Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 55 Evrópukeppnin íknattspyrnu: Bayern og Porto leika til úrslita BAYERN Munchen og Porto leika til úrslita í Evrópukeppni meist- araliða f knattspyrnu. Ajax og Lokomotiv leika til úrslita f keppni bikarhafa og Dundee United og Gautaborg í UEFA-keppninni. Óvæntustu úrslitin í gær var tap Dynamo Kiev á heimavelli fyrir Porto. Portúgölsku meistararnir fengu óskabyrjun gegn Dynamo Kiev og skoruðu tvö mörk á fyrstu 11 mínútum leiksins. Það voru Celso sem skoraði fyrst eftir aukaspyrnu og Fernando Gomes sem skoraði með skalla. Þetta kom leikmönn- um Kiev úr jafnvægi. Þeir náðu þó að minnka muninn einni mínútu síðar með marki Mikhailchenko. Porto lék aðeins með einn leik- mann frammi og byggði á skyndi- sóknum. Vörn þeirra var traust og erfitt fyrir sovésku meistarana að finna glufu. Þetta er í fyrsta sinn sem Porto nær að leika til úrslita í Evrópukeppni. Belgíski landsliðsmarkvörður- inn, Jan Marie Pfaff, var hetja Bayern Munchen gegn Real Madrid. Hann sýndi heimsklassa markvörslu og bjargaði liði sínu frá stærra tapi og kom þeim í úrslit í fimmta sinn í sögu félagsins. Mikil stemmning var á meðal 100 þúsund áhorfenda sem troð- fylltu leikvanginn f Madrid. Heimamenn byrjuðu með miklum látum og skoraði Santillana eina mark leiksins af stuttu færi á 27. mínútu. Skömmu síðar urðu vest- ur-þýsku meistararnir fyrir áfalli er fyrirliðinn, Augenthaler, var rekinn af leikvelli fyrir að fella Hugo Sanc- hez gróflega. Þótt þeir léku einum færri það sem eftir var spiluðu þeir af mikilli skynsemi og reyndu að halda knettinum. Keppni bikarhafa Ajax átti ekki í erfiðleikum með Real Zaragoza frá Spáni í Evrópu- keppni bikarhafa og unnu verð- skuldað, 3:0. Ajax sótti nær látlaust allan tímann og lék vel. Schip skoraði fyrsta markið af stuttu færi eftir aukaspyrnu frá Muhren á 16. mín. Witschge skor- aði síðan með góðu marki um miðjan seinni hálfleik eftir undir- búning Schip. Rijkaard innsiglaði síðan stórsigur Ajax með marki á lokamíntúnni. Lokomotiv frá Austur-Þýska- landi komst áfram í úrslit eftir að hafa unnið Bordeaux frá Frakklandi í vítaspyrnukeppni. Bordeaux náði forystunni strax á 3. mínútu með marki Vujovic. Þannig var staðan er flautað var að loknum venjuleg- um leiktíma og varð því að grípa til framlengingar þar sem Lokomo- tiv vann fyrri leikinn með sömu markatölu. Ekkert mark var skoraði í fram- lengingunni og varð því að grípa til vítaspyrnukeppni og fegnust úrslit ekki fyrr en eftir sjö spyrnur. Vujovic, sem skoraði markið í leiknum, mistókst að skora úr sjö- undu vítaspyrnunni. UEFA-keppnin í UEFA-keppninni leika Dundee United og Gautaborg til úrslita. Dundee vann óvænt sigur á Bor- ussia Mönchengladbach á útivelli, 2:0 og var fyrst skoskra liða til að leika til úrslita í keppni þessari. Gladbach réði gangi leiksins fystu 30. mínúturnar, en síðan tóku Skotar við stjórninni og unnu sann- færandi sigur. Ferguson, besti leikmaður Dundee, skoraði fyrsta markið rétt fyrir leikhlé eftir horn- spyrnu og þannig var staðan í hálfleik. Giadbach reyndi að pressa í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Redford skoraði síðan ÆT ÆT EVROPUURSLIT Evrópukeppni meistaraliða Real Madrid (Spáni) - Bayern Múnchen (V-Þýskalandi) Carlos Santillana (27.) Áhorfendur: 100.000 (1:4) 1:0 2:4 Dynamo Kiev (Sovótrikjunum) — Porto (Portúgal) .