Morgunblaðið - 23.04.1987, Page 26

Morgunblaðið - 23.04.1987, Page 26
26 MORGUNBLABIÐ, PIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 ERLENT Stöðugt fjölgar starfsfólki við þjón- ustustörf Ævisaga Lech Walesa kemur út í flrakklandi í dag: Vigdís Finnbogadóttir hefur látið sig sjóðsstofnunina miklu varða frá upphafi og hefur þegar sett saman tillögur um rekstur slíks sjóðs. Samkvæmt þeim á sjóðsstjómin að vera skip- uð fámennri nefnd, sem metur innsendar tillögur um kvikmynda- verkefni og úthlutar styrkjum. Lagt er til, að bama- og unglinga- myndir njóti forgangs við úthlut- un, en lánað verði bæði til einstaklinga, hópa og fyrirtækja í kvikmyndagerð. Og sem fyrr segir hefur sjóðs- stofnuninni nú borist liðsauki, sem Ingmar Bergnmn munar um, og fer Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, þar fremst í flokki, að sögn Dagblad- et, en einnig eru tilnefndir sænski kvikmyndaleikstjórinn Ingmar Bergman, danski rithöfundurinn Klaus Rifbjerg o.fl. Hefur þessi hópur velunnara norrænnar kvik- myndalistar unnið að því að stytta leiðina í gegnum kerfið og nokkr- ir þeirra, þ.á m. þau þrjú, sem talin voru hér að framan, sam- þykkt að sitja I fyrstu stjóm sjóðsins. Talað hefur verið um, að Norr- Noregur: Er hugmyndin um norrænan kvik- myndasjóð að verða að veruleika? Vigdís Finnbogadóttir, Ingmar Bergmann og Klaus Rifbjerg meðal þeirra sem beitt hafa sér fyrir að flýta framgangi málsins Ósló. Frá ÁsLaugu Þormóðsdóttur, fréttarítara Morgunbladsins. FORSETI íslands, VigdSs Finn- bogadóttir, hefur ásamt fleiri þekktum velunnurum kvik- myndagerðarlistar á Norður- löndum unnið að þvi að hugmyndin um stofnun norr- æns kvikmyndasjóðs verði að veruleika, að þvi er fram kemur í frétt í Dagbladet í Ósió fyrir skömmu. Óvæntur arður af starfsemi Norræna Qárfestingarbankans varð kveikjan að þeirri hugmynd, að vænlegra væri að láta fé þetta renna til stofnunar fjármögnunar- sjóðs í þágu norrænnar kvik- myndaog sjónvarpsþáttagerðar en skila því aftur í ríkissjóði land- anna. Máhð kom til umfjöllunar á þingi Norðuriandaráðs í Helsinki nú á dögunum og hlaut góðar undirtektir allra þeirra þing- manna, sem tjáðu sig um það. Þar voru samþykkt tilmæli til menntamálaráðherra Norðurland- anna um stofnun sjóðsins, en afgreiðslu að öðru leyti frestað. Á eftir að reyna á, hvemig byr málið fær hjá ríkisstjómum land- anna. Sænska kvikmyndastofnunin Klaus Rifbjerg æni fjárfestingarbankinn leggi sjóðnum til um 150 milljónir sænskra króna (923 millj. ísl. kr.) á þriggja ára tímabili og íjárfesti síðan í norrænum kvikmynda- verkefnum. Takist að hrinda stofnun kvik- myndasjóðsins í framkvæmd, gefst kostur á að auka til muna framleiðslu á heimaunnu kvik- mynda- og sjónvarpsefni fyrir Norðurlöndin. Þar eru þó, þrátt fyrir fámennið, sem oft er rætt um, yfir tuttugu milljónir sjón- varpsáhorfenda. Ólympíuleikarnir 1988: Suður-Kóreumenn vilja ekki bjóða frekari skiptinefu Genf, Reuter. ^ SUÐUR-Kóreumenn eru harðir á því að bjóða ekki Norður-Kóreu- mönnum að halda fleiri keppnisgreinar ólympíuleikanna á næsta ári en þeir hafa þegar gert, að sögn Kim Chong-Ha, formanns Ólympíunefndar Suður-Kóreu. Kim sagði nefndina andvíga því að bjóða Norður-Kóreumönnum fleiri keppnisgreinar, m.a. vegna hótana þeirra um að hvetja komm- únistaríki til að sniðganga leikina. Suður-Kóreumönnum var á sínum tíma falin framkvæmd ólympíuleikanna 1988. Vegna kröfu Norður-Koreumanna buðust þeir fyrmefndu til að hluti lei- kanna færi fram í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Fengu sunnanmenn Alþjóðaólympíu- nefndina (IOC) til að samþykkja skiptingu af þessu tagi, en fyrir því eru engin fordæmi í sögu lei- kanr.a að þeim hafí verið skipt milli ríkja. Norður-Kóreumönnum hafði tæpast verið réttur litli fíngurinn þegar þeir seildust eftir hendinni allri. Þeim var boðið að halda skot- fími og borðtennis en gerðu síðan kröfu um að fá til viðbótar keppni í hnefaleikum, fjölbragðaglímu, fímleikum, lyftingum og knatt- spymu. Til þess að reyna að