Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 39 DNG byggir við Lónsbrú Hagnaður fyrirtækisins tæp 13% af veltu á síðasta ári Rafeindafyrirtækið DNG velti 36 milljónum á síðasta ári og nam hagnaður ársins 13% af af veltu, á öðru starfsári fyrirtækisins. Sal- an á þessu ári er þegar orðin meiri en á öUu árinu 1986. Nú eru að liefjast framkvæmdir við nýja verksmiðjubyggingu fyrirtækisins á Lónsbrú. Kristján Jóhannesson fram- kvæmdastjóri sagði að DNG gæti ekki lengur annað eftirspum eftir handfæravindum sem eru uppistaðan í framleiðslu fyrirtækisins. Hjá DNG vinna um 25 manns, en framleiðslan nemur að meðaltali tveimur hand- færavindum á dag. „Þar sem við framleiðum vindumar frá gmnni hér er gerð þeirra tímafrek. Við búum til dæmis mótorinn til sjálfir, en hönn- un hans er einstök í heiminum," sagði Kristján. Nýja verksmiðjuhúsið verður 900 fm að stærð. Fyrirtækið er nú í um 600 fm húsnæði. Véladeildinni er ætluð mesta viðbótin. Sagði Kristján að ætlunin væri að tryggja þá sér- stöðu sem rafmótorar DNG hefðu. Engin einkaleyfi hafa verið tekin út á þá. „Það eina sem gildir f þessari framleiðslu er að halda forystunni með því að þróa vömna. Okkar mögu- leikar liggja í vömþróun og því að lækka framleiðslukostnaðinn," sagði Kristján. DNG er nú að koma upp þjónustu- neti um allt land. í því skyni er verið að þjálfa upp viðgerðarmenn í helstu útgerðabæjum. „Við framleiðum nú nær eingöngu fyrir innanlandsmark- að sem virðist vera langt frá að mettast. Ástæðan fyrir þvf að við einbeitum okkur að heimamarkaði er sú að við önnum ekki eftirspuminni þar, hvað þá erlendis. Nýlega settum við á markað línu- spil sem tengist handfæravindunni og það er ætlun okkar að skoða bet- ur hvað hægt er að gera til að auka notagildi hennar. Sjómenn eiga heimtingu á að geta keypt fleiri DNG-tæki en aðeins vindumar. Við komum því ömgglega með fleiri nýj- ungar á þessu ári,“ sagði Kristján. Ferðamannaþjónusta: Hótelstjórar telja útlitið gott í sumar VÆNTA má stríðari straums ferðamanna til Akureyrar en nokkru sinni áður í sumar. Eins og greint hefur verið frá í blaðinu hefur farþegafjöldi á leiðinni Ak- ureyri-Reykjavík ekki orðið meiri í annan tima en á fyrsta fjórðungi þessa árs. Forráðamenn hótela sem blaðamaður ræddi við voru sammála um að gott útlit væri í bókunum. Þegar er orðið erfitt að fá herbergi um helgar í sumar. „Þegar staðan er orðin svona góð í byijun sumars er útlitið mjög gott. Nýir eig- endur að Bílahöllinni BÍLAHÖLLIN við Strandgötu skipti um eigendur í gær. Gunnar Haraldsson sem rekið hefur fyrir- tækið um árabil seldi bílasöluna þremur ungum mönnum, Sveini Rafnssyni, Gunnari Sigtryggssyni og Hauki Sveinssyni. Eitt fyrsta verkefni þeirra þre- menninganna verður að halda bíla- sýningu um helgina þar sem meðal annars gefur að líta Ford Mereury Topas er ekki hefur sést áður á Akur- eyri. „Við höfum áður komið örlítið við sögu bflasölu, en saman höfum við rekið Sólbaðsstofuna Stjömu- sól,“ sagði Sveinn Rafnsson. Hann sagði að Bílahöllin myndi halda áfram umboði fyrir Mazda bifreiðir og Ford. „Við munum að sjálfsögðu halda áfram að selja notaða bfla. Það er einmitt mjög líflegt yfír bfla- sölunni um þessar mundir. Það virðást allir ætla að skipta um bfl,“ sagði Sveinn. Hjá okkur varð 50% aukning milli ára í bókunum á tímabilinu janúar til aprfl. Sérstaklega er áberandi fjölgun