Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 45 Líf svon og Borgaraflokkurinn eftir Ólaf I. Hrólfsson Þann 14. þ.m. réðst fram á rit- völlinn Hulda Jensdóttir formaður Lífsvonar og setti X-S fyrir framan nafn samtakanna. 22. apríl ítrekar svo Jón Valur Jensson flokksmerk- inguna og lýsir stuðningi við hana. Reyndar nefnir Jón nokkra þing- menn Sjálfstæðisflokksins sem stuðningsmenn við þá hugsjón að vernda ófæddu börnin. Hugsjónin er háleit, hugsjónin er góð. En hvemig stendur á því að ófæddra- bamavinurinn mikli, Albert Guðmundsson, kom ekki til liðs við þetta mál fyrr en til hans var leitað eftir að ákveðið var að stofna Borg- araflokkinn? Hvar var stuðningur hans við tillöguflutning og baráttu annarra sjálfstæðismanna þegar hann skipaði sæti í þingliði Sjálf- stæðisflokksins? Það er ekkert vandamál fyrir málefnasnauðan mann að sam- þykkja að taka hin ýmsu mál upp á arma sína í kosningabaráttunni. Hitt er meira um vert, að það sé staðið við þau eftir kosningar. Rétt- ara hefði verið fyrir forystusveit Lífsvonar að leita eftir raunhæfum stuðningi við þetta mál en ekki hjá Glistrup. Þar sem Hulda Jensdóttir hefur ákveðið að Lífsvon skuli vera 'deild í Borgaraflokknum eða öfugt segi ég mig hér með úr samtökun- um Lífsvon því Glistrup-sinni verð ég ekki. Það er illt til þess að vita að kona á borð við Huldu Jens- dóttur skuli misnota það traust sem henni var sýnt með því að gera hana að formanni Lífsvonar. Fólk bar traust til hennar en því trausti hefur hún fyrirgert. Það er líka ástæða til þess að vorkenna Jóni í vanda hans við stuðning við mál- Vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur V ORTÓNLEIKAR Karlakórs Reykjavíkur verða haldnir í Langholtskirkju dagana 26., 28., 29. og 30. apríl nk. Tónleikarnir 26. apríl hefjast kl. 16.00, en hin- ir allir kl. 20.30. Á efnisskránni eru íslensk, nor- ræn og þýsk lög. Aðalstjómandi kórsins er Páll P. Pálsson, en Odd- ur Bjömsson mun stjóma kómum í nokkrum lögum. Undirleikari á píanó er Guðrún A. Kristinsdóttir. Ennfremur leika undir í nokkmm lögum þeir Bemharður Wilkinsson á flautu og Ámi Áskelsson á slag- verk. Þessir tónleikar em fyrir styrkt- arfélaga kórsins, en hægt er að kaupa miða við innganginn á öllum tónleikunum. MALLORKA Royal Playa de Palma Gistislaður í sérflokki. Fcrðaskrilslola, Hallveigarstfg 1 símar 26388 og 28580 „Þar sem Hulda Jens- dóttir hefur ákveðið að Lífsvon skuli vera deiid í Borg'araflokknum eða öfugt segi ég mig hér með úr samtökunum Lífsvon því Glistrup- sinni verð ég ekki.“ flutning hans. Stuðningsmenn lífsréttinda á þingi em þeir sömu menn (konur em líka menn) og Jón og hinir Glistmp-amir vilja fella af þingi. Er furða þótt fólk spyiji, hvar er stefna og skoðanir þessa fólks? Lífsréttur er ekki bara nauðsynleg- ur fyrir ófæddu bömin. Hann er líka réttur þeirra sem fæddir em og þess vegna styð ég Sjálfstæðis- flokkinn því þar fer saman baráttan fyrir rétti lifenda og ófæddra. Þeim flokki treysti ég til þess að halda um stjómartaumana þannig að líf- vænlegt verði í þessu landi, þrátt fyrir vinstri upphlaup með 130% verðbólgu í eftirrétt en kjaraskerð- ingar í aðalrétt. Höfundur ersölumaður. Byggingavörur án heilsuspillandi eiturefna. NATURACASA Nýbýlavegi 20, 200 Kópavogi, sími 91-44422 FJALLALAMBÁ MINUTUM Ef ekki er hægt að fá beinlausa lambavöðva hjá kaupmanninum er lærið úrbeinað, vöðvamir fítuhreinsaðir og sinar skomar burtu. Vöðvamir síðan skomir í sneiðar, nema þunnir vöðvar, þeim er skipt í hæfílegar steikur. Leginum hellt yfir sneiðamar þannig að hann hylji kjötið alveg. Matarfilma breidd þétt yfir. Geymt í kæliskáp í 3 sólarhringa. Ekki er nauðsynlegt að berja kjötið fyrir steikingu. Kjötsneiðamar teknar upp úr, þerraðar varlega, þannig að kryddið fari sem minnst af og steiktar á pönnu eða grilli. Best er að hafa kjötið miðlungssteikt. Síðan em sneiðamar teknar af pönnunni og haldið heitum. Púrtvíninu hellt á pönnuna og soðið í 1-2 mínútur. 2 dl af rjóma, vínberjunum og kryddinu bætt út í og soðið í nokkrar mínútur. Ef sósan er ekki nógu þykk má þykkja með örlitlum sósujafnara. Meðlætið valið eftir smekk. Sósa: 200gr vínber, skorín í tvennt og steinhreinsuð. 2 dl púrtvín, dökkt. lá tsk myntlauf. 1 tsk basilikum. 2dlrjómi Salt eða grænmetiskraftur. (maísena sósujafnari). Þykir þér gaman að koma á óvart með spennandi matargerð - en ert ekki alltaf viss um árangurinn? Settu þá traust þitt á lambakjötið. Það bregst þér ekki, ef þú meðhöndlar þetta öndvegis hráefni eins og það á skiiið. Þú færð spennandi lambakjötsuppskriftir víða núna enda margir að læra að meta þetta safaríka og meyra kjöt á nýjan hátt. Hér er ein til að byrja með. Ingvar H. Jakobsson matreiðslumeistari á Vertshúsinu á Hvammstanga gaf okkur þessa úrvals uppskrift sem örugglega slær í gegn. Kryddlegnar lambasneiðar m/yínbeijum. ^þegi arþu ,.v»^ígeg0‘ 1 kglambakjötsvöðvar t.d. úr læri. Kryddlögur: lítrí sólblómaolía. 1 dlmysa. 2 tsk basilikum. 2 tsk mvntlauf. 1 lítill blaðlaukur saxaður. 3 msk sítrónupipar. Öllu blandað saman. MARKAÐSNEFND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.