Morgunblaðið - 23.04.1987, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987
55
Evrópukeppnin íknattspyrnu:
Bayern og Porto
leika til úrslita
BAYERN Munchen og Porto leika
til úrslita í Evrópukeppni meist-
araliða f knattspyrnu. Ajax og
Lokomotiv leika til úrslita f keppni
bikarhafa og Dundee United og
Gautaborg í UEFA-keppninni.
Óvæntustu úrslitin í gær var tap
Dynamo Kiev á heimavelli fyrir
Porto.
Portúgölsku meistararnir fengu
óskabyrjun gegn Dynamo Kiev og
skoruðu tvö mörk á fyrstu 11
mínútum leiksins. Það voru Celso
sem skoraði fyrst eftir aukaspyrnu
og Fernando Gomes sem skoraði
með skalla. Þetta kom leikmönn-
um Kiev úr jafnvægi. Þeir náðu þó
að minnka muninn einni mínútu
síðar með marki Mikhailchenko.
Porto lék aðeins með einn leik-
mann frammi og byggði á skyndi-
sóknum. Vörn þeirra var traust og
erfitt fyrir sovésku meistarana að
finna glufu. Þetta er í fyrsta sinn
sem Porto nær að leika til úrslita
í Evrópukeppni.
Belgíski landsliðsmarkvörður-
inn, Jan Marie Pfaff, var hetja
Bayern Munchen gegn Real
Madrid. Hann sýndi heimsklassa
markvörslu og bjargaði liði sínu frá
stærra tapi og kom þeim í úrslit í
fimmta sinn í sögu félagsins.
Mikil stemmning var á meðal
100 þúsund áhorfenda sem troð-
fylltu leikvanginn f Madrid.
Heimamenn byrjuðu með miklum
látum og skoraði Santillana eina
mark leiksins af stuttu færi á 27.
mínútu. Skömmu síðar urðu vest-
ur-þýsku meistararnir fyrir áfalli er
fyrirliðinn, Augenthaler, var rekinn
af leikvelli fyrir að fella Hugo Sanc-
hez gróflega. Þótt þeir léku einum
færri það sem eftir var spiluðu
þeir af mikilli skynsemi og reyndu
að halda knettinum.
Keppni bikarhafa
Ajax átti ekki í erfiðleikum með
Real Zaragoza frá Spáni í Evrópu-
keppni bikarhafa og unnu verð-
skuldað, 3:0. Ajax sótti nær
látlaust allan tímann og lék vel.
Schip skoraði fyrsta markið af
stuttu færi eftir aukaspyrnu frá
Muhren á 16. mín. Witschge skor-
aði síðan með góðu marki um
miðjan seinni hálfleik eftir undir-
búning Schip. Rijkaard innsiglaði
síðan stórsigur Ajax með marki á
lokamíntúnni.
Lokomotiv frá Austur-Þýska-
landi komst áfram í úrslit eftir að
hafa unnið Bordeaux frá Frakklandi
í vítaspyrnukeppni. Bordeaux náði
forystunni strax á 3. mínútu með
marki Vujovic. Þannig var staðan
er flautað var að loknum venjuleg-
um leiktíma og varð því að grípa
til framlengingar þar sem Lokomo-
tiv vann fyrri leikinn með sömu
markatölu.
Ekkert mark var skoraði í fram-
lengingunni og varð því að grípa
til vítaspyrnukeppni og fegnust
úrslit ekki fyrr en eftir sjö spyrnur.
Vujovic, sem skoraði markið í
leiknum, mistókst að skora úr sjö-
undu vítaspyrnunni.
UEFA-keppnin
í UEFA-keppninni leika Dundee
United og Gautaborg til úrslita.
Dundee vann óvænt sigur á Bor-
ussia Mönchengladbach á útivelli,
2:0 og var fyrst skoskra liða til að
leika til úrslita í keppni þessari.
Gladbach réði gangi leiksins fystu
30. mínúturnar, en síðan tóku
Skotar við stjórninni og unnu sann-
færandi sigur. Ferguson, besti
leikmaður Dundee, skoraði fyrsta
markið rétt fyrir leikhlé eftir horn-
spyrnu og þannig var staðan í
hálfleik. Giadbach reyndi að
pressa í seinni hálfleik en allt kom
fyrir ekki. Redford skoraði síðan
ÆT ÆT
EVROPUURSLIT
Evrópukeppni meistaraliða
Real Madrid (Spáni) - Bayern Múnchen (V-Þýskalandi) Carlos Santillana (27.) Áhorfendur: 100.000 (1:4) 1:0 2:4
Dynamo Kiev (Sovótrikjunum) — Porto (Portúgal) .(1:2) 1:2 2:4
Mikhailichenko (12.) Celso (4.) og Gomes (11.) Áhorfendur: 100.000.
