Morgunblaðið - 27.05.1987, Side 20

Morgunblaðið - 27.05.1987, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAI 1987 Kennaramenntun í list og verkgreinum eftir Jónas Pálsson Á síðustu áratugum hefur skiln- ingur manna vaxið víða um lönd á gildi list- og verkmennta, ekki síst myndmennta, í almennri menntun barna og unglinga. Fræðimenn og kennarar, sem láta sig málefnið varða, styðja mál sitt ekki einungis hagnýtum rökum um efnahagslegt mikilvægi verkkunnáttu á tækniöld, heldur öllu fremur að þessar grein- ar séu undirstöðuþáttui’ í mennta- stefnu, sem vilji kenna sig við manngildi og mannúð og þannig styrkja viðhoif, sem auka líkur á að siðmenning líði ekki undir lok á þessari plánetu. (Sjá t.d. L. Chap- man, J. Dewey, E.W. Eisner, H. Gardner, K. Lansing, J. McFee svo einhveijir séu nefndir.) Undirritaður er sannfærður um að félagsmótun og uppeldi ungi'a kynslóða við núverandi samfélags- aðstæðui' muni skást borgið á þann veg að list- og handmenntir ásamt þroskun móðurmálsins verði veiga- mikill þáttur í námsefni og athöfn- um nemenda og kennara í uppeldisstofnunum og skólum. Hér mætti raunar bæta við vinnubrögð- um, sem tengjast mannfræði og heimspeki í víðum skilningi. Þetta merkir að sjálfsögðu ekki að gera eigi öll börn að „listamönnum". Og hér er heldur ekki meint að hver og einn nemandi geri eins og honum sýnist í neikvæðri merkingu þeirra orða, þótt vissulega sé mikilvægt að örva tjáningu og persónulega sýn nemenda á umhverfi sitt og hvetja þau til að endurmóta hana á sinn eigin persónulega og sjálfstæða hátt. Ögun samofin list- og verkgreinum Stundum hevrist því haldið fram að aukning list- og verkmennta í skólum merki að námskröfum yfir- leitt muni hraka og agi fara úr böndum. Námið verði „dútl og fönd- ur“. Þetta er að minu áliti alröng skoðun og raunar alveg gagnstæð hinu rétta. Engar greinar krefjast eins mikillar ögunar eins og tón- mennt, myndmennt, íþróttir, dans, rythmik og hvers konar hand- menntir. Þetta held ég að fólk almennt geri sér ekki grein fyrir. En þá þarf líka kennslan að vera í höndum vel menntaðra kennara og fóstra. Hér er ekki tækifæri til að setja fram fræðilegan rökstuðning fyrir þessum sjónarmiðum en ég bendi þeim, sem áhuga hafa á, að kynna sér ritverk fræðimanna svo sem þeirra, er nefndir voi-u að framan. Frumkvæði frá Myndlistaskólanum Umræða um skólamál almennt er eins og kunnugt er ekki burðug hérlendis en þó sýnu fátæklegust að mínu mati að því er varðar list- og verkmenntanám í grunnskólum og raunar framhaldsskólum og fag- skólum einnig. Ánægjuleg undantekning voru viðtöl sl. vetur við Bjarna Daníels- son, skólastjóra Myndlista- og handíðaskólans (Morgunblaðið 16. jan. sl. og Þjoðviljinn 17. janúar) og við Eddu Óskarsdóttur og Þóru L. Friðleifsdóttur, myndlistarkenn- ara (Mbl. 16. janúar sl.), þar sem þau ræða stöðu þessara greina í íslenskum skólum, einkum mynd- mennt, og þau Bjarni og Edda ræða sérstaklega menntun myndmennta- kennara fyrir grunnskóla og framhaldsskóla. Hér er hreyft ákaf- lega þörfu máli. Lengi hefur farist fyrir að taka undir við þau Bjarna og Eddu og skal það nú gert þótt skammarlega hafi dregist úr hömlu. Bjarni Daníelsson skólastjóri víkur beinlínis að Kennaraháskólan- um og undirrituðum í viðtali sínu í Þjóðviljanum. Þar segir orðrétt: „Kennarar í myndmennt hafa um áratuga skeið verið menntaðir hér í Myndlista- og handíðaskóla Is- lands. Smíða- og hannyrðakennarar eru útskrifaðir frá Kennaraháskól- anum. Þcir sem fara gegnum kennaranám í KHÍ eru teknir inn í skólann eins og hveijii' aðrir nem- endur og velja ekki kennslu sem sérgi-ein fyrr en þeir hafa verið hér eitt ár. Þjálfun kennara hér hefur borið sterkan keim af að þetta er myndlista- og handíðaskóli. Sú spurning hlýtur að vakna hvort nám myndmenntakennara sé í fullu