(1:2) 1:2 2:4 Mikhailichenko (12.) Celso (4.) og Gomes (11.) Áhorfendur: 100.000. Evrópukeppni bikarhafa Ajax (Hoiiandi) - Reai Zaragoza (Spání) .(3:2) 3:0 6:2 Schip (16.), Witschge (73.) og Rijkaard (90.). Áhorfandur: 55.000. Lokomotiv (A-Pýskaiandi) - Bordeaux (Frakklandi) Zlatko Vujovic (3.). (vitaspyrnukeppni). Áhorfendur: 73.000. .(1:0) 0:1 7:6 Evrópukeppni félagsliða Týról (Austurríki) — Gautaborg (Svíþjóð) .(1:4) 0:1 1:6 Michael Andersson (72.). Áhorfendur: 20.000. Gladbach (V-Þýskalandi) - Dundee Utd. (Skotlandi) Ferguson (43.) og lan Redford (90.). Ahorfendur: 34.000. .(0:0) 0:2 0:2 Tap gegn Belgum ÍSLENSKA drengjalandsliðið tap- aði fyrir Belgum, 61:83, í Evrópu- keppninni f körfuknattleik í London f gærkvöldi. Staðan í hálf- leik var 35:33 fýrir Belga. (slensku strákarnari stóðu sig mjög vel í fyrri hálfleik og héldu þá vel í við Belga. í síðari hálfleik voru Belgar sterkari og unnu verð- skuldað. Það var fyrst og fremst hæðamunurinn sem gerði útslag- ið. Hæsti leikmaður Belga er 2,05 metrar en 1,90 hjá íslenska liðinu. Herbert Arnarson var stiga- hæstur með 19 stig, Friðrik Ragnarsson gerði 12 og Hörður G. Gunnarsson 12. Englendingar unnu Frakka, 92:56. íslendingar leika í dag við Englendinga og gera sér vonir um að vinna þá og hafna í 3. sæti. England TOTTENHAM gerði jafntefli, 2:2, við Wimbledon á útivelli f ensku 1. deildinni f knattspyrnu f gær- kvöldi. Einnig gerðu Southamp- ton og Sheffield Wednesday jafntefli, 1:1 og Reading sigraði Leeds 2:1 f 2. deild. aftur fyrir Skota á síðustu mínútu eftir skyndisókn. Gautaborg sigraði Swarovski Tyrol frá Austurríki með einu marki gegn engu í Innsbruck. Þetta dugði sænska liðinu til aö leika til úrslita og markatalan samanlagt 5:1. Svíarnir voru mun betri og unnu verðskuldað og skoraði Michael Anderson eina mark leiksins á 72. mínútu. Símamynd/Reuter • Leikmenn Porto fagna hér eftir seinna mark sitt gegn DynanflC**' Kiev í gærkvöldi. Porto leikur til úrslita við Bayern Munchen um Evr- ópumeistaratitilinn. Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu FRAKKLAIMD - ÍSLAND í París 29. apríl Einstakt tækifæri til að skoða stórborgina fögru á bökk- um Signu og horfa á hörkuleik. Brottfarardagar: 27. og 28. aprfl Dvalartími: 2 — 7 dagar á Novotec Bagnolet eða Mercur. Frábær fararstjóri: Þorgrímur Þráinsson knattspyrnumað- ur sem þekkir París af góðu einu. Skipulagðar skoðunarferðir. Verð fró kr. 16.900.- pr. mann í 2ja manna herbergi. Ferðatilhögun: Flogið til og frá Luxemborg. Ekið frá Findel flugvelli að hóteli í París. Hópferðfrá hótelinu á völlinn. Innifalið I verði: Flug, akstur, gisting m/morgunverði og miði á leikinn. REISUKLÚBBURINN ATLANTIK Haltvcigarslig 1 Símar 28388-2851» FERÐAMIÐSTÖÐIN AAalstræti 9 Simi 28133 POLARIS TERRA Kirkjutorgi 4 Snorrabraut 27-29 Sími 622011 Sími 26100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.