Morgunblaðið - 16.05.1987, Side 63

Morgunblaðið - 16.05.1987, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 63 John Travolta á íslandi Fyrir svo sem sex—sjö árum ætlaði allt um koll að keyra umhverfis Háskólabíó, en þá hafði kvikmyndahúsið til sýninga mynd- ir Johns Travolta, Saturday Night Fever og Grease. Villuráfandi unglingar stigu unnvörpum upp í leið fjögur, Hagar—Sund, og fóru að berja goðið augum. Áður en nokkur vissi hvaðan á sig stóð veðrið voru harðsvíruðustu lubbar famir í klippingu og jakkaföt og byijaðir að stunda dansnám aukin heldur. Síðan er liðinn langur tími og John Travolta flestum íslending- um liðinn úr minni. Þá bar það til fyrir nokkrum dögum að kapp- inn kom fljúgandi á einkaþotu sinni og lenti á Keflavíkurflug- velli til þess að taka benzín. Kom þá í ljós að Travolta var á leiðinni til Cannes að sýna sig og sjá aðra. Á meðan verið var að fýlla á rell- una brá stjaman sér inn í hina glæsilegu Flugstöð Leifs Eiríks- sonar og kynnti sér þar salar- kynni. Erlendur Guðmundsson var þar staddur og tók meðfylgjandi mynd af kappanum inni í Fríhafn- arverslun flugstöðvarinnar. Stuð í Singapore Til þess að halda þræði hér á síðunni er hér ein mynd frá Singapore. Á henni má sjá tvær af fegurðardísunum sem þar keppa, þær Marion Teo, sem er Ungfrú Singapore, og Yvette Li- vesey, sem er fulltrúi Englands. Myndin var tekin við sérstakan málsverð keppendunum til heið- urs, sem borgarstjóm Singapore efndi til. Fljóðið lengst til vinstri og foringinn á hægri hönd eru ekki keppendur, heldur söngvarar í óperu innfæddra, en þeir skemmtu veislugestum með söng og hljóðfæraslætti. Travolta í Fríhöfninni. Ljósm: Erlendur Guðmundsson Njóttu lífsins og skemmtu þér á Hótel Borg „FRÍSTÆL" KEPPNI FRJÁLS kGREIÐSLA BROADWAY 17. maí 1987. Húsið opnað kl. 16:00 Einnig er á dagskrá: í fyrsta skipti á íslandi stórkostleg sýning 10 förðunarfræðinga. Tískusýning frá Don Cano, Herrahorninu, Leð- urvali, Saron, Lee, Skæðl, Campos, Tfskuvall og World Class. Verðlaun eru veittaf: Alan International London, Jingles International London, Skæði, Leðurvali, Don Cano, Tískuvali, Svörtu pönnunni og WorldClass. Húsið opnað kl. 16:00. Frístælkeppnin 17:00. Dómur 17:40. Matur 19:00 Förðunarlistamenn 21:00. Tiskusýning 21:30. Förðunarlista- menn 22:00. Úrslit- Verðlaunaafhending 23:00. TÍMARITIÐ HÁR OG FEGURÐ Gömlu dansarnir í kvöld í félagsheimili HREYFILS kl. 21.00-02.00. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar og söngkonan Arna Þorsteinsdóttir. Stanslaustfjör. Aðgöngumiðar í síma 685520 frá kl. 18.00. Miðasala íkvöld. EK. ELDING. SLATTUVELA- VIÐGERÐIR sími 31640 Lennpn v/Austurvöll i 1 fafeife co co m oo Gódan daginnl Vatnagarðar 14 — 104 Reykjavik I kvöld opnum við kl. 20.00 fyrir þá sem hafa áhugaá að kaupa miða komið eftirkl. 22.00. ATH. Húsið er lokað kl. 3.00. komið því tímanlega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.