sam- ræmi við kröfur, sem gerðar eru til þeirra í gi-unnskólum og hvort reynsla og þekking á sviði skóla- mála almennt sé nægilega stór hluti af námi þeirra hér. Almennir kennarar og smíða- og hannyrðakennarar eru flestir menntaðir við Kennaraháskóla Is- lands. Þeim er ætlað að fá nokkra nasasjón af myndmennt í námi sínu, en það er nú hvergi nærri nógu mikið, og þyrfti að gera stórátak í þeim efnum. Jónas Pálsson, núver- andi rektor Kennaraháskólans, hefur ítrekað lýst því yfir að hann telji list- og verkgi-einar gmndvall- amámsgreinar í öllu aimennu námi og hefur jafnframt haft áform um að gera myndmennt að valgrein við Kennaraháskólann. Eg tel mjög eðiilegt að þannig deild verði komið upp þar, svo að betra samræmi geti orðið í menntun kennara sem fást við ólíkar faggreinar. vonandi verður eitthvað úr þessum áformum Jónasar annað en orðin tóm.“ Mér er persónuleg ánægja að staðfesta þessi ummæii Bjama skólastjóra að því er varðar áhuga minn á auknum hlut lista- og verk- mennta í almennri menntun í þessu landi. Það leiðir því af sjálfu sér að undirritaður leggur áherslu á að efla starfsmenntun kennara í list- og verkgreinum. Gæði skólastarfs em fyrst og fremst komin undir hæfni og kunnáttu kennara og mundi, að mínu áliti, eiga enn frek- ar við þegar um er að ræða kennara í list- og verkmenntagreinum. Það er því einlæg von mín að ekki verði um „orðin tóm“ að ræða í þessu efni, hvorki af minni hálfu eða ann- arra, sem um málið þurfa að fjalla á næstunni. Mvndmennt valgrein við KHÍ Síðan ofangreind orð Bjama birt- ust hefur það gerst að menntamála- ráðuneytið hefur með bréfi dags. 24. apríl sl. heimilað Kennarahá- skólanum að stofna til valgreinar í myndmennt innan ramma B.Ed- námsins við Kennaraháskólann. Fyrir hönd Kennaraháskólans vil ég fagna þessari ákvörðun og vona að hún reynist til heilla fyrir mynd- listaruppeldi í grunnskólum lands- ins. En til þess að svo megi verða þarf margt að breytast til bóta í starfsskilyrðum Kennaraháskólans almennt og þá alveg sérstaklega að því er varðar kennaranám í list- og verkmenntagreinum við skólann. Þessi fyrirhugaða breyting á sér nokkurn aðdraganda. Á ráðstefnu í apríl 1986, sem kennara- og menntunarstofnanir stóðu að, kom fram tillaga frá fulltrúum Mynd- lista- og handíðaskólans að skyn- samlegt væri að kennaradeild skólans í myndmennt, a.m.k. fyrir grunnskólakennara, flyttist í Kenn- araháskólann. Kennaraháskólinn fagnaði þessari tillögu enda áður farið þess á leit við menntamála- ráðuneytið að skólinn fengi að notfæra sér heimild í lögum að setja á laggirnar valgrein í myndmennt. Með þeirri tillögu var alls ekki að því stefnt af hálfu KHI að kennara- deildin við Myndlista- og handíða- skólann yrði lögð niður. Þctta skal tekið skýrt fram vegna misskilnings sem ég hefi orðið var við um þetta atriði, bæði frá Myndlista- og handí- ðaskólanum og einkum frá for- svarsmönnum Iþróttakennaraskól- ans á Laugarvatni. En meira um það síðar. Næst gerðist það í málinu að menntamálaráðuneytinu var sent bréf, dagsett 20. júní 1986, undir- ritað af fyrrv. skólastjóra MHI, Torfa Jónssyni, þar sem lagt er til að viðræður hefjist milli þessara stofnana undir forystu ráðuneytis- ins með það markmið fyrir augum að myndmennt fyrir grunnskóla- kennara verði valgrein við KHI en náið samstarf verði milli þessara stofnana um faglega menntun myndlistarkennara og þá sérstak- lega fyrir myndmenntakennara í framhaldsskólum. Bjarni Daníelsson, núverandi skólastjóri Myndlista- og handíða- skólans, áréttaði síðan enn þessa afstöðu síns skóla. Síðan hefur það svo gerst sem að framan segir að menntamálaráðuneytið hefur heim- ilað Kennaraháskólanum að hefjast handa um stofnun valgi'einar í myndmennt við KHÍ. Er nú unnið að undirbúningi þess máls og standa vonir til að kennsla í val- greininni