Morgunblaðið - 16.05.1987, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987
Hver er fram-
tíð Foldaskóla?
Gleymdi Reykjavíkurborg að byggja 2. áfanga?
eftir Guðmund G.
Kristínsson ogAnítu
Knútsdóttur
Ákvörðun um byggingu Folda-
skóla var tekin í október 1983.
Skólinn skyldi verða þriggja hlið-
stæðna grunnskóli, en auk þess að
vera almennur grunnskóli ætti þar
einnig að vera miðstöð ýmiskonar
félagsstarfsemi í hverfinu. Bygging
Foldaskóla var samþykkt sem
áframhaldandi tilraunaverkefni við
skólabyggingar og áframhald
samnings dags. 3. febrúar 1978 um
byggingu Seljaskóla.
Samkvæmt samningi þessum er
um að ræða fjárveitingar innan hins
almenna flárlagaramma hjá ríkis-
sjóði til skólabygginga, en ríkissjóði
skylt að fylgja Reykjavíkurborg eft-
ir hvað varðar árlegar fjárveitingar
til skólabygginga sem undir þennan
samning falla, en þó með venjuleg-
um fyrirvara um tíma til að koma
greiðslum inn á fjárlög hvers fram-
kvæmdaárs.
Foldaskóli skyldi hannaður sem
hálf-opinn skóli, þ.e. möguleiki er
á að hafa skólastarf sveigjanlegt
eftir vilja starfsmanna á hveijum
tíma. Ákveðið var að hafa fyrstu
sjö bekki grunnskólans haustið
1985 og reikna með nemendafjölda
um 200. Einnig var ákveðið að
bjóða upp á viðveru fyrir 6 og 7
ára böm frá 8.00—13.30 og að
kostnaður skiptist í þrennt á milli
foreldra, Reylqavíkurborgar og
ríkissjóðs. Foldaskóli tók síðan til
starfa haustið 1985 með nemendur
og var talinn vera ein af ódýrustu
skólabyggingum frá upphafi.
Eins og sjá má af byggingarsögu
Foldaskóla er hann tímamótaverk-
efni í skólabyggingum, bæði hvað
varðar hönnun og einnig varðandi
tengingu skólans og félagsstarf-
semi hins almenna borgara. Einnig
er það mikil nýjung að skóli skuli
byggjast svo snemma í nýju hverfí
og má segja að þar hafi einangrun
Grafarvogshverfísins haft mikið að
segja.
Á fundi fræðsluráðs þann 12.
des. 1983 iagði Bessí Jóhannsdóttir
fram eftirfarandi tillögu til bókun-
ar:
Fræðsluráð samþykkir að leggja
til við borgarráð að þess verði farið
á leit við menntamálaráðuneytið að
það samþykki að litið verði á bygg-
ingu Grafarvogsskóla sem framhald
þeirrar tilraunar er samningur milli
ráðuneytisins og Reykjavíkurborg-
ar um byggingu Seljaskóla dags.
3. febrúar 1978 fjallar um, og að
við hönnun skólans verði eftirfar-
andi lagt til grundvallar.
1. Grafarvogsskóli verði þriggja
hliðstæðna grunnskóli.
2. Skólahúsið verði á fleiri en einni
hæð.
3. Húsnæðisþörf verði miðuð við
samfelldan skóladag nemenda
og einsetningu að mestu.
4. Fyrirkomulag og gerð húsnæðis
verði miðað við að skólinn geti
einnig verið félags- og menning-
armiðstöð hverfisins.
Á þessum fundi var tillögunni
frestað, en á fundi 19. des. ’83 var
hún samþykkt samhljóða með 7
atkvæðum. (Samanber 10. lið fund-
argerðar fræðsluráðs.) Allar áætl-
anir stóðust og á fyrsta starfsári
skólans var hann ekki fullsetinn.
Framkvæmdir við skólann 1986
urðu engar nema á fullnaðarfrá-
gangi framkvæmda frá 1985. Á
framkvæmdaáætlun 1987 eráætlað
að gera II. áfanga fokheldan.
