Morgunblaðið - 23.04.1987, Side 43

Morgunblaðið - 23.04.1987, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 43 Fuglaverndarfélag íslands: Þórshanastofninn kannaður 1 sumar Myndlistarsýning í Gerðubergi AÐALFUNDUR Fuglavemdar- félags íslands var haldinn í Norræna húsinu 28. mars fyrir nokkm. í skýrslu formanns, Magnúsar Magnússonar, prófess- ors, kom fram að nú em um 38 hafaraarpör á landinu og hefur þeim heldur fjölgað þótt sú fjölg- un sé hæg. Sl. sumar komust einungis 16 ungar upp og er það lakasti árangur síðan 1979. Að mati félagsins er það mikið áhyggjuefni hve fáir ungar kom- ast upp. Undirbúningur á könnun á ástandi þórshanastofnsins er vel á veg kominn og fer sú könnun fram í sumar í samvinnu við Náttúru- fræðistofnun íslands. Er biýn þörf á þessari könnun, því að ýmislegt bendir til þess að stofninn hafi minnkað mjög. Vill félagið óska eftir því að þeir sem vitneskju hafa um þórshana að sumarlagi hafi samband við Náttúrufræðistofnun. Aðalfundurinn samþykkti að hefja útgáfu fréttabréfs, sem koma skal út tvisvar á ári. Verður það sent félagsmönnum. Aðalviðfangsefni félagsins und- anfarin ár hefur verið vemdun hafamarstofnsins. Allnokkuð hefur áunnist, en enn er langt í land, sem sést best á því hve varp misferst í mörgum hreiðmm. Ýmsar ástæður liggja þar að baki, en ýmiss konar tmflun vegur hér þungt. Vill félag- ið hvetja fólk á amarsvæðum til að forðast umgang í grennd við amarhreiður. Á þetta m.a. við um minkaveiðimenn og vill félagið vin- samlega beina þeim tilmælum til þeirra að þeir forðist að leita í hólm- um og öðmm stöðum þar sem emir verpa. Ekki þarf að hrekja ömin af eggjum nema skamma stund til Keflavík: Urðu að setja netin niður í lest Keflavík. FREMUR lítill afli barst á land í Keflavík í síðustu viku, enda vom allir bátar í höfn yfir pásk- ana. Tveir bátar, Rán KE og Jóhannes Jónsson KE, áttu í erf- iðleikum þegar þeir vora að taka upp netin í slæmu veðri út af Jökli fyrir páskana. Urðu skip- veijar að setja netin niður í lest af öryggisástæðum á leiðinni til lands. Bátarnir lönduðu um 230 tonnum í vikunni. Trollbátamir Öm SH og Hafdís ÍS fengu ágætis afla á stuttum tíma fyrir páskahelgina og Öm 29,5 tonn og Hafdís 13,6 tonn. Boði KE var aflahæstur netabátanna með 23,3 tonn, Ágúst Guðmundsson GK 19 tonn, Stafnes KE 14,6 tonn, Harpa RE sem veiðir kvóta Barðans GK er strandaði við Snæfellsnes var með 13,2 tonn, Happasæll KE 10,7 tonn og Svanur KE 10,1 tonn. Minnstu netabátamir og færa- bátamir réru ekki í síðustu viku. - BB Hafnarborg: Sýningu Gests að ljúka SÝNINGU Gest Guðmundssonar í Hafnarborg, Strandgötu 34 í Hafnarfirði er að ljúka. Sýningin stendur til 26. apríl nk. Þetta er fjórða einkasýning Gests. Á sýningunni em 10 málverk og um 18 teikningar. Flest verkin á sýningunni eru til sölu. að eggin eyðileggist. Einnig vill félagið leggja áherslu á að það vonast til að eiga góð samskipti við æðarræktarbændur og aðra hagsmunaaðila. Nú fer sá tími senn í hönd þegar fálkar hefja varp. Má því eiga von á hinum árvissu eggja- og ungaþjóf- um hingað til lands. Verða bæði yfirvöld og landsmenn að vera á varðbergi. Stjómarkjör fór fram á aðalfund- inum að þessu sinni. Aðalstjómina skipa: Magnús Magnússon, formað- ur, Kjartan Magnússon, ritari, Reynir Ármannsson, gjaldkeri, Hjörtþór Ágústsson og Sverrir Þórðarson. HALLDÓR C. hefur opnað mynd- listarsýningpi í menningarmið- stöðinni í Gerðubergi í Breið- holti. Sýningin ber heitið „Genio infantil" og er haldin í minningu Gísla Gíslasonar frá Uppsölum og Andy Warhol. Sýningin í Gerðubergi verður opin kl. 9.00-21.00 virka daga og á laugardögum kl. 13.00-17.00. Sýningin stendur fram í miðjan maí. Fallegir íþróttagallar fyrir böm á öllum aldri HAGKAUP REYKJAVIK AKUREYRI NJARÐVÍK Póstverslun: Sími 91-30980

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.