Morgunblaðið - 16.05.1987, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Kristinn Pálsson og Kristín Þorfinnsdóttir á heimili sínu á Selfossi.
Hveravellir:
Nýtt veðurathugunar-
fólk til starfa 1. ágúst
Selfossi.
VEÐURSTOFAN hefur gengið frá ráðningu nýs veðurathugunar-
fólks á Hveravöllum sem taka mun til starfa 1. ágúst næstkomandi.
Á Hveravöllum hefur verið rekin veðurathugunarstöð frá 1965 og
hefur fólk verið við störf þar í eitt til fimm ár samfellt.
Það eru hjónin Kristín Þorfinns-
dóttir og Kristinn Pálsson frá
Selfossi sem taka munu við starfinu
á Hveravöllum 1. ágúst af þeim
Sigurði Maríssyni og Kristínu Auði
Jónsdóttur sem hafa starfað þar frá
1. ágúst 1986.
„Við höfum oft talað um þetta
þegar við höfum farið þarna um.
Það er alltaf gaman og spennandi
að reyna eitthvað nýtt og okkur líst
bara vel á þetta," sögðu þau Krist-
inn og Kristín um þetta væntanlega
starf. Þau eru vön fjallaferðum og
vist á fjöllum, hafa stundað vél-
sleðaferðir og ferðalög um óbyggð-
ir. Með þeim á Hveravelli fer
hundur, sem þau eru í þann veginn
að fá sér.
Þeir sem vinna við veðurathug-
anir á Hveravöllum gera þær á
þriggja tíma fresti. Einnig annast
þeir aðrar vísindalegar athuganir
fyrir Veðurstofuna, gróðurmæling-
ar, jarðskjálftamælingar, snjó- og
ísingarathuganir. — Sig. Jóns.
Finnskur gítarleikari
í Norræna húsinu
FJÓRÐU OG næstsíðustu tón-
leikarnir í tónleikaröðinni Ungir
norrænir einleikarar verða á
sunnudagskvöld, 17. maí, kl.
20.30 í Norræna húsinu. Þá leik-
ur finnski gítarleikarinn Timo
Korhonen verk eftir Bach, Gin-
astera, Moreno Torroba, L.
Brouwer o.fl.
Timo Korhonen er fæddur 1964.
Hann bytjaði að læra á gítar níu
ára gamall, en 1980 hóf hann nám
við Sibeliusarakademíuna og út-
skrifaðist þaðan 1986. Hann hefur
einnig sótt tíma hjá mörgum þekkt-
um gítarleikurum og má nefna O.
Ghiglia, K. Ragossnig, J. Tomás,
Hopkinson Smith, Leo Brouwer og
H. Sehiff.
Korhonen hlaut verðlaunin fyrir
gítarleik í alþjóðlegri tónlistar-
keppni í Miinchen 1982, yngstur
allra keppenda, sem hafa tekið þátt
í slíkri keppni. Árið 1986 hlaut
hann þriðju verðlaun í alþjóðlegri
gítarkeppni í Havana. Hann fékk
auk þess sérstök verðlaun fyrir túlk-
un sína á suður-amerískri tónlist
og formaður dómnefndar, Leo
Brouwer, verðlaunaði hann sérstak-
lega. Timo Korhonen hefur haldið
tónleika bæði í Finnlandi, annars
staðar í Evrópu og í S-Ameríku.
Gísli R. Marís-
son formaður
Bréfdúfna
félags
Reykjavíkur
AÐALFUNDUR Bréfdúfnafé-
lags Reykjavíkur var haldinn
nýlega í veitingahúsinu Torfunni
og var Gísli R. Marísson kosinn
formaður.
Aðrir voru kosnir: Stefán H.
Jónsson ritari, Alexander Jóhannes-
son gjaldkeri, Jón D. Hreinsson og
Vilhelm Sigurjónsson meðstjóm-
endur.
