Morgunblaðið - 27.05.1987, Side 36

Morgunblaðið - 27.05.1987, Side 36
TT36 'J' ÍÍÖk’ÓUÍíBtAEiIÖ; 'ÍÍÍbVtkÚöXtiÚá W'Wtf ’í 987 25 ára iiiaður játar á sig líkamsárás TUTTUGU og eins árs gamall Akureyringnr varð fyrir líkamsárás kl. rúmlega 6 að- faranótt laugardagsins 16. maí siðastliðinn. Málið er að fullu upplýst og hefur árásarmaður- inn játað verknaðinn. Arásarmaðurinn, sem er 25 ára aðkomumaður en búsettur á Ak- ureyri nú, mun hafa gengið að manninum að tilefnislausu og slegið hann í andlitið með þeim afleiðingum að hann kinnbeins- brotnaði. Þá brotnuðu þtjár tennur og tennur í efri gómi losnuðu. Sá er varð fyrir árásinni kærði atburðinn ekki fyrr en í síðustu viku til rannsóknarlögreglunnar á Akureyri og með hjálp vitna tókst að upplýsa málið á fimmtudaginn. Þá var árásarmaðurinn handtek- inn. Hann játaði strax og var síðan sleppt að því loknu. Málið verður sent ríkissaksóknara til frekari meðhöndlunar. Hjálparsveit skáta á Dalvík: Byggir 300 fermetra húsnæði í sjálfboðavinnu Fyrsta skóflustungan tekin á morgnn HJÁLPARSVEIT skáta á Dalvík tekur fyrstu skóflustunguna að nýju húsi sinu á morgun, upp- stigningardag, kl. 17.00. Húsið verður rúmlega 300 fermetrar að stærð og mun innihalda áhaldageymslu og bílageymslu ásamt félagsaðstöðu. Frmm ár eru nú liðin síðan Hjálþ- arsveit skáta á Dalvík var formlega stofnuð og eru félagar sveitarinnar nú orðnir á fjórða tug. Aðalsteinn Hauksson, sem sæti á í stjórn hjálp- arsveitarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að draumurinn væri að gera húsið fokhelt í haust, en áætlað væri að fullgera húsið innan fimm ára. Það veltur þó á hvernig til tekst með fjármögnun bygging- arinnar sem byggist nú að mestu á fijálsum framlögum fyrirtækja, stofnanna og einstaklinga. Auk þess hefur Hjálparsveit skáta verið með ýmiss konar sölustarfsemi í gangi, eins og tíðkast víða annars staðar, og í byrjun næsta mánaðar verður gert landsátak í sölu á svo- kölluðum bílkoddum, sem innihalda fyrstu-hjálpar sjúkragögn. Aðal- steinn sagði að slíkir koddar væru tilvaldir í bifreiðir og jafnvel minni báta. Landsþing Hjálparsveita skáta verður haldið á Akureyri á föstudag og laugardag, 29. og 30. maí næst- komandi, og munu aðalfulltrúar þingsins verða viðstaddir á Dalvík þegar fyrsta skóflustungan verður tekin á lóð númer 8 við Gunnars- braut. Bæjarstjórn Dalvíkur gaf hjálparsveitinni lóðina og Menning- arsjóður KEA gaf 50.000 krónur til byggingarinnar. Aðalsteinn sagði að hingað til hefði starfsemi sveitarinnar verið í tveimur herbergjum í skátaheimil- inu á Dalvík sem þeir félagar hefðu fyrir löngu sprengt utan af sér. Þá hefði hjálparsveitin engan bílskúr og hefði bíllinn því verið látinn standa fyrir utan skátaheimilið síðustu árin. Akureyrarkirkja: „Musica Antiqua Is- land“ heldur tónleika Hljóðbylgjan á Ráðhústorgi ÞEIR sóldýrkendur Hljóðbylgjunnar, sem ekki gátu hugsað sér að vera inni í góða veðrinu um helgina og útvarpa þaðan, drifu sig út með tæki sín og tól og nutu góða veðursins ásamt öðrum sólþyrstum Akureyringum. Hér eru þeir Ingólfur Magnússon, Guðmundur Þor- steinsson og Ómar Pétursson að útvarpa frá miðju Ráðhústorginu. Hátölurum var síðan komið upp i miðbænum svo glumdi í þeim félög- um og léttri sumartónlist þess á milli. Ingvar Þorvaldsson ásamt tveim verka sinna. Sýnir í Gamla Lundi INGVAR Þorvaldsson opnar málverkasýningu að Gamla Lundi á Akureyri fimmtudaginn 28. maí kl. 16.00. Á sýningunni eru 36 vatnslitamyndir málaðar á þessu og síðasta ári. Sýningin er opin kl. 14.00-22.00 um helgar og kl. 17.00-22.00 virka daga, og stendur til mánudagsins 8. júní. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Dröfn Friðfinnsdóttir við verk á sýningu sinni. Sýnir í Dynheimum DRÖFN Friðfinnsdóttir sýnir þessa dagana verk sín í Dyn- heimum á Akureyri. Sýning Drafnar stendur fram á sunnudags- kvöld og er opin virka daga frá kl. 17.00 til 20.00 og um helgina frá kl. 14.00 til 22.00. A sýningunni eru 25 klippimyndir og átta málverk sem Dröfn hefur unnið á þessu ári og síðasta. TRÍÓIÐ „Musica Antiqua heldur tónleika í Akureyrarkirkju á morgun, uppstigningardag, kl. 17.00. Tríóið skipa CamiIIa Söder- berg blokkflautuleikari, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir sellóleikari, sem leikur á viola da gamba, og Snorri Örn Snorrason, sem leikur á lútu og bassalútu. Félagsskapurinn „Musica Antiqua" var stofnaður árið 1981 af ofan- greindum listamönnum auk Helgu Kirkjudagur í Glerárkirkju KIRKJUDAGUR í Glerárkirkju verður haldinn á morgun, upp- stigningardag. Dagskráin hefst með guðsþjónustu klukkan 14.00. Kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar syngur og sóknarpresturinn séra Pálmi Matthíasson predikar. Eftir guðsþjónustuna verður kirkjukaffi Kvenfélagsins Baldurs- brár. Þá mun kirkjukórinn bregða á leik í léttum sumarlögum og syngja jafnvel utan dyra ef veður leyfir. Söl- utorg verður sett upp í kirkjuskipinu og verða þar á boðstólum sumarblóm og §ölær blóm. Einnig verður almenn- ur söngur. Þá verður boðið upp á akstur til kirkju. Þeir, sem hans óska, eru beðn- ir að hringja í síma 27575 milli kl. 12.00 og 13.30 og verða þeir síðan sóttir og ekið til baka að lokinni dag- skrá. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Ingólfsdóttur semballeikara til þess að kynna og flytja gamla tónlist með upprunalegum hljóðfærum. Vafa- laust muna margir eftir heimsókn þeirra til Akureyrar í febrúar 1982 er haldnar voru kynningar og tónleik- ar í sql Menntaskólans á vegum tónlistarfélagsins, Tónlistarskólans og Menntaskólans á Akureyri. Tríóið hóf að starfa saman 1984 og fór það ár í tónleikaferðalag til Svíþjóðar og Austurríkis. Þau leika einkum tónlist frá renesans- og bar- rokk-tíma og á tónleikunum á fimmtudag verða flutt verk eftir franska, sænska og ítalska tónsmiði frá 17. og 18. öld. Tríóið „Musica Antiqua Island" skipa Camilla Söderberg, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Snorri Öm Snorrason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.