í ráðstefnu- og fundahaldi hér á Akureyri sem við höfum notið góðs af,“ sagði Gunnar Karlsson hótel- stjóri á Hótel KEA. Hann sagði að þegar væri erfítt að fá herbergi á hótelinu í sumar. Fyrsta helgin þar sem herbergi eru laus er í september. Amfinnur Amfínnsson á Hótel Varðborgu sagði að útlitið væri þokkalegt. Bókanir væm í meðallagi. Hann gerði ráð fyrir að „gangandi umferð", þ.e. ferðamenn sem ekki bóka herbergi fyrirfram, yrði uppi- staðan í gistingu á hótelinu í sumar. „í vetur var eftirspumin hjá okkur minni en oft áður. Eg held að fjölgun flugfarþega megi að mestu leyti rekja til ferðalaga Akureyringa. Nú em samgöngur einnig orðnar það góðar að menn sem koma í viðskiptaerind- um þurfa ekki að gista heldur geta lokið sínum erindum og farið heim að kveldi," sagði Amfínnur. Hann benti einnig á að sennilega væri gistirými fyrir um 40—50 manns í eigu launþegasamtaka í bænum og hlyti það að hafa áhrif á viðskiptin. „Við höfum þegar bókað öll her- bergi fram að hvítasunnu og það er byijað að panta í júlí og ágúst,“ sagði Inga Hafsteinsdóttir veitingastjóri á Hótel Akureyri. „Ég efast ekki um að þetta verði gott sumar, sérstaklega ef vorið fer svona snemma af stað eins og raun virðist vera á.“ Á Hótel Stefaníu vom slegin met í herbergjanýtingu bæði í mars og aprfl, að sögn Stefáns Sigurðssonar hótelstjóra. Bókanir í sumar em þokkalegar að hans sögn. „Það verð- ur ömgglega aHt vitlaust að gerr. Mér þykir ekki betra að bóka allt upp fyrirfram, því best er að geta veitt ferðamönnum sem koma til bæjarins góð herbergi og góða þjónustu þótt þeir geri ekki boð á undan sér,“ sagði Stefán. Morgunblaðið/Benedikt Jóhanna með þríburana Fannar Hólm, Birgittu Elínu og Hönnu Maríu. Höfum bara fyrir matnum og varlaþað „Kerfið gerir ekki ráð fyrir okkur,“ segir Jóhanna Birgisdóttir móðir akureysku þríburanna „KERFIÐ gerir einfaldlega ekki ráð fyrir okkur. Þetta þjóðfélag býður aðeins upp á að báðir foreldrar vinni úti, og ef ég hefði átt eitt barn væri ég auðvitað komin út að vinna aftur. En ég kemst ekki frá börnunum. Og endarnir ná aldrei saman,“ sagði Jóhanna Birgisdóttir, móðir þríburanna sem fæddust á Akureyri fyrir tæpum tveimur árum, þegar blaðamaður innti hana eftir því hvemig gengið hefði að sjá þeim systkinum farborða. Þríburamir, tvær stúlkur og strákur, heita Birgitta Elín, Hanna María og Fannar Hólm. Þau voru á þönum um íbúðina meðan á spjallinu stóð, eins og tveggja ára bama er siður. Þurfti móðir þeirra ófáum sinnum að skerast í leikinn, bjarga sjón- varpinu frá falli, finna týndan skó, hugga og þerra tárin. Börnin em furðanlega ólík. Fannar reyndist hinn forvitni í hópnum og sýndi tólum blaða- manns mestan áhuga. Hanna María var hlédræg og lét lítið uppi en Birgitta var eitthvað hvekkt. Jóhanna sagði skýringuna að finna í því að hún væri astma- veik og þyrfti að taka lyf sem hefðu örvandi áhrif. Bömin fædd- ust flogaveik og þurfa á lyfjagjöf að halda til þess að halda sjúk- dómnum niðri, en hafa verið hraust að öðru leyti. Jóhanna er heimavinnandi og eiginmaður hennar Halldór Hall- dórsson ekur strætisvagni. Utgjöld heimilisins era að vonum mikil. Kaupa þarf þrefaldan skammt af mat, bleyjum, fötum og öðra tilheyrandi barnauppeldi. Þá þurfa þau hjónin að greiða afborganir af lífeyrissjóðslánum til að standa straum af kaupum á timburhúsi þeirra við Hafnar- stræti. Fjölskyldan býr á neðri hæð hússins sem er 50 fm að stærð. „Við getum ekki notað efri hæðina því húsið er ekkert ein- angrað. Gluggamir uppi era svo illa farnir að við myndum aldrei standa undir kyndingarkostnaði," ságði Jóhanna. „Fyrir nokkra athuguðum við hvort bærinn gæti veitt okkur lán til þess að geta komið efri hæð- inni í það horf að hægt væri að fá orkusparnaðarlán út á húsið. Svörin sem við fengum vora þau að Halldór ætti bara að fara á sjóinn og vinna fyrir þessum kostnaði.