Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987
Nemendur bínda vonir
við að deilan leysist fljótt
YFIR framhaldskólunum í
Reykjavík hvfldi ró og friður
þegar Morgunblaðsmenn heim-
sóttu nokkra þeirra í gærmorg-
un. Kennarar sátu heima á fyrsta
degi verkfalls og hið sama var
að segja um bróðupartinn af
nemendunum. Á flestum stöðum
var þó um einhveija kennslu að
ræða þvi nokkrir stundakennar-
ar og kennarar í verklegum
greinum standa utan HÍK. Við-
mælendur úr hópi nemenda voru
óhressir með hvernig komið
væri. Skammt er til prófa og töf
í námi getur reynst dýr. Var þó
að heyra að flestir bindi vonir
við að deilan leysist í þessari
viku.
Samastaður verkfallsmanna
verður opnaður í dag í samkomusal
Sóknar við Skipholt í Reykjavík.
„Við ætlum að reka þessa „kenn-
arastofu" eins lengi og þörf er á,“
sagði Gísli Þór Sigurðsson sem situr
í svæðisstjóm HÍK í Reykjavík.
„Hér geta menn hist, þegið veiting-
ar og fengið fréttir. Hugmyndin er
að einhver úr saminganefnd komi
hingað og fræði okkur um stöðuna
1-2 á dag. Þá mun verkfallsstjóm
hafa miðstöð hér. Hennar hlutverk
verður væntanlega fyrst og fremst
að athuga ástandið í grunnskólun-
um þar sem gætu verið smátilfelli
sem þyrfti að leiðrétta."
Gísli sagði að 1100 kennar tælq'u
þátt í verkfallinu á landinu. 300
þeirra era grannskólakennarar þar
af tæpur helmingur hér í Reykjavík.
Kenndir 25 tímar af
1400
í Menntaskólanum í Reykjavík var
kennt í örfáum bekkjum en 10
kennarar af 65 taka ekki þátt í
verkfallinu. Kennslufært er í um
25 tímum af 1400 vikulegum. Guðni
Guðmundsson rektor sagði að nem-
endur hefðu verið sendir heim fyrir
helgina með ítarlega námskrá og
þeim sagt að lesa undir drep, eins
og hann orðaði það. „Segja má að
þijár vikur séu fram að fyrstu próf-
um. Við vonumst auðvitað til þess
að verkfallið standi ekki nema stutt-
an tíma. Meiningin er að keyra
einfaldlega áfram þegar því lýkur
og reyna að fara yfír það námsefni
sem nemendur hafa lesið heima."
Rétt ráðstöfun hjá
kennurum
Gnúpur Halldórsson og Þórir
Auðólfsson nemendur í fjórða bekk
'höfðu þegar tekið til við lesturinn
og hreiðraðu um sig í lesstofunni
Iþöku. „Ef þetta verður stutt verk-
fall er það svo sem ágæt hvíld, en
dragist það á langinn gæti það orð-
ið mjög slæmt," sögðu þeir. Þeir
töldu kennara hafa gert rétt í því
að nota tækifærið til að setja aukin
þrýsting á stjómvöld, nú þegar
skammur tími væri til prófa og
Alþingiskosninga. „Ef þeim tekst
að fá leiðréttingu kjara sinna með
verkfallinu var það rétt ráðstöfun,"
sagði Gnúpur.
„Ég styð kennara og þeirra
Iaunakröfur, þótt það sé auðvitað
hart að lenda í verkfalli einmitt á
þessum tíma,“ sagði Anna S. Ólafs-
dóttir nemandi í 5. bekk sem lá
yfír skraddum í íþöku. „Kennaram-
ir sögðu okkur bara að halda áfram
að lesa. Ég vona að verkfallið verði
ekki lengur en í viku,“ bætti hún
við.
Nemendur níunda
bekkjar áhyggjufullir
Verkfallið raskar einnig töluvert
starfsemi grannskólanna, og þá
aðallega námi í efstu bekkjum þar
sem háskólamenntaðir kennarar
era félagar í HÍK. Hópur af nem-
endum í 8. bekk Hagaskóla var á
leið heim úr skóla þegar blaðamann
bar að garði. Þau sögðust aðeins
geta sótt átta tíma í viku, í stað
um 30. í öðram bekkjum hefði verk-
falli hinsvegar mun minni áhrif á
kennsluna. „Verkfallið má ekki
dragast á langinn, þá komum við
illa undirbúin í vqrprófín. Það gæti
orðið mjög erfítt fyrir suma,“ sögðu
þau. „Kennaramir settu okkur bara
undir næstu tíma, án tillits til hven-
ær þeir yrðu. Það vora engar
ráðstafanir gerðar ef til verkfalls
kæmi, við höfum þessvegna aðeins
námsskrána frá því í haust að fara
eftir."
