Morgunblaðið - 16.05.1987, Side 46

Morgunblaðið - 16.05.1987, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 4 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vélstjóri — vélvirki Morgunblaðið vill ráða tækimenntaðan starfsmann til starfa í prentsmiðju. Starfið er laust nú þegar. Leitað er að vélvirkja með vélskólapróf eða samsvarandi reynslu á aldrinum 25-30 ára. Viðkomandi á að annast viðhald á prentvél og ýmsum öðrum vélbúnaði ásamt skyldum verkefnum. Góð vinnuaðstaða, gott framtíðarstarf. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist skriftofu okkar fyrir 24. maí nk. Guðnt ÍÓNSSON RÁÐCJÖF &RÁÐNINCARÞJÓNUSTA TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVfK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322 ^RARIK RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins og Þórshafnarhrepp- ur óska eftir tilboðum í lagningu rafstrengs og vatnslagnar frá Þórshöfn að fyrirhuguðum miðlunartanki í Bjarnadal, við veg á Gunn- ólfsvíkurfjall. Lengd u.þ.b. 12 km. Verktími 15. júní — 30. ágúst. Sala útboðsgagna á kr. 4.000 stk., hefst þriðjudaginn 19. maí á eftirtöldum stöðum: Skrifstofum Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, Reykjavík og á Glerárgötu 24, Akureyri. Skrifstofu Þórshafnarhrepps, Þórshöfn. Opnun tilboða verður þriðjudaginn 2. júní kl. 14.00 á skrifstofu Þórshafnarhrepps á Þórs- höfn og á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Glerárgötu 24, Akureyri. Reykjavík, 15. maí 1987. Rafmagnsveitur ríkisins. Trésmiðir óskast Mikil vinna, góðar mælingar. Upplýsingar í síma 611285. Patreksfjörður Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 1234 eða í afgreiðslunni í Reykjavík, sími 91-83033. Garðabær Blaðbera vantar í Flatir, Lundir, Ásbúð og Brekkubyggð. Upplýsingar í síma 656146. Ferðaleikhúsið — LIGHTNIGHTS Hefur þú áhuga á að koma fram í leiksýning- um LIGHT NIGHTS í sumar? Umsækjendur (ekki yngri en 18 ára) þurfa að hafa góðar hreyfingar og hæfileika til að tjá sig í þöglum leik. Komið til viðtals í Tjarnarbíói sunnudag, 17. maí, milli kl. 17.00-20.00. Stýrimann og afleysingaskipstjóra vantar á rúml. 200 tonna togbát sem gerður er út frá Austfjörðum. Upplýsingar gefur Soffía Friðbjörnsdóttir í símum 685414 og 685715. Framleiðni sf. Sölustarf Starf við sölu og akstur í boði fyrir karl eða konu. Framtíðarstarf með góða tekjumögu- leika. Umsóknir, sem greini aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. maí, merktar: „Vorannir — 760“. Hafnarfjörður — blaðberar Blaðbera vantar á Hvaleyrarholt. Upplýsingar í síma 51880. Húsavík Skólastjórastaða er laus við Gagnfræðaskóla Húsavíkur. Lausar kennarastöður við sama skóla. Kennslugreinar: Tungumál, raungreinar og viðskiptagreinar á grunnskóla- og framhalds- stigi. Þá vantar kennara í heimilisfræði og mynd- mennt á grunnskólastigi. Unnið er að stofnun framhaldsskóla. Reynt að greiða fyrir húsnæði eftir föngum. Nánari upplýsingar veita skólastjóri, símar 41344 og 41166 og formaður skólanefndar, Stefán Haraldsson, Laugarbrekki 24, Húsavík, símar 41254 og 41840. Skólanefnd Húsavíkur. Laus staða Staða forstöðumanns Stofnunar Sigurðar Nordals er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna til 3-5 ára. Laun sam- kvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins (for- stöðumaður háskólastofnunar). í reglugerð fyrir stofnunina segir svo í 2. gr.: „Hlutverk stofnunarinnar skal vera að efla hvarvetna í heiminum rannsóknir og kynningu á íslenskri menningu að fornu og nýju og tengsl íslenskra og erlendra fræði- manna á því sviði.“ í samræmi við þetta er áskilið að umsækjendur hafi lokið kandídats- prófi eða sambærilegu prófi í einhverri grein hugvísinda og lagt sérstaka stund á íslensk fræði. Góð málakunnátta er einnig áskilin. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um námsferil sinn og störf, rannsóknir og ritverk. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. júlí nk. Menn tamálaráðuneytið, 14. maí 1987. Áhugasamir kennarar íleit að starfi? Kennara vantar að Grunnskóla Bolungarvíkur. Um er að ræða eftirfarandi kennslugreinar: ★ Almenn kennsla á barnastigi. ★ Eðlisfræði og líffræði í 6.-9. bekk. Um það bil hálf staða. ★ Enska, hálf staða. ★ Mynd og handmennt. ★ íþróttir. ★ Heimilisfræði, um það bil hálf staða. ★ Tónmennt. Sérstök athygli skal vakin á því að verið er að reisa myndarlega nýbyggingu við skólann sem bæta mun alla starfsaðstöðu. Einnig er við skólann glæsileg íþróttaaðstaða, sund- laug og íþróttahús. Til reiðu er húsnæði á staðnum. Áhugasamir kennarar eru vinsamlega beðnir um að snúa sértil skólastjóra Gunnars Ragn- arssonar í símum 94-7249 og 94-7288 eða formanns skólanefndar Einars K. Guðfinns- sonar í símum 94-7540 og 94-7200. Skólanefnd. FJÓROUNGSSJÚKRAHÚSID A AKUREVRI Ein staða sérfræðings í fæðinga- og kvenn- sjúkdómalækningum á fæðinga- og kvenn- sjúkdómadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir deildarinnar í síma 96-22100. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkra- hússins, Halldóri Jónssyni fyrir 15. júní 1987. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Trésmiðir ath! Óskum eftir að ráða vana trésmiði sem fyrst á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Einnig vantar okkur smið á verkstæði okkar í Kópavogi. Nánari upplýsingar gefur Sigríður í síma 641488. HAMRAR SF. Vesturvör 9 — 200 Kópavogi Sími91-641488 Frá menntamála- raðuneytinu Að Menntaskólanum í Reykjavík vatnar stundakennara næsta vetur. Kennslugreinar: íslenska, eðlis- og efna- fræði, stærðfræði, tölvufræði, líffræði og lífræn efnafræði. í sumum greinum getur verið um heilar stöður að ræða. Umsóknir sendist skólanum ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf fyrir 1. júní. Menntamálaráðuneytið. Þjónn Óskum eftir að ráða þjón eða vana mann- eskju í sal í veitingahús okkar. Uppl. í síma 24630 frá 16.00-20.00. Omfinn afMonteChristo LAUGAVEGI 11 SlMI 24630

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.