Morgunblaðið - 23.04.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.04.1987, Qupperneq 1
128 SÍÐUR B/C/Ð STOFNAÐ 1913 91.tbl. 75. árg. FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Júgóslavía: Hóta verk- faUsmönnum uppsögnum Belgrad, Reuter. STJÖRNVÖLD í Júgóslavíu hafa hótað að gripa til „viðeigandi ráðstafana" gegn námuverka- mönnum, sem verið hafa i verkfalli frá 8. april. Tanjug, hin opinbera fréttastofa Júgóslaviu, skýrði frá þessu i gær. I tilkynningu fréttastofunnar sagði að embættismenn kommún- istaflokksins í Króatíu hefðu ákveðið að þeir verkamenn, sem ekki mættu til starfa í dag, fimmtu- dag, væru fjarverandi án tilskilins leyfis. Samkvæmt júgóslavneskum lögum má reka verkamenn úr starfi, sem eru fjarverandi í þijá daga án heimildar. „Óábyrgi'r æsingamenn hafa fengið verkamennina til að leggja niður störf," sagði í tilkynn- ingunni. Þann 8. þessa mánaðar lögðu 1.700 verkamenn niður vinnu í Labin-námunum í norðvesturhluta Júgóslavíu. Þeir hafa krafist 100 prósent hækkunar launa og að að- búnaður þeirra verði bættur. Sri Lanka: Loftárás- ir í hefnd- arskvni Colombo, Reuter.®' FLUGHER stjórnarinnar á Sri Lanka gerði loftárásir á stöðvar skæruliða tamfla á Jaffna-skaga í gær. Að sögn talsmanns stjórn- arinnar féllu 80 skæruliðar í árásunum. Árásimar vom gerðar í hefndar- skyni við sprengjutilræði í miðborg Colombo, höfuðborg Sri Lanka, á þriðjudag, en þá létu að minnsta kosti 150 manns lífið og um 300 særðust. Stjómin telur fullvíst að skæruliðar tamíla beri ábyrgð á til- ræðinu. í gærmorgun gerði flug- herinn árásir á stöðvar tveggja stærstu hreyfínga tamfla á Jaffna- skaga, sem þeir hafa að mestu á valdi sínu. Sjá „Tvær ólíkar þjóðir_“ á bls. 25. Morgunblaðið/ RAX Halldór Laxness 85 ára Halldór Laxness er 85 ára í dag á sumardaginn fyrsta. Af því tilefni verður efnt til hátíðardagskrár í Þjóðleikhúsinu kl. 14 í dag (sjá frétt á baksíðu). Myndin af frú Auði og Halldóri var tekin á Gljúfrasteini í gær. Morgunblaðið sendir þeim sumarkveðjur og hamingjuóskir i tilefni dagsins. Suður-Afríka: Sex blökku- menn felldir Jóhannesarborg, Reuter. LÖGREGLUMENN í Suður- Afríku skutu sex blökkumenn til bana í Jóhannesarborg í gær. Flutningaverkamenn hafa verið í verkfalli undanfarnar sex vikur og í gær var 16.000 þeirra sagt upp störfum en þá rann út frest- ur, sem þeim hafði verið gefinn til að mæta aftur til vinnu. I tilkynningu lögreglunnar sagði að lögreglumenn hefðu reynt að dreifa fjölda verkfallsmanna sem safnast hefðu saman í Jóhannesar- borg. Fólkið hefði þá ráðist að lögreglunni vopnað kylfum, hnífum og öxum. Lögreglumennimir hefðu þvf neyðst til að grípa til skotvopna. 18.000 þeldökkir verkamenn lögðu niður vinnu fyrir sex vikum og sneru 2.000 þeirra aftur til starfa í gær. Talsmaður hins ríkis- rekna samgöngufyrirtækis Suður- Afríku sagði að þeir 16.000 sem ekki mættu hefðu þar með misst störf sín. Verkalýðsleiðtogar vöruðu í gærkvöldi við því að búast mætti við frekari átökum á næstunni. Undanfama viku hefur verið mikil ólga í Suður-Afríku vegna verkfallsins og hefur það komið sér illa fyrir stjómina sem boðað hefur til kosninga 6. maí. Það sem af er kosningabaráttunni hefur Þjóðar- flokkurinn, flokkur Bothas forseta, lagt megináherslu á gildi þess að viðhalda lögum og reglu í landinu. Öfgafullir