“ Jóhanna hefur ekki fengið ann- an stuðning frá hinu opinbera en endurgreiðslu af sköttum fímm mánuði á ári, alls 25.000 krónur. Fyrstu mánuðina eftir að bömin fæddust átti hún kost á heimilis- aðstoð frá Félagsmálastofnun sem hún þáði. Eftir það borgaði stofnunin í eitt ár laun konu sem kom tvo klukkutíma á hveiju kvöldi og hjálpaði til við að baða þríburana og koma þeim í hátt- inn. Á sama tíma kom kona til aðstoðar einu sinnni í viku við þrif á íbúðinni. „Þessu lauk þegar bömin vora um árs görnul," sagði Jóhanna, „ég óskaði ekki eftir framhaldi. Maður kann ekki við að biðja um meiri hjálp. Ég gekk nýlega úr skugga um hvemig yrði að koma þeim þrem- ur á bamaheimili. Svarið var einfalt. Það er enginn afsláttur veittur. Þyrfti ég að greiða þijú dagheimilisgjöld, sem núna era 5500 krónur á bam. Það myndi því aldrei borga sig fyrir mig að fara að vinna úti. Hinsvegar er í raun engin leið að lifa af launum einnar fyrir- vinnu. Við höfum bara fyrir matnum og varla það. Hér á heim- ilinu hefur ekkert verið endumýj- að um árabil. Bfllinn okkar er til dæmis að hrynja niður og hann er manninum mínum nauðsynleg- ur því hann þarf að vera mættur í vinnuna lengst úti í þorpi klukk- an sex á morgnana í öllum veðram." Aðspurð segir Jóhanna að hús- móðurstarfið sé lítils virt. Hún telur að húsmæður ættu að fá ákveðin laun frá hinu opinbera fyrir uppeldi barnanna. Þessar greiðslur ættu að taka mið af tekj- um fyrirvinnunnar. „Mér sveið sárt þegar orlofsávísun eigin- manns míns kom nýlega í póstin- um. Þetta hafði í mínum augum táknræna merkingu. Afhverju fá húsmæður ekki líka einhverja smá upphæð til styrktar þeirra orlofí, svona rétt til að sýna lit?“ spurði hún. Jóhanna sagðist vera þakklát þeim sem studdu fjölskylduna eft- ir að börnin fæddust. Fyrirtæki á Akureyri og víðar greiddu götu þeirra með gjöfum sem vora vel þegnar. í þeirra hópi var verslun- in Amaro sem gaf kerra fyrrir þríburana, verslunin Brynja og Bflaleiga Akureyrar sem gaf bamabílastóla. Þá bárast þríbur- unum fyrir skömmu stakkar að gjöf frá Sjóklæðagerðinni. * Morgunblaðsmót í kvenna- knattspyrnu um helgina Morgunblaðsmótið í kvenna- knattspymu fer fram á Akureyri um helgina. Lið KA og Þórs taka þátt i mótinu auk Vals og Breiða- bliks úr Kópavogi. Motið hófst í gærkvöldi þegar KA og Valur á mættust á KA- vellinum og Þór og Breiðablik á Þórsvellinum. í dag verða tveir leik- ir á Þórsvellinum. í þeim fyrri sem hefst kl. 14.30 mætast Þór og KA, en Valur og Breiðablik heyja sitt einvígi kl. 16.30. Breiðablik og KA leika saman á morgun kl. 13.30. Motinu lýkur með viðureign Þórs og Vals kl. 15.30. Að því búnu fer fram verð- launaafhending. Morgunblaðið gefur farandbikar til mótsins auk verðlaunapeninga fyrir annað og fyrsta sætið. Leik- menn Vals og Breiðabliks gista í Glerárskóla mótsdagana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.