Haustið 1986 gerðu íbúasamtök
Grafarvogs og Foreldra- og kenn-
arafélag Foldaskóla könnun á fjölda
barna í hverfínu og í framhaldi hve
mikill fjöldi mundi bætast við í
Foldaskóla haustið 1987. í ljós kom
að hugsanlegur fjöldi nemenda í
Foldaskóla haustið 1987. gæti farið
í 600—650. Samkvæmt því mundi
liðlega þrefaldast nemendaíjöldi frá
1986, en samkvæmt upplýsingum
frá Foldaskóla er hugsanlega hægt
við erfiðar aðstæður að koma fyrir
400 nemendum í núverandi hús-
næði. Þá þyrfti að keyra 200
nemendur í aðra skóla og sam-
kvæmt töxtum á flutningabifreiðum
Byggðin rís í Grafarvogi.
„Ástæða þessara grein-
arskrifa er fyrst og
fremst sú að vekja
menn í skólamálum
borgarinnar til um-
hugsunar um það mikla
vandamál sem virðist
vera framundan í
Foldaskóla.“
gæti sá kostnaður farið í ca. kr.
8.000.000,00 (á einu skólaári) sem
Reykjavíkurborg yrði alfarið að
greiða sjálf. Ef sú upphæð hefði
verið sett í frágang II. áfanga
Foldaskóla hefði annað eins komið
frá ríkissjóði eða samtals kr. 16.
000.000,00 til ráðstöfunar ef
hugsað hefði verið fram í tímann.
Frágangur á þeim hluta sem geng-
ið var frá 1985 (eftir fokheldingu)
var kr. 17.712.000,00.
Niðurstaðan af þessum hugleið-
ingum gæti því hugsanlega orðið
þríþætt. Vegna plássleysis yrðu
bekkir alltof stórir, vegna plássleys-
is yrði ekki um lögboðna kennslu
að ræða og vegna plássleysis yrði
hluti bamanna keyrður út úr hverf-
inu. Það mun vera eitt af störfum
menntamálaráðuneytis að fylgjast
með því að lögboðinni kennslu sé
fullnægt og væri gaman að vita
hvort ráðuneytið uppfylli þau eftir-
Iitsskilyrði.
Á íjölmennum fundi 1985 með
tilvonandi og þáverandi íbúum
ásamt borgaryfirvöldum var Graf-
arvogi lýst sem draumahverfi með
einsetnum skóla þar sem einnig
yrði æskulýðsmiðstöð og bókasafn.
Margir sem þennan fund sátu hafa
keypt eignir í þeirri trú að loksins
væri fundið draumahverfið með
eðlilegri þjónustu í skóla- og æsku-
lýðsmálum. Hætt er við að margir
séu núna að vakna upp við vondan
draum og fínnist þeir hafa verið
plataðir inn í hverfið, því til hvers
er fallegt hús eða íbúð ef bömin
fá ekki eðlilega kennslu og aðbúnað:
Samkvæmt upplýsingum frá
Foldaskóla er fjöldi nemenda nú
þegar kominn í um 435 og vantar
þó mikinn fjölda sem vitað er að
kemur til með að flytja í hverfið á
komandi sumri. Ef niðurstaðan
verður eins og allt virðist benda til
er ekki annað að sjá en Reykjavík-
urborg sé að fresta framkvæmdum
að ástæðulausu sem jafnvei hefðu
ekki aukið útgjöld að neinu marki.
Rétt er að geta þess að fyrr í vetur
héldu IG og FKF fund með helstu
forsvarsmönnum skólamála í
Reykjavík og þar voru þeim kynnt-
ar niðurstöður þeirrar könnunar
sem áður var getið. Gaman væri
að vita hvort rétt sé að gleymst
hafí að gera ráð fyrir nemendum
úr verkamannabústöðum í áætlun
á nemendafjölda í hverfinu. Hugs-
anlega verður hægt að leysa þessi
skólamál á ódýrari hátt, en alltaf
stendur eftir eyðsla sem betur hefði
skilað sér í framkvæmdum, því að
á næsta ári verður að leggja ffarn
framkvæmdafé til frágangs á II.
áfanga. 1988 gæti hugsanlega skil-
að sömu fjölgun nemenda og þá
tvöfaldast upphæðin sem eytt yrði
í_ bráðabirgðareddingar.
Ástæða þessara greinarskrifa er
fyrst og fremst sú að vekja menn
í skólamálum borgarinnar til um-
hugsunar um það mikla vandamál
sem virðist vera framundan í Folda-
skóla. Foreldrar hafa af þessu
miklar áhyggjur því ofsetinn skóli
getur skapað alvarlega félagsleg
og kennslufræðileg vandamál. I dag
er Ijóst að böm sem koma úr ofsetn-
um skólum standa mörg hver mjög
illa að vígi þegar í framhaldsskóla
er komið. Spumingin er hvort sam-
félagið hefur efni á spamaði sem
orsakar slíkt.
