Morgunblaðið - 23.04.1987, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.04.1987, Qupperneq 25
Ví?Gt JIJtHA rs Jttií'AnirrMMr.T (rtflA.iflvntr>íTOV MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 25 FJÁLGIR FRÉTTALESENDURIJERUSALEM Myndin var tekin í austurhluta Jerúsalem á mið- vikudag, þegar arabiskir íbúar þar sökktu sér ofan í fréttir af út lagaþingi PLO, sem nú stend- ur yfir í Algeirsborg. Staða Arafats þykir hafa styrkzt verulega eftir að ýms samtök, sem höfðu klofið sig frá aðalsamtökunum sóttu nú þingið og virtust tilleiðanleg að hlíta forsjá Arafats. Fréttir benda þó til, að þinghaldið geti orðið sviftibyljasamt, eftir að Arafat gaf á miðvikudag þá yfirlýsingu, að hann vildi fá samtökin til að samþykkja samvinnu við Egypta, en þetta hefur verið einna stærstur ásteytingarzsteinn innan PLO, eftir að Egyptar gerðu friðarsamning við ísraela. Suharto um kosningarnar í dag: „Þetta verður sannkölluð lýðræðisveizla“ Jakarta, Reuter. „Indónesar leggja deilumál á hilluna og taka nú þátt í sannkall- aðri lýðræðisveizlu,“ sagði Suharto, forseti Indónesíu á miðviku- dagskvöldið, er hann flutti lokaræðu vegna kosninganna sem fara fram í landinu í dag, fimmtudag.Kjömir verða 400 af þeim 500 þingmönnum, sem eiga sæti á þinginu. Suharto sagði að það væri stærsta stund í lífi hverrar þjóðar, þegar hún kysi og þvi efndi hann nú til kosninganna til að að finna til sem mestrar gleði. Suharto hefur stjómað Indónesíu í 21 ár og einatt verið gagnrýndur fyrir einræðislega stjómarháttu og mannréttindabrot. Andstæðingar hans, innan sem utan lands, segja að kosningamar séu fullkomin vit- leysa og þjóni þeim tilgangi einum að láta líta út fyrir að Suharto njóti óskoraðs stuðnings, þótt fjarri sé það öllum sanni. Samkvæmt fréttum er talið alveg víst að Golkarflokkur forsetans fái mikinn meirihluta atkvæða, en þó kunni að leika nokkur vafi á að hann fái yfir 70 prósent. Töluverð gefa þegnum smum óánægja sé vegna erfíðs efnahags- ástands í landinu. Á síðasta ári var gjaldmiðill landsins felldur um 31 prósent og verðbólga hefur vaxið. Þá hefur lækkun olíuverðs á heimsmarkaði haft afleit áhrif á efnahagsstöðuna, en Indónesar em eina Asiuþjóðin, sem er í OPEC, Samtökum olíuframleiðsluríkja. Þá hefur atvinnuleysi vaxið. Meðaltekj- ur í landinu vom á síðasta ári um tuttugu þúsund krónur. Á kjörskrá nú em um 94 milljón- ir manna. Indónesar er fimmta fjölmennasta þjóð í heimi. Ófriður tamíla og sinhalesa á Sri Lanka: Tvær mjög ólíkar þjóðir að tungu, menningu og trú Colombo, Sri Lanka, Reuter. WHY ARE GUARDIANS OF HUMAN RIGHTS SO SILENT ? Átökin milli þjóðarbrotanna hafa verið mjög blóðug, ekki síst hafa tamílskir skæru'liðar gerst sekir um mörg skelfileg hryðjuverk. Á veggspjaldinu er mynd af einu fórnarlamba þeirra og þeirrar spurningar spurt hvers vegna umheim- urinn láti sig litlu varða um mannrétt- indabrotin á Sri Lanka. Hryðjuverkin á Sri Lanka og átökin milli þjóðanna tveggja, sem eyjuna byggja, hafa kostað 5.500 manns lífið á