Verðum að stöðva
ofveiði á þorski
- segir Siguijón Óskarsson, afla-
kóngur vetrarvertíðarinnar
SIGURJÓN Óskarsson og
áhöfn hans á Þórunni Sveins-
dóttur VE eru aflakóngar
vetrarvertíðarinnar, sem lauk
í gær, ekki aðeins í Eyjum,
heldur yfir allt landið. Þeir
drógu upp netin á fimmtudag
og höfðu þá aflað um 1.479
tonna að verðmæti um 40 millj-
ónir króna. Hásetahlutur úr
aflanum er 800.000 til 900.000
krónur. Þetta er í 10. sinn, sem
sem Sigurjón og áhöfn hans
verða aflakóngar Eyjamanna.
Siguijón segist ánægður með
útkomuna, en úrvalsáhöfn hafi
ráðið miklu um hana. Þó nokk-
uð vel hefði gengið, taldi hann
vissara að vara við ofveiði á
þorski. Menn þyrftu bæði að
passa smáfiskinn og hrygning-
arfiskinn.
Þeir Siguijón byijuðu vertíðina
á snurvoð og fengu þá um 140
tonn af langlúru, sem landað var
til vinnslu í Eyjum og flutt utan
til Japans. Síðan hafa þeir verið
á netum og fengið um 600 tonn
af þorski, svipað af ufsa, um 150
af ýsu og minna af öðrum tegund-
um. 1.140 tonnum var landað til
vinnslu í Eyjum, en mismunurinn
fór utan í gámum.
Siguijón sagði í samtali við
Morgunblaðið, að útkoman væri
talsvert betri en í fyrra og stafaði
það meðal annars af auknum yfír-
borgunum í landi. Þeir á Þórunni
hefðu sótt lengra austur en flestir
Siguijón Óskarsson, skipstjóri
og aflakóngur
aðrir, upp undir 80 sjómílur. Þeir
hefðu því verið mikið út af
Klaustri, Skaftárósum, Skarðs-
íjöruvita og vestur undir Hjör-
leifshöfða og svo í útköntunum á
100 til 200 faðma dýpi.
„Það hefur verið lítið af þorski
á hrygningasvæðunum. Þó veiðin
hafi verið þokkaleg, er það ljóst
að minna af þorski gengur nú á
þessar slóðir. Það er fyrst og
fremst aukin tækni og betri veið-
arfæri, sem halda veiðinni við.
Við erum reyndar famir að þekkja
miðin anzi vel líka og það hefur
sitt að segja. Við tökum okkur
stutt frí núna, en förum svo aftur
á langlúruna á snurvoðinni og
verðum að fram til hausts. Þá eru
síldveiðar fyrirhugaðar, fáist
sómasamlegt verð fyrir kvikindið.
Þá er ennfremur í athugui. að
lengja bátinn og endurnýja eitt-
hvað í haust.
Ég held að það sé ekki vafí á
því, að við verðum að passa okkur
á ofveiði og passa bæði smáfísk-
inn og hrygningarfiskinn. Togar-
amir eiga sinn hlut af ofveiðinni,
en við á bátunum drepum líka
talsvert af þorskinum á hrygning-
arsvæðunum. Mér fínnst að
Hafrannsóknastofnunin mætti
fylgjast betur með framvindu
mála á vertíðinni, en menn ættu
líka að taka meira mark á físki-
fræðingunum. Ef menn gera það
ekki er eins gott að loka „búll-
unni“ bara. Það er alltaf bætt
50.000 til 100.000 tonnum við
tillögur þeirra um hámarks afla.
Ef svo heldur áfram, hrynur veið-
in og aflabresturinn kemur niður
á allri þjóðinni. Það em of marg-
ir, sem ekki virðast skilja þetta
og meðal þeirra virðast vera of
margir stjómmálamenn. Ég er
hins vegar ánægður með frammi-
stöðu Halldórs Ásgrímssonar,
sjávarútvegsráðherra, þó hann
hefði hugsanlega mátt vera harð-
ari á stundum," sagði Siguijón
Óskarsson.
Þómnn Sveinsdóttir VE 401
er í eigu feðganna Óskars Matt-
híassonar og Siguijóns Óskars-
sonar. Skipið er 128 tonn að stærð
byggt í Garðabæ 1971 og var
lengt 1974 og yfirbyggt 1979.
Bókaklúbbur AB gefur út bókina Rauður stormur:
Sögiisviðið ísland í
þriðju heimsstyriöld
Timo Korhonen gítarleikari.
