Morgunblaðið - 16.05.1987, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987
45
Hluti nemenda og kennara.
Morgunblaðið/H.Gunnarsson
Skólaslit í Skógnm
en ætlað var. Myndatakan hófst í
október 1985. Það tók þijá auka-
mánuði að ljúk ýmsum nauðsynleg-
um undirbúningi. Vegna tímabreyt-
inganna þurfti að hagræða
framtíðaráætlunum íjölda manna
og einn heltist úr lesinni vegna sein-
kunarinnar. Það var Guiseppe
Rotunno, kvikmyndatökumaður
Fellinis um árabil. Svo Beatty réð
Storaro í hans stað, en hann hefur
lítið fengist við að kvikmynda gam-
anmyndir. Líklega komist næst því
er hann tók Last Tango in Paris!
Og þegar takan loksins hófst tók
allt heldur lengri tíma en ætlað
var. En alltaf streymdu peningar
til kvikmyndagerðarinnar.
Svo fór að lokum að kvikmynda-
takan var stöðvuð, en sú ákvörðun
var tekin eingöngu til að gefa þeim
Beatty og Hoffman tíma til að æfa
sín makaiausu söngatriði sem
hvorttveggja urðu að vera slæm því
að náungamir eiga að vera heldur
hæfíleikasnauðir, en þó nógu góð
til að spilla ekki myndinni. „Sum
okkar á tökustaðnum voru þess
fullviss að nú væri Columbia búið
að fá nóg af þessari kvikmynd,"
sagði einn starfsmaður fyrirtækis-
ins. En þess í stað hélt það áfram
að greiða mönnum laun á meðan
stjömumar æfðu söngatriðin af
miklum móð.
Og hvemig sem á málin er litið
hljóta þær að hafa borgað sig.
Lokaatriðið í næturklúbbnum í Ish-
tar, Chez Casablanca — og er
grínútgáfa af Rick’s Cafe í Casa-
blanca — er álitið verða hápunktur
myndarinnar, er þeir félagamir
flytja sín meingölluðu atriði. „Þetta
er,“ segir Charles Grodin hug-
hreystandi, „stórskemmtileg
mynd.“
May er nýfarin (í mars ’87) að
sýna kunningjunum (engum frá
Columbia Pictures, að sjálfsögðu)
grófklippta hluta úr myndinni, og
nokkram þeirra þótti söguþráðurinn
helsti snúinn. Svo May er núna að
velta því fyrir sér hvort hún eigi
ekki að semja smáræðustúf sem
Grodin á að flytja í myndarlok,
svona til að skýra hlutina. Og fyrir-
mæli hafa borist Astoria-kvik-
myndaverinu í New York, þar sem
Chez Casablanca-leiktjöldin standa
enn uppi, um að ekki verði hróflað
við þeim. Og þá er bara að bíða
22. maí og sjá hvað setur.
(Byggt ó grein e. David Blum
í New York Magazine.) S.V.
Holtí undir Eyjafjöllum.
SKÓLASLIT fóru fram í héraðs-
skólanum í Skógum föstudaginn
8. maí. Sama dag var haldinn
aðalfundur Foreldra- og kenn-
arafélags skólans.
Sverrir Magnússon skólastjóri
vék að málefnum skólans í skóla-
slitaræðu sinni og sagði að skólaár-
ið hefði verið gott, margir
nemendur hefðu náð góðum
árangri, mörgum hefði farið vel
fram og félagslíf hefði verið með
betra móti. Þakkaði hann sérstak-
lega framlag sýslunefndar til
húsgagnakaupa í setustofu nem-
enda og eins stuðning Foreldra- og
kennarafélagsins við námskeiða-
hald og félagsstarf í skótanum.
Nemendur hefðu verið um 60 og
fastráðnir kennarar 4 og 4 laus-
ráðnir. Teknar hefðu verið upp
valgreinar í 9. bekk sem hefði gef-
ist vel og jafnframt hefði bekknum
verið skipt upp með tilliti til hrað-
ferðar og hægari yfírferðar. Skólinn
ætti nú 7 tölvur af gerðinni Apple
Ile og væri stefnt að enn frekari
tölvukennslu í skólanum. Fram-
haldsnám væri fyrirhugað í skólan-
um á næsta skólaári sem yrði sniðið
að námi Fjölbrautaskóla Suður-
Amerískt salat.
Túnfiskur í salatd.
kiyddi. Öllu blandað vel saman og
hellt yfír salatið um leið og borið
er fram.
Amerískt salat
Dálítið af köldum kjúklingi
eða ca. 200 g af kaldri soðinni
skinku
200 g brauðostur
2 harðsoðin egg
4 tómatar
2 selleristönglar
lítið ísbergkálhöfuð
Kjötið er skorið í litla bita, ost-
ur, egg, tómatar og sellerí sömuleið-
is. Salatið skorið í bita, sett í botn
á skál og allt hitt yfír.
Sósa með:
Rhode Island-sósa
1 V2 dl sýrður ijómi
V2 dl chili-sósa
1 dl majones
V2 msk. rifín piparrót.
Öllu blandað saman og kælt fyr-
ir neyslu.
Frönsk sósa
1 msk. rauðvínsedik (eða annað)
3 msk. olía
salt, pipar
paprikuduft
Það þarf helst að hrista þessa
sósu saman eða hræra þá mjög vel.
Friðjón Guðröðarson afhendir Guðlaugu Sigurðardóttur verðlaun
fyrir góðan námsárangur.
Sverrir Magnússon skólastjóri
héraðsskólans i Skógum.
lands með náinni samvinnu við þann
skóla. Einnig væri ráðgert að bjóða
upp á fomám á vorönn næsta skóla-
áre fyrir þá nemendur sem ekki
hefðu náð tilskildum einkunnum á
grannskólaprófí.
Næst tók formaður skólanefndar,
Friðjón Guðröðarson til máls og
þakkaði fyrir allt starf sem unnið
hefur verið við skólann. Sérstaklega
þakkaði hann starfsfólki mötuneyt-
isins og sagðist altaf hlakka til
heimsókna S skólann, en það væri
mikið að þakka hinum ljúffenga
mat, sem virtist alltaf vera á borð-
um. Því næst afhenti hann verðlaun
fyrir góðan námsárangur f 7. og
8. bekk, til Guðlaugar Sigurðardótt-
ur, Skógum, Jóns Vigfússonar,
Beijanesi, og til Helgu SiQar Svein-
bjömsdóttur, Yztabæli. Verðlaun til
nemenda í 9. bekk var ekki hægt
að veita vegna þess að einkunnir S
Albert Jónsson kennari.
grunnskólaprófi vora ekki kunnar.
Sóknarpresturinn, sr. Halldór
Gunnarsson, ávarpaði nemendur og
aðra viðstadda, óskaði nemendum
heilla og þakkaði nærliggjandi
sveitarfélögum og sýslunefnd fyrir
veittan fjárstuðning til Foreldra-
og kennarafélagsins, en sá fjár-
stuðningur ásamt félagsgjöldum
hefði gert félagfnu kleift að styðja
að námskeiðahaldi, félagsstarfí og
nú sfðast skólaferð f lok skólaárs.
Þá afhenti hann fyrir hönd Minn-
ingarsjóðs Sigríðar Jónsdóttur frá
Drangshlíðardal námsstyrk til
Dýrfinnu Siguijónsdóttur, Skógum.
Albert Jóhannsson, dönskukenn-
ari skólans, veitti verðlaun frá
danska sendiráðinu fyrir beztan
árangur í dönsku til óla Armanns-
sonar, Selfossi, og Karls Guð-
mundssonar, Vestmannaeyjum.
Fréttaritari