Morgunblaðið - 16.05.1987, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987
Smellur eða skellur?
Beatty og Hoffmann; hallærislegir þriðja flokks skemmtikraftar í Ishtar.
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Allt frá því tilkynnt var að
Elaine May leikstýrði farsanum
Ishtar hefur verið álitið að stór-
slys væri í vændum. Þau May,
Warren Beatty og Dustin Hoff-
man hafa eytt á fimmta tug
milljóna dollara óti í eyðimörk-
inni! Sú spurning er nú ærið
áleitin í Hollywood hvort hér sé
annað Heaven’s Gate í uppsigl-
ingfu — eða komískt snilldarverk.
Warren Beatty nýtur enn álits
sem undrabam í kvikmyndaborg-
inni, með glæsilegan leik- og
framleiðandaferil að baki; Bonnie
and Clyde, Shampoo, Heaven Can
Wait og Reds eru allt myndir sem
hann stóð á bak við og varð af stór-
gróði. En næsta mynd hans, Ishtar,
er komin fram úr öllum fjárhags-
áætlunum. Menn eru famir að bera
hana saman við frægasta „flopp"
allra tíma, Heaven’s Gate, sem
kostaði örlitlu meira, en lokatölur
Ishtar eru ekki komnar fram í dags-
ljósið og alltaf dregst frumsýningim
meira á langinn ...
Það var september 1985 og gerð
á Ishtar, nútímamynd í anda
„road“-mynda þeirra Bob Hope og
Bing Crosby, var að hefjast. Stjöm-
umar vom þeir Dustin Hoffman og
Warren Beatty, sem jafnframt var
framleiðandi og réð gamlan vin
sinn, Elaine May, 55 ára gamlan
handritshöfund og leikstjóra, til að
skrifa handritið og leikstýra. Þeir
Hoffman og Beatty leika tvo söngv-
ara og lagasmiði sem búnir eru að
lifa sitt fegursta. Eru þeir nú niður-
komnir í Marokkó og að auki flæktir
í njósnamakk.
Stór hluti myndarinnar var tek-
inn á söguslóðum í landinu, þar sem
megastjömunum var ætlað að ríða
þvert yfir eyðimörkina á kameldýri.
Svo eitt fyrsta verkefnið var náttúr-
lega kamelkaup. Það átti að vera
nokkuð sérstakt í útliti, og strax á
fyrsta degi fundu þeir hárrétt kam-
eldýr. Það var reyndar líka það
fyrsta sem þeir skoðuðu svo kaup-
unum var slegið á frest. Ennþá nóg
af tíma og peningum. Síðan var
eyðimörkin flengd, en ekkert kam-
eldýr komst í hálfkvisti við það
fyrsta. Að endingu var því snúið til
baka og nú átti að ganga frá kaup-
unum. En þá kom babb í bátinn.
Eigandinn var búinn að éta það.
Sandöldur, hugsaði Elaine May,
sandöldur, ég vil stórar sandöldur
í myndinni minni. Ég á við, Ishtar
gerist að miklu leyti í Sahara-eyði-
mörkinni, því ekki stórar sandöldur?
Svo yfirhönnuður hennar, að-
stoðarframleiðandi og fleira lykil-
fólk hófu leit að stómm sandöldum.
Það var ekki nóg að finna fínar og
stórar öldur. Það þurfti að hafa upp
á ákjósanlegum öldum sem vom
staðsettar við hliðina á lúxushóteli.
Svo leikstjórinn, stjömumar og
kvikmyndagerðarfólkið þyrftu ekki
að aka tímunum saman, morgna
og kvölds, til að kvikmynda.
Það reyndist torsótt að finna
fimm stjömu hótel á miðri auðn-
inni. Eftir nokkurra vikna leit í
fáeinum löndum gerðist kraftaverk-
ið; hótelið fannst í nágrenni feg-!'
urstu sandalda í Suður-Marokkó.
Um leið og May mætti á svæðið
og var búin að þaulkanna aðstæður
sóttu á hana efasemdir. „Fólk hefur
sínar skoðanir á eyðimörkum —
endalausar og flatar. Ég ætti að
skjóta eitthvað af myndinni á slétt-
um sandi." Svo aðstoðarframleið-
andinn fékk verktaka til að slétta
sandinn í nokkrar vikur. „Þetta var
furðulegt," sagði hann, þama í
miðjum sandöldum eyðimerkurinn-
ar skóp ég slétta eyðimörk handa
Elaine." Hann er víst geðprýðis-
maður. Ef einhver vill slétta
eyðimörk í stað öldóttrar þá er það
í lagi hans vegna.
A öldum áður var Ishtar stríðs-
og ástarguð Babyloníumanna. I
handriti May stendur nafnið fyrir
land sem virðist vera Marokkó.