fjórum árum. Rætur ófriðarins má rekja langt aftur í timann og þjóðirnar eru ólíkar um flest, þær hafa hvor sína tungu og trúarbrögðin og menningin eru önnur. Tamílar komu fyrst til Sri Lanka á þriðju öld e. Kr. og settust að í norð- ur- og austurhluta eyjar- innar. Eru þeir um 13% af 15 milljónum íbúa alls, játa flestir hindútrú og tala sömu tungu og ætt- bræður þeirra á Suður- Indlandi, sem eru 50 milljónir og búa aðallega í ríkinu Tamil Nadu. Flestir sinhalesar eru búddatrúar og tala sin- hala, hið opinbera tungu- mál á Sri Lanka, en það er skylt þeim tungum, sem talaðar eru á Norð- ur-Indlandi. Bretar réðu Sri Lanka eða Ceylon eins og það hét þá í 150 ár, fram til 1948, og studdust þá einkum við tamíla, sem skipuðu mörg há embætti í nýlendustjóm- inni. Sinhalesar þóttust því eiga þeim grátt að gjalda og eftir að landið varð sjálfstætt hafa tamílar sakað sinhalesa um yfírgang og um að hafa svikið samninga um, að þjóðunum skyldi gert jafn hátt und- ir höfði hvað varðar tungumálið, menntun, atvinnu og jarðnæði. Þessi óánægja olli því, að þrír stærstu stjómmálaflokkamir meðal tamíla sameinuðust árið 1975 og kröfðust þess, að stofnað yrði sjálf- stætt ríki á norður- og austurhluta eyjarinnar. Sameinaða frelsisfylk- ingin, eins og flokkurinn heitir, bauð fram í kosningunum 1977 og var að þeim loknum stærsti stjóm- arandstöðuflokkurinn á þingi, sem skipað er 168 mönnum. Vann flokk- urinn öll 16 þingsætin í byggðum tamfla. Árið 1983 var öllum mönnum Sameinuðu frelsisfylkingarinnar vikið af þingi vegna þess, að þeir neituðu að fara að lögum, sem sett vom í ágúst það ár, og sveija eið að einingu alls landsins. Voru þessi lög samþykkt í miklum flýti á þingi eftir alvarleg átök milli þjóðarbrot- anna. Stjórnvöld á Sri Lanka hafa boð- ist til að veita tamílum nokkra sjálfstjórn og að þeir hafí sín eigin héraðaþing en tamílskir skæmliðar vilja enga málamiðlun, aðeins full- valda ríki. Junius Jayewardene forseti sagði sl. sunnudag, að hann neyddist til að leita hemaðarlegrar lausnar ef skæmliðar yrðu ekki við beiðni ind- versku ríkisstjórnarinnar um að þeir settust að samningaborðinu og í gær átti að fjalla um þetta mál í ríkisstjóminni. Var almennt búist við, að þá yrði ákveðið að láta til skarar skríða gegn skæruliðum. Baráttukveðjur Við undirritaðir höfum fylgst með því hvemig Ámi Johnsen alþingismaður hefur unnið að málum af miklum krafti um allt Suðuriandskjördæmi. Við viljum vekja athygli á því að Ámi hefur einnig á Alþingi unnið af eigin frumkvæði að mörgum mikilvægum málum, sem varða alla landsmenn, mál á sviði öryggismála, heil- brigðismála, mannúðamnála, atvinnumála og menntamála. Við viljum hvetja íbúa Suður- landskjördæmis til að tryggja áframhaldandi setu Áma á Alþingi íslendinga. Páll Halldórsson þyrluflugmaður, Sigmund teiknari, Davið Sch. Thorsteinsson framkvæmdastjóri, Hermann Gunnarsson útvarpsmaður, Guðlaugur Friðþórsson sjómaður, Björgvin Halldórsson hljómlistamaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.