sé
unnt að selja kjöt af flallalambi fyrir
gott verð. En sú dauða SÍS-loppa,
sem yfir þessum málum hefur ráðið,
er ófijó og flest hefur verið ranglega
gert í sambandi við útflutning á úr-
valslambakjöti.
SÍS sagði bændum: Þið verðið að
byggja fín sláturhús, sem auðvitað
kosta hundmð milljóna. En það borg-
ar sig fljótt, því þá fáið þið æðandi
markað fyrir kjötið í Bandarfkjunum.
Auðvitað reyndist þetta lygi, en
bændur sitja uppi með þessi fordým
hús verkefnalítil. Og nái niðurskurð-
ur sauðfjár fram að ganga, sem
landbúnaðarráðherra keppir að,
verða húsin alveg verkefnalaus.
Af hveiju er á annan veg staðið
að því að selja síld en lambakjöt?
Þá er tekið til hendinni, Rússum svar-
að fullum hálsi og sagt, að kaupi
þeir ekki fyrir það verð, sem við
verðum að fá, fömm við annað með
okkar viðskipti. Og málið vinnst.
Sama má segja um hvalafurðir. Það
var sendur mannskapur til að semja
við Kanann um það, að Japanir
mættu kaupa þessa vöm af okkur.
Til þessa þurfti að vísu að fara nokkr-
ar ferðir til Bandaríkjanna, kijúpa
fyrir þarlendum og sýna valdamönn-
um takmarkalausa auðmýkt. En
þetta tókst og þessi dæmi sýna, að
Islendingar geta sett hnefann í borð-
ið og náð samningum um sölu afurða
sinna þó ekki blási byrlega þegar af
stað er farið.
Og bændur geta spurt með fullum
rétti:
Þorvarður Júlfusson
„Af hverju er á annan
veg staðið að því að
selja síld en lambakjöt?
Þá er tekið til hend-
inni, Rússum svarað
fullum hálsi og sagt, að
kaupi þeir ekki fyrir
það verð, sem við verð-
um að fá, förum við
annað með okkar við-
skipti.“
1. Því er ekki svona að málum
staðið þegar selja þarf dilkakjöt og
aðrar landbúnaðarafurðir?
2. Af hveiju sameinast þingmenn
og aðrir ráðamenn um það að skera
niður kaup bænda einna. Er hveigi
á öðmm vettvangi I þjóðfélaginu
greitt kaup sem telja má of hátt og
nauðsyn á niðurskurði?
3. Ætlast mennimir til að þeir fái
atkvæði bænda í staðinn fyrir slíka
meðferð á þeim og munu bændur
láta það um sig spyijast, að þeir
verði við þeirri ósk, þó óskammfeiln-
um þingmönnum, sem samþykktu
búvömlögin, komi til hugar að falast
eftir áframhaldandi stuðningi
bænda?
Hver stéttin af annarri getur spurt
sjálfa sig að því, hvert yrði hennar
svar, ef vegið hefði verið að kjömm
á sama hátt og gert hefur verið við
bændur.
Og hvað er til ráða?
Við þurfum mann á borð við Ing-
ólf Jónsson, sem þorir að standa
vörð um hag bænda gegn hvaða
stjómmálamanni sem er, óskamm-
feilnum ritstjómm og þeim öðmm,
sem hrært hafa í þjóðlífinu og stuðl-
að að árásinni á bændastéttina.
Eigi bændur að búa við ákveðinn
framleiðslukvóta verður kvóti að
koma á alla landsmenn.
Með ýmsum ráðum má afla Qár
til uppbyggingar gmndvallarat-
vinnuveganna, einkum þó land-
búnaðarins. Selja mætti rás tvö, ef
ekki útvarpið allt saman. Selja ætti
Áburðarverksmiðjuna, Kollafjarð-
arstöðina, Póst og síma, Rafmagns-
veitur ríkisins og ótal önnur
ríkisfyrirtæki.