hægri menn hafa gagn- rýnt forsetann fyrir að hafa ekki tekið á mótmælum blökkumanna af fullri hörku. Afvopnunarviðræður hefjast á ný: Deilur um Evrópuflaug- ar helsta umræðuefnið ^ Genf, Reuter. ÁGREININGUR stórveldanna um hvernig taka skuli á yfir- burðum Sovétmanna á sviði skammdrægra flauga í Evrópu Réttarhöldin yfir ívan grimma: Skilríkin viðurkennd sem sönnunarfföffn Jerúsalem. Reuter. ^ ^ 1 ^ Jerúsalem, Reuter. DÓMARI í máli Johns Demj- anjuk, sem sakaður er um að hafa framið stríðsglæpi! þágu nasismans, hefur úrskurðað að persónuskilríki hans séu full- gilt sönnunargagn. Skilríki þessi eru talin vera mikilvæg- asta sönnunargagn ákærend- anna. Þeir hyggjast sanna að John Demjanjuk sé í raun ívan grimmi, sem stjórnaði fjölda- morðum nasista í Treblinka- útrýmingarbúðunum í Póllandi. Skilríkin voru gefin út á nafn Úkraínubúans Demjanjuks í Trawinki-búðunum í Póllandi, en þar þjálfuðu nasistar stríðsfanga til öryggisgæslu í Treblinka. Sér- fræðingur, sem tilnefndur var af réttinum, komst að þeirri niður- stöðu að skilríkin væru ekki fölsuð, en því hafa verjendur Demjanjuks haldið fram allt frá því þau voru lögð fram sem sönn- unargagn í málinu. Veijendumir fullyrða að mynd af Demjanjuk hafi verið límd á skilríkin til að unnt væri að sakfella hann. Sjálf- ur segist Demjanjuk aldrei hafa komið til Treblinka. Hann hefur sagt að Sovétmenn standi að baki þessum fölsunum til að ófrægja þá Úkraínubúa, sem flust hafa til Bandaríkjanna. Þar bjó Demj- anjuk þar til fyrir 14 mánuðum er hann var framseldur til ísraels. ívan grimmi stjómaði skipuleg- um fjöldamorðum á gyðingum í Treblinka-búðunum. Talið er að 850.000 gyðingar hafi verið tekn- ir af lífí þar á ámm síðari heimsstyijaldarinnar. mun einkenna afvopnunarvið- ræður samningamanna þeirra sem hefjast í Genf í dag, fimmtudag. Alexei Obukhov, samningamað- ur Sovétstjómarinnar, sagði að drög að samkomulagi um útrým- ingu meðaldrægra kjamorku- flauga í Evrópu yrðu lögð fram í þessari lotu viðræðnanna. Kvaðst hann hafa fengið fyrirskipanir um að ná slíku samkomulagi á þessu ári. Bandaríkjastjórn heldur fast við þá skoðun sína að samningur um upprætingu meðaldrægra flauga í Evrópu þurfí jafnframt að tryggja jafnvægi á sviði skammdrægra kjamorkueldflauga. Sovétstjómin hefur á hinn bóginn boðist til að fjarlægja skammdrægar flaugar sínar innan árs eftir undirritun samkomulags um hinar meðal- drægu. Bandaríkjastjóm og Atlantshafsbandalagsríkin telja þetta tilboð með öllu óviðunandi þar eð yfirburðir Sovétmanna á sviði hefðbundins herafla yrðu enn ógnvænlegri ef jafnframt yrði samið um að útrýma skammdræg- um flaugum í Evrópu. Maynard Glitman, samninga- maður Bandaríkjastjómar, sagði á fréttamannafundi í gær að tryggja bæri jafnvægi á sviði skamm- drægra flauga með því að samið yrði um að stórveldin bæði skyldu ráða jrfir sama fjölda þess háttar vopna. Kvaðst hann vera hóflega vongóður um að unnt yrði að ná slíku samkomulagi en bætti við Bandaríkjastjóm hefði ekki sett sér nein tímamörk í því sambandi. Þeir Glitman og Obukhov munu ræðast við í sendiráði Sovétríkj- anna í Genf í dag. Sérfræðingar risaveldanna munu hefja viðræður um langdrægar kjarnorkueld- flaugar og geimvopn þann 5. maí. Sjá einnig „Reagan varar við ...“ á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.