Morgunblaðið - 16.05.1987, Síða 54
ðr?
54
r'oor hw ar cttt^ *na a »^tt a t mnA TrnyTTT^QnM
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987
Húrra
hvað?
★ ★ ★
Ekki veit óg hvað margir
þekkja Húrrahi, en vísí er að
við þá voru bundnar nokkrar
vonlr.
. Nýjasta plata Hurrah!, Tell
God l’m Here, uppfyllir ekki
þær vonir nema að hluta. Lög
eins og Miss This Kiss og Mr.
Sorrowful eru afbragð en önnur
lög á plötunni eru bara miðju-
moð.
Árni Matt
A réttri
leið
★ ★ ★ ★
Shriekback er ein af þess-
um hijómsveitum sem fáir
þekkja en ólík svo mörgum
öðrum þá á sveitin það ekki
skilið
Á nýjustu plötu Shriekback,
Big Night Music, er að finna
marga perluna, í senn ágeng
lög og innhverf. Kanski hefði
platan fengið fimm stjörnur ef
ekki væri tilgerðin í textunum.
Árni Matt
Ekki nóg
★ ★ ★ ★
Fast á hæla safnplötu The
Smiths. The World Won’t list-
en, kom tóiftomman Sheila
Take a Bow.
Enn sem fyrr eru Smiths-
áhugamenn í nokkrum vanda.
Lagið er gott, en er það nógu
gott fyrir The Smiths? Ég held
varla. Vonandi bíða þeir aðeins
áður en næsta plata kemur út.
Árni Matt
Allt fram til þess að John Peel
heyrði í Little Richard var hann
ósköp venjulegur plötukaupandi
sem keypti plötur svona annars
hugar, eftir því sem almannaróm-
ur sagði til.
Little Richard breytti hinsvegar
öllu og upp frá því varð John Peel
einn helsti plötusafnari Bretlands
(plötusafnið hans er mælt í tonn-
um) og hjá breska útvarpinu BBC
hefur hann stýrt tónlistarþætti á
Radio One í mörg ár. Þar hefur
hann leitast við að kynna það sem
hæst ber hverju sinni tónlistarlega
óháð tískubyljum eða sölu-
mennsku.
Þær eru margar hljómsveitirnar
sem John Peel hefur fengið til sín
í útvarpið til að spila og spjalla.
Upptökurnar hafa hrannast upp,
en fyrirtækið Stange Fruit Records
var stofnað til að koma upptökun-
um í hendur almennings á tólf-
tommum. Listinn yfir þær plötur
sem út eru komnar er til marks
um það hvað John Peel var að
gera merka hluti í útvarpsþáttum
sínum, en þegar eru komnar plötur
með New Order, The Damned,
The Screaming Blue Messiahs,
Stiff Little Fingers, Siouxie & The
Banshees, The Undertones, Joy
Division, The Birthday Party ofl.
ofl.
Á flestum af þessum plötum er
að finna upptökur sem ekki hafa
The Cult
Til betri laga plötunnar má telja
„Wild Flower", „Electric Ocean",
„Bad Fun" og „King Contrary
Man“. Það þarf ekki að hlusta mjög
náið á plötuna til þess að hafa
gaman af henni. Það er hins vegar
ekki verra og er hægt að hafa þræl-
gaman af — burtséð frá því hversu
gaman menn hafa af tímaferðalög-
um.
Motörhead:
„Philthy"
kominn
heim
verið gefnar út annarsstaðar, og
til gamans má geta þess að á New
Order plötunni er reggaelag eftir
rastamanninn Keith Hudson.
Óskandi væri að íslenska út-
varpið hefði haft yfir einhverjum
álíka þætti að ræða þegar rokk-
bylgjan reis hvað hæst hér á landi
um 1980. Ekki síður er vanþörf á
slíkum þætti nú þegar það virðist
vera að birta til í rokktónlistarmál-
um.