Að lokum vonum við að þeir for-
svarsmenn skólamála og borgar-
fulltrúar sem sjá sér fært komi á
opinn íbúafund um þessi mál í
Foldaskóla þriðjudaginn 19. maí kl.
20.30 og jafnframt hvetjum við alla
áhugasama íbúa Grafarvogs um
málefni bama sinna að mæta og
segja sitt álit. (Sérstaklega þá sem
eftir eiga að skrá böm sín í Folda-
skóla fyrir veturinn 1987—1877.)
Guðmundur G. Kristinsson er
formaður íbúasamtakn Grafar-
vogs ogAníta Knútsdóttir er
formaður Foreldra- og kennarafé-
lags Foldaskóla.
Augnslys barna
alltof tíð hér á landi
eftír Guðmund
Viggósson
Nú fer í hönd sá tími ársins sem
augnslys em hvað tíðust. Leikir og
ærsl bama eru í hámarki ekkert
síður en ýmsar verklegar fram-
kvæmdir. Árlega em lagðir inn á
augndeild Landakotsspítala um 60
manns vegna aivarlegra augnslysa,
þar af em um 24 böm. Eins og sjá
má á meðfylgjandi stöplariti em
alvarleg augnslys einna algengust
meðal bama og unglinga. Rúmlega
40% hinna slösuðu em yngri en 15
ára og 75% yngri en 30 ára. Þetta
er þeim mun háskalegra sem augn-
slys bama em yfírleitt alvarlegri
en augnslys fullorðinna. Augnslys
bama em langoftast í sambandi við
leiki og fikt og em piltar í mun
meiri hættu en stúlkur þar sem 4
sinnum fleiri piltar slasast.
Skulu nú tíundaðar algengustu
orsakir alvarlegra augnslysa hjá
bömum:
1. Hlutum skotið í auga. Mjög
algengt er að skotið sé í auga
með teygju- eða túttubyssu.
Verstar em afleiðingamar þegar
skotið er hörðum hlutum svo sem
Guðmundur Viggósson
„ Augnslys barna eru
langoftast í sambandi
við leiki og f ikt og eru
piltar í mun meíri hættu
en stúlkur þar sem 4
sinnum fleiri piltar
slasast.“
Augnslys á íslandi 1971-1979
Aldursdreifing 508 meiriháttar augnslysa
á augndeild Landakotsspitala
Aldurshópar
vírbútum eða steinum. Einnig
er alltof algengt að örvum sé
skotið af boga í auga. Þá em
loftrifflar ekki síður varasamir
í höndum bama.
2. Hlutum kastað í auga. Hættu-
legast er þegar oddhvössum
hlutum er kastað eins og dart-
pflum og jámteinum. Ýmsir aðrir
hlutir geta einnig valdið augn-
slysum svo sem harðir snjóbolt-
ar, súperboltar og steinvölur.
3. Hlutir rekast í auga. Alkunna
er að eggjám, svo sem hnífar
og skæri, em ekki bama með-
færi. Hefur margt bamið misst
auga þegar það hefur verið að
tálga spýtu með vasahníf. Einn-
ig er algengt að „spjót“ rekist í
auga við skylmingaleiki. Oftast
em spjótin spýtur, rafmagnsrör
eða mælistikur. Ekki er heldur
óalgengt að glerbrot lendi í auga
þegar flöskum eða rúðum er
stútað.
4. Sprengingar. Mörg böm hljóta
áverka á auga þegar þau bera
eld að hvellhettum, púðri, blys-
um eða flugeldum. Langoftast
em það drengir á aldrinum
10—12 ára sem í þessu lenda.
Augnslys em ávallt alvarleg,
sérstaklega hjá bömum. Augna-
bliks óvarkámi eða óvitaskapur
getur breytt lífi bams ævilangt. Það
er því skylda okkar fullorðna fólks-
ins að gera allt sem í okkar valdi
stendur til að hindra hættuleiki
bama sem oft komast í tísku á
þessum árstíma.
Höfundur er augnlæknir & Landa■
kotsspítala og yfirlæknir Sjón-
stöðvar íslands.