Morgunblaðið - 23.04.1987, Side 48

Morgunblaðið - 23.04.1987, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 48 Minning: VigbergÁ. Einars- son verkstjóri Fæddur 20. ágúst 1905 Dáínn 16. april 1987 Vigberg Agúst Einarsson verk- stjóri lést á heimili sínu, Melbæ 12, Reykjavík, hinn 16. apríl sl. 81 árs að aldri. Útför hans verður gerð frá Neskirkju á morgun kl. 15.00. Vigberg var alla jafna heilsu- hraustur um ævina, en sl. haust fékk hann vægt slag. Enda þótt hann virtist ætla að ná sér bærilega eftir það, var vel frískur og em í besta lagi, varð hann bráðkvaddur hinn 16. þ.m. Vigberg var borinn og bamfædd- ur Reykvíkingur, sonur Einars Jónssonar sjómanns Einarssonar bónda í Skildinganesi (í Skeijafírði) og konu hans, Gunnvarar Sigurð- ardóttur. Föðurbróðir Vigbergs heitins var Sigurður Jónsson í Görð- unum í Skerjafírði, þekktur sjósókn- ari og útgerðarmaður. Böm þeirra Einars og Gunnvarar vom fímm. Elstur var Jón Ástvald- ur. Hann lést á unga aldri, liðlega tvítugur. Næstur var Sigurður, en hann er látinn fyrir allnokkm. Vil- berg var þriðji í röð þeirra systkina. Og enn lifa Asgeir Valur veggfóðr- arameistari og Díana, húsmóðir í Reykjavík. Að loknu bamaskólanámi gekk Viggi, eins og hann var jafnan kall- aður af ættingjum og vinum, að þeim störfum sem buðust. Var þá aðallega um að ræða eyrarvinnu + Móðir okkar, ÞÓRNÝ ÞORSTEINSDÓTTIR, StigahHð 34, Reykjavlk, andaðist í Landspítalanum 21. apríl. Nína Sveinsdóttir, Sólrún Svelnsdóttir, Þorsteinn Sveinsson. eða fískverkun í landi, en þess á milli var oft um sjósókn að ræða og nokkur sumur fór hann á síld. En sakir einstakra mannkosta, dugnaðar og samviskusemi ávann Viggi sér traust yfirboðara sinna og varð verkstjóri, fyrst í Njarðar- stöðinni hjá Valdimar Þórðarsyni frá Brekkholti (við Bræðraborg- arstíg), en síðar kenndur við Kirkjusand. Á stríðsámnum hafði Vigberg á hendi verkstjóm við höfnina við sandflutninga fyrir her- inn til notkunar í iqolfestu (ballest), því að flutningaskip hersins sigldu að öllu jöfnu tóm frá landinu. Eftir stríð varð hann verkstjóri hjá Einarsson og Zoega hf. og sá um losun skipa. Síðar varð hann verkstjóri hjá Vélaleigu Valdimars Þórðarsonar, þar til hún var lögð niður um 1960. Síðast starfaði hann hjá Júpíter og Mars, þar til hann fór á eftirlaun. Viggi var alla tíð áhugasamur um íþróttir, einkum fótbolta, og á sínum yngri ámm tók hann virkan þátt í glímu og leikfimi hjá Glímufé- laginu Ármanni. Síðar gekk hann í Val og æfði knattspymu eftir því sem tími vannst til. Var Viggi góð- ur félagi og einkar prúður, eftir því sem æskuvinur hans, Þorkell Ingv- arsson hefur tjáð mér. Árið 1934 kvæntist Vigberg móður móðursystur minni, Elin- borgu Þórðardóttur. Hún lést árið 1980. Þau Vigberg og Elinborg + Faðir minn, tengdafaðir og afi, VIGBERG ÁGÚST EINARSSON, Melbæ 12, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 24. apríi kl. 15.00. Ásta Vigbergsdóttir, Axel Björnsson, Björn Axelsson, Egill Axelsson. 9 Móðir okkar, SESSEUA KON RÁÐSDÓTTIR, fyrrverandi skólastjór) f Stykkishólmi, lést á Hrafnistu 22. apríl sl. Auður Jónsdóttir Colot, Inglbjörg M. Jónsdóttlr, Þóra M. Jónsdóttir, Eyjólfur Konráð Jónsson. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR M. NORÐFJÖRÐ, Sléttahrauni 24, Hafnarflrðl, andaöist 21. apríl. Guðbjörg Haraldsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. I + Eiginmaöur minn og faöir okkar, ÓLAFUR KJARTANSSON, Hraunbæ 47, andaöist í Landakotsspítala 21. apríl. Hulda Kristinsdóttir og börn. + Bróðir minn og föðurbróðir, ÁGÚST GUÐBRANDSSON, Mánagötu 10, lést í Borgarspítalanum 8. apríl sl. Útförin hefur farið fram. Vigdfs Guðbrandsdóttir, Margrét Sigrún Guðjónsdóttir. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaðir og afi, AGNAR FRIÐBERG ÞÓR HARALDSSON vélfræðingur, Túngötu 11, Siglufirði, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. apríl sl., verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju föstudaginn 24. april kl. 14.00. Guðlaug Konráðsdóttir, Sigrún Viktórfa Agnarsdóttlr, Sveinn Aðalbjörnsson, Haraldur Þór Agnarsson, Sigrún Halldóra Jóhannsdóttir, Óli Andrés Agnarsson, Ásta Katrfn Helgadóttir, Kristrún Konný Agnarsdóttir og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA M. JÓNSDÓTTIR, Snorrabraut 30, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. apríl kl. 16.30. Fjóla Gísladóttir, Elfn Karlsdóttir Beittel, Jón Karlsson, Lfna Karlsdóttir, Magnús Karlsson, Bryndfs Karlsdóttir, barnabörn Gunnlaugur Lárusson, James Beittel, Hulda Frlðriksdóttir, Snorri Jónsson, Guðbjörg Viggósdóttir, Páll Helgason, barnabarnabörn. og + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN LAUFEY HELGADÓTTIR BERNDSEN, Karlsskála, Skagaströnd, andaðist á Héraðshælinu Blönduósi 15. apríl sl. og verður jarð- sungin frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, laugardaginn 25. apríl kl. 14.00. Helga Berndsen, Gunnlaugur Arnason, Karl Berndsen, Frfða Hafstelnsdóttir, Adolf Berndsen, Hjördfs Sigurðardóttlr, börn, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLINGUR EYSTEINN HJALTESTED fyrrverandl bankaritari, Karfavogi 43, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 24. apríl kl. 10.30. Guðrföur Sigurbjörg Hjaltested, Gunnar Hjaltested, Gyða Hjaltested, Stefán B. Hjaltested, Margrét Pálsdóttir, Kristján B. Hjaltested, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN SIGURÐSSON bóndi, Traðarkotl, Vatnsleysuströnd, er lést í Landakotsspftala 15. apríl, verður jarðsunginn frá Kálfa- tjarnarkirkju föstudaginn 24. apríl kl. 15.00. Margrét Ásgeirsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. stofnuðu heimili sitt á Njálsgötu 15 hér í borg og bjuggu þar til ársins 1970, er þau fluttu á Rauða- læk 2. Eftir lát Elinborgar fluttist yigberg til dóttur sinnar, Ástu Önnu, og tengdasonar, Axels Bjömssonar, í Melbæ 12, þar sem hann hafði til umráða góða og bjarta íbúð og þar naut hann hlýju og umönnunar þeirra og dótturson- anna tveggja á ævikvöldinu. Þau Vigberg og Elinborg eignuð- ust þijár mannvænlegar dætur, en þann skugga bar á, að tvær þeirra létust á ungra aldri. Edda Svanhildur fæddist 18. mars 1934. Á fermingaraldri veikt- ist hún skyndilega