Árni Matt
Breska hljómsveitin The Cult er
fimm ára gömul og hefur gengið
f gegn um ótal breytingar og er
ekkert eftir af upphaflega band-
inu nema söngvarinn, lan Ast-
bury. Aðal þessarar hljómsveitar
er hrár kraftur — eimaður rokk-
andi eins og hann gerist bestur.
Þó verst maður ekki þeirri hugs-
un að hljómsveitin só klár tfma-
skekkja, því að tónlistin kemur í
fullkomlega rökrænu framhaldi
af sýrurokki sfðsjöunda áratugar-
ins.
Það er mjög erfitt að lýsa tónlist
þeirra kumpána, hana verður eig-
inlega að hlusta á. Þó skal hér
rembst og reynt. Bandarísk áhrif
eru í öndvegi og þá helst um að
ræða þétt suðurríkjarokk. Ofan á
það kemur býsna hrár gítarleikur
(Angus Young í AC/DC greinilega
í hávegum hafður) og allt kórónar
söngur lan Astbury, sem minnir
um margt á Jim heitinn Morrison
og allan andskotann annan.
Og það er nú eiginlega kjarni
málsins. Tónlistin er öll mjög nost-
algísk, án þess þó að hljómsveitin
giati nokkru sinni sjálfsvirðingu
sinni eða sándi. Og það skiptir nú
reginmáli á þessum tímum tölvu-
BREYTINGAR hafa orðið á
hljómsveitinni Motörhead og
er nú gamli trumbuleikarinn
„Philthy Animal" Taylor kom-
inn á sinn stað á ný.
Trommarinn sem fyrir var,
Pete Gill, var orðinn þreyttur á
bandinu og hafði sagt að hann
myndi hætta um leið og tón-
leikaferðalagi sveitarinnar um
Evrópu lyki. Höfuðpaur hljóm-
sveitarinnar, Lemmy Kilminst-
er, ákvað hins vegar að engin
ræna væri í því að bíða — ekki
síst þegar að langt og strangt
ferðalag um Bandaríkin var
Motörhead nú.
framundan, en talið er að
framtíð hljómsveitarinnar velti
nokkuð á því.
Síðasta plata hljómsveitar-
innar, „Orgasmatron", hefur
selst vel vestra og talið að
hljómsveitin eigi nokkra mögu-
leika í Vesturheimi.
Síðan Taylor hætti í Motör-
head hefur hann reynt margt
fyrir sér, en fátt gengið. Tók
hann því boði Lemmys fagn-
andi og lemur nú húðir sem
óður væri í umræddri Banda-
ríkjaferð.
væddrar lánastarfsemi í tónlist. Til
þess að menn þurfi þó ekki að
fara í grafgötur með í hvaða smiðju
er sótt þá taka piltarnir lagið „Born
to Be Wild” og ferst það býsna vel
úr hendi. Þá eru piltarnir einnig vel
lesnir í hippafræðunum, eins og
heyra má af textum eins og „Peace
Dog".
Enn og aftur
Smithereens
Eins og alþjóð er kunnugt
hóldu Smithereens hértvenna
tónleika í febrúar síðastliðn-
um sælla minninga. Þeir
tvífylltu þá óperuna og hefðu
sjálfsagt farið langt í þriðja
fullið ef tími hefið gefist fyrir
þrenna tónleika.
í viðtali lýsti höfuðpaur sveit-
arinnar, Pat DiNizio, yfir áhuga
sínum á að koma til íslands
aftur. Nú hefur spurst út að til
standi að Smithereens komi
aftur hingað til lands í sumar
og haldi a.m.k. eina tónleika.
Fjórða júlí stendur til að opna
rokkstaðinn Hard Rock Café á
íslandi og er áætluð koma
Smithereens í tengslum við þá
opnun sem verður víst hin veg-
legasta. Ekki verður annað sagt
en að vel sé til fundið að fá
hingað þá Pat DiNizio og fé-
laga; fáir halda betur á loft
rokkandanum frá sjöunda ára-
tugnum.
rokksíðan
UMSJÓN ANDRÉS MAGNÚSSON
Plötudömar
Af John Peel
RAFMAGNAÐ