Morgunblaðið - 01.04.1987, Page 45

Morgunblaðið - 01.04.1987, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987 45 Séð yfir sal 10 þar sem allar hrossasýningarnar fóru fram. Á grind- inni í loftinu má sjá ljóskastarana sem óspart voru notaðir á kvöldsýningunum. [ dýralæknadeildinni er alltaf margt fróðlegt að sjá eins og þessi uppþornaði hestur, sem hefur verið fleginn á annarri hliðinni, og meira en það því ef grannt er skoðað má sjá hluta af innyflum hans. Anna Bretaprinsessa gengur hér ásamt forstjóra Equitana, eða herra Equitana eins og hann er kallaður, um eina sýningarhöllina eftir að hafa horft á sýningu íslensku hestanna. íslendinganna, Spánverjarnir með Andalúsíu-hestana, sér ekki á strik og hafði maður oft séð þá betri. Þá daga, sem sýningin stóð yfir, var mikið rætt um hvers vegna ís- lendingar tækju ekki meiri þátt í þessari sýningu, en raun ber vitni. Töldu sumir að við ættum að_ mæta þarna með hesta fædda á Islandi og yera með okkar eigin sýningu, en leyfa Þjóðveijum og öðrum út- lendingum að vera með sína ís- lensku hesta sér. Einnig voru margir undrandi á því að íslensk fyrirtæki skuli ekki notfæra sér í ríkari mæli þessa sýningu því hana sækja um 300 þúsund manns. Spánverjarnir, sem voru með Andalúsíu-hestana, höfðu töluvert meira pláss en íslandsdeildin hafði og voru þar stöðugt í gangi ein- hverjar sýningar eða uppákomur sem trekktu fólk að. Þá voru marg- ir með ýmiss konar matvælakynn- ingar. í íslandsdeildinni var Herbert reyndar með sölu á íslenskri rækju, graflaxi og reyktum laxi. Var óhemju sala í þessu allan tímann og mætti sjálfsagt margfalda söl- una með meira plássi. En sjálfsagt er með þetta eins og margt annað að auðveldara er um að tala en í að komast. En altént voru menn upprifnir af góðum hugmyndum og töldu möguleikana vannýtta fyrir íslenska framleiðslu á þessum vett- vangi. Væri án efa til bóta ef íslenskir aðilar, sem hugsanlega eiga eftir að taka þátt í þessari sýningu á komandi árum, ynnu saman við skipulagningu og fram- kvæmd. Varðandi sýningu íslensku hestanna virðist brýnt að fslending- ar hafi hönd í bagga með útfærslu sýningarinnar. Einnig er ljóst að fleiri íslenskir knapar eiga brýnt erindi í sýninguna þó ekki væri nema til að bjarga skeiðsprettunum sem vekja ávallt mesta hrifningu áhorfenda á Equitana. Púað á prinsessuna Á þriðja degi sýningarinnar bar það til tíðinda að Anna Bretaprins- essa mætti á staðinn ásamt miklu fylgdarliði. Átti hún að ganga í sýningarsalinn klukkan 2 eftir há- degi og fyrir þann tíma var flokki lúðraþeytara stillt upp við enda vallarins og byrjuðu þeir nokkrum sinnum á inngöngustefi sem leika átti þegar prinsessan birtist. En ekkert bólaði á henni og var fólkið tekið að ókyrrast í salnum. Loks þegar svo prinsessan gekk inn pú- aði og blístraði mannfjöldinn á hennar hátign og kom greinilega í ljós að Þjóðveijar kunna ekki að meta óstundvísi jafnvel þó að prins- essa eigi hlut að máli. Á sýningunni var svo boðið upp á valin sýningar- atriði og þar á meðal komu íslensku hestamir fram og var ekki annað að sjá en þeir vektu nokkra athygli prinsessunnar, í það minnsta opnaði hún munninn af undrun, að því er virtist, og bros færðist yfir varir hennar. Vom það reyndar einu við- brögðin sem hún sýndi þá stuttu stund sem hún dvaldi þama. Virtist hún frekar alvömgefin og sýndi engin svipbrigði fyrir utan það sem hér var getið. Þegar hún svo yfírgaf stúkuna var gengið með henni inn í aðra