Síðustu tónleikamir í þessari tón-
leikaröð verða föstudaginn 22. maí
kl. 20.30 en þá leikur Sigrún Eð-
valdsdóttir á fíðlu við undirleik
Selmu Guðmundsdóttur á píanó.
BÓKIN Rauður stormur, eftir
Tom Clancy, er nú komin út hjá
Bókaklúbbi Almenna bókafélags-
ins í þýðingu Ólafs B. Guðnason-
ar. Þessi bók, sem hefur verið á
lista yfir mest seldu bækur i
Bandaríkjunum í 41 viku, segir
frá þriðju heimsstynöldinni og
gerist að hluta til á Islandi.
í frétt frá Almenna bókafélaginu
segir að kveikja atburðarásarinnar
sé að öfgafullir múhameðstrúar-
menn sprengi upp olíuhreinsistöð í
Sovétríkjunum. Það veldur því að
olíuskortur, sem áður hefur verið
talsverður í Sovétríkjunum, verður
nú afar tilfinnanlegur. Sovétmenn
komast að þeirri niðurstöðu að þeir
Burðarvirki Lystadúnshúss-
ins að mestu óskemmt
- segir Ásmundur J. Jóhannsson, tæknifræðingur
„HÚSNÆÐI Lystadúns er alls ekki ónýtt, eins og haft var eftir
Kristjáni Sigmundssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, í Morgun-
blaðinu,“ sagði Ásmundur
Slökkviliði Reykjavíkur,
Ásmundur sagðist álíta að burð-
arvirki hússins væri heilt þar sem
það væri ekki úr strengjasteypu
heldur steypt á hefðbundinn hátt.
Hinsvegar þyrfti að skipta um
útveggjaeiningar og þakplötur. Ás-
mundur hefur bent á hættur
strengjasteypuhúsa bæði í ræðu og
riti, lendi þau í eldi, og hefur grein
hans meðal annars verið notuð við
kennslu slökkviliðsmanna.
Líklegt er að einn til tveir þak-
bitar hafi misst þol sitt og svokall-
J. Jóhannsson, tæknifræðingur hjá
meta hvort burðarvirki hússins hafi
orðið fyrir það miklum skemmdum
að ekki sé þorandi að nota það
áfram.
hafi ekki um neitt annað að velja
en taka olíu með valdi úr lindum
við Persaflóann. Til þess að það sé
unnt verða þeir að byija á að lama
NATO og grípa til stríðsáætlunar-
innar Rauður stormor, þar sem
ýmsum brögðum er beitt um leið
og heruppbyggingu er flýtt eins og
auðið er.
Rauður stormur, eða Red Storm
Rising og hún heitir á frummálinu,
er önnur bók Tom Clancys. Fyrsta
bók hans var The Hunt for the Red
October sem fjallaði um leit að so-
véskum kjamorkukafbát. Sú bók
seldist í himinháum upplögum og
hefur meðal annars verið 60 vikur
á lista yfir mest seldu pappírskiljur
í Bandaríkjunum.
Rauður stormur er rúmlega 600
síður í stóru broti og kostar 988 í
Bókaklúbbi Almenna bókafélags-
ins. Bókin er unnin í Prentsmiðjunni
Odda.
aðar rifjaplötur séu ónýtar, sem eru
úr strengjasteypu og bera uppi þak-
plötumar, að sögn Asmundar. Hann
sagði að hitastigið þyrfti að komast
vel yfír 1.000 gráður svo að
strengjasteypan léti undan og ylli
skaða á styrktaijámunum, sem eru
inni í bitunum.
Áður en húsið er dæmt ónýtt,
þarf byggingafulltrúinn í
Reykjavík, með aðstoð Rannsóknar-
stofnunnar byggingaiðnaðarins, að
Starfsmaður fasteigna-
sölu í gæsluvarðhald
STARFSMAÐUR fasteignasölu í
Reykjavík var á fimmtudaginn
úrskurðaður í tveggja vikna
gæsluvarðhald vegna gruns um
auðgunarbrot í starfi.
Rannsóknarlögregla ríkisins ósk-
aði á miðvikudag eftir gæsluvarð-
haldsúrskurðinum þar sem grunur
lék á að maðurinn hefði ekki hreint
mjöl í pokahominu. Rannsókn máls-
ins er enn á frumstigi.