Morgunblaðið - 17.03.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1987
31
Reuter.
Skriðuföll í Perú
Þar sem áður var aðalgatan i þorpinu Pedregal í Perú er nú
urð og grjót og beljandi vatnsflaumur. Litli drengurinn átti
heima í húsinu fjœrst en ofan á því liggur nú heljarmikið bjarg.
Að undanförnu hefur verið mikið um skriðuföli i Andesfjöllum
og er vitað um 100 látna og margra er saknað.
Bretland:
Fjárlagafrumvarp-
ið lagt fram í dag
St Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
NIGEL Lawson fjármálaráðherra
leggur i dag fram fjárlagafrum-
varp fyrir næsta ár. Búist er við,
að tekjuskattur verði lækkaður,
dregið verði úr lántökum hins
opinbera, ellilífeyrir verði hækk-
aður og boðaðar aðgerðir gegn
atvinnuleysi.
Flestir búast við, að Margaret
Thatcher forsætisráðherra boði til
kosninga á þessu ári, hvort sem það
verður í júní, október eða í annan
tíma. Þessa fjárlagafrumvarps hefur
því verið beðið með mikilli eftirvænt-
ingu og það talinn lykillinn að
velgengni stjómarinnar í komandi
kosningum.
Við þetta hefur bæst óvenjugóð
staða ríkissjóðs. Tekjur hans hafa
farið sjö milljarða punda (420 millj-
arða ísl. kr.) fram úr áætlun.
Fjármálaráðherrann er því í þeirri
öfundsverðu stöðu á kosningaári að
geta lækkað skatta, dregið úr lántök-
um hins opinbera (og lækkað þar
með vexti) og aukið framlög ríkisins
til framkvæmda og velferðarmála.
Skoðanir eru skiptar um, hvort
þetta góðæri komi til af skynsam-
legri stjóm ríkisfjármála eða ýmsum
ytri þáttum, sem stjómvöld ráða ekki
við. Gagnrýnendur benda á, að tekjur
ríkissjóðs séu langt umfram áætlanir,
sem bendi til þess, að stjómin geti
ekki þakkað sér góðærið. Talsmenn
stjómarinnar segja á móti, að góðæ-
rið sé til komið af því, að stjóminni
haft smám saman tekist að skapa
skilyrði fyrir góðu efnahagslífí, skyn-
samlegum rekstri fyrirtækja og
hækkuðum launum. Hvert fyrirtækið
á fætur öðm hefur skilað methagn-
aði fyrir síðastliðið ár. Greiða þau
því meira til ríkisins en búist var við.
Framleiðni í breskum iðnaði hefur á
undanfömum ámm aukist meira en
í samkeppnislöndunum. Verð á hluta-
bréfum í breskum fyrirtækjum hefur
aldrei verið hærra en að undanfömu.
Búist er við, að tekjuskattur í
lægsta þrepi lækki um tvö prósentu-
stig, úr 29 í 27%. Ekki er talið, að
hann verði lækkaður í 25%, eins og
íhaldsflokkurinn lýsti yfir fyrir
síðustu kosningar, að hann ætlaði sér
að gera. Englandsbanki hefur lagst
gegn því, og ýmsir þingmenn íhalds-
flokksins telja, að slík lækkun líti út
eins og mútur til kjósenda.
Gert hafði verið ráð fyrir, að þak
á nýjar lántökur hins opinbera yrði
sett við sjö milljarða punda fyrir
næsta ár. Reiknað er með, að það
verði á bilinu fjórir til fimm milljarð-
Tíu sovéskir andófsmenn um opnunina í Sovétríkjunum:
Yfírborðsmennska og auglýs-
ing sem keypt er litlu verði
Hvetja Vesturlandabúa til að gjalda varhuga við „glasnost“
London. Reuter.
TÍU kunnir andófsmenn frá
Sovétríkjunum segja I grein,
sem birtist í gær, að breyting-
arnar, sem Mikhail Gorbachev
hefur beitt sér fyrir á sovésku
þjóðfélagi, séu aðeins yfir-
borðsmennska og hvetja þeir
Vesturlandamenn til að vera á
varðbergi. Meðal greinarhöf-
undanna eru m.a. vísindamað-
urinn Vladimir Bukovsky,
eðlisfræðingurinn Yuri Orlov
og leikstjórinn Yuri Lyubimov.