Annars er handritið dæmigerð
„buddy“-mynd, þar sem vinátta
tveggja ólíkra einstaklinga er sett
á oddinn. Hún hefst á gaman-
kunnri kvikmyndaforsendu; venju-
legir menn eru settir í sérlega
óvenjulegar kringumstæður, — og
hvikar lengst af ekki frá henni. Hér
eru það tveir bandarískir söngvarar
og lagasmiðir í Marokkó, sem er
eina landið á jarðkringlunni sem
boðið hefur þeim atvinnu (utan
Honduras!); þeir uppgötva allt í einu
að þeir eru kolflæktir í margsnúið,
pólitískt ráðabrugg, sem m.a. snýst
um leynikort, fagran, vinstrisinnað-
an hryðjuverkamann (Isabelle
Adjani) og klaufalegan útsendara
CIA (Charles Grodin).
Umtalaðasti þáttur söguþráðar-
ins er örugglega sú staðreynd að
May hefur kosið að láta stjömumar
leika gegn sinni þekktu ímynd,
Hoffman er snoppufríði svallarinn
en Beatty er heimski nabbinn sem
kvenfólkið forðast eins og heitan
eldinn. Jafnvel ýjað að því að hann
sé ekki allskostar eðlilegur.
Fyrsti þriðjungur myndarinnar
gerist í New York þar sem lista-
mennimir eru sýndir í algjörri lægð
og lítillækkun. Um það leyti sem
þeir taka boði umboðsmanns þeirra
um að koma fram í Marokkó eru
persónur þeirra orðnar fullskapað-
ar. í Ishtar, landinu sem þeir verða
strand í á leiðinni til Marokkó, verð-
ur sagan margsnúin. Án vitundar
Hoffmans gengur Beatty í skæru-
liðasamtök, en Hoffman gerist
hinsvegar útsendari CIA, án þess
að segja Beatty frá. Og án þess að
vita af því að þeir era orðnir and-
stæðingar, leggja þeir upp í lang-
ferð yfír eyðimörkina — á blindu
kameldýri. Hún endar með villtum,
þrælsnúnum endalokum á nætur-
klúbb í Ishtar, þar sem þeir
Hoffman og Beatty syngja alsælir
enn þann dag í dag.
Umtalið um Ishtar er heldur nei-
kvætt. Allt frá því að fyrst fréttist
um samvinnu þessara þriggja,
skapmiklu, hugmyndaríku og skap-
andi listamanna — Beatty, Hoff-
mans og May, hafa menn gert því
skóna að fyrirtækið væri fyrirfram
dauðadæmt. Seinna, þegar það
fréttist að myndin væri komin yfir
40 milljónir dala í kostnaði, þóttust
menn vissir um að hún væri undir
álögum ógæfunnar. Svo, þegar
Columbia varð að flytja ftnmsýn-
ingardaginn fram, frá 26. nóv. sl.
til 22. maí nk., era flestir í kvik-
myndabransanum famir að trúa því
að Ishtar verði ósvikið stórslys.
Hjá Columbia-kvikmyndaverinu
era menn sagnafáir. Hið nýja höfuð
þess, David Puttnam, heldur sig í
fjarlægð frá þessu verkefni; „Um
það var samið áður en ég tók við
störfum hér að ég kæmi ekki ná-
lægt sýningum þessarar ákveðnu
myndar. Það er of algengt að ný-
byijaðir toppar kvikmyndavera
eigni sér lof eða taki á sig skamm-
ir vegna verkefna sem um var samið
fyrir þeirra tíð. Ég ætla ekki að
dæmast sökudólgur vegna þessar-
ar,“ segir sá frægi Puttnam.
Svo getur náttúrlega alveg eins
farið að lokum að Ishtar verði, eins-
og til var stofnað, gamansamt
meistaraverk. May hefur verið álitin
hafa húmoríska snilligáfu, allt frá
því hún starfaði með Mike Nichols
í byijun sjöunda áratugarins. Mynd-
ir hennar, einkum The Heartbreak
Kid og Mikey and Nicky, hafa end-
urspeglað sérviskulega snilli sem
heftir fengið fólk til að álíta að hún
hafí ekki enn fengið fyllilega að
njóta sín. En orðið sem af henni fer
sem vandræðagripur í samvinnu
hefur plagað hana alla tíð. „Ef Ela-
ine May lætur nafn sitt standa á
myndinni," benti einn framleiðandi
á, „þá er það í fyrsta skipti sem
hún samþykkir það á ferli sínum
sem leikstjóri. Hún yrði alsæl ef
hún gæti haldið Ishtar í klippiher-
berginu til eilífðar og þyrfti aldrei
að sýna hana.“ Næst er að segja
frá því hvemig standa átti að Isht-
ar og hvemig fór. Kvikmyndagerðin
átti að hefjast í ágúst 1985. Mein-
ingin var að taka í átta vikur í
Marokkó, síðan yrði örfárra vikna
hlé og þá tæki við sex vikna taka
í New York f lokin. Næstum öll
atriðin í Marokkó átti að taka á
söguslóðum, sama gilti um New
York. Um jólin (’85) átti myndatöku
að vera lokið. Klippingin að hefjast
strax á nýja árinu og myndin að
vera tilbúin, grófklippt til skoðunar
í ágúst eða september í fyrra.
Beatty og Hoffman áttu að halda
til Kalifomíu í september að taka
upp tónlistarmyndband til hjálpar
kjmningu á myndinni. Um svipað
leyti vora ritstjórar Esquire með
forsíðumynd af Beatty á pijónun-
um.
Kvikmyndin átti að vera komin
inn á gafl í þúsundum kvikmynda-
húsa í Bandaríkjunum 26. nóvem-
ber og vera búin að fá sinn skerf
af Oskarsverðlaunatilnefningum í
fyllingu tímans. En það fór öðravísi
Hrísgrjón í salatið
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Soðin hrísgijón era hreint af-
bragð með ýmsum réttum, þykja
reyndar ómissandi. Það er þó ekki
ýkja langt síðan hrísgijón vora aðal-
lega höfð í spónamat hérlendis, með
þeirri undantekningu þó að soðin
hrísgijón voru höfð með kjöti í
kam', en kartöflur vora þó yfírleitt
hafðar með.
Soðin hrísgijón era mjög góð í
grænmetissalöt, heit eða köld.
Þannig er hægt að nota afgang af
hrísgijónum.
Mandarínu-hrís-
grjónasalat
3 bollar soðin hrísgijón,
1 dós niðursoðnar mandarínur,
l>/2 bolli brytjaður sellerístöngull,
’/2 bolli brytjuð græn paprika,
3A bolli sýrður ijómi,
1 msk. sítrónusafí,
salt og pipar.
Öllu blandað saman og kælt fyr-
ir neyslu. Salatið er gott með
kjúklingum og svínakjöti. Ætlað
fyrir 6 manns.
Grænmeti og hrísgrjón
3 bollar soðin hrísgijón,
V4 bolli saxaður laukur,
3 msk. smjör,
1 dós maískom,
1 bolli niðursoðnir tómatar,
U/2 tsk. salt,
'A tsk. pipar,
‘A tsk. oregano.
Laukurinn er settur í smjör á
pönnu, látinn mýkjast og síðan er
öllu hinu blandað saman á pönn-
unni, látið malla við vægan straum
í u.þ.b. 15 mín. Borið fram heitt.
Ætlað fyrir 6 manns.
Sveppir og hrísgrjón
3 bollar soðin hrísgijón,
1 dós niðursoðnir sveppir í sneiðum,
1 bolli niðursoðnargrænarbaunir,
2 msk. smjörlíki,
salt og pipar að smekk,
2 msk. söxuð rauð paprika.
Öllu blandað saman og hitað í
smjöri á pönnu í nokkrar mínútur.
Aðeins hreyft til með gafli á með-
an. Borið fram heitt, ætlað fyrir 6
manns.
Tex-Mex hrísgrjón
3 bollar soðin hrísgijón,
1 bolli saxaður laukur,
Grænmeti og hrísgijón.
1 bolli söxuð græn paprika,
‘/2 bolli brytjað sellerí (stöngull),
3 msk. smjör eða olía,
2 msk. salt,
2 msk. chili-duft,
'/< tsk. hvítlauksduft,
2 bollar niðursoðnir tómatar,
21 tsk. nautakjötskraftur (eða 2
teningar).
Laukur, paprika og sellerí er lát-
ið krauma í olíu þar til það er
meyrt, kryddi, tómötum og kjöt-
krafti bætt út í og að síðustu era
hrísgijónin sett út í. Látið krauma,
hreyft á pönnunni á meðan svo allt
verði jafnt. Borið fram heitt. Ætlað
fyrir 6 manns.
Salöt með
fiski og
kjöti í
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Salöt með kjöti eða físki í geta
verið heil máltíð og þá nægir að
bera fram gott gróft brauð og smjör
með.
Túnfiskur í salati
2 ds. túnfiskur í olíu eða hlaupi
1 salathöfuð
4 tómatar
2 msk. sítrónusafi
2 dl sýrður ijómi eða súrmjólk
1 laukur
1 hvítlauksrif
salt og pipar
nokkrir dropar Worcester-sósa
örlítill sykur eða sætuefni
Grænmetið hreinsað og skorið í
hæfílega bita, túnfískurinn tekinn
sundur í bita og þetta sett í skál.
Laukurinn er smátt saxaður,
hvítlauksrifíð marið og hvora
tveggja sett út í ijómann ásamt
sítrónusafa, Worcester-sósu og