sýningarhöll og var hún umkringd ljósmyndumm og forvitnu fólki all- an tímann, auk lífvarða, þannig að ekki var hægt að sjá að hún sæi nokkuð af því sem verið var að sýna henni enda virtist hér um að ræða táknræna athöfn. Að síðustu fór hersingin að bílalestinni, sem flutt hafði prinsessuna og fylgdarlið hennar á staðinn, og þar var staldr- að við í nokkrar mínútur þar sem hún átti, virtist vera, „fróðlegar og ánægjulegar“ samræður við frammámenn Equitana. Sem sagt allt mjög formlegt og yfirborðs- kennt eins og oft vill verða í opinbemm heimsóknum. Stykkishólmur: Grjóthólar sprengdir Stykkishólmi. MIKLAR hafnarframkvæmdir standa fyrir dyrum eins og áður hefur verið sagt frá í fréttum héðan úr Stykkishólmi. Þegar er byrjað að undirbúa stórt at- hafnasvæði fyrir ofan nýju höfnina í Skipavík, en einnig þarf að leggja varanlegt slitlag á sjálfan hafnargarðinn og nokkuð upp frá honum. Með þessum framkvæmdum fær Stykkishólmshöfn varanlegt og ágætt athafnapláss fyrir varn- ing bæði smærri og stærri skipa. Fyrir ofan höfnina em grjóthólar sem nú er verið að sprengjá í burtu og slétta umhverfið og hef- ir verið mikið aðhafst í þessu undanfarna daga. Viss sjónar- sviftir er að þessum hólum, mikið svæði er um að ræða og vel hefir gengið að vinna þetta verk. Grjó- tið sem úr hólnum er svo notað í gmnna, vegi og aðra mannvirkja- gerð sem nauðsynleg er fýrir Stykkishólm sem framtíðarbæ. Sumum er eftirsjá að hólnum. Hann er almennt kallaður grjót- hóll. Og von er að eftirsjá, því eldra fólk hefir fullyrt við mig að þarna sé bústaður álfa og hefi ég heyrt um það nokkrar sögur. Eldri kona, sem átti heima á þessum slóðum í sinni bernsku, hefir sagt mér draum sem hana dreymdi sem bam og fer ekki úr hennar minni. Draumurinn var á þá leið að henni fannst hún vera að leika sér á þessum slóðum og þá sá hún í hólnum byggð, konu með þrjú börn sem þar voru bæði að starfi og leik. Og einnig var þar eldri stúlka sem hún kvaðst hafa leikið sér við. Hún var viss um að þessi stúlka var ekki héðan úr Hólmin- um heldur hafí hún tilheyrt þessari byggð. Fór vel á með þeim og alltaf leit hún til þessarar byggðar með lotningu. Nú er þetta fólk sjálfsagt búið að hafa bústaðaskipti. Það er með það eins og annað fólk, það flyst um set og jafnvel í íjarlægar byggðir. En hvað um það, það er eftirsjá í hólnum, en huggun að þarna verður gott athafnasvæði og það verður vonandi farsælt. En hvað sem öðru líður eru miklar framkvæmdir í Hólminum sem skila í framtíð byggilegra byggðarlagi og það er það sem gildir. — Árni Nýtt — Nýtt Páskavörurnar eru komnar: Blússur, pils, peysur. — Glæsilegt úrval. Glugginn, Laugavegi 40, Kúnsthúsinu. AS E A Cylinda þvottavélar^sænskar og sérstakar Fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, skolun, vindingu, taumeðferð og orkusparnað. Efnis- gæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki betri vélar! 3a iFOnix HATUNI 6A SÍMI (91)24420 Skemmtiferð um borgina Laugardaginn 4. apríl bjóða sjálfstæðisfélögin í Reykjavík uppá hina árlegu skemmtiferð sína um borgina. Ekið verður um borgina undir leiðsögn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins til alþingiskosninga nú í vor, svo og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Rútur munu leggja af stað frá Valhöll kl. 13.00, 14.00 og 15.00. Að lokinni ökuferð verður boðið í kaffi í Valhöll. Yið væntum þess að sem flestir sjái sér fært að koma. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.