í grein í breska blaðinu The
Times of London segja þeir, að
það sé að sjálfsögðu fagnaðar-
efni, að baráttumönnum fyrir
auknum mannréttindum skuli
vera sleppt úr fangelsum og
nauðungarvinnubúðum en hér sé
þó um að ræða hámarksauglýs-
ingu fyrir lágmarkseftirgjöf.
Greinarhöfundar segjast hafa
miklar efasemdir um „glasnost“,
eða opnunina, en í samræmi við
hana hefur gagnrýnin umfjöllun
aukist í sovéskum fjölmiðlum,
nokkuð, sem hefði verið stimplað
„andsovéskur óhróður" fyrir ekki
löngpi síðan.
„Þessi stefna er fólgin í því
að hreykja sér af því, sem ekki
verður umflúið: það er tilgangs-
laust með öllu fyrir ráðamennina
í Kreml að halda úti stórri og
dýrri áróðursvél vegna þess, að
þeir eru svo fáir, sem trúa því,
sem frá henni kemur ...
Raunveruleg opnun ætti að
felast í almennri umræðu, sem
allir gætu tekið þátt í án þess
að óttast refsingu. Þess í stað
hefur flokkurinn enn sem fyrr
einkaleyfi á sannleikanum, dag-
skipunin er sú, að um stund skuli
hann vera dálítið gagnrýninn á
stjómvöld. Þau fyrirmæli kunna
að breytast á einum degi ...
Vesturlandabúar ættu að
hugsa sig um tvisvar áður en
þeir klappa Gorbachev lof í lófa
fyrir að gefa þegnum sínum fyr-
irheit um þjóðfélagsaðstæður,
sem fólk á Vesturlöndum sætti
sig ekki við stundinni lengur,"
segja andófsmennimir tíu í
greininni í The Times ofLondon.
Nigel Lawson
ar punda. Þetta dregur úr eftirspum
eftir lánsfjármagni og vextir lækka.
Búist er við, að vextir á húsnæðislán-
um lækki um eitt prósent.
Einnig er talið, að ellilífeyrir hækki
umfram verðbólgu, tekjuskattsmörk
verði hækkuð til að bæta hag hinna
lægstlaunuðu og aukin verði framlög
til vinnuþjálfunar þeirra, sem hafa
verið atvinnulausir lengi. Búist er við
skattaaðgerðum til að hvetja til fjár-
festinga í hlutabréfum og til að tengja
laun hagnaði. Áætlað er, að vin og
bensín hækki minna en sem nemur
verðbólgu, en tóbak hækki meira.
Fjármálaráðherrann hefur ekki
alltaf verið í jafnöfundsverðri stöðu
og nú. Á síðastliðnu hausti var pund-
ið í vandræðum á alþjóðlegum
fiármagnsmörkuðum, ráðherrann lá
undir ámæli fyrir að hafa misst tök
á því fjármagni, sem væri í umferð.
Sömuleiðis var hann sakaður um að
hafa beðið með hækkun á vöxtum,
þar til landsfundi íhaldsflokksins
væri lokið. Sjálfur gaf hann í skyn
þá, að ekkert svigrúm yrði til skatta-
lækkana í næsta fjárlagafrumvarpi.
Stjórnarandstæðingar andmæla
skattalækkunum á þeim forsendum,
að brýnasta verkefni efnahagslífsins
nú sé að draga úr atvinnuleysi. Það
eigi því að beina fjármagni hins opin-
bera til þess að skapa störf fyrir
atvinnulausa. Það sé líka mun ódýr-
ari leið til atvinnusköpunar en
skattalækkanir.
Ungmennin í Lyu-
bertsy fól eða
fyrirmyndarfólk?
Moskva, Reuter.
í kjöllurum nokkurra íbúðablokka í Lyubertsy, einnar af útborgum
Moskvu, höfuðborgar Sovétrikjanna, hittist reglulega og æfir líkams-
rækt, hópur ungmenna sem ákveðinn er í að viðhalda sovéskum
lifnaðarháttum. Mikið hefur verið fjallað um unga fólkið frá Lyu-
bertsy, síðan vikublaðið Ogonyok, sagði í siðasta mánuði að drengir
þaðan lúskruðu á pönkurum, hippum og öðrum sem væru undir vest-
rænum áhrifum. Logregluforingi nokkur sagði að blaðamenn hefðu
spunnið upp sögur um þetta fólk, en i þessari útborg sem er um 20
km frá miðborg Moskvu og i búa um 360.000 manns má sjá fjölda
ungmenna sem klæðist köflóttum siðbuxum, er virðist vera nokkurs
konar einkennisbúningur.