af erfiðum taugasjúkdómi, en náði sér síðar að nokkru og gat farið að vinna fyrir sér við verslunarstörf. En áður en varði tók sjúkdómurinn sig upp aftur og varð ekki við neitt ráðið, uns hún lést tæplega 21 árs að aldri árið 1955. Selma Sigþóra fæddist 22. febr- úar 1940. Hún varð stúdent árið 1960 með framúrskarandi vitnis- burði og lauk MA-prófí frá Háskól- anum í Edinborg árið 1964. Síðan gerðist hún kennari við Hagaskól- ann í Reykjavík. En síðla dags 1965 veiktist hún hastarlega og lést eftir skamma sjúkdómslegu í ársbyijun 1966. Yngsta dóttirin, Ásta Anna, fæddist 12. janúar 1942. Var hún foreldrum sínum til ómetanlegs stuðnings og gleði í raunum þeirra allra. _Hún lauk námi frá Kennara- skóla íslands og stundaði síðan nám í þýsku og uppeldisfræði þegar hún var komin til Göttingen í Þýska- landi ásamt eiginmanni sínum, dr. Axel Bjömssyni jarðeðlisfræðingi. Synir þeirra tveir, Bjöm og Egill, vom augasteinar afa og ömmu. Það var þeim Vigberg og Elinborgu ógleymanlegt ævintýri, þegar þau heimsóttu dóttur sína og tengdason í Göttingen. Hvorugt þeirra hafði áður komið út fyrir landsteinana, en það var samt enginn viðvanings- bragur á ferðalögunum. Þau Vigberg og Elinborg hjúkr- uðu ekki aðeins dætmm sínum á sjúkra- og dánarbeði, heldur og foreldrum sínum og venslafólki. Einkum er mér minnisstæð áralöng umhyggja og aðhlynning við ömmu- systur sína, Vigdísi Þorkelsdóttur, sem bjó hjá þeim á Njálsgötu 15 og andaðist í hárri elli. Sjálfur var ég heimagangur á heimili þeirra hjóna frá því að ég man eftir mér. Á ég margar af mínum ljúfustu endurminningum frá því, er ég bjó í nábýli við þau Vigberg og Elinborgu á Njálsgötu 15. Einkum verður mér jafnan minnisstætt, hve vel þau tóku konu minni og bömum okkar, er við flutt- umst heim frá útlöndum. Fjölskylda mín og ég verðum ætíð þakklát fyrir alla þá greiðasemi og alúð, er við nutum á frumbýlisárum okkar og jafnan síðan. Viggi var myndarlegur maður á velli og bjart yfír honum. Hann var hið mesta snyrtimenni, bæði til orðs og æðis. Hann var traustur maður og vinafastur og svo ættrækinn, að lengi verður munað. Viggi hafði sérstakt dálæti á garðyrkju og frá því ég man eftir og langt fram á efri ár, ræktaði hann sínar eigin kartöflur. Fyrst var það í Kringlu- mýrinni og síðast uppi í Smálönd- um. Man ég glöggt eftir því, hversu snyrtilegum Vigga tókst að halda bæði skúrum og áhöldum í kringum þessa óþrifalegu vinnu. Enn eru mér minnisstæðir þeir hátíðisdagar á vorin, þegar sett var niður, og þeirrar stórhátíðar á haustin, þegar uppskeran hófst. Á síðustu æviár- unum lagfærði hann leiði sinna nánustu og hélt þeim við af sinni einskæru alúð. Einnig hlúði hann að leiði afa míns og ömmu og bama þeirra í Gamla kirkjugarðinum. Þegar við nú kveðjum Vigberg hinstu kveðju, hrannast minning- amar um þennan öðlingsmann upp, en í mínum huga ber hæst minning- in um góðan eiginmann og föður, sem allra götu vildi greiða. Ástu Önnu, Axel, Bimi og Agli, systkinum og öðru vensla- og frændfólki vottum við okkar dýpstu samúð. Þórir Á. Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.