Stefáni Guðjónssyni nemanda í
9. bekk leist illa á útlitið. Aðeins
þijár vikur væra til samræmdra
prófa. „Þegar ég vaknaði í morgun
fannst mér gott að fá frí, en núna
sé ég að þetta er ekki nógu gott
út af prófunum." Hann sagði að
sennilega væri sinn bekkur óvenju
vel undirbúinn undir samræmdu-
prófín. „Við eram það fá, að búið
er að fara yfír mestalt námsefnið
en í öðram bekkjum er mikið eft-
ir,“ sagði Stefán.
„Ég held að við getum ekki lesið
mikið heima, það er svo margt sem
þarf að fá aðstoð við,“ sagði Nanna
H. Reykdal nemandi í 9. bekk að-
spurð hvort hún væri farin að huga
að heimanámi. „Ég missi helming-
inn niður af mínum tímunum. Það
er mjög slæmt fyrir okkur niundu
bekkinga ef verkfallið dregst mjög
á langinn," sagði Nanna.
Skárra að hrikti í stoð-
um núna en í haust
Bjöm Jónsson skólastjóri sagði
að nær helmingur kennara í Haga-
skóla væri í verkfalli. Fimmhundrað
nemendur era í skólanum þar af
140 í níunda bekk. „Það er skárra
að hrikti í stoðum núna í nokkra
daga, en að við þurfum að senda
krakkana heim með götóttar
stundatöflur í haust,“ sagði Bjöm
Jónsson skólastjóri Hagaskóla.
„Dæmið er einfaldlega hægt að
ganga upp í grannskólunum, við
fáum ekki hæft fólk til starfa þegar
þessi laun era í boði. Verkfallið er
í raun smáatriði - spumingin er
hvort að skólakerfíð heldur áfram
að drabbast niður," sagði Bjöm.
Önnin ónýt dragist
verkfall á langinn
Félag framhaldskólanna boðaði
til fundar á Lækjartorgi um kl.
17.00 í gær. Heimir Pálsson form-
aður HÍK flutti stutt ávarp. Honum
mæltist svo að verkfallið bitnaði
þegar til lengdar væri litið ekki á
nemendum, það væri hluti af bar-
áttu fyrir bættri menntun á Islandi.
í ræðu sinni hvatti formaður félags-
ins, Hrannar Amarson, fundar-
menn til þess að sína kennurum
samstöðu. Barátta þeirra væri ekki
aðeins fyrir bættum kjörum sér til
handa, heldur einnig menntakerfi
sem alið gæti upp komandi kynslóð-
ir með sóma.
Þrátt að til fundarins væri boðað
með skömmum fyrirvara og hríðar-
mugga væri í borginni þennan
eftirmiðdag gaf þar að líta á annað
hundrað nemenda úr flestum fram-
haldskóianna. Omuðu þeir sér við
rokktónlist hljómsveitanna „Rauðir
fletir" og „Príma".
„Við komum bara til þess að
fylgjast með og fá fréttir," sögðu
þrjár stúlkur úr Fjölbrautaskólan-
GSsli Þór Sigurþórsson á „Kenn-
arstofu" HÍK í Sóknarhúsinu við
Skipholt.
„Ég skil kennara og þeirra launa-
kröfur," sagði Anna S. Ólafs-
dóttir
„Nemendum var sagt að lesa
undir drep,“ sagði Guðni Guð-
mundsson rektor.
Algeng sjón i skólum landsins í gær: Auð og yfirgefin skólastofa.
Morgunblaðið/Einar Falur
um í Armúla, Herdís Bragadóttir,
Jóna Guðmundsdólttir og Helga
Barðadóttir. „Það er ekkert sniðugt
ef þetta dregst á langinn, þá eyði-
legst önnin," sögðu þær. „Þetta
yrði í annað sinn á minni skólatíð
sem kennsla raskast vegna vinnu-
deilna," bætti Jóna við. „Síðast
þegar það gerðist hætti ég í skóla."
Kristján Steinarsson hafði heyrt
fundinn augiýstan í „Útrás“, út-
varpsstöð framhaldskólanema og
ákveðið að fara niður á torg. Honum
þótti verkfailið slæmt. „Ég er byij-
aði nám á rafiðnaðarbraut í haust.
Öll kennsla hjá mér fellur niður,"
sagði Kristján. „Mér fínnst ekki
gott að missa svona úr. Annars
býst ég við að verkfaliið standi
svona í viku, varla lengur,“ bætti
hann við.
„Það er erfitt fyrir okkur að lesa
ein heima,“ sagði Nanna H.
Reykdal.
Stjóm Félags framhaldskólanna fundaði í Fjölbrautaskólanum i
Breiðholti i gær til að leggja á ráðin um aðgerðir næstu daga.
„Mér fannst verkfallið ágætt í
morgun, en núna sé ég að það
er slæmt út af prófunum," sagði
Stefán Guðjónsson.
Verkfall kennara