Kaupfélögin þarfnast endur-
skipulagningar innan frá. Hér áður
var sagt: Kaupfélag — það er fólk-
ið. En hvað hefur gerst á síðustu
ámm? Mörgum útibúum kaupfélaga
hefur verið lokað — og jafnvel kaup-
félögunum sjálfum eða þau gerð
upp. Fólkið má svo sigla sína leið,
fjárans til.
Engnum hinna „spöku" fulltrúa
þjóðarinnar hefur enn dottið í hug
að lækka mætti milliliðakostnaðinn
í landbúnaðarframleiðslunni. Þess í
stað er þrengt svo að bændum, að
sumir þeirra neyðast til að hætta
búskap. Ég fullyrði, að landbúnað-
arvömr mætti lækka að mun til
neytenda, ef vel væri skoðað hvem-
ig vömverðið verður til. Enginn
þingmanna hefur enn lagt til að
skoðað yrði niður í kjölinn, hvers-
vegna það kostaði á sl. hausti 926
krónur að slátra einu lambi. Það
hefur heldur ekki verið skoðað,
hvort ekki mætti vemlega fækka
ráðunautum í ýmsum greinum og
yfirleitt stórlega fækka ríkisstarfs-
mönnum.
Það er ákveðið án umræðna að
heitið geti, að leggja tvær milljónir
króna í byggingu reiðhallar í höfuð-
borginni. Hvað skyldu margir
milljónatugir af almannafé verða
komnir í þá höll áður en yfir lýkur?
Ég tel það fé og þá milljónatugi,
sem varið er af ríkisfé til dagblaða,
betur komið til þess að fínna leiðir
til markaðssetningar á fjallalambi.
Og lái mér það hver sem vill.
Og vonandi koma þeir tímar, að
hagur bænda batni. Að augu manna
opnist fyrir því, að það vom ekki
bændur sem báðu um kvótann og
búvömskattinn. Sú ósk kom nefni-
lega fram innan Framsóknar — eða
niðurrifsflokksins eins og svo margt
illt, sem bændur hafa orðið að þola.
Kvótinn og fóðurvömskatturinn,
sem síðan er notaður til niðurrifs
bændastéttarinnar, er ekkert nema
svívirðilegt arðrán. Þetta á án efa
eftir að verða flestum ljóst og
bændastéttin að líta betri tíð. A
meðan má minnast orða Einars
Benediktssonar, sem er að finna í J
ævisögu hans eftir Jónas Jónsson
(útg. 1955 af Steindórsprenti), en
þar lagði Hriflu-Jónas til að Banda-
ríkjamenn keyptu allar okkar
afurðir gegn hervemdinni.
Er ei bóndans frelsi fómað
fyrir þjónsins rétt.
Lægst á bekkinn, lága stjómað
landsins óðalsstétt.
Höfundur er báadi á Söndum í
Vestur-Húnuvatnssýslu.
á Islandi,
Vatnagörðum 24,
sími 38772.
y '85-80 ’V
f JAPANESE >
CAR OF THE YEAR
1987
0 %
Z. «H© ^
í- © í
ÉtUlÉi
Einn athyglisverðasti bíll
síðaritíma, Honda Accord,
fyrirliggjandi.
Treystið vali
hinna vandlátu.
veljið Honda
Accord
Honda Accord
hefur hlotið ein-
róma lof bílasér-
fræðinga um víða
veröld. Honda Ac-
cord varvalinn bíll
ársins 1985 —
1986 í Japan og „Car
and Driver" völdu
Honda Accord og
Honda Prelude meðal
10 bestu bíla ársins í
Bandaríkjunum fimmta
árið í röð.
HOIVDAC 3d
Verð frá 390.400..-
HONDACivic 3d Sport
Verð frá 464.100.-
HODTDAiOivic 4d Sedan
Verð frá 458.900.-
HONDACivic Shuttle 4WD
Verð frá 557.500.-
HOIVOAPrelude EXS
Verð frá 662.900.-
HOiyOA.Accord Sedan
Verð frá 669.000.-