miðla mál- um bar Juan Antonio Samaranch, formaður IOC, fram málamiðlun- artillögu. Fól hún í sér að auk keppninnar í bogfími og borð- tennis yrði riðlakeppnin í knatt- spymu haldinn að hluta í Norður-Kóreu og að 100 kílómetra reiðhjólakeppnin hæfíst í Pyongy- ang en lyki í Seoul. Norður-Kóreumenn höfnuðu málamiðlunartillögu Samaranch í febrúar sl. og mun ekki verða frek- ar aðhafst í málinu af hálfu IOC. Kim Chong-Ha sagði í gær að Suður-Kóreumenn treystu sér ekki til að koma frekar til móts við óskir þeirra en tillaga Samaranch gerði ráð fyrir. Genf, Reuter. SEXTÍU af hundraði allra vinn- andi manna í vestrænum ríkjum starf a við ýmiss konar þjónustu- störf, samkvæmt upplýsingum Alþjóða vinnumálastofnunar- innar (ILO). Á sama tíma og starfsfólki við þjónustustörf fjölgar hefur þeim fækkað hlutfallslega sem vinna við landbúnað og verksmiðjustörf. Er ekkert lát á þeirri þróun. Miðað við skiptingu milli landa voru hlutfallslega fæstir við þjón- ustustörf í Portúgal eða 42% en flestir í Kanda, eða 69%. í róm- önsku Ameríku og Asíu voru 55% íbúa að meðaltali við þjónustu- störf. Upplýsingarnar eru fyrir árið 1985 og er að fínna í nýútko- minni árbók ILO. Um 30% vinnuaflans í þróuðum ríkjum vann við hefðbundinn iðn- að. Það hlútfall hefur verið að minnka alls staðar nema í Japan. í Asíu starfar þriðji hver maður við hefðbundinn iðnað og fjórði hver í rómönsku Ameríku. K Stöðugt færri hafa atvinnu af landbúnaði í vestrænum ríkjum, en algengt er að hlutfallið sé á milli þijú og átta prósent. Er það þó innan við 3% í Austurríki, Belgíu og Bretlandi. Claude Durant, forsljóri Fayard-forlagsins í París, með fyrstu eintök- in af ævisögu Lech Walesa. Bókin, sem heitir „Á vonarvegi“, kemur út í dag en um rúmt ár er liðið síðan handritinu var smyglað frá Póllandi. Styrkurmn felst í böm- unum osr fiölskyldunni O U 17 París, Reuter. LECH Walesa, leiðtogi Sam- stöðu, hinna bönnuðu verkalýðs- félaga í Póllandi, segir m.a. frá ótta sinum við að vera ráðinn af dögum í ævisögu, sem smyglað hefur verið til Vesturlanda og kemur í dag út i Frakklandi. í formála að ævisögunni, sem er 600 síðna verk og heitir „Á vonar- vegi“, segir Walesa: „Örlaganom- imar hafa verið mér hliðhollar um stund en svo getur farið, að þær snúist gegn mér. Ég get alltaf búist við, að einhver verði til að stytta mér aldur." Walesa rifjar upp atburðina í Lenin-skipasmíðastöðvunum í Gdansk en þeir urðu til þess, að stjómin lét undan kröfum verka- manna. „Ef þeir ráðast á okkur munu þeir ekki hlífa mér — slys eða annað óhapp, þeir fínna leið til þess," sagði Walesa þá við einn félaga sinn. „Munið eftir konu minni og bömum." Það er Fayard-forlagið í París, sem gefur bókina út, og gátu for- svarsmenn þess ráðfært sig á laun við Walesa um ýmislegt, sem að útgáfunni sneri. Walesa segir þar sögu sína frá því hann var bam að aldri í sveitinni og þar til hann varð rafvirki í skipasmíðastöðvunum í Gdansk og leiðtogi fyrstu fijálsu verkalýðsfélaganna í ríkjum komm- únismans. Sagt er frá aðdraganda herlaganna í desember 1981, bann- inu á Samstöðu og bókinni lýkur með morðinu á prestinum og Sam- stöðumanninum Jerzy Popieluszko árið 1984. Walesa varar kommúnistastjóm- ina í Póllandi við og segir, að verkamenn muni aftur rísa upp ef breytingamar í lýðræðisátt verði of hægar. Hann telur þó ýmis teikn á lofti um, að betri tíð sé í vændum og er bjartsýnn á framtíð Pólverja, þessarar þjóðar, sem öldum saman hefur verið eins og milli steins og sleggju í átökum Þjóðverja og Rússa. „Við stöndum nú á tímamótum," skrifar hann. „Kjamorkuflaugamar virða engin landamæri og land- fræðilega lega lands eins og okkar skiptir nú ekki máli ... þessi gamli ótti heyrir brátt sögunni til." Walesa, sem er sanntrúaður ka- þólikki, segir styrk sinn felast í því að hafa alist upp í stórri fjölskyldu og hafa sjálfur eignast mörg böm. „Bamahjörðin og stór frændgarður — það er þetta, sem gerir mér kleift að halda áfram á hveiju sem gengur."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.