Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 31
...... Qf* MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 31 Spánverjar vilja kaupa eldislax af Islendingum Morgunblaðið/Bjami Spænsku fulltrúunum var boðið að smakka lax frá Mánalax hf. á Neskaupsstað. Frá vinstri á myndinni eru Róbert Pétursson frá Fiskeldi hf. og Pólarlax hf., Gylfi Gunnarsson frá Mánalax hf., José Sol- ernou, Gylfi Þór Magnússon framkvæmdastjóri SH og Mario Rotllant. Flugslysanefnd vill setja opinber lágmarksveðurskilyrði fyrir flugvelli landsins: Skiptar skoðanir hvort rétt sé að selja slíkar reglur - segir Pétur Einarsson, flugmálasljóri GÓÐAR likur eru á að íslensk laxeldisfyrirtæki geti hafið sölu á eldislaxi til Barcelona á Spáni. Fulltrúar frá fyrirtækinu Sefrisa á Barcelona hafa verið á íslandi Hanne-Lore Kuhse heldur söngnámskeið í Skálholti SÖNGNÁMSKEIÐ verður haldið í lýðháskólanum í Skálholti dag- ana 24. til 31. maí. Austur-þýska sópransöngkonan Hanne-Lore Kuhse leiðbeinir, en undirbúning námskeiðsins hefur Ágústa Ágústsdóttir óperusöngkona haft með höndum. Vemdari námskeiðsins verður séra Sig- urður Árni Þórðarson í Skálholti. Hanne-Lore Kuhse hefur sérhæft sig sem Wagner-söngkona. Hún kom til íslands fyrst í fyrra og hélt hér námskeið við góðar undirtektir. Ágústa sagði í samtali við Morgun- blaðið að meiningin væri að halda slík námskeið árlega og vonaðist hún til þess að Hanne-Lore gæti annast kennsluna áfram. Ágústa sagðist hafa farið fimm sinnum á námskeið til hennar í Weimar í Austur-Þýskalandi, en sjálf er Hanne-Lore búsett í Austur-Berlín. Alls komast fjórtán söngvarar á námskeiðið að þessu sinni og verða þeir, sem áhuga hafa, prófaðir í sal Nýja tónlistarskólans við Ármúla sunnudaginn 24. maí kl. 16.00. síðustu daga til að ræða við full- trúa frá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna um frekari viðskipti og hafa þeir sýnt sérstakan áhuga á íslenskum eldislaxi. Spænsku fulltrúamir tveir eru framkvæmdastjórar fjölskyldufyrir- tækis á Barcelona og hafa þeir verið í saltfiskviðskiptum við ísland síðustu 150 árin, að eigin sögn. Þeir eru nú að skoða möguleika á innflutningi frystrar rækju og hum- ars frá íslandi, auk fersks og frysts lax. Þeir sögðust kaupa 200 tonn af eldislaxi á ári, aðallega frá Nor- egi og Færeyjum, en þeir vildu gjaman treysta íslandsböndin enn frekar en orðið er. Gylfí Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Mánalax hf. í Neskaupsstað, bauð spænsku fulltrúunum í lax á Hótel Sögu fyrir skömmu ásamt fulltrúum annarra laxeldisfyrir- tækja og fulltrúum frá SH. Þeir sögðu að laxinn hefði bragðast afar vel og hefði verið mun þéttari í sér en sambærilegar vömr annars stað- ar frá. Þeir sögðu að augljóslega væm gæðin góð, en vandinn væri hinsvegar flutningsleiðin. Norð- menn flytja ferska eldislaxinn sinn með skipum til Hollands og þaðan með kældum flutningabílum til Spánar. Ferskur fískur getur geymst í viku við 2 til 4 gráður. Mario Rotllant, annar fram- kvæmdastjóra Sefrisa, sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrir- tæki hans væri tilbúið strax til að kaupa frosin eldislax, og síðar yrðu flutningsleiðir fyrir ferska laxinn athugaðar nánar. Hann sagði að eldislax væri orðin vinsæl neyslu- vara á Spáni. „ VIÐ tökum vel öllum tillögum sem koma frá flugslysanefnd. Þessi hugmynd hefur verið lengi í athugun hjá Flugmála- stjóm, en skiptar skoðanir hafa verið um hvort rétt sé að setja slíkar reglur,“ sagði Pét- ur Einarsson flugmálastjóri er hann var inntur álits á tillögu flugsiysanefndar um opinber lágmarksveðurskilyrði fyrir flugvelli landsins. í inngangi ársskýrslu flug- slysanefndar fyrir árið 1986 setur formaður nefndarinnar, Karl Eiríksson, fram þá tillögu nefnd- arinnar að Flugmálastjóm kanni hvort ekki sé æskilegt að setja opinber lágmarksveðurskilyrði (State Minimas) fyrir flugvelli landsins, eins og víða þekkist erlendis. Með því móti væri reynt að tryggja, að ekki sé flogið til og frá flugvöllum, ef veður þar er lakara en það sem talið er nauðsynlegt fyrir lágmarksör- yggi í flugstarfsemi. Telur flugslysanefnd að með þessu væri stigið stórt skref í örygg- isátt. Pétur Einarsson sagði það sína skoðun að menntun flugmanna væri meira virði en reglur sem þessar, enda yrði alltaf að treysta mati flugmannanna þegar á reyndi. GOODYEAR Grand Prix S Radial — 'rr' '"Mhv Á GOODYEAR KEMST ÉG HEIM LEIÐANDI í VERÖLD TÆKNIÞRÓUNAR HJÓLBARÐA N > \ Í;J á Laugavegi 170-172 Simi 695500 GOODfYEAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.