Fréttamaður Reuters í Moskvu,
Helen Womack, hitti að máli nokkra
unga menn og fékk að heimsækja
þá í klúbb þeirra í kjallara einnar
blokkarinnar. Þar voru við æfíngar
ungmenni á aldrinum 16-22 ára og
i eyrum glumdi tónlist leikin af rúss-
neskri rokkhljómsveit. Misha, 22 ára
íþróttaþjálfari og meðlimur Komso-
mol, ungliðahreyfíngar kommúnista-
flokksins, er stjómandi klúbbsins.
Hann segir að klúbburinn hafi verið
stofnaður fyrir 10 árum og hafí
starfað án leyfís þar til nú nýlega
að opinber yfirvöld hafí gefið leyfí
til starfseminnar. Um 20 ungmenni
mæti þangað reglulega til æfínga
og hafa yfir að ráða 9 litlum her-
bergjum sem búin eru ýmsum
æfíngatækjum sem klúbbfélagar
hafa sjálfir keypt. Misha segir grein-
ina í Ogonyok hafa gefíð ranga
mynd af ungmennunum í Lyubertsy,
sem aðeins hafi áhuga á líkams-
rækt, en ekki á því að beija á öðmm.
f útborginni starfí fleiri slíkir líkams-
ræktarklúbbar og meðlimir þeirra
geti vitaskuld ekki tekið ábyrgð á
öllum unglingum sem lendi í slags-
málum í Moskvuborg.
Womack hitti einn ungling, Igor
að nafni, sem var óhræddur við að
lýsa því yfír, að hann tilheyrði hóp
sem lemdi á pönkurum og hippum
til þess að þeir gerðust ekki of uppi-
vöðsliisamir.
í lok síðasta mánaðar efndu um
500 ungmenni í Moskvuborg til
mótmælaaðgerða gegn ofbeldis-
seggjum frá Lyubertsy og eina helgi
fyrir skömmu ráðlögðu skólayfirvöld
foreldrum að halda bömum sínum
heima þar sem búast mætti við átök-
um stríðandi götuhópa, að því er
vikublaðið Literatumaya Gazeta
skýrði frá, en ekki kom til neinna
átaka i það skiptið.
Ungu mennimir í klúbbnum sem
Semoyon, einn ungmennanna í Lyubertsy, útborg Moskvu.
Reuter.
Womack talaði við, sögðu að í þeirra
augu þýddu sovéskir lifnaðarhættir,
sem þeir vildu verja, það að fólk
ynni vel og mikið, neytti ekki áfeng-
is nema við sérstök tækifæri og
hlustaði frekar á rússneskar rokk-
hljómsveitir en vestrænar. Einn
drengjanna, Semyon, leyfði að af sér
yrði tekin mynd. Hann sagði að
ástundun líkamsræktar hefði aukið
á sjálfstraust sitt og teldi hann sig
nú betur færan um að standa sig
þegar hann hæfi herþjónustu í maí
nk. Semyon sagðist vera mikill
stuðningsmaður Mikhail Gorbachev,
aðalritara kommúnistaflokksins, þvi
hann hefði hafíð herferð gegn
„diykkjumönnum og snikjudýrum,
sem ekki nenntu að vinna".
Ýmsar sögusagnir em í gangi
varðandi ungmennin frá Lyubertsy
og segir ein þeirra að öfl sem and-
stæð eru breytingum í frjálsræðisátt,
standi að baki þeim og skipuleggi
starfsemi þeirra.
Listamaður nokkur sagði að hópur
þessara ungmenna hefði nýlega ver-
ið sendur til sýningar á listaverkum
sem áður hafði verið bannað að sýna.
Hefði þeim verið fyrirskipað að
skrifa neikvæð ummæli i gestabók
sýningarinna.
Drengimir sem Womack ræddi
við sögðust ekki geta talað fyrir
aðra en sjálfa sig, en þeir skiptu sér
ekki af öðrum og vildu fá að vera (
friði sjálfír.