Morgunblaðið - 01.04.1987, Page 26

Morgunblaðið - 01.04.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 Leiðsögumaður minn og ljúfur ferðafélagi í Salalah, Ghanem Saed Uppi í Wadi Arbat af Pakistönum eða Indveijum. Mér lék nokkur forvitni á að vita, hvort þessir Austurlandabúar væru eins konar annars flokks þegnar í landinu, eins og víða er allt í kring- um okkur. Ekki gat ég merkt það að neinu ráði. Sjálfsagt er einhver stéttaskipting og samgangur er ekki mikill. En mér fannst Omanir vera velviljaðir þessu fólki í stórum í fjöruborðinu skemmta sér litlir höfrungar, þeir eru vinir fiski- mannanna og eins konar Iukku- tröll þeirra. FjöIIin risa tignarleg þar sem sléttunni sleppir og þau verða iðjagræn upp á tinda í monsúnrignginunum frá því í júní og fram í öndverðan sept- ember. Þá steypist vatnið eins og foss niður af háum fjalls- brúnum. Það hlýtur að vera falleg sjón. Við Ghanem erum á leiðinni frá Mirbat, aftur til Salalah. í Mirbat hafði ég hitt stjóm kvenfélagsins og litlu stelpumar í skólanum dön- suðu og sungu fyrir mig. Við förum út af aðalveginum og keyrum upp háar hlíðar Samhaníjalla. Snar- brattar, og gróðurinn er í fyrstu þreytulegur. Vegurinn er dálítið glæfralegur og hrikalegt að líta niður.. Svo endar vegurinn og við prílum aftur niður í móti þangað til við komum í hálfgerða vin; þar heitir Wadi Arbat. Trén slúta yfir okkur, lítill bunulækur skoppar glaðlega niður hlíðina. Stórgrýtt allt í kring. Enn og einu sinni sé ég fyrir mér gróskuna hér í mons- únrigningunum. Nokkru vestar og langt fyrir neðan er fjallasalurinn Wadi Der- bat. Hamraveggir á báðar hliðar. Það er engu líkara en við séum á leiðinni inn í fjöllin. En svo opnast allt í einu dalurinn, stöðuvatn er fyrir botni hans, gróðurinn þéttari og þénugri, enda er hér yfrið nóg vatn. Hér em hjarðir dýra á beit. Kýmar horfa fylulyntar í áttina til okkar, úlfaldahjarðir láta sér fátt um fínnast, nema einn ungi, sem er forvitinn og rannsakandi. Litlir blíðlegir asnar, stillilegir og vitrir á svipinn, geitur og kindur. Allir em að njóta lífsins í íjallasalnum. Getur virkilega orðið fallegra en nú. Eftir rigninguna. Ghanem hefur tekið með svaladrykki og ég sit undir milljón ára gömlu tré og sötra bjór og anda að mér tæm lofti fjallasals- ins, eftir göngutúrinn. Það er erfítt að slíta sig frá kyrrð- inni í Wadi Derbat, en þegar við komum til baka gemm við stuttan stanz á sardínuökmnum. Þar iðar allt af lífí og fjöldi manns að störf- um. Bflamir em að koma með nýja sardínufarma, konur ganga um með prik og skóflur og snúa sardínunum við. Hér em þær þurrkaðar í tíu daga, með ákveðnum aðferðum og hæfílegum „snúningi." Að svo búnu era þær gefnar kúnum, sem háma þær í sig eins og sælgæti og nytin rýkur upp úr öllu valdi. Kringum akrana em staurar og litskrúðugar blöðrar og tuskur strengdar á snæri. Þetta era ómanskar fugla- hræður. Margir hafa atvinnu á sardínuökmnum, og miðin em skammt undan landi. Væntanlega er eitthvað tekið til sinnslu til mann- eldis, en hér er sem sagt fyrst og fremst verið að búa til nammi handa kúnum. Við emm að snúa aftur að bflnum, þegar þyrla flýgur yfír. Á leiðinni inn til Salalah segir Ghanem mér að þama séu á ferðinni fljúg- andi læknamir. Þeir fara frá Salalah að minnsta kosti tvisvar í viku, í þyrlu á afskekkta staði og þorp, sem erfítt er að komast til landveginn nema með æmu erfíði. Það er súltaninn, sem kom með uppástungu um að leysa heilsu- gæzluvanda smástaðanna á þennan hátt. Með lækninum er alltaf hjúk- mnarkona og aðstoðarmaður. Þessir fljúgandi læknar hafa bjarg- að mörgum mannslífum, það er Hreykinn sýndi hann mér veiðin Við mirrutré ekki að tvfla . Læknamir fara líka á eyðimerkurslóðir til bedúínanna og auk þess að hlúa að sjúklingum, veita þeir fræðslu um hreinlæti og hollustu. Mér var búin gisting í Salalah í boði upplýsingaráðuneytisins á Holiday Inn. Það er eina hótelið í þessum næst stærsta bæ landsins. Þettá er lítið hótel, en fjarskalega notalegt og aðbúnaður til fyrir- myndar. Holiday Inn er ekki ýkja langt frá flugvellinum og nokkra kflómetra frá miðbænum. Þar fékk ég gómsætastan sjávarrétt, sem ég hef bragðað. Salalah er sem sagt næst stærsta borgin í Óman, þar búa nokkrir tugir þúsunda, sumir sögðu 50 þús- und, aðrir höiluðust að 80 þúsund. Það þótti mér kostulegt, að súltan- inn, jafn drífandi og hann virðist í öllu, skuli ekki hafa látið fara fram almennilegt manntal í landinu í háa herrans tíð. Það er slegið á eina og hálfa milljón íbúa í landinu öllu, en þjóðinni Ijölgar vel og dyggi- lega, svo að ég gæti ímyndað mér, að þessi tala væri hærri. Salalah er aðalborgin í Dhofar, en í því héraði var háð hálfgert borgarastríð fyrir nokkram áratug- um. Skæmliðar, sem sagðir vom hallir undir kommúnista vildu ná völdum. En þessi deila var leyst á sæmilega friðsamlegan hátt eftir 1970. A hitt ber að líta, að Salalah er ekki ýkja langt frá landamæmn- um við Suður-Jemen og einhveijar skæmr em oft á landamæranum, þótt fréttir af þeim fari ekki hátt. Opinberlega er friður en stjómin í Múskat neitar að viðurkenna stjóm- ina í Aden, meðan hún er kom- múnísk. Salalah er hlýleg, hún stendur á flatlendi, en í íjarska rísa fjöllin á alla vegu. Bærinn ber sama svip- mót og Múskat, hvað það snertir, að hún er mjög þrifaleg. Þar er mikið byggt og framkvæmdir á ýmsum sviðum. Ekki hvað sízt í sambandi við fiskveiðamar. Alls staðar í landinu er góðan físk að fá, en líklega hvergi eins og hér. Eins og annars staðar em Austur- landabúar nokkuð fyrirferðarmiklir í þjónustugreinunum, hótelið var að sönnu undir ómanskri stjóm, en starfsfólk virtist flest frá Indlandi og Sri Lanka. Sama var að segja um verzlanimar, margar em reknar Hún var lítil og falleg, hafði að vísu gleymt að greiða sér, en brosti út að eyrum - - Dagar í Oman: Ut á sardínuakra og ínn í fjallasali

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.