geti hafist þegar næsta haust. Undirritaður treystir því að svo geti orðið, þótt við marga erfið- leika sé að etja, cinkum hvað húsnæði varðar svo og námsskipan, en í því efni má byggja á reynslu MHÍ og við treystum á góða sam- vinnu við stjórnendur og kennara þess skóla hér eftir sem hingað til. Þessi aðdragandi að stofnun val- gi'einar við KHÍ fyrir verðandi grunnskólakennara er rakin hér svo ýtarlega vegna þess að hann sýnir, að mati undirritaðs, hvcrnig vinna má að lausn mála sem þessara þeg- ar vel tekst til. íþróttir og líkamsrækt verði einnig valgrein Fjórar kennslugi'einar grunn- skóla, sem teljast til list- og verkgreina, hafa undanfarin ár ver- ið kenndar sem valgreinar við Kennaraháskólann, þ.e. smíðar, saumar og hannyrðir, heimilisfræði og tónmennt. Nú bætist mynd- mennt við eins og að framan segir. Þess má geta að sumar þessar kennslugreinar hafa verið kenndar við Kennaraskólann og arftaka hans, Kennaraháskólann, alveg frá upphafi, svo sem smíðar, saumar og hannyrðir, söngur og teikning. Tvær síðasttöldu greinarnar svara til þess sem í dag nefnist tónmennt og myndmennt. Hér er því síður en svo um einhveija stórhættulega nýjung að ræða ef einhveijir skyldu halda það. íþróttir og líkamsrækt eru nú eina kennslugi-ein grunn- skólans sem ekki er boðin fram sem valgrein við Kennaraháskóla ís- lands. Þetta telur undirritaður mjög miður, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Skal til glöggvunar drepið á fáein atriði þessa máls lesendum til upplýsingar. Kennaraháskólinn hefur marg- sinnis undanfarin ár borið fram kröfu við menntamálaráðherra um að staðfest verði heimild í lögum um að gera íþróttir og líkamsrækt að valgreinum við skólann og KHI annist þannig menntun íþrótta- kennara í grunnskólum. Kennara- háskólinn hefur eigið íþróttahús ágætlega búið, sem var tekið í notk- un fyrir 13—14 árum (1974). „Meginástæða þess að við, sem viljum ekki líta á kennarastarfið eins o g hverja aðra atvinnu, sem ungt fólk, einkum konur, gprípi til, meðan ekki býðst annað betra, er sú, að við álítum starf ið byggt á sameig- inlegum fræðilegum forsendum og hagnýtri samskipan starfs- menntunarþátta, sem kennaraefni temjist við meðan á námi stendur, hvaða kennslugrein sem þeir kenna og hvaða aldurstigi nem- enda sem þeir hyggjast sinna. Framangreint sjónarmið er stundum kennt við heildstæða starfsmenntun kenn- ara.“ Bygging íþróttahússins var mikið átak á sínum tímá fyrir Kennarahá- skóla Islands, sem um 1970 taldi allt að eitt þúsund nemendur. Var þá vissulega brýn þörf bóklegi'a greina að halda áfram smíði aðal- skólahússins en aldrei hefur verið byggður nema hluti þess, þótt nú hafi að vísu verið reist sérstök bygging yfir raungreinar, bókasafn og matstofu stúdenta. Smíði íþróttahússins við þessar aðstæður sýnir glöggt hvílíka höfuðáherslu þáverandi forsvarsmenn skólans lögðu á hlut íþrótta og iíkamsrækt- ar í kennaranáminu. — Við sem nú gegnum þessu hlutverki höfum sömu afstöðu. Inntökuskilyrði og námskröfur í list- og verkgreinum Nú er starfandi sérstök nefnd til að endurskoða lög um íþróttakenn- araskóla Islands. Það er einlæg von mín að endurskoðun laganna leiði til þess að finna megi sem besta lausn á starfsmenntun íþróttakenn- ara, bæði fyrir grunnskóla og framhaldsskóla. í þessu samhengi vil ég benda á nauðsyn þess að við Kennaraháskólann verði lögð aukin áhersla á kennslu í leikrænni tján- ingu (dramikk), danski og hreyfi- æfingum við hæfi yngri barna. Þessar greinar eru á ýmsan hátt skyldar tónmennt, líkamsrækt, heilsugæslu og tengjast því eðlilega íþróttum. En öðlist íþróttir ekki sess sem valgrein við KHI er næsta augljóst að þær muni skipa annan sess í hugum kennaranema KHÍ en aðrar kennslugreinar grunnskólans. Látið hefur verið að því liggja undanfarið í umræðu um íþróttir og