Evrópukeppni bikarhafa Ajax (Hoiiandi) - Reai Zaragoza (Spání) .(3:2) 3:0 6:2
Schip (16.), Witschge (73.) og Rijkaard (90.). Áhorfandur: 55.000.
Lokomotiv (A-Pýskaiandi) - Bordeaux (Frakklandi) Zlatko Vujovic (3.). (vitaspyrnukeppni). Áhorfendur: 73.000. .(1:0) 0:1 7:6
Evrópukeppni félagsliða Týról (Austurríki) — Gautaborg (Svíþjóð) .(1:4) 0:1 1:6
Michael Andersson (72.). Áhorfendur: 20.000. Gladbach (V-Þýskalandi) - Dundee Utd. (Skotlandi) Ferguson (43.) og lan Redford (90.). Ahorfendur: 34.000. .(0:0) 0:2 0:2
Tap gegn Belgum
ÍSLENSKA drengjalandsliðið tap-
aði fyrir Belgum, 61:83, í Evrópu-
keppninni f körfuknattleik í
London f gærkvöldi. Staðan í hálf-
leik var 35:33 fýrir Belga.
(slensku strákarnari stóðu sig
mjög vel í fyrri hálfleik og héldu
þá vel í við Belga. í síðari hálfleik
voru Belgar sterkari og unnu verð-
skuldað. Það var fyrst og fremst
hæðamunurinn sem gerði útslag-
ið. Hæsti leikmaður Belga er 2,05
metrar en 1,90 hjá íslenska liðinu.
Herbert Arnarson var stiga-
hæstur með 19 stig, Friðrik
Ragnarsson gerði 12 og Hörður
G. Gunnarsson 12.
Englendingar unnu Frakka,
92:56. íslendingar leika í dag við
Englendinga og gera sér vonir um
að vinna þá og hafna í 3. sæti.
England
TOTTENHAM gerði jafntefli, 2:2,
við Wimbledon á útivelli f ensku
1. deildinni f knattspyrnu f gær-
kvöldi. Einnig gerðu Southamp-
ton og Sheffield Wednesday
jafntefli, 1:1 og Reading sigraði
Leeds 2:1 f 2. deild.
aftur fyrir Skota á síðustu mínútu
eftir skyndisókn.
Gautaborg sigraði Swarovski
Tyrol frá Austurríki með einu marki
gegn engu í Innsbruck. Þetta dugði
sænska liðinu til aö leika til úrslita
og markatalan samanlagt 5:1.
Svíarnir voru mun betri og unnu
verðskuldað og skoraði Michael
Anderson eina mark leiksins á 72.
mínútu.
Símamynd/Reuter
• Leikmenn Porto fagna hér eftir seinna mark sitt gegn DynanflC**'
Kiev í gærkvöldi. Porto leikur til úrslita við Bayern Munchen um Evr-
ópumeistaratitilinn.
Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu
FRAKKLAIMD -
ÍSLAND
í París 29. apríl
Einstakt tækifæri til að skoða stórborgina fögru á bökk-
um Signu og horfa á hörkuleik.
Brottfarardagar: 27. og 28. aprfl
Dvalartími: 2 — 7 dagar á Novotec
Bagnolet eða Mercur.
Frábær fararstjóri:
Þorgrímur Þráinsson knattspyrnumað-
ur sem þekkir París af góðu einu.
Skipulagðar skoðunarferðir.
Verð fró kr. 16.900.- pr. mann
í 2ja manna herbergi.
Ferðatilhögun: Flogið til og frá Luxemborg. Ekið frá
Findel flugvelli að hóteli í París.
Hópferðfrá hótelinu á völlinn.
Innifalið I verði:
Flug, akstur, gisting m/morgunverði og miði á leikinn.
REISUKLÚBBURINN
ATLANTIK
Haltvcigarslig 1
Símar 28388-2851»
FERÐAMIÐSTÖÐIN
AAalstræti 9
Simi 28133
POLARIS TERRA
Kirkjutorgi 4 Snorrabraut 27-29
Sími 622011 Sími 26100