Morgunblaðið - 16.05.1987, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987
f
Samlag skreiðar-
framleiðenda:
5.000 skreiðar-
pakkar seld-
ir í Nígeríu
UM 5.000 pakkar úr skreiðar-
farmi Samlags skreiðarframleið-
enda, sem fór til Nígeríu i vetur
með Hvalvíkinni, hafa nú selzt.
Ólafur Björnsson, formaður
stjómar Samlagsins, segist bjart-
sýnn á að sala gangi greiðlega og
peningar fari að koma heim innan
mánaðar.
Alls fóru um 32.000 pakkar af
skreið með Hvalvíkinni utan síðari
hluta vetrar. Skreiðin var flutt utan
í samvinnu við brezkt fyrirtæki,
Decacia, sem annaðist greiðslu tolla
og fleiri gjalda í upphafi og hefur
milligöngu með sölu og flutningi fjár-
muna milli landanna. Tollar eru um
32% af áætluðu verðmæti skreiðar-
innar og því fara greiðslur fyrir þessa
5.000 pakka beint í endurgreiðslu
tollsins.
Stokksnesradar-
inn verður not-
aður við f lug-
umferðarstjóm
INNAN tveggja mánaða verður
farið að notast við upplýsingar frá
radarstöð Atlantshafsbandalags-
ins á Stokksnesi í Hornafirði við
flugumferðarstjóm. Flugumferð-
arstjómamir hafa þegar fengið
mynd frá Horaarfjarðarradam-
um á skjá hjá sér og er verið að
undirbúa notkun hans við flugum-
ferðarsljóraina.
Pétur Einarsson flugmálastjóri
segir að notkun radarsins muni gjör-
breyta flugumferðarþjónustunni,
bæði vegna umferðar flugvéla yfir
landið og tii landsins. Á þessu svæði,
suðausturlandi, komi flugvélamar
frá Evrópu yfir landið og auki notk-
un þessa radars þvi öryggið í flugum-
ferðarstjóminni.
Heildar-
bolfisk-
aflinn
(lestir)
689.688
HVAÐ VARÐ AF BOLFISKAFLANUM 1982-86 ?
1 1
6,5% ■
Heildar-
bolfisk-
aflinn
(lestir)
,602.881
Heildar-
bolfisk-
aflinn
(lestir)
563.682
Heildar-
bolfisk-
aflinn
(lestir)
585.127
Heildar-
bolfisk-
aflinn
(lestir)
632.256
17,8%
—HERSLA og
önnur verkun
—ÍSFISKUR
landað erlendis
—SÖLTUN
FRYSTING
á sjó
—FRYSTING
í landi
^ í GÁMUM
- ' \—með flutninga-
V'
45.164
lestir
Heimild: FISKIFÉLAG ÍSLANDS
Morgunblaðiö/ GÓI
t—meo nu
. '■■■/ skipum
]Ík\
HVERNIG VAR ISFISKURINN
FLUTTUR TIL ÚTLANDA ?
vy J —
112.773
lestir
— MEÐ FISKI-
SKIPUM
-MEÐ FLUG-
VÉLUM
Frysting
bolfisks um
borð hefur
margfaldazt
BREYTINGAR á verkun bol-
fiskafia síðustu fimm árin
hafa að mestu verið þær, að
skreiðarverkun hefur nánast
lagzt niður, en margföldun
hefur orðið á frystingu um
borð í fiskiskipum og útflutn-
ingi á ferskum fiski í gámum.
Litlar breytingar hafa orðið á
þvi hlutfalli aflans, sem hefur
farið í frystingu og söltun.
Árið 1982 vom 2.500 lestir
frystar um borð í togurum, sem
var 0,4% af bolfiskaflanum. Sjó-
frysting hefur síðan aukizt jafnt
og þétt og í fyrra nam hún
30.107 lestsum eða 4,8% af
heildarafla. Útflutningur á fersk-
um físki hefur á þessu tímabili
vaxið úr 45.164 lestum, 6,5%
árið 1982 í 112.778 lestir 1986
eða 17,8%. Aukning á þessum
útflutningi liggur fyrst og fremst
í gámafiski, sem hefur 56-
faldazt á þessu fímm ára
tímabili. Skreiðarverkun var árið
1982 88.382 lestir eða 12,8%
aflans. Með lokun skreiðarmark-
aðsins í Nígeríu leggst herzla að
mestu niður og var í fyrra 0,8%.
Söltun varð mikil árið 1982, en
dróst saman á næstu tveimur
árum. Þáttur hennar er nú um
23,7%. Frysting í landi var í fyrra
lægst á þessu tímabili hlutfalls-
lega að undanskildu árinu 1982.
í lestum talið var hún hins vegar
minnst í fyrra, 327.578. Sé fiyst-
ing um borð í togurum hins vegar
talin með, hefur hlutfall frysting-
ar ekki rakazt verulega. Allar
þessar tölur miðast við óslægðan
físk upp úr sjó.
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra:
Við veiðum of
niikið af þorski
Breytt troll gætu dregið úr smáfiskadrápi
„ÞAÐ em takmörk fyrir því, hve miklum svæðum er hægt að loka;
það hljóta allir að sjá. Það er líka mikilvægt að smáfiskurinn sleppi
í meira mæli út úr trollinu, þegar togað er á smáfiskaslóð. Við
komumst aldrei hjá því, að skip munu lenda inn á slík svæði, því
fiskurinn er á eilífri hreyfingu. Þess vegna tel ég að gerð veiðar-
færisins skipti miklu máli og vildi gjaraan sjá breytingu þar á. Ég
tel einnig að við séum að veiða of mikið af þorskinum og miðað
við núverandi aðstæður ættum við aldrei að taka meira en 350.000
tonn af þorski á ári,“ sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð-
herra, er hann var inntur eftir þvi, hveriar leiðir hann teldi beztar
til að draga úr smáfiskadrápi. Bæði LÍU og SÍF hafa lýst áhyggj-
um sínum vegna þessa og skorað á Hafrannsóknastofnun að hafa
áhrif á sjávarútvegsráðuneytið til úrbóta.
„Þessi staða kemur engum á
óvart," sagði Halldór. „Það hefur
verið vitað lengi hve slakir þeir
árgangar eru, sem nú eru orðnir
kynþroska. Hins vegar eru tveir
sterkir árgangar í uppvexti. Því
hefur veiðin á vetrarvertíðinni ver-
ið lítil og mikill smáfiskur í afla
togara. Eg vil einnig taka það
fram, að þessi ár, sem ég hef ver-
ið hér í sjávarútvegsráðuneytinu,
höfum við farið í einu og öllu eftir
tillögum, sem hafa komið frá Ha-
frannsóknastofnun um skyndilok-
anir og viðmiðunarmörk. Það hefur
hins vegar ekki alltaf verið gert
hér áður fyrr. Við höfum einnig
haft af því áhyggjur hér, að stækk-
un möskvans hefur i reynd skilað
mun minni árangri, en vonazt var
til í upphafi. Það er fyrst og fremst
vegna þess, að möskvinn lokast,
þegar trollið er híft, þannig að
smáfiskurinn sleppur ekki út. Við
höfum því verið að athuga hvort
hægt væri að kreíjast þess, að
notað verði troll, sem heldur mösk-
vanum opnum við hífingu. Mösk-
vinn hélzt opinn hér áður fyrr,
þegar trollið var tekið á síðuna,
en með hinum kraftmikla búnaði
skuttogaranna, lokast möskvinn
hins vegar og of mikið af smáfiski
kemur með inn fyrir. Því erum við
að ahuga hvort ekki megi setja
breyttar reglur um gerð trolla og
frekari tilraunir vegna þess eru í
undirbúningi.
Það eru stór svæði, sem hefur
verið lokað til vemdunar hrygning-
arfiski, en ég held að smáfiska-
drápið sé miklu meira vandamál í
dag. Það eru þessir tveir sterku
árangngar, '83 og 84, sem skipta
okkur öllu máli á næstu árum.
Þess vegna verðum við að gæta
þess, að taka ekki of mikið úr
þeim, þannig að nýtingin geti ver-
ið jöfn. 1984 lagði Hafrannsókna-
stofnun til 200.000 tonna
þorskveiði. Þá leit mjög illa út með
aðstæður í sjónum, en við nánari
athuganir, var útliðið betra og þar
af leiðandi var veitt talsvert meira
það ár. Hafrannsóknastofnun taldi
þá, í ljósi breyttra aðstæðna, veij-
anlegt að veiða meira, en lagt
hafði verið til. Það er alltaf um-
hugsunarvert hve langt á að ganga
á þessum efnum. Ég hef sagt það
áður, að ég tel að við steftium í
ofmikla þorskveiði. Ég hef talið,
miðað við fyrirliggjandi upplýsing-
ar, að 350.000 tonna veiði sé
hæfilegt, en nú stefnir í að veiðin
verði eitthvað meiri. Þess vegna
Halldór Ásgrimsson sjávarút-
vegsráðherra.
tel ég að við eigum að draga í land
og minnka veiðina. Miðað við nú-
verandi ástand ættum við aldrei
að taka meira en 350.000 tonn.
Það væri hins vegar æskilegt, mið-
að við ástand stofnsins, að vera
neðar, en þá mun það hafa mikil
áhrif á öll kjör í landinu. Menn
verða að gera sér grein fyrir því.
Það eru oft sömu mennimir, sem
eru að tala um, að það sé veitt
allt of mikið og tala jafnframt um
það, að lifskjör sé séu allt of léleg.
Ég get ekki séð að þetta fari sam-
an, en veiðinni verður að halda
innan skynsamlegra marka, eigi
að varðveita stöðug og viðunandi
lífslqor í framtíðinni," sagði Hall-
dór Ásgrímsson.
Hæstiréttur:
Iðnlöggjöf
ekki brotin
með ljós-
myndun
þingmanna
KRISTJÁN Ingí Einarsson, prent-
smiðjustjóri, var á fimmtudag
sýknaður i Hæstarétti af ákæm
um að hafa stundað ljósmyndun i
atvinnuskyni án þess að hafa til
þess iðnréttindi. Undirréttur hafði
dæmt Kristján Inga til sektar.
Landssamband iðnaðarmanna
kærði Kristján Inga og hélt því fram
að atvinnurekstur hans á sviði ljós-
myndunar hafi verið mikill að
umfangi. Rannsókn málsins snerist
þó nær eingöngu um þátt Kristjáns
Inga í gerð handbókar Alþingis 1984
og því lýst yfír við flutning málsins
fyrir Hæstarétti, að brot hans væri
fyrst og fremst fólgið i töku andlits-
mynda af þingmönnum. Meirihluti
Hæstaréttar komst að þeirri niður-
stöðu að ekki væri hægt að telja að
Kristján Ingi hafi rekið ljósmynda-
iðnað í atvinnuskyni. Því beri að
sýkna hann af öllum kröfum ákæru-
valds.
Hæstaréttardómaramir Guð-
mundur Skaftason, Guðrún Erlends-
dóttir og Þór Vilhjálmsson skipuðu
dóminn, en Þór skilaði sératkvæði í
málinu. Hann taldi ljóst af gögnum
málsins að Kristján Ingi hafi stundað
ljósmyndun í svo ríkum mæli að
flokka bæri það sem atvinnurekstur.
Því áleit Þór að sakfella ætti Kristján
Inga.