raunar einnig tónmennt og myndmennt að kunnáttu og hæfni kennara í þessum greinum muni mjög hraka frá því sem verið hefur hjá kennurum sem sótt hafa starfs- menntun sína til sérgreinaskólanna. Þetta eru auðvitað sömu áhyggjur og sótt hafa fast á marga kennara og sérfræðinga vegna meintrar vankunnáttu grunnskólakennara í hefðbundnum bóklegum greinum og aðeins hafa að baki sér nám í valgrein við KHI. Nú vil ég ekki gera lítið úr því að kennarar á öllum skólastigum séu vel kunnandi í þekkingar- og leikniatriðum þcirra gi'eina sem kerlna skal. Eg er einn þeirra sem tel slíkt sjálfsagt og mikilvægt. Ekki er unnt að ræða þetta atriði ýtarlega í blaðagrein sem þessari en ég vil þó benda á eitt eða tvö atriði: I fyrsta lagi skiptir mestu þegar rætt er um kennaramenntun að rugla ekki saman fræðigi'ein eða fræðasviði, t.d. í eðlisfræði, stærð- fræði eða sagnfræði og hins vegar uppfræðslu í kennslugreinum þess- ara fræða eins og þær eru kenndar í skólum, einkum grunnskólum, þótt sama gildi raunar með nokkuð breyttum áherslum einnig í fram- haldsskólum. Um þetta viðhorf stendur raunar slagurinn þegar Ijallað er um sérhæft starfshlutverk kennara og verður það mál ekki rætt frekar hér. I öðru lagi vill undirritaður benda á að Kennaraháskólinn kannar nú ýmsa þætti í starfsemi skólans sem lúta að inntökukröfum almennt og sérstaklega að því er snertir val- gi-einar eða kjörsvið (eins og við vonumst til að tekin verði upp á næstunni við skólann með breyttri löggjöf), svo og námsmat ásamt kunnáttu og starfsleikni við náms- lok frá skólanum. Þetta á alveg sérstaklega við um list- og verk- greinar, þar með taldar íþróttir, en þessar gi'einar búa við skarðan hlut í grunnskólum og þá ekki síður í framhaldsskólum samanborið við bóklegar greinar eins og öllum er kunnugt. Jafnframt vil ég fyrir hönd KHÍ lýsa því yfir að skólinn er reiðubúinn til að mæta kröfum sérgreinafélaga kennara um kunn- áttu og starfsleikni sem kennara- efni skuli hafa á valdi sínu við brautskráningu. Þetta á ekki síður við um íþróttir en aðrar greinar, en samtök íþróttakennara virðast sérlega viðkvæm í þessu efni. Miðstöð íþróttamennt- unar á Laugarvatni Að gefnu tilefni skal einnig tekið fram að Kennaraháskólinn hefur aldrei á nokkurn hátt tengt beiðni sína um valgrein í íþróttum og líkamsrækt við breytingar á núver- andi réttindum og stiiðu Iþrótta- kennaraskólans á Laugarvatni. Slík afskiptasemi kemur að sjálfsögðu ekki til greina og væri algerlega ósæmileg af Kennaraháskólans hálfu. Eg lýsi þeirri skoðun minni og von að íþróttakennaraskólinn á Laugarvatni megi eflast og dafna á komandi árum eins og hann hefur gert hingað til. Þar hlýtur að verða miðstöð íþrótta og íþróttaþjálfunar enda allar aðstæður fyrir hendi þar nú til þess að svo megi verða. Skól- inn yrði þá sambærilegur í þessu tilliti við Myndlista- og handíðaskól- ann og Tónlistarskólann í Reykjavík, en fyrir liggja frumvörp eða frumvarpsdrög um að báðir þessir skólar verði færðir á háskóla- stig. Þeir mundu þá, líkt og Háskóli Islands gerir í bóklegum greinum, annast kennslu í viðkomandi fræði- greinum fyrir kennara í framhalds- skólum. Þá skal einnig af gefnu tilefni víkja að mótbáru, sem stundum er nefnd, gegn því að fjölga valgrein- um eða kjörsviðum við Kennarahá- skólann, nefnilega þeirri, að núverandi nemendafjöldi KHÍ beri ekki svo margar valgreinar. Vissu- lega er nokkuð til í þessari röksemd sé gengið út frá því að nemenda- fjöldinn sé óbreytanleg stærð. Ég held að því fari sem betur fer mjög fjarri að svo sé. Ef fleiri kjörsvið opnast mun það eitt sér leiða til aukinnar aðsóknar hæfileika- og áhugafólks að þeim sviðum. Og að sjálfsögðu yrði þá jafnframt að auka kennsluhúsnæði Kennarahá- skólans nokkuð frá því sem nú er.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.