Morgunblaðið - 16.05.1987, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987
47
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Laus staða
sérfræðings við eðlisfræðistofu
Raunvísindastofnunar Háskólans
sem veitt er til 1 -3 ára.
Staða sérfræðings við eðlisfræðistofu
Raunvísindastofnunar Háskólans er laus til
umsóknar. Staðan verður veitt frá 1. septem-
ber nk.
Laun samkv. launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi
eða tilsvarandi háskólanámi og starfað
minnst eitt ár við rannsóknir.
Starfsmaðurinn verður ráðinn til rannsókna-
starfa, en kennsla hans við Háskóla íslands
er háð samkomulagi milli deildarráðs raun-
vísindadeildar og stjórnar Raunvísindastofn-
unar Háskólans og skal þá m.a. ákveðið
hvort kennsla skuli teljast hluti starfsskyldu
viðkomandi starfsmanns.
Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og
skilríkjum um menntun og vísindaleg störf
og rannsóknaráætlun, skulu hafa borist
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 105
Reykjavík, fyrir 12. júní nk.
Æskilegt er, að umsókn fylgi umsagnir frá
1-3 dómbærum mönnum á vísindasviði um-
sækjanda um menntun hans og vísindaleg
störf. Umsagnir þessar skulu vera í lokuðu
umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær
beint til menntamálaráðuneytisins.
Menntamálaráðuneytið,
11. maí 1987.
Stýrimaður
Stýrimann vantar á humarbát frá Keflavík.
Upplýsingar í símum 92-4812 og 92-4112.
Rafvirkjar
Okkur vantar rafvirkja. Greiðum flutning bú-
slóðar og aðstoðum við útvegun húsnæðis.
Upplýsingar gefur Friðþjófur Friðþjófsson
mánudag og þriðjudag í síma 41604 og
Óskar Eggertsson í síma 94-3092.
Póllinn hf.,
ísafirði.
Vélamenn
Vantar vana vélamenn í sumar á þungavinnu-
vélar úti á landi. Mikil vinna og gott kaup
fyrir góða menn.
Upplýsingar í símum 94-1468 og 94-1118.
Kennarar
Nokkra kennara vantar að Grunnskóla Fá-
skrúðsfjarðar næsta vetur. Ódýrar íbúðir og
nýlegt skólahús.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-5224
á daginn eða 97-5159 heima.
Kennarar
Tvo kennara vantar að Þelamerkurskóla í
Hörgárdal. Meðal kennslugreina, íslenska
og handmennt. Mjög ódýrt og gott húsnæði
á staðnum. Frír hiti.
Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 96-21772
eða 96-26555 og hjá formanni skólanefndar
í síma 96-21923.
Fiskeldi
Opinber stofnun óskar eftir að ráða sérfræð-
ing í fiskeldi til rannsókna, ráðgjafar og
kennslu á Vesturlandi með aðsetri í Borgar-
nesi. Umsækjandi þarf að hafa háskólapróf
í líffræði eða fiskeldi.
Umsóknir, er grejni aldur, menntun og
reynslu umsækjanda, sendist inn á auglýs-
ingadeild Mbl. merktar: „Fiskeldi — 87“.
Tónlistarskóli
Húsavíkur
Starf skólastjóra
Starf skólastjóra við Tónlistarskóla Húsa-
víkur er laust til umsóknar.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf berist til skólanefndar Húsavíkur fyrir
30. maí nk.
Nánari upplýsingar veita skólastjóri í síma
96-41560 og formaður skólanefndar í síma
96-41245.
Skólanefnd Húsavíkur.
P*1
LÖGGILTIR
ENDURSKOÐENDUR HF
Annúla 40 - Withílf >191
125 XqigavOt - Súnl 6)6377
Endurskoðandi —
viðski ptaf ræði ng u r
Viðskiptavinur okkar, sem hefur í þjónustu
sinni yfir 350 starfsmenn, hyggst fullmóta
innri endurskoðunardeild í fyrirtækinu. Við
auglýsum eftir endurskoðanda eða viðskipta-
fræðingi af endurskoðunarsviði til þess að
Ijúka mótun deildarinnar og veita henni for-
stöðu. Æskilegt er að umsækjandinn hafi
endurskoðunarmenntun og reynslu á því
sviði.
Starfið er óháð framkvæmdastjórn, en heyr-
ir beint undir stjórn fyrirtækisins. Hér er um
áhugavert framtíðarstarf að ræða með ágæt-
um launakjörum.
Skriflegar umsóknir sem greina frá náms-
og starfsferli skulu sendar á skrifstofu okkar
í Armúla 40, b.t. Inga R. Jóhannssonar. Upp-
lýsingar ekki veittar í síma.
Löggiltir endurskoðendur hf.
Laus kennarastaða
Verslunarskóli íslands auglýsir lausa til um-
sóknar stöðu kennara í dönsku.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og starfsreynslu sendist skólastjóra VI Þor-
varði Elíassyni.
Umsóknarfrestur er til 22. maí nk.
Grunnskólanum
á Hellisandi
Kennara vantar í eftirtaldar stöður: Einn
kennara í yngri barna kennslu og einn kenn-
ara við kennslu í tónmennt við Grunnskólann
og við Tónlistarskólann. Boðið er uppá hús-
næði gegn lágri leigu og mun flutningsstyrkur
verða greiddur.
Upplýsingar gefur skólastjóri í símum
93-6618 eða 93-6682.
Fiskvinna í
Grundarfirði
Óskum eftir að ráða starfsfólk fyrir sumarið.
Aðallega við snyrtingu, pökkun og rækju-
vinnslu. Unnið er eftir bónuskerfi. Fæði og
húsnæði til staðar.
Verkstjórar gefa upplýsingar í síma 93-8687.
Hraðfrystihús Grundarfjarðarhf.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI
Hjúkrunarfræðingar
— sjúkraliðar
— meinatæknar
Óskum að ráða nú þegar:
★ Hjúkrunarfræðinga
★ Sjúkraliða
★ Meinatækni
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í
síma 94-3014 eða 94-3020 alla virka daga
milli kl. 8.00 og 16.00.
Járniðnaðarmenn
Óskum að ráða járnsmiði, vélvirkja, renni-
smiði og aðstoðarmenn.
Upplýsingar í síma 24260.
raöauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar
Leiguhúsnæði íÁrmúla
68 fm húsnæði í Ármúlanum til leigu. Fallegt
og bjart húsnæði á besta stað í bænum með
góðri sameign. Tilvalið fyrir eins til þriggja
manna þjónustufyrirtæki.
Uppl. í síma 686961 á skrifstofutíma.
Laugavegur
Til leigu er 170 fm bjart húsnæði (lyftuhús)
við Laugaveg fyrir skrifstofu-, þjónustu- og
iðnaðarstarfsemi.
Aðkoma er bæði frá Laugavegi og Hverfis-
götu. Gott útsýni.
Upplýsingar í síma 672121 virka daga frá
kl. 9.00-17.00.
Fiskiskip
Til sölu 50 tonna stálbátur, smíðaður árið
1973. Skipti á minni bát koma til greina.
Þeir sem áhuga hafa sendi inn nöfn og